Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Ég vil gjarnan láta þann draum rætast að geta verið með vinnustofu þar sem fleiri konur væru að vinna og hver um sig gæti unnið fyrir sig og kannski að einhverju leyti saman,“ segir Edda Björk Magn- úsdóttir, sauma- og listakona á Selfossi, sem starfrækir Listasmiðjuna Rísl að Eyravegi 27 á Selfossi. Edda segist alltaf hafa verið mikið fyrir handavinnu og í skóla hafi hún alltaf verið prjónandi. Hún fór í handavinnu- og fatahönnunarskóla í Hellerup í Dan- mörku og segir það hafa gefið sér mikið. Edda Björk er ein fjölmargra kvenna sem vinna að því að koma á fót eigin fyrirtæki og skapa sér þannig starfsvettvang til að fella að aðstæðum sínum og áhugamálum en það er krefjandi að koma á fót eigin starfsemi. „Ég er búin að sauma heima í 13 ár fyrir Fatabúðina í Reykjavík, einkum sængurfatnað og sé núna um allar sérpantanir fyrir búðina. Það eru næg verkefni í kring- um þetta en ég vil gera meira,“ segir Edda sem var bú- in að hugsa mikið um og fást við saumaskap úr flís- efnum. Eftir nokkurt hlé við annan saumaskap en sæng- urfatnaðinn, tók Edda upp þráðinn með flísið og stofn- aði Listasmiðjuna Rísl á Selfossi. Í þeirri smiðju saum- ar hún af krafti alls kyns flísfatnað fyrir börn og fullorðna. Einnig saumar hún vöggusett með ísaumi eftir óskum fólks og til þess notar hún nýja og full- komna saumavél með tölvustýringu. Þá málar hún líka á vöggusettin og segir það einnig vinsælt. Vinnur með bindi frá þjóðþekktum mönnum Flíssaumið er mest húfur af ýmsum gerðum sem hún merkir að vild kaupenda. Svo tekur hún að sér alls kon- ar hefðbundin verkefni saumakvenna s.s. að stytta bux- ur og lagfæra eitt og annað eins og gengur. Auk þess fæst hún við að sauma ýmsa muni svo sem flösku- skreytingar, töskur, lampaskerma og ljósaseríur þar sem hún notar karlmannabindi. „Sjáðu,“ segir hún og sýnir fullan kassa með bindum frá þekktum mönnum eins og Árna Johnsen og Geir Haarde fjármálaráðherra. „Það er gaman að vinna með bindin og ýmislegt hægt að gera,“ segir Edda Björk. „Mér finnst saumaskapurinn skapandi starf sem veit- ir sköpunarþörfinni innra með manni mikla útrás. Ég verð einhvern veginn alltaf að vera að búa til eitthvað nýtt og helst það sem aðrir eru ekki að gera. Ég get alls ekki setið við saumavélina og saumað eitthvað í miklu magni eins og í verksmiðju. Ég verð fljótt leið á því að gera marga hluti eins og þess vegna eru vörurnar mínar hver með sínu móti. Listakonan í mér bannar mér að gera lengi það sama,“ segir Edda Björk Magnúsdóttir, sauma- og listakona á Selfossi, sem tekur glöð á móti gestum inn á vinnustofuna sína. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Flaska með bindi Saumaskapurinn er starf sem veitir sköpunarþörfinni útrás, segir Edda Björk. Skapar sér starfsvettvang sem fellur að áhuganum á handavinnu og saumaskap og stofnar fyrirtæki Ég verð alltaf að vera að búa til eitthvað nýtt Eyrarbakki | Stofnað hefur verið fé- lag um endurbyggingu Miklagarðs á Eyrarbakka og heitir það Búðarstíg- ur 4 ehf. Félagið var stofnað hinn 21. janúar sl. Kynningarfundur um félagið og fyrirætlanir þess var haldinn fimmtudaginn 27. jan. í borðsal Hússins. Þar var einnig til kynning- ar aukning hlutafjár hins nýja fé- lags. Tilgangur félagsins er að ráðast í endurbætur húss sem nefnist Mikli- garður, Búðarstíg 4 á Eyrarbakka, og annast síðan útleigu þess til fyr- irtækja og einstaklinga, sem áhuga hafi á að vera með rekstur í húsinu. Upphaflega