Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11.00 í umsjón Margrétar Svavarsdóttur, gítarleikari Pét- ur Þór Benediktsson, organisti Bjartur Logi Guðnason. Guðsþjónusta kl. 14.00, dr. Einar Sigurbjörnsson prédikar og sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson þjónar fyrir alt- ari. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, org- anisti Bjartur Logi Guðnason.Kaffi eftir guðsþjónustu í boði sóknarnefndar í Efri safnaðarsal. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa klukkan 11.00. Gott tækifæri fyrir alla fjölskyld- una að eiga innihaldsríka stund með öðr- um fjölskyldum. Léttir söngvar, bibl- íusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi barnanna. Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Karl V. Matthíasson predikar. Dómkórinn syng- ur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og unglinga úr kirkjustarfinu. Guðsþjónusta kl. 11. Biblíudagurinn. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Samskot til Biblíufélagsins. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir. GRUND DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIM- ILI: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjart- an Ólafsson. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Hörður Ás- kelsson. Félagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngja. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Forsöngvari Guðrún Finnbjarnardóttir. Organisti Hörð- ur Áskelsson. Messukaffi. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00. Umsjón Ólafur J. Borgþórsson. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: LANDAKOT: Guðsþjónusta kl. 11.30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Biblíudagurinn, tekið við samskotum til Biblíufélagsins. Séra Kristján Valur Ing- ólfsson messar. Graduale Nobili syngur. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Fjöl- breytt barnastarf er í kirkjunni á sama tíma. Hressing eftir stundina með börn- um sínum. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Litamessa kl. 11. Í dag eiga börnin kirkjuna með okkur á sín- um forsendum. Umsjón hafa sunnudaga- skólakennararnir Hildur Eir Bolladóttir, Heimir Haraldsson og Þorvaldur Þorvalds- son. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið, kór Laugarneskirkju syngur og Sigurbjörn Þorkelsson meðhjálpari og fram- kvæmdastjóri þjónar. Messukaffi að messu lokinni. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11.00. Hvaða gleraugu notar þú til að lesa Biblíuna? Kór Neskirkju leiðir safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt sr. Irmu Söfn Óskarsdóttur. Börnin byrja í messunni, en fara síðan í safnaðarheim- ilið. Kaffihúsið verður opið. SELTJARNARNESKIRKJA: Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður er Ólafur Eg- ilsson. Gunnar Kvaran leikur á selló. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Pavel Manasek, organista. Sunnudagaskólinn hefst á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Prest- ur er Sigurður Grétar Helgason. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð, Gauta- borg: Guðþjónsuta í V-Frölundakirkju kl. 14 íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Kristinn Jóhannessonar við orgelið Tuula Jóhannesson, barna- stund og altarisganga. Kirkjukaffi og að- alstfnaðarfundur að messu lokinni sr. Ágúst Einarsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 11.00. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að mæta. Tónlistina leiða þau Carl Möller og Anna Sigríður Helgadóttir ásamt Fríkirkjukórnum. Frí- kirkjuprestur predikar og þjónar fyrir alt- ari. ÁRBÆJARKIRKJA: Biblíudagurinn. Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Krizstina Kalló Sklenár. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í safnaðarheimilinu. Kaffi, ávaxtasafi og kex á eftir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Börnum sem verður 5 ára á þessu ári boðið sérstaklega og þeim af- hent bókin Kata og Óli fara í kirkju. Kaffi og djús í Safnaðarheimili eftir stundina. Tómasarmessa kl. 20. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð kirkjunnar. