Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 35 MINNINGAR ✝ Karl Þórðarsonfæddist á Önund- arstöðum í A-Land- eyjum 25. febrúar 1937. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suður- lands 22. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga Káradóttir húsmóðir, f. í Vestur- Holtum í V-Eyja- fjallahreppi 30. maí 1904, d. 13. júní 1999, og Þórður Ársælsson bóndi, f. á Önundar- stöðum í A-Landeyj- um 22. febrúar 1905, d. 19. mars 1975. Systkini Karls eru Ársæll, f. 1943, kvæntur Eygló Karlsdóttur, og Anna Matthildur, f. 1946, gift Ágústi Stefánssyni. Árið 1946 fluttist Karl með for- eldrum sínum að Borg í Eyrar- bakkahreppi og var það hans heimili til ársins 1975 er faðir hans lést. Hann flutti sama ár með móður sinni og bróður að Háeyrarvöllum 44 á Eyrarbakka og þar var heimili hans til dauðadags. Karl ólst upp við sveitastörf og lauk skyldunámi við Barnaskólann á Eyr- arbakka. Hann starf- aði lengi við Hrað- frystistöð Eyrarbakka. Karl var bókhneigð- ur og hagmæltur og birst hafa ljóð og vísur eftir hann í blöðum og tímaritum. Útför Karls verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar til að minnast mágs míns hans Kalla og vil þakka fyrir öll okkar góðu kynni. Við áttum margar góðar samverustundir í þau tæplega tíu ár sem við þekkt- umst. Ég minnist þess hvað hann var andlega ríkur maður og líf- legur og það var alltaf mikið um að vera í kringum hann. Hann var oft mjög fyndinn og hnyttinn í orðum og mér fannst einnig gaman að skoða ljóðin hans og bækur sem hann las og hversu áhugasamur hann var um margt og hafði gaman af lífinu. Mig langar til að þakka fyrir mig og ég á eftir að minnast hans með djúpum söknuði, einnig votta ég þeim sem tengdust honum mest samúð mína, Sæla eiginmanni mínum og Önnu systur hans og Gústa, Sigga og Messý. Ég vil fyrir hönd okkar allra þakka Kalla samfylgdina. Ég bið Guð að blessa minningu míns góða mágs, og trúi að við sjáumst aftur á himnum. Eygló Karlsdóttir. Við viljum minnast Kalla frænda okkar með nokkrum minningarorð- um. Það er erfitt að trúa því að Kalli frændi sé farinn því okkur finnst svo stutt síðan að við hittum hann um jólin hjá mömmu þar sem hann dvaldist. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til Kalla á Eyr- arbakka og spjalla við hann um menn og málefni. Kalli var hörku- duglegur maður því þrátt fyrir lík- amlega fötlun lét hann það ekki stoppa sig að ferðast innan- og ut- anlands. Hann var líka fullur af fróðleik enda víðlesinn um ýmis efni. Sagn- fræði og ættfræði voru hans helstu áhugamál en auk þess var hann hagmæltur og orti mörg ljóð sem sum þeirra birtust í Lesbók Morg- unblaðsins. Kalli var mjög barngóður og gjafmildur. Hann hafði sérstakan húmor og gat séð skoplegar hliðar á ýmsum málum. Við þökkum fyrir allar góðu samverustundirnar. Við munum sakna hans hnyttnu til- svara og fræðandi umræðna. Friðar engill frelsis blíður, friðarhugsjón lifi þínu, þú sem öllum birtu býður berðu ljós þitt inn til mín (Karl Þórðarson.) Guð geymi þig elsku Kalli frændi. Helga, Þórður og Ívar og fjölskyldur. Faðir lífsins, faðir vor, faðir alls sem grær og lifir. Þú sem þekkir öll vor spor, þínum börnum vakir yfir. Láttu þína ljóma sól löndum öllum blessun skína. Hvar sem haldin eru jól, herra klár í minning þína. (Karl Þórðarson.) Elsku Kalli frændi, við skiljum ekki af hverju þú ert dáinn, því þú varst ekki mjög gamall. Við vitum að þú varst orðinn mjög veikur og máttfarinn. En núna líður þér bet- ur og ert kominn til Guðs þar sem langamma tekur á móti þér. Við þökkum fyrir að hafa kynnst þér því þú varst alltaf svo góður við okkur og gjafmildur. Við munum sakna þín sárt elsku Kalli frændi. Anna Ágústa, Kári Þór, Ágúst Jens, Andrea Ósk og Heimir Snær. Legg