Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 27 DAGLEGT LÍF Á KLÆÐSKERAVERKSTÆÐINU Organza og snúðum við Laugaveg, situr Berglind Magnúsdóttir kjóla- og klæðskerameistari dagana langa og sérsaumar flíkur á fólk. Berglind er eigandi stofunnar og hefur sérsaumað margan árshátíð- arkjólinn í gegnum tíðina. En hvers vegna láta konur sérsauma á sig fína kjóla? „Ýmsar ástæður geta verið fyrir því. Sumar konur eru kannski með mjög ákveðnar hug- myndir um hvernig kjól þær vilja en finna engan slíkan í búðum. Aðr- ar fá hvergi á sig kjól sem passar þeim vel, því við erum ekki öll eins í laginu og enn öðrum finnst gaman að vera í módelkjól sem ekkert ann- að eintak er til af.“ Berglind segir að samkvæmt sinni reynslu í kjóla- saum þá séu íslenskar konur frekar íhaldssamar, þær komi sjaldnast með einhverjar geggjaðar hug- myndir og efnisvalið sé frekar sí- gilt. „Langflestar vilja hafa kjólana einfalda og svarta, en auðvitað koma öðru hvoru hugrakkar konur sem vilja eitthvað alveg sérstakt,“ segir Berglind sem getur nánast uppfyllt hvaða séróskir sem er þeg- ar kemur að kjólasaum. Korselett og silki Sérsaumuð flík er mjög vönduð og í henni liggur mikil vinna. „Við teiknum okkar snið sjálfar og flíkin er að öllu leyti sérsniðin eftir mál- um og óskum á hvern einstakling og stundum þarf að bródera í hönd- unum og annað slíkt.“ En stundum er kjóllinn sem viðkomandi var með mynd af í höfðinu kannski ekki eins og óskað var þegar hann er kominn á kroppinn. Einmitt þess vegna saumar Berglind fyrst prufu af kjólnum í léreft sem viðskiptavin- urinn mátar. „ Þá er hægt að sjá hvort gera þurfi einhverjar róttæk- ar breytingar og engu dýru efni hefur þá verið kastað á glæ, en við ráðleggjum fólki eindregið að velja sér góð og vönduð efni þegar það lætur klæðskerasauma á sig föt.“ Berglind segir kjóla með vísun í korselett vera mjög vinsæla núna og kjólarnir eiga að falla vel yfir mjaðmirnar og víkka aðeins út að neðan. Efni sem falla vel og eru létt eru vinsæl í dag. En hvað kostar að láta klæð- skerasauma á sig galakjól? „Vinnu- kostnaður fyrir utan efni getur ver- ið frá 40.000 kr. og uppúr. Efniskostnaður er oft í kringum 20.000 kr. getur þó verið minni og líka meiri.“ Þær sem hafa áhuga á að láta Berglindi sérsauma á sig árshátíðarkjólinn ættu ekki að bíða neitt með það því það tekur um þrjár vikur að sérsauma kjól. Hugrakkar konur í sérstökum kjólum Morgunblaðið/Árni Torfason Berglind einbeitt við að sníða. Þennan kjól saumaði Berglind á konu fyrir síðustu jól. Hann er úr taisilki með flauelsofnu siffoni á brjóststykki sem er perlusaumað. Flauelismynstur undir brjóstum handsaumaði Berglind. Svava, systir Berglindar, í tvískipt- um kjól sem hún fékk hana til að sauma á sig. Pils með slóða úr atl- assilki en toppur úr taisilki og org- anza. Fjaðrablóm eru handsaumuð og blómastilkar perlusaumaðir. TIL MÖGULEGRAR FRAMTÍÐAR Í ÍTÖLSKUM SAMTÍMA ARKITEKTÚR FÚTÚRISMA FRÁ KlinK&BanK er samstarfsverkefni Landsbanka Íslands og Gallerí Kling&Bang STÓRIR STRÁKAR 2XL - 4XL Kringlunni - sími 581 2300 50-70% afsláttur Skyrtur - peysur - yfirhafnir Sýkingar eru einn algengasti heilsu- farsvandi