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu (sjá nánar www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messa kl. 11. Biblíudagurinn. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir sönginn, organisti er Lenka Mátéová. Sunnudaga- skóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón Sigríðar R. Tryggvadóttur. GRAFARHOLTSSÓKN: Messa kl. 11 í þjónustusalnum Þórðarsveig 3. Prestur sr. Sigríður Guðmarsdóttir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Fermingarbörnum í Folda-, Hamra- og Húsaskóla og foreldrum þeirra er sérstaklega boðið til messu, í mess- unni er fermingarbörnunum boðið að ganga til altaris í fylgd með foreldrum sín- um. Að lokinni messunni er fundur, þar sem fjallað er um fermingardaginn og at- riði er lúta að fermingunni. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Undirleikari er Stefán Birgisson. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Prestur séra Elínborg Gísladóttir. Umsjón hafa Gummi og Dagný. Undirleikari er Guðlaugur Vikt- orsson. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta á Bibl- íudaginn kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag og Opið hús á fimmtudag kl. 12 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11, sjó- mannamessa. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópa- vogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Súpa og samvera í Borgum eftir messu. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30 í umsjón Önnu Kristínar, Péturs Þórs og Sigríðar Stefánsdóttur. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Guðsþjónusta í Lindaskóla kl. 11. Sunnudagaskóli fer fram í skólastofum meðan á guðsþjón- ustu stendur. Félagar úr Kór Lindakirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Hannesar Baldurssonar organista. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjónar. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Jesús er besti vinur barnanna! Söng- ur, saga, brúður, líf! Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kirkju- kór Seljakirkju syngur. Organisti Jón Bjarnason. Altarisganga. Guðsþjónusta kl. 16 í Skógarbæ. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kirkjukór Seljakirkju syngur. Org- anisti Jón Bjarnason. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl. 11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Ágúst Valgarð Ólafsson kennir. Samkoma kl. 20.00 með mikilli lofgjörð, vitnisburðum og fyrirbænum. Ing- unn Björnsdóttir predikar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ sýndur á Ómega kl. 13.30. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boð- un FM 105,5. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Samkoma kl. 20. Umsjón Harold Rein- holdtsen. Mánudagur: Heimilasamband kl. 15. Valgerður Gísladóttir talar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagrahvarfi 2a: Samkoma kl. 14.00. Gestaprédikari er Pétur Erlendsson. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–5 ára og 6–12 ára börn á samkomutíma. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Þriðjudaginn 2. feb. er brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Föstudaginn 4. feb. er unglinga- starf kl. 20.00. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 kl. 17 Láttu heyra í þér, ræða: Kjartan Jóns- son. Frásögn af samtökunum Youth with a Mission Vitnisburður: Gestir frá YWAM. Mikil lof- gjörð. Lofgjörðarhópur KFUM og KFUK leiðir lofgjörðina. Barnastarf í aldurs- skiptum hópum meðan á samkomunni stendur. Heitur matur á fjölskylduvænu- verði eftir samkomuna. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Fyr- irbænir í lok samkomu. Barnakirkja á meðan samkomunni stendur. Miðvikud. 2. feb. kl 18 er fjölskyldusamvera - „súpa og brauð“. Bænastund alla laugardaga kl. 20. Bænastundir alla virka morgna kl. 6.00. filadelfia@gospel.is www.gospel.is Ath. Hægt er að horfa á beina útsendingu á www.gospel.is eða hlusta á útvarp Lindina fm 102.9 Ath. Samkoman sunnudeginum áður er sýnd á Ómega kl. 20. