Morgunblaðið - 29.01.2005, Side 26
26 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677
www.steinsmidjan.is
Granít borðplötur og flísar
Opnunartími:
11-18:30 mán-fös
10-18 lau / 13-17 sun.
Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is
Samsung SGH-X450
fallegur 3 banda
sími með
hágæða skjá
Viltu bæta símaþjónustuna í þínu fyrirtæki?
Aðeins 20 manns komast á hvert námskeið
Námskeið fyrir þá
sem vilja veita
frábæra símsvörun
Hafið samband í síma 580 8080
eða til gudrun@midlun.is
Næsta námskeið er þriðjudaginn
8. febrúar nk.
á Grand hótel Reykjavík
FATALEIGA Garðabæjar á
Garðatorgi leigir út bæði árshátíð-
ar- og brúðarkjóla og eru alltaf
keyptir inn nýir kjólar fyrir hvert
ár, aðallega frá Frakklandi og
Bretlandi, að sögn Erlu Bald-
ursdóttur, sem sér um leiguna. „Í
nóvembermánuði fékk ég til dæmis
hátt í sjötíu glænýja kjóla og eng-
an eins svo að viðskiptavinirnir
lendi ekki í því að mæta stall-
systrum sínum í nákvæmlega eins
dressi á árshátíðunum. Eldri kjóla
seljum við svo á útsölu á slám hér
fyrir utan,“ segir Erla.
Dragsíð víð pils ásamt korselett-
toppum eru mjög vinsæl í ár og að-
sniðnir hafmeyjukjólar eru líka
alltaf sígildir. Íslenskar konur
virðast hins vegar vera orðnar svo-
lítið leiðar á svarta litnum og eru
til í að skella sér í flotta liti í ár
þegar kemur að árshátíðarkjól-
unum. Allir litir virðast vera í
gangi, svo sem grænt, bleikt, rautt
og vínrautt, að sögn Erlu.
„Konur á öllum aldri eru að
leigja sér árshátíðarkjólana, allt
frá ungum stelpum upp í harðfull-
orðnar konur. Við erum að leigja
dressið á sex þúsund krónur yfir
helgina ásamt öllum fylgihlutum
utan skótaus. Innifalið í verðinu er
skart, töskur, slæður, jakkar,
breytingar og hreinsun,“ segir
Erla.
TÍSKA | Árshátíðarkjólarnir
Hafmeyjukjólar og glansandi efni
Morgunblaðið/Jim Smart
Nú vilja íslenskar konur vera í flott-
um litum, segir Erla Baldursdóttir
hjá Fataleigu Garðabæjar.
KJÓLARNIR í gluggunum í
tískuvöruversluninni MONDO
við Laugaveg, hafa löngum
dregið að sér augu vegfar-
enda. Enda finnast í þess-
ari búð fjölbreyttir
og litríkir hátís-
kukjólar. Það er
því verulega góður
kostur að smeygja
sér inn og máta þeg-
ar kemur að því að
finna árshátíðarkjól-
inn. Svokallaðir Golden
Globe-kjólar komu fyr-
ir örfáum dögum í
verslunina, en þeir
eru eftirlíkingar
þeirra kjóla sem
stjörnurnar skört-
uðu á nýlegri
Golden Globe-
verðlaunahátíð.
Fríða, eigandi
MONDO, sagði
að konur á öllum
aldri kæmu til
hennar að kaupa
sér kjóla og að
konur væru í
auknum mæli
óhræddar við að
vera flottar. Hún sagði að
glansandi efni væru vinsæl
þessi misserin og því til
staðfestingar dró hún
fram sjóðheitan græn-
an satínkjól frá
Golden Globe.
Ómissandi er líka
taska eins og Sarah Jessica
Parker notar í Beðmálum í
borginni, en í MONDO fást
samkvæmisveski í miklu
úrvali.
Litríkir
hátískukjólar
Morgunblaðið/Þorkell
Satín-kjóll frá Golden Globe og herða-
sjalið haft á ská svo öxlin njóti sín.
Á árshátíðunum sem nú fara í hönd verða konurnar klæddar korseletttoppum og sjóðheitum
satínkjólum ef draga má ályktun af því sem viðmælendur blaðsins segja um hátíðakjólana í ár.
Taska eins og
skvísurnar í
Beðmálum í
borginni nota.
Pils og gylltur toppur í
stíl. Svartur, stílhreinn
kjóll frá Mondo.