Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 4
FORSVARSMENN flugfélagsins Iceland Express segjast afar ósáttir og undrandi yfir að Íslandskynning- arbæklingi Ferðamálaráðs Íslands skyldi dreift án auglýsinga frá fyr- irtækinu á ferðakaupstefnu í Madríd sem lýkur á sunnudag. Bæklingurinn er gefinn út í 350.000 eintökum um allan heim, þar af 14 þús- und eintökum á Spáni, og er hugsaður til kynn- ingar á landi og þjóð gagnvart erlendum ferðaþjónustuaðilum. Að sögn Ólafs Haukssonar, tals- manns Iceland Ex- press, kom í ljós að búið var að skera auglýsingar fyrir- tækisins út úr bæklingnum sem dreift var af samkeppnisaðilanum, Icelandair. Hvorki Ferðamálráð né Iceland Express voru með fulltrúa á kaup- stefnunni. Starfsfólki í sjálfsvald sett Það skal tekið fram að Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, gat hvorki staðfest það né neitað því að síðurnar hefðu verið skornar út. Starfsfólk Icelandair á ferðakaupstefnum úti í heimi réði því hins vegar sjálft hvaða kynningar- efni það notaði til að kynna fyrirtæk- ið, hvort það notaði bækling frá Ferðamálaráði yfir höfuð, hálfan bækling eða eina síðu. „Hlutverk þess er að kynna þjónustu Iceland- air. Enginn ætlast til þess að fyr- irtæki taki þátt í kaupstefnu til að kynna samkeppnisaðila sem sitja heima,“ segir Guðjón. Að sögn Ólafs Haukssonar, tals- manns Iceland Express, var það spænskur ferðaþjónustuaðili sem setti sig í samband við fyrirtækið og tjáði þeim að búið væri að klippa tvær hálfsíðu auglýsingar fyrirtæk- isins út úr bæklingnum og dreifa honum. Iceland Express greiðir eina milljón króna fyrir um- ræddar auglýsingar. „Það var búið að klippa tvær blaðsíður úr bækl- ingnum þar sem okkar auglýsingar eru, tvær hálfsíður, hvor á sinni blaðsíðu, þannig að til þess að losna við okkur þá þuftu þeir að klippa út sem sam- svarar fjórum blaðsíðum,“ segir Ólafur, sem segist gapandi yfir háttalaginu sem sé skemmdarverk á opinberum bæklingi. Ólafur segir bæklinginn gegna mikilvægu hlutverki fyrir fyrirtækið á Spáni, jafnvel þótt Iceland Express bjóði ekki upp á beint flug þangað. Fjölmargir Spánverjar fljúgi með Iceland Express í tengiflugi. Að sögn hans mun félagið fela lögfræð- ingi félagsins að íhuga lagalega stöðu sína gagnvart skemmdarverk- unum. Aldrei heyrt um slíkt fyrr Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, segir málið mjög sérstakt og hann hafi aldrei heyrt um það fyrr að menn hafi tekið síður úr bæklingum sem þeir hafi ekki viljað sýna. Hann hafi ekki heyrt af málinu, en muni kanna hvernig á þessu standi. Icelandair dreifir bæklingi Ferða- málaráðs á kaupstefnu í Madríd Búið að skera út auglýsingar Iceland Express 4 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÚMLEGA tuttugu dýr voru að bíta á svæðinu milli Papafjarðar og þjóðvegarins í Lóni fyrr í vikunni, en einnig voru nokkur dýr við Eystra- horn. Erfitt reyndist að greina hvort um tarfa eða kýr var að ræða þar sem fæst dýranna voru hyrnd. Að sögn Sigurðar Ægissonar er nokkuð óvenjulegt að sjá hreindýr á þessum slóðum í al- faraleið nema þegar vetur er mjög harður og snjóalög yfir heiðum eystra. Hins vegar hefur að undanförnu ríkt einmuna veðurblíða fyrir aust- an. Sigurður sagði ávallt gaman að sjá hreindýr, enda einstaklega tignarleg dýr. Þess má geta að hreindýr voru flutt inn í lífríki Íslands á 18. öld, í þeim tilgangi að efla landbúnað hér á landi. Dýrin komu öll úr Finnmörku í Noregi. Þetta gerðist fjórum sinnum á árunum 1771–87. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Tignarleg dýr í lífríki Íslands „ÉG ER sammála þessari niður- stöðu Róberts, ég tel ákvörðun hans rétta,“ sagði Páll Magnússon, fréttastjóri á Stöð 2, við Morgun- blaðið í gær um mál Róberts Marshall frétta- manns sem sagt hefur upp störf- um vegna mis- taka sem hann gerði við vinnslu fréttar. „Niðurstaðan er sár, þetta er góður samstarfs- maður sem er að kveðja, en fyrir hagsmuni hans sjálfs og fyrir hags- muni fréttastofunnar sýnir hann ákveðna festu í málinu og er trúr ákveðnum grundvallarreglum. Hann er ábyrgur gerða sinna, tekur afleiðingunum af mistökum sínum og tekur þessa ákvörðun sjálfur. Ég tel að hann sé maður að meiri fyrir.