var hús þetta reist sem verslunarhús upp úr lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar, en sú verslun fékk dapurlegan endi. Þar var líka haldin fyrsta heimilisiðnaðarsýning á Suðurlandi skömmu fyrir 1930. Um langt árabil var í húsinu neta- gerð á vegum Hampiðjunnar hf. og síðan á sjötta og sjöunda tug síðast- liðinnar aldar var þar til húsa Plast- iðjan hf. sem framleiddi húsaein- angrun og einangrun hitaveituröra. Sú verksmiðja var í raun brautryðj- andi á þessu sviði hér á landi. Mikligarður hefur verið umhirðu- lítill og ónotaður í nokkur ár. Eig- andi hans var síðast Sveitarfélagið Árborg, sem hefur nú selt húsið hinu nýstofnaða félagi. Þarna verða nokkrir misstórir veitingasalir og hægt verður að taka á móti allstór- um hópi gesta. Í fyrirhuguðum sal á efstu hæð hússins er gott útsýni til hafsins. Veitingastofan Rauða húsið mun flytja starfsemi sína í þessi nýju húsakynni þegar þau verða tilbúin. Áðurnefndur kynningarfundur var mjög vel sóttur og reyndar mun betur en fundarboðendur bjuggust við og lýstu fundargestir ánægju sinni og miklum áhuga á framtakinu. Formaður stjórnar hins nýstofnaða félags er Ari Björn Thorarensen. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Mikill áhugi Fleiri gestir sóttu fundinn um endurbyggingu Miklagarðs á Eyrarbakka heldur en fundarboðendur höfðu reiknað með. Endurreisn Miklagarðs Kópavogur | Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja Nautilus-líkamsrækt- arstöð í húsakynnum Salalaugar um síðustu helgi, en þá var stöðin form- lega tekin í notkun. Greinilegt er að íbúar í Salahverfi voru farnir að bíða eftir því að fá líkamsrækt- arstöð í hverfið, og hafa á annað þúsund árskort selst á þeirri viku sem stöðin hefur verið opin. Stöðin er búin nýjum tækjum og þegar Morgunblaðið leit í heimsókn á dögunum var greinileg ánægja með aðstöðuna hjá viðskiptavinum sem hömuðust og svitnuðu á hlaupa- brettum, þrekhjólum, stigavélum og öðrum heilsuræktartækjum. Kjartan Már Hallkelsson er rekstrarstjóri þeirra þriggja Naut- ilus-líkamsræktarstöðva sem rekn- ar eru hér á landi, en líkamsrækt- arkeðjan er upphaflega sænsk og eru allar stöðvarnar í eigu sænska fyrirtækisins, og eru reknar stöðvar á öllum Norðurlöndunum, í Bret- landi, Sviss og Póllandi. Allar stöðvarnar eiga það sam- eiginlegt að vera reknar í samvinnu við rekstraraðila sundstaða, og gilda líkamsræktarkortin einnig í sundlaugarnar. „Ég held að flestir, sem nýta sér þetta samspil, fari í sund eftir líkamsrækt, eða fari bara í sund til þess að breyta til,“ segir Kjartan. Það er framtíðarsýn fyr- irtækisins að tengja saman mismun- andi tegundir líkamsræktar með þessum hætti, og segir Kjartan það klárt mál í sínum huga að það styrki mjög stöðvarnar. Líkamsræktarstöðin er í nýju húsnæði Salalaugar í Salahverfi í Kópavogi, en laugin sjálf er reyndar ekki tilbúin ennþá. Kjartan segir það verk vissulega á eftir áætlun, en reiknað sé með því að hún verði tek- in í notkun í apríl eða maí. Þangað til geti gestir aðeins farið í líkams- rækt í Salahverfinu, en þeir geti nýtt kort sín í Sundlaug Kópavogs til að komast í sund. Í beinu sambandi við viðskiptavinina Nautilus-stöðvarnar eru nú orðn- ar þrjár, sú fyrsta var opnuð í Suð- urbæjarlaug í Hafnarfirði, önnur er í Sundlaug Kópavogs og nú er sú þriðja opnuð í Salalaug. Kjartan segir reksturinn ganga vonum framar. „Það hefur gengið mjög vel hingað til. Kópavogsbær væri ekki að taka okkur inn í nýtt mannvirki nema af því að samstarfið hefur gengið framar vonum, og það er það sama í Hafnarfirði. Alls staðar hefur aðsóknin verið umfram vænt- ingar svo að bæjarfélögin eru að fá mikið út úr þessu. Fólkið er ánægt með að fá góða þjónustu, topptæki og leiðsögn, auk þess sem verðið er langt fyrir neðan það sem gengur og gerist.