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga heilögu, Mormónar, föstu- og vitnisburð- arguðþjónusta kl. 9 árdegis á ensku, og kl. 12 á ís- lensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Mánudaginn 31. og föstudaginn 4. febr- úar er einnig messa kl. 8.00 (á latínu). Tilbeiðslustund er haldin í Krists- kirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Miðvikudaginn 2. febrúar, Kynd- ilmessa: 40 dögum eftir fæðingu Jesú komu María og Jósef í musterið í Jerúsal- em og færðu Drottni fórnir samkvæmt lögmálinu. Kertavígsla þennan dag er tákn um trú vora á Jesúm Krist, ljós heimsins. Hátíðarmessa með helgigöngu verður haldin kl. 18.00 sem „ljósa- messa“: Slökkkt er á öllum rafmagns- ljósum og kirkjugestir eru með logandi kerti í hendi alla messuna. Að henni lok- inni er veitt Blasíusarblessun til verndar gegn hálsmeinum og öðrum sjúkdómum. Messudagur hl. Blasíusar biskups og píslarvotts er 3. febrúar. Föstudaginn 4. febrúar: Föstudagur Jesú hjarta. Að kvöld- messu lokinni er tilbeiðslustund til kl. 19.15. Beðið er sérstaklega um köllun til prestdóms og klausturlífs. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00 Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30 Virka daga: Messa kl. 18.30 „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu- stund á mánudögum frá kl. 19.00–20.00 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00 Miðvikudaga kl. 20.00 Hafnarfjörður, Jósefskirkja:Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30 „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu- stund á hverjum degi kl. 17.15 Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00 Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00 Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00 Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00 Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00 Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00 Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00 Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00 „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu- stund á hverjum föstudegi kl. 17.00 og messa kl. 18.00 BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Barnaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. REYNIVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 10 kóræfing hjá Litlum lærisveinum. Kl. 11 Sunnudagaskóli í Landakirkju. Litlir læri- sveinar koma í heimsókn og syngja með okkur og fyrir okkur. Við heyrum frásög- una um Sakkeus tollheimtumann. Tóti trúður kemur hugsanlega til okkar. Við biðjum saman í Jesú nafni. Barnafræð- arar og prestar kirkjunnar halda utan um stundina. Fjölmennum með börnin til kirkju. Kl. 14 Guðsþjónusta í Landakirkju. Fermingarbörn ætla að lesa fyrri og síðari ritningarlestur. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Prestur sr. Kristján Björnsson. Kl. 15.10 Guðsþjónusta á Hraunbúðum. Kl. 20.30 Æskulýðsfundur í Landakirkju. Hulda Líney og sr. Þorvaldur. MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00 Biblíudagurinn. Ræðumaður: Sigrún V. Ásgeirsdóttir, stjórnarmaður í Hinu ís- lenska Biblíufélagi. Tekið á móti fram- lögum til Biblíufélagsins. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti: Jón- as Þórir. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 13.00. Umsjón: Hreiðar Örn Stefánsson og Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Biblíudag- urinn. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Ræðuefni: Heimild- Guðspjall dagsins: Ferns konar sáðjörð. Biblíudagurinn. (Lúk. 8.) Morgunblaðið/Árni Sæberg Hallgrímskirkja. GETUR verið réttlætanlegt að styðja bandamenn í stríði? Þarf stundum að gera fleira en gott þykir? Það er umhugs- unarefni hvernig ákvarðanir eru teknar í sambandi við það að heyja stríð. Slíkar ákvarðanir eru í flest- um tilvikum ekki teknar fyrr en í fulla hnefana. Hryðju- verkaárásinni á Bandaríkin 11. sept. 2001 verður ekki líkt við hefðbundna ákvörðun um að lýsa yfir stríði, þótt grimmdarverkið minni óneitanlega á árásina á Pearl Harbour. Skömmu eftir árás- ina ávarpaði Dortohee Sölle, sem lést 27. apríl 2003, landa sína í Háskólanum í Ham- borg. Hún sagði við það tækifæri að árás- in