þú á djúpið, þú, sem þreyttur lendir úr þungaróðri heimsins, – Jesús bendir, – ó, haf nú Drottin hjá þér innan borðs. Þú fer þá góða för í síðsta sinni, því sálarforða skaltu byrgja inni Guðs eilífs orðs. (Matthías Jochumsson.) Frændi minn blessaður, hefur sleppt sínum landfestum og lagt á hið mikla djúp, svo sem oss öllum er fyrirbúið. Ævi Karls, eða Kalla á Borg eins og hann var jafnan kallaður, var um margt þungaróð- ur á þessari jörð. Hann fæddist fullheilbrigt barn, smágerður og ljós yfirlitum og sýndi í öllu eðli- legan þroska til líkama og sálar. Kalli ólst upp fyrstu ár bernsku sinnar á Önundarstöðum, kvikur og viljugur til allra viðvika og tók strax órjúfanlegu ástfóstri við um- hverfið og fjallahringinn í Land- eyjum. En forlögin fóru sínum fram, þegar Kalli var á sjöunda árinu fór að bera á líkamlegum veikleika sem ágerðist hratt og sem varð að þeirri þungbæru fötl- un sem hann bar alla tíð. Leitað var til færustu lækna þeirrar tíðar, en sjúkdómurinn var ólæknandi og þar við sat. Þrátt fyrir þá þungu byrði sem nú hafði verið lögð á hin- ar ungu og óhörðnuðu herðar, var viljinn og þráin til að njóta vor- morgna lífsins, óbugaður. Og þótt hann væri oft lasinn og bæklun hans ylli honum þjáningum og traf- ala í öllum hreyfingum, sýndi hann áræði og kjark hvort heldur sem var í leikjum, íþróttum eða dag- legum störfum. Til er lítil saga af áræði hans og karlmennsku frá því að hann var innan við ferming- araldur. Minkur hafði sést á bæj- arhlaðinu á Borg og var faðir hans og heimilishundurinn að reyna að fanga villidýrið. Allt í einu skýst skepnan undan grjóthrúgu og virt- ist sloppin. Kalli var nær og kast- aði sér yfir kvikindið og hélt því í greyp sinni og drekkir í forarpolli þarna á hlaðinu. Þarna birtist í Kalla eiginleiki sem fylgdi honum alla hans ævi, hann varð aldrei hræddur hvorki við viðfangsefni sem hann varð að mæta, stríðið við veikindi sín og fötlun, eða sam- ferðamenn sem gjarnan þóttust burðarmeiri. Kalli lauk skólaskyldu námi sínu í barnaskólanum á Eyr- arbakka og gekk hann þá austan frá Borg í skólann. Hann vann að búi foreldra sinna eftir því sem heilsa og kraftar leyfðu og var furðu laginn við að stjórna hestum og seinna vélum þegar þær komu til sögunnar. Hann var snemma reglufastur og tamdi sér hóf og skilvísi í öllum sínum gerðum. Eftir að faðir hans andaðist og fjölskyld- an flutti frá Borg var Eyrarbakki hans vettvangur í einkalífi og starfi og var honum jafnan tíðrætt og hugstætt, allt það sem verða mætti þeim stað til eflingar og farsældar. Kalli var í eðli sínu félagslyndur og undi sér vel við allar uppbyggileg- ar samræður, ekki síst ættfræði og þjóðlegan fróðleik þar sem hann var vel heima, enda víðlesinn og minnugur. Hann átti gott safn fróðlegra bóka og stytti sér marga stundina við lestur, söfnun og skráningu heimilda liðins tíma í tölvuna sína. Veit ég að hann skilur eftir sig margt af nýtanlegum fróð- leik í þeim efnum. Hann hafði gott vald á íslensku máli og fann að öllu sem honum þóttu mállýti. Hann unni ljóðum og átti sjálfur einkar létt með að setja slíkt saman og hefur lítilsháttar af ljóðum hans komið fyrir sjónir manna. Kalli var jafnaðarmaður af heilum huga og vildi sem mestan jöfnuð fyrir alla menn í lífsins gæðum. Ferðalög voru hans yndi og átti hann æv- inlega góða bíla til slíkra ferða, en mest held ég hann hafi alltaf hlakkað til að fara austur í Land- eyjar. Þá var hann einlægur trú- maður og kunni mikið af bænum og sálmum, hann var kirkjurækinn og efaðist ekki um framhald lífsins eftir veruna hér. Kalla þótti vænt um Eyrarbakka og ekki síður ná- granna sína þar og vini sem voru margir. Vil ég nú við leiðarlok, senda öllu því góða fólki og þeim, sem hjúkruðu honum síðustu