Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 53 ALLT SEM fiÚ fiARFT! F í t o n / S Í A F I 0 1 1 7 2 5 www.s1.is JUDE kl. 21:00 - Girlfriends - Ladies man - The Drew Carey Show 23:00 The Long Firm fiættir ger›ir eftir samnefndri skáldsögu rithöfundarins Jake Arnott sem fjalla um svindlarann Harry Stark og sögusvi›i› er London á sjöunda áratug sí›ustu aldar. Me› hlutverk Starks fer Mark Strong og me›al annarra leikara má nefna Sir Derek Jacobi. 14:20 Cadillac Man LÉTTIR LAUGARDAGAR – á SKJÁEINUM 15:55 Dennis the Menace Strikes Again Gamanmynd me› Robin Williams og Tim Robbins í a›alhlutverkum. Joe er bílasali sem ver›ur a› selja 12 bíla á tveimur dögum annars missir hann vinnuna. 17:10 Junior Fjölskyldumynd um ærslabelginn óborganlega Denna dæma- lausa. Me› a›alhlutverk fara Justin Cooper og Don Rickles. Gamanmynd me› Arnold Schwarzenegger, Danny De Vito og Emmu Thompson í a›alhlutverkum. Myndin fjallar um karlmann sem vinnur a› frjósemisrannsóknum og ákve›ur a› ganga me› fóstur í vísindaskyni. 23:45 Law & Order - lokafláttur Lokafláttur í bili í flessari vinsælu spennufláttarö›. Vi› minnum á Law & Order: SVU á sunnudagskvöldum. 19:00 Dragnet fiáttarö› úr smi›ju Dick Wolf, höfundar Law & Order fláttanna. Dau›i gests í villtu Hollywood-partíi lei›ir lögreglumenn á sló› upptökustjóra me› byssuáráttu. 21:00 Jude Óskarsver›launaleikkonan Kate Winslet fer me› a›alhlutverki› í rómantísku stórmyndinni Jude sem bygg› er á sögu Thomasar Hardy. Hin óhamingjusamlega giftu Sue og Jude ver›a ástfangin og hefja sambú›. Gjaldi› fyrir ást fleirra er hátt og flau lifa vi› fátækt og flurfa a› flola útskúfun samfélagsins. Í senn rómantísk og átakanleg saga um forbo›na ást. 20:00 Grínklukkutíminn – stanslaust grín í klukkutíma 00:30 Law & Order: Criminal Intent Goren og Eames rannsaka mor› á dóttur rússnesks mafíósa sem svipti hulunni af störfum rússnesku mafíunnar. Í upphafi vir›ist augljóst hver beri ábyrg› á mor›inu en ekki er allt sem s‡nist. 01:15 Tvöfaldur Jay Leno Endurs‡ndir flættir frá li›inni viku. Me›al gesta eru Samuel L. Jackson og Matt Le Blanc. LANDINN hefur um langa hríð verið hugfang- inn af dávöldum og sótt mjög í skemmtanir þeirra erlendu dávalda sem sótt hafa Ísland heim. Ekkert lát er á þessum áhuga og sann- aðist það síðla síðasta árs þegar bandaríski dá- valdurinn Sailesh troðfyllti hvern þann sal sem hann kom fram í og náði að skemmta mun færri en áhuga höfðu. Sannaðist þá líka hið forn- kveðna að tímarnir breytast og mennirnir með því dávaldur þessi reyndist hafa allt aðrar áherslur en þeir gömlu jálkar sem skemmtu landsmönnum hér á árum áður í Háskólabíói létu fólk detta á rassinn, klóra sér í hausnum og hoppa á öðrum fæti. Sailesh - gríndávaldurinn eins og hann kýs að kalla sig - gengur nefnilega lengra en þeir gömlu gerðu og hættir sér og „fórnarlömbum“ sínum út á ystu nöf, býður upp á „óritskoðaða“ skemmtun eins og orðað er í kynningu – „en þó aldrei svo að ég stefni nein- um í einhverja hættu“, undirstrikar hann í símaspjalli við blaðamann. Óvissan er ómissandi Vegna fjölda áskorana er Sailesh vænt- anlegur aftur til landsins og mun halda tvær sýningar á Broadway, 17. og 18. apríl. „Ég hlakka mjög mikið til að koma aftur enda hef ég sjaldan eða aldrei skemmt mér eins vel og á Íslandi. Það gekk allt upp; gestrisnin engu lík, landið fallegt, fólkið líka, auk þess sem sýningarnar gengu nákvæmlega eins og ég vildi hafa þær.“ Sailesh segir mjög skemmtilegt að dáleiða Íslendinga, og á margan hátt öðruvísi en að dáleiða fólk frá öðrum löndum. „Það var sakleysið sem heillaði mig. Svo margir sem aldrei höfðu séð nokkurn dáleiddan áður og fannst það heillandi fyrir vikið.