hefði hæft hjarta vestrænnar menning- ar. Þannig upplifði margt fólk, þar á meðal hún, þetta kæfandi dráp, sem við urðum vitni að í beinni út- sendingu, þar sem óbreyttir borg- arar voru grafnir lifandi. Sumir vina hennar, þar á meðal Jürgen Moltmann, líktu morðingjunum við fjöldamorðingja nazista. Skömmu fyrir þennan hræðilega atburð náði ég tali af dr. Sigurbirni Einarssyni, biskupi, og spurði hann hvað hafi valdið því að hann gerði sér grein fyrir því sem var að ger- ast í síðari heimsstyrjöldinni, svo snemma sem raun bar vitni. Hann sagði mér að hann hefði þá verið við nám í Svíþjóð og fylgst mjög vel með. Siðan bætti hann við að öfga- öflin innan múhameðstrúarinnar væru nú í heilögu stríði gegn vest- rænni menningu og þau öfl virtu hvorki eigin líf né annarra. Hryðju- verkaárásin í Madrid er annað dæmi sem færir mönnum heim sanninn um það. Dr. Chrisopher Morse, prófessor í siðfræði Dietrichs Bonhoeffers við guðfræðideild Columbiaháskólans í New York, sagði í fyrirlestri sem hann hélt í Neskirkju 5. des. sl. að sumir líti svo á að ástandið í Írak sé svar við því sem gerðist 11. sept. 2001 og menn hafa þar í landi hald- ið því fram að stjórnin eigi að vera sterkust erlendis en veikust heima. Menn eru minnugir þess að 11. sept. 2001 var einnig ráðist á stjórnsýslubyggingar Bandaríkj- anna, Pentagon og Hvíta húsið var í sigtinu. Þegar ráðist er á stjórn- sýslubyggingar viðkomandi ríkis hefur verið gengið út frá því í stjórnmálafræðunum að að baki slíkri árás sé þjóðríki, jafnvel þótt erfitt geti reynst að sýna fram á það. Umrædd hryðjuverk hafa um- turnað öllum viðmiðunum um rétt- mæti þess að fara stríð (jus ad bell- um) og einnig hvaða aðferðum er beitt í stríði (jus in bello), því þau hafa beinst gegn óbreyttum, saklausum borgurum. Hverjar eru réttlæt- anlegar viðmiðanir þess að fara í stríð eða styðja stríð (ius ad bellum)? Eftirtalin atriði hafa verið nefnd í þeim efn- um: 1. Réttmæt yfirvöld þurfa að lýsa yfir stríð- inu, rétt kjörin stjórn- völd, þeir sem fara með völdin. 2. Málstaðurinn þarf að vera réttlætanlegur, hugsanlega að grípa inn í að fyrra bragði til að koma í veg fyrir árásir (preemptive war) eða koma árás- araðila frá völdum. Þess ber að geta að í Flóastríðinu 1991 réðst Írak inn í Kuwait og Írakar brutu þar með alþjóðalög. Það var réttlætanlegt að leið- rétta það óréttlæti og var sú ákvörðun sam- þykkt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 3. Það sem stefnt er að þarf að vera siðferðilega ásættanlegt. Um slíkt getur verið ágreiningur. 4. Það er ekki gripið til vopna fyrr en í fulla hnefana, en um þá ákvörðun getur einnig staðið ágreiningur. Menn minnast þess nú að árum saman höfðu Sameinuðu þjóðirnar reynt að fá Íraka til að fara að alþjóðlegum samþykktum. 5. Líkur þurfa að vera á því að ásættanlegt markmiðið náist. Yfir 80% Íraka voru á því að rétt væri að koma Saddam Hussein frá völd- um, en hann hafði m.a. tekið millj- ón Kúrda af lífi m.a. með efnavopn- um. 6. Það góða sem kemur út úr þess háttar aðgerðum verður að vega þyngra en skaðinn sem fylgir því að heyja stríð. Lýðræðislegt uppbyggingarferli er meginmark- miðið. 7. Aðferðir, sem er beitt í stríð- inu, verða að vera réttlætanlegar, en við vitum að styrjaldarátökum fylgja oft hörmulegar afleiðingar. Þess vegna er nauðsynlegt að vinna að friði með ráðum og dáð. Við skulum ekki blekkja okkur með þeim röksemdum að þeir sem þurfa að taka erfiðar ákvaðanir séu ekki friðelskandi menn, sem vilji vinna að friði með réttlæti. Sam- kvæmt þessum röksemdum getur verið réttlætanlegt að heyja stríð, þegar allar friðsamlegar leiðir hafa reynst árangurslausar. Bandamenn eiga þá erfitt með að skjóta sér undan og segja: Við skulum standa með ykkur, þegar á okkur verður ráðist! Getur verið rétt- lætanlegt að styðja banda- menn í stríði? Ólafur Oddur Jónsson fjallar um Íraksstríðið Ólafur Oddur Jónsson ’Yfir 80% Írakavoru á því að rétt væri að koma Saddam Hussein frá völdum, en hann hafði m.a. tekið milljón Kúrda af lífi m.a. með efnavopnum.‘ Höfundur er sóknarprestur. UMRÆÐAN Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.