stundirnar, alúðarþakkir. Þó segja megi að Kalli hafi hvarvetna notið skilnings og velvildar hjá sveitung- um og samferðafólki var þó enginn þessa lífs geisli, sem nálgaðist þá umhyggju og birtu sem móðir hans breiddi yfir þjáningu hans og þrautir, meðan hennar naut við. Varð honum því enn þyngri en ella, harmurinn við fráfalli hennar. Kalli frændi er kominn af hafi og hefur tekið land, við nýja strönd, með fjallasýn líkri og austur í Landeyjum. Í naustum bíða vinir og ættingar. Drottinn huggi og styrki ættinga og vini. Blessuð sé minning Karls Þórðarsonar. Árni Valdimarsson. KARL ÞÓRÐARSON ✝ Steinþór Bene-diktsson bóndi á Kálfafelli í Suður- sveit fæddist þar 2. september 1922. Hann lést á hjúkrun- ardeild Heilbrigðis- stofnunar Suðaustur- lands á Höfn í Hornafirði 22. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Bene- dikt Þórðarson frá Hala, f. 20.7. 1894, d. 18.2. 1968, og Ingunn Þórðardóttir frá Kálfafelli, f. 28.8. 1895, d. 19.9. 1978. Systkini Stein- þórs eru Guðbrandur, f. 22.5. 1920, d. 10.4. 2003, og Anna Þor- gerður, f. 22.6. 1925. Eiginkona Steinþórs var Rann- veig Þórunn Þórhallsdóttir frá Breiðabólstað í Suðursveit, f. 22.7. 1924, d. 3.7. 1981. Börn þeirra eru: 1) Benedikt Þór bóndi á Svínafelli, f. 5.8. 1949, sambýliskona Ragnheiður Magn- úsdóttir. Börn hans eru Þórveig, Mar- grét og Steinþór. 2) Bjarni bóndi á Kálfa- felli, f. 19.6. 1954, kvæntur Hrefnu Guðmundardóttur. Dætur þeirra eru Þórey, Ingunn og Aðalbjörg. 3) Unn- steinn Ingi, f. 19.11. 1958, kvæntur Svövu Maggý Magnúsdóttur. Börn þeirra eru Jóhann Tryggvi og Rannveig Þór- unn. Þau eru búsett á Akureyri. Steinþór verður jarðsunginn frá Kálfafellsstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ráðskonan er risin upp rétt sem tungl í fyllingu vindur sér á hægri hupp með hátíðlegri stillingu. (Höf. ók.) Þetta var afi vanur að segja þeg- ar við stelpurnar vorum að stússast í eldhúsinu. Hann kunni ógrynnin öll af vísum og sögum sem maður þreyttist aldrei að hlusta á. Þegar við heimsóttum hann á kvöldin sagði hann okkur frá hinum og þessum í sveitinni og hvernig það var að lifa í gamla daga. Hvað unga fólkið lagði á sig til að fara á skemmtanir um alla sýslu, austur á Höfn og upp í Lón svo dæmi séu tekin. Unga fólkið þá hafði sömu löngun til að skemmta sér eins og við unga fólkið í dag, bara með öðr- um hætti. Já, hann afi gat alltaf glatt mann með skemmtilegum sögum. Að smala með afa gaf lífinu lit allt haustið. Hann brunaði áfram á Landróvernum eins og hann komst og ekkert þótti krökkunum fyrir sunnan Sandinn skemmtilegra en að fá að sitja í hjá honum þegar hann þeyttist um aurana. Meðan við biðum eftir göngumönnunum var hann vanur að segja okkur frá örnefnum hér og þar og stundum af hverju þessi hóll hét þetta en ekki hitt. Þegar árin færðust yfir skutlaði hann okkur í fyrirstöðurn- ar á Subarúnum sínum og auðvitað þurfti hann að bíða með okkur til að sjá hvort að göngumennirnir smöluðu ekki rétt. Þær voru ófáar stundirnar þar sem maður sat í bílnum með honum þegar hann var að kíkja á smalamennina, en maður gat fylgst með smalamennskunni í beinni án þess að horfa upp í brekkur. Áhugi okkar systranna á hross- um var sennilega mikið til kominn af því að afi sá til þess að við kæm- umst á hestbak. Pabbi og mamma voru nú ekki mikið hrifin af því en það var ekki aftur snúið þegar var búið að senda mig og Ingunni í reiðskóla í fyrsta skiptið. Afi ýtti undir okkur að fara í útreiðar og nota hrossin sem til voru á bænum þó svo að maður hefði náttúrlega ekkert vit á hrossum, að hans mati allavega. Þetta er hann afi minn eins og ég man eftir honum. Hann var allt- af til staðar ef maður þurfti á hon- um að halda og tilbúinn að hrekkja mann ef svo bar undir, en hann afi var óhemju