barna og flestir foreldrar kannast við að vera með barn sem er með kvef- eða magapest. Flestar sýkingar eru af völdum tveggja að- alflokka sýkla – baktería eða veira. Veirur valda langflestum hóstapest- um, hálsbólgu og öllum kvefpestum. Bakteríusýkingar er hægt að lækna með sýkalyfjum en veirusýkingar í öndunarvegi ekki. Þær batna hins vegar oftast af sjálfu sér þegar sjúk- dómurinn hefur runnið sitt skeið. Al- gengasta ástæða sýklalyfjaávísana hjá börnum eru miðeyrnabólgur en þær eru algengar. Sífellt fleiri stofn- ar baktería eru að verða ónæmir fyr- ir sýklalyfjum. Ónæmar bakteríur er oft ekki hægt að drepa með hefð- bundnum sýkalyfjum. Flestar þeirra er unnt að meðhöndla með kröftug- um lyfjum en fátítt er að ekki sé unnt að meðhöndla með neinum þekktum sýklalyfjum. Sýnt hefur verið fram á tengsl sýklalyfjaónæmis og end- urtekinnar notkunar sýklalyfja og geta þessar ónæmu bakteríur breiðst til annarra í fjölskyldu, milli barna á leikskólum og um samfélagið. Þetta er óheillaþróun og getur verið ógn við heilbrigði þjóða. Hvenær er sýkalyfja þörf og hvenær ekki? Eftir að læknir hefur skoðað og/eða rannsakað barnið metur hann hvort þörf sé á gjöf sýklalyfja. Foreldrar eru hvattir til að spyrja lækninn spurninga um veikindi barnsins og hversu mikil þörf sé á sýklalyfjagjöf. Hér eru nokkur dæmi um sýkingar og meðferð:  Eyrnabólga – Til eru mörg stig eyrnabólgu og sum þarfnast sýkla- meðferðar en önnur ekki. Við væg einkennni getur verið skynsamlegt að bíða með sýklalyf enda getur sjúk- dómurinn horfið sjálfkrafa á nokkr- um dögum.  Kinnholubólga – Kinnholubólga lagast oft af sjálfu sér og því oft ekki þörf á sýklalyfjameðferð. Einstöku sinnum getur þó þurft að gefa sýkla- lyf, einkum ef sjúkdómurinn hefur staðið lengi eða er samfara miklum veikindum.  Kvef – Kvef er alltaf af völdum veira og getur stundum varað í tvær vikur eða lengur. Sýklalyf eru gagns- laus við kvefi en læknir eða hjúkr- unarfræðingur getur bent á ýmsar meðferðir til að slá á einkennin þar til sjúkdómurinn hefur runnið sitt skeið.  Hálsbólga – Flest tilvik hálsbólgu eru af völdum veira. Ein tegund baktería, streptókokkar af gerð A, getur valdið hálsbólgu og hana þarf oft að meðhöndla með sýkalyfjum. Til að greina bakteríuhálsbólgu frá veiruhálsbólgu þarf að taka sýni frá hálsinum.  Hósti og bráð berkjubólga (bronkítis) – Einkenni um bráða berkjubólgu hjá börnum benda oft til astma og er þá ekki ástæða til sýka- lyfjameðferðar. Annars er bráð berkjubólga nánast alltaf af völdum veira og því sjaldnast ástæða til sýklalyfjameðferðar. Veirusýkingar geta einstöku sinnum leitt til bakteríusýkinga. Hins vegar er ljóst að meðferð veirusýkinga með sýklalyfjum til að koma í veg fyrir bakteríusýkingu hefur takmarkað gildi og getur leitt til sýkinga með ónæmum bakteríum. Látið lækninn vita ef sjúkdómur versnar eða varir lengi þannig að unnt sé að hefja rétta meðferð ef þörf krefur.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Á að gefa börnum sýklalyf? Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur, Þórólfur Guðnason barnalæknir. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.