“ Aðspurður hvort til greina komi að vaktstjóri eða fréttastjóri segi af sér vegna málsins segir Páll: „Vakt- stjóri og fréttastjóri eru síst af öllu undanþegnir ritstjórnarlegri ábyrgð á fréttatímanum og frétta- stjórinn er auðvitað alltaf ábyrgur gagnvart áhorfendum og gæti í ýmsum tilvikum þurft að axla þá ábyrgð með því að víkja sjálfur. En eins og þetta mál var í pottinn búið tel ég hins vegar þessa niðurstöðu eðlilega. Eins og aðdragandi þessa máls var, þá tel ég að Róbert hafi axlað ábyrgð á þeim mistökum sem hann gerði.“ Páll segir að fréttastofan muni draga lærdóm af þessum mistökum. „Þetta verður til þess að við skoð- um ákveðna verkferla hérna innan- dyra og hvort ástæða sé til að taka upp breyttar eftirlitsreglur á frétta- stofunni. Við höfum einfaldlega þá stefnu hérna að við getum ekki ábyrgst það að við gerum ekki mis- tök. Við höfum gert mistök og við munum gera mistök, vonandi sem fæst, en það er hlutur sem við úti- lokum ekki. Það sem við hins vegar ábyrgjumst og áhorfendur okkar geta verið 100% öruggir með, er að þegar við gerum mistök þá reynum við ekki að fela þau heldur segjum frá þeim hátt og skýrt og biðjumst afsökunar á þeim. Það er sú stefna sem fréttastofan hefur, það verklag sem er á fréttastofunni þegar þetta kemur upp.“ Sá ekki fréttina áður en hún fór í loftið Páll segist ekki hafa horft á um- rædda frétt áður en hún fór í loftið. Hann segir verklagið ekki þannig að vaktstjóri eða fréttastjóri fari yf- ir allar fréttir áður en þær fara í loftið. „Fréttamenn [Stöðvar 2] hafa talsvert sjálfstæði í vinnubrögðum og eru ábyrgir fyrir sínum fréttum og er treyst til að ganga frá þeim til enda. Ef þeir sjálfir eru í ein- hverjum vafa, þá bera þeir það und- ir vaktstjóra eða fréttastjóra eftir atvikum. En þetta er meira og minna á þeirra höndum.“ Páll segir að frétt Róberts hafi ekki verið sérstaklega skoðuð um- rætt kvöld. Hann segir mistökin sem gerð voru fyrst og fremst klaufaleg. „Þetta mál stækkar af tilefninu og þeirri ályktun sem er dregin af þessum mislestri á tíma- setningu.“ Páll segir þetta mál ekki kalla á að allar fréttir verði skoðaðar ít- arlegar af vaktstjóra eða frétta- stjóra fyrir útsendingu. „Þetta kall- ar kannski fremur á það að stærri fréttir sem bera í sér þýðingarmikl- ar ályktanir, fái einhverja nánari yfirferð. Auðvitað draga fréttamenn af þessu lærdóm við vinnslu frétta og þetta verður þeim hvatning til að vanda sig betur.“ EKKI eru fordæmi fyrir því á Íslandi að fréttamaður segi af sér í kjölfar mistaka við vinnslu fréttar, eftir því sem Birgir Guðmundsson, aðjunkt við Há- skólann á Akureyri, kemst næst. Hann segir að reyndar séu afsagnir vegna mistaka sem þessara ekki algengar erlendis heldur. Að hans sögn eru þó mörg dæmi um það í íslenskum fjöl- miðlum að fréttir séu dregnar til baka og birting þeirra afsök- uð. Hefur slíkt komið fyrir á öllum fjölmiðlum. „Mér finnst þetta merkilegt,“ segir Birgir um afsögn Róberts Marshall, fréttamanns á Stöð 2, í kjölfar fréttar sl. miðvikudag. „Þetta eru skilaboð til okkar fé- lagsmannanna [Blaðamanna- félagsins] um að menn verði að taka það alvarlega þegar þeim verður á í messunni. Ég held að það megi segja að í þessu ákveðna tilfelli gildi strangari staðlar en yfirleitt. Í fyrsta lagi var þetta mjög áberandi villa í umdeildu máli sem er óþægilegt fyrir stöðina og í öðru lagi gild- ir annað um þetta því hann er formaður Blaðamannafélags- ins.“ Ekki vitað um fordæmi slíkrar uppsagnar hér Fréttastjórinn telur ákvörðun Róberts rétta Páll Magnússon Verklagsreglur fréttastofu Stöðvar 2 endurskoðaðar BJÖRN Björnsson, aðstoðar- forstjóri Íslandsbanka, lætur af störfum hjá bankanum í næsta mánuði að eigin ósk af heilsufars- ástæðum. Í tilkynn- ingu frá Ís- landsbanka segir að í kjölfar þessa verði gerðar skipulagsbreytingar í bankan- um. Lánaeftirlit og lögfræði- þjónusta Íslandsbanka muni heyra undir fjármálasvið bankans. Einnig hefur verið ákveðið að starfsmannahald heyri tímabundið undir for- stjóra. Byrjaði í Alþýðu- bankanum árið 1988 Samkvæmt tilkynningunni var Björn ráðinn bankastjóri Alþýðubankans í mars 1988 og átti hann sæti í bankastjórn Íslandsbanka í ársbyrjun 1990. Hann hefur setið í fram- kvæmdastjórn bankans síðan þá og var hann ráðinn aðstoð- arforstjóri í mars 2003. Björn Björnsson Björn Björnsson hættir hjá Íslands- banka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.