“ Hann segir marga hafa verið tortryggna en heldur þó að það hafi aðallega verið vegna þess að þeir vissu ekki við hverju þeir ættu að búast. Þessi óvissa sé ómetanleg fyrir dávald. Ný alíslensk uppátæki Sailesh hefur verið á stöðugu flakki síðan hann var á Íslandi og troðið upp á skemmt- unum um öll Bandaríkin. Þá segist hann hafa búið til fullt af nýju efni, nýjum uppátækjum sem hann ætli sér að reyna á íslensku gest- unum í apríl. Hann segir skemmtanir sínar taka stöðugum breytingum. Margt gangi reyndar alltaf, megi hreinlega ekki hverfa úr prógramminu því það sé svo skothelt, en öðru skiptir hann reglulega út. Það megi því búast við kunnuglegum uppá- tækjum – eins og því að láta hina dáleiddu fá fullnægingu – í bland við ný og fersk. Sailesh segist hafa velt mjög fyrir sér hvað hann geti sérstaklega látið íslensk fórnarlömb sín gera, hann hafi skoðað okkur grannt og gaumgæfi- lega í síðustu ferð, með það í huga að koma aft- ur með séríslensk tromp uppi í erminni. Aðspurður hver munurinn sé á viðbrögðum bandarískra og íslenskra gesta þá segir hann þá bandarísku gefnari fyrir dónabrandarana og -uppátækin á meðan honum virðist Íslendingar frekar vilja fá eitthvað gáfulegra fyrir sinn snúð, eitthvað sem er ögrandi fyrir heilabúið. „Íslendingar eru spenntir fyrir því að sjá hversu langt ég get gengið, hversu góður ég er. Þið eruð kröfuharðir áhorfendur.“ Hann segist alltaf vita hvort fólk láti dáleið- ast eða ekki, illmögulegt sé að plata hann til að halda það að viðkomandi sé á hans valdi. „Ég sé það alltaf út hversu djúpt mér tekst að dáleiða fólk. Suma er einfaldlega ekki hægt að dáleiða.“ Símadáleiðsla? Í hugum þeirra sem ekki kunna dáleiðslu virðist um mjög sérstakan hæfileika að ræða, dularkrafta sem hægt væri að nota bæði til góðs og ills. Aðspurður segist Sailesh ekki líta svo á að hann sé að vannýta sína krafta með því að nota þá í afþreyingarskyni fyrst og fremst. Hann fái ekkert samviskubit af því enda sé hlátur eitthvert besta meðalið. „Ég geri líka töluvert af því að hjálpa fólki. Bæti líðan þess með því að aðstoða það við að hætta að reykja eða drekka, megra sig eða eitthvað annað sem hefur með andlegan styrk að gera.“ Sailesh segist ætla að reyna að koma því við að hjálpa eins mörgum og hann getur á Íslandi. Góður dávaldur er sífellt að reyna að bæta sig, finna út hvar mörk náðargáfu hans liggja. „Ég er alltaf að ögra sjálfum mér, ganga lengra. Ég hef séð og tekist að láta fólk gera hreint ótrúlega hluti, en geri auðvitað engar slíkar tilraunir á skemmtunum mínum.“ „Dáleiðsla er eitthvað sem allir geta lært,“ staðfestir Sailesh. „Það kallar auðvitað á mikla þolinmæði og aga en allir geta lært að dáleiða. En það geta samt ekki allir orðið jafn-góðir. Sumum er það frekar gefið en öðrum.“ Sjálfur segist Sailesh líta á dáleiðsluna sem vissa náð- argáfu, köllun sem honum hafi áskotnast. Þótt Sailesh sé kunnastur fyrir ögrandi sýn- ingar þá segist hann einnig bjóða upp á fjöl- skylduvæna skemmtun. „Ég hef meira að segja haldið dáleiðslustund með prestum og nunn- um.“ Sailesh segir allt mögulegt þegar góður dá- valdur er annars vegar. „Já, ég gæti hæglega dáleitt þig í gegnum símann ef ég kærði mig um,“ sagði Sailesh er blaðamaður spurði hann, sannast sagna svolítið hikandi röddu …og þakkaði við það fyrir gott spjall og kvaddi. Eða var það kannski um seinan? Skemmtun | Gríndávaldurinn Sailesh er væntanlegur Á valdi Íslands: Sailesh féll fyrir landi og þjóð er hann kom hingað síðla síðasta árs. Miðasala á skemmtanir Sailesh á Broadway er hafin í verslunum Skífunnar. Nánari upp- lýsingar um Sailesh og skemmtun hans er að finna á vefsíðunni: www.event.is Gríndávaldurinn Sailesh er væntanlegur aftur til landsins en hann dáleiddi landann upp úr skónum í sinni fyrstu heimsókn á síðasta ári. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Sailesh og stóð hreint ekki á sama þegar hann sagðist geta dáleitt menn í gegnum síma. Hláturinn besta meðalið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.