stríðinn allt sitt líf. Afi verður ennþá hjá okkur í hjartanu og hver veit nema hann eigi eftir að gera okkur Stefáni Frey grikk þegar við flytjum inn í gamla húsið hans. Þórey. Augnablikin líða hjá. Hugurinn hverfur til baka, eftir sitja ynd- islegar minningar með honum frænda mínum. Hann var alltaf þarna, heima á Kálfafelli. Hann var alltaf til staðar, að hugga barnið þegar bjátaði á, að fara með stelp- unni í útreiðatúra inn í Staðarfjall eða í bíltúra vestur að Jökulsárlóni, gá að lömbum út í Landi þegar vötnin flæddu yfir. Taka á móti ungu konunni þegar hún kom heim með börnin sín á sumrin. Þannig frændi var hann Steinþór frændi minn. Fyrstu minningar mínar eru að frændi var að teyma undir mér á Brún gamla fyrir neðan kálgarðinn. Afi og amma bjuggu félagsbúi við Steinþór og Veigu á Kálfafelli. Á efri hæðinni vorum við þrjú barna- börn afa og ömmu, það voru Inga, Benni bróðir og undirrituð. Á neðri hæðinni bjuggu Steinþór og Veiga með sína syni. Það var því oft tölu- verður atgangur á heimilinu. Stór missir var fyrir hann frænda minn þegar Veiga féll frá. Það gerðist eftir langvarandi veik- indi. Þau voru einstaklega samhent hjón og þeirra umgengni hvort við annað til mikillar fyrirmyndar. Þegar Veiga féll frá gerðist hann heimagangur hjá Bjarna syni sín- um og Hrefnu konu hans, varð það hans annað heimili. Unnsteinn kom á hverju sumri í sumarleyfum með sína fjölskyldu og dvaldi á Kálfafelli, Benni Þór fluttist í Öræfasveitina og við hin komum heim þegar tækifæri gáf- ust. Þá var mikið talað og mikið hlegið. Frændi var einstaklega kátur maður og einhver sú elskulegasta manneskja að umgangast sem á vegi mínum hefur orðið. Ég verð því ævinlega þakklát fyrir að hafa átt með honum ynd- islegar stundir í haust er leið. Við Benni bróðir fórum austur á Höfn, náðum í frænda á elliheim- ilið, og fórum með honum í veislu hjá þeim heiðurshjónum Ingu og Kidda. Fórum við svo öll heim að Kálfafelli og áttum þar stórkost- lega helgi. Frændi var hrókur alls fagnaðar eins og honum var lagið. Ég mun um ókomna tíð minnast þessara seinustu stundar okkar áður en hann fór í sitt hinsta ferðalag. Nú er komið að leiðarlokum elskulegur og þú ert búin að hitta Veigu þína. Far þú í friði og megi guð vera með þér alla tíð. Eitt ósvikið bros. Eitt blik af tári. Eitt blóðkorn af tryggð í hjartans reit. Fyrir hönd fjölskyldu minnar kveð ég þig. Katrín Guðbrandsdóttir. Elsku frændi, þá er komið að kveðjustundinni. Mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég veit ekki hvar ég væri stödd ef þín hefði ekki notið við. Margs er að minnast og ein af mínum minningum er þegar þið feðgar, þú og Bjarni, fenguð botn- langabólgu reyndar hvor í sínu lagi. Þegar Bjarni var sendur suður grét Kæja og þegar þú varst send- ur suður grét ég, mér fannst allt öryggi vera farið af heimilinu þeg- ar þú fórst en sem betur fer komstu fljótt aftur. Í mínu augum varstu alltaf Frændi og á mínu heimili hefur þú alltaf gengið undir því nafni. Gott dæmi þess er að þegar ein dóttir mín var spurð að því hver frændi væri þá áttaði hún sig á því að hún vissi ekki hvað þú hétir þó svo hún væri orðin nokkuð fullorðin. Eftir að þú fluttir á Skjólgarð urðu ferðirnar margar í Óslandið og á bryggjuna, þú vildir alltaf vita hvað væri að fiskast og hvernig gengi á sjónum hjá körlunum. Alltaf var ljúft að koma til þín þó ferðirnar séu kannski aldrei eins margar og maður hefði viljað hafa þær. Heilsu þinni fór hratt hrakandi undir það síðasta og ég er mjög fegin að hafa getað kvatt þig áður en þú fórst. Elsku frændi, Guð veri með þér. Minninguna um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Þín Inga, Ingunn Ólafsdóttir. STEINÞÓR BENEDIKTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.