“ Auk þess að sjá um rekstur á stöðvunum er Kjartan einnig einn af þjálfurunum. „Mér finnst það alveg nauðsynlegt, þá er maður í beinu sambandi við viðskiptavininn, skynjar hver þörfin er, hvernig and- inn er og annað. Ég held ég myndi ekki vilja sleppa því. Svo er maður líka að þrífa og er innan um fólkið allan tímann í öllu, og mér finnst það bara hið besta mál. Ég er íþróttakennari að mennt svo mér finnst gott að vera með þjálfunina í bland við reksturinn.“ Framtíðarsýnin samspil sundlauga og líkamsræktarstöðva Morgunblaðið/Jim Smart Tekið á lóðunum Á annað þúsund korta hefur selst í nýju stöðinni. Kjartan (t.v.) sýnir Gunnari Þórissyni og Sigtryggi Benediktssyni réttu handtökin. Mikill áhugi á líkams- rækt í Salahverfi Reykjavík | Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks hafa fengið svar við fyrirspurn varðandi ráðningu fram- kvæmdastjóra þjónustumiðstöðva borgarinnar. Óskað var eftir upp- lýsingum og greinargerðum um umsækjendur sem sóttu um starf forstöðumanna þjónustumiðstöðva og teknir voru í viðtal, hvers vegna öðrum umsóknum frá forstöðu- mönnum borgarhlutaskrifstofu Fé- lagsþjónustunnar um störfin var hafnað og hvort viðkomandi aðilum hefði verið boðið annað starf. Þá var spurt hvort launakjör forstöðu- manna þjónustumiðstöðva yrðu sömu og laun sviðsstjóra borgar- innar. Í svari frá þróunar- og fjöl- skyldusviði Reykjavíkurborgar segir að tillaga borgarstjóra um að ráða Aðalbjörgu Traustadóttur, Hafdísi Gísladóttur, Óskar Dýr- mund Ólafsson og Ragnar Þorleifs- son í störf framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðva hafi byggst á mati starfshóps um að hlutaðeig- andi umsækjendur væru hæfastir í störfin og að matið hefði byggt á þeim kröfum sem skilgreindar voru í auglýsingu um störfin. Fram kemur að greinargerð með rök- stuðningi hafi aðeins verið tekin saman um þá umsækjendur sem talið var að uppfylltu best hæfni- kröfur. Um umsóknir forstöðumanna borgarhlutaskrifstofa Félagsþjón- ustunnar segir að þær hafi verið metnar á sama hátt og umsóknir frá öðrum aðilum. Fram kemur að hluti af verkefnum nýrra þjónustu- miðstöðva sé sambærilegur verk- efnum borgarhlutaskrifstofu en að auki sjái þjónustumiðstöðvarnar um fjölmörg verkefni til viðbótar. „Má þar nefna yfirumsjón með fé- lags- og þjónustumiðstöðvum, þjónustuíbúðum, dagdeildum, ung- lingasmiðjum og frístundaheimil- um.“ Þar fyrir utan sjái þjónustu- miðstöðvar um ýmis önnur verkefni, m.a. sálfræðiþjónustu og ráðgjöf. Um 900 manns heyra und- ir þjónustumiðstöðvarnar, í tæp- lega 600 stöðugildum. Einn af þremur ráðinn „Af ofantöldum ástæðum var ekki talið rétt að veita forstöðu- mönnum borgarhlutaskrifstofa Fé- lagsþjónustunnar forgang umfram aðra umsækjendur,“ segir í svar- bréfinu. Einn þriggja forstöðu- manna hafi engu að síður verið ráðinn framkvæmdastjóri þjón- ustumiðstöðvar Laugardals-Háa- leitis, enda í hópi þeirra sem hvað best uppfylltu hæfnisskilyrði. Fram kemur að laun framkvæmda- stjóra þjónustumiðstöðva eru lægri en laun sviðsstjóra borgarinnar. Svar borgarinnar við fyrirspurn um ráðningar við þjónustumiðstöðvar Ekki talið rétt að veita forstöðu- mönnum forgang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.