Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 4
Björn Bjarnason þakkaði áhöfn Týs fyrir góða frammistöðu og skoðaði ofurtógið sem slitnaði í atganginum fyrir austan. Með á myndinni eru Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæsl- unnar, Stefán Eiríksson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, og Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á Tý. FÖR Dettifoss Eimskipafélagsins í slipp í Rotterdam var frestað í gær vegna veðurs og var stefnt að því að draga skipið út í dag, fimmtudag. Þýska dráttarskipið Primus kom til Eskifjarðar í gærmorgun en áætlað er að skipin komi til Rotterdam um miðja næstu viku. Þar verð- ur farmur Dettifoss losaður og fluttur þaðan til endanlegs ákvörð- unarstaðar. Í Rotterdam mun Dettifoss fara í þurrkví þar sem unnið verður að viðgerðum á stýri skipsins sem bilaði undan Eystra-Horni á föstudagskvöld. Dráttarskipið Primus er nýlega smíðað og hefur um 120 tonna tog- kraft. Það er 48,9 metra langt og 14 metra breitt, hefur 2 aðalvélar sem samtals skila um 9000 hestöflum og 15 sjómílna ferð. Skipið er hannað fyrir úthafsdrátt jafnt sem hafnaraðstoð og er með öflugan dælubúnað til björgunarstarfa. Að sögn Rúnars Gunnarssonar, þjónustustjóra Eimskipa á Austur- landi, mun veður ráða því hvort óhætt verði að draga skipið út í dag. Við komu varðskipsins Týs til hafnar í Reykjavík í gær tók Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á móti áhöfninni og þakkaði henni góða frammistöðu við björgun Dettifoss. Við það tækifæri gat ráðherra þess að í skoðun væri hvort ekki væri mögulegt að bæta búnað og tækja- kost Landhelgisgæslunnar, samkvæmt upplýsingum Georgs Kr. Lár- ussonar. Dettifoss dreginn áleiðis til Rotterdam 4 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Japan er að ná sér upp úr efnahagslægð síðustu ára og ýmsir möguleikar að opnast þar fyrir íslensk fyrirtæki. Boðað er til fundar til að kynna þessa nýju viðskiptamöguleika og skýrslu sem norrænu útflutnings-skrifstofurnar í Tókýó létu vinna um markaðstækifæri norrænna fyrirtækja tengdum orkumálum í Japan. Fundurinn verður haldinn 11. febrúar nk. kl. 8:30 til 10:30 hjá Útflutningsráði Íslands, Borgartúni 35, 6. hæð. Hvað er að gerast í Japan? 11.febrúar 2005 Keisuke Ryu, viðskiptafulltrúi hjá Swedish Trade, kynnir fimm skýrslur sem norrænu útflutningsskrifstofurnar í Tókýó hafa látið vinna um markaðstækifæri í orkumálum í Japan. Erindið er á ensku. Fundurinn er liður í undirbúningi vegna fyrirhugaðrar ferðar viðskiptasendinefndar til Japans í haust. Þátttaka óskast tilkynnt í síma 511 400 eða með tölvupósti á netfangið: utflutningsrad@utflutningsrad.is Dagskrá Benedikt Höskuldsson, sendifulltrúi í sendiráði Íslands í Tókýó: Staða efnahagsmála í Japan. Mattias Bergman, yfirmaður skrifstofu Swedish Trade í Tókýó: Mögulegar leiðir fyrirtækja til að nálgast japanska markaðinn. Lárus Ásgeirsson, sölu og markaðsstjóri hjá Marel: Reynsla Marels og hagnýt ráð. Kaffihlé Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is M IX A • fí t • 0 4 8 7 5 FLYTJA þyrfti nær allar ófrískar konur í Vest- mannaeyjum sem fæða eiga í sumar, til lands nokkru áður en þær eiga von á sér, komi til þess að skurðdeild Heilbrigðisstofnunar Vestmanna- eyja verði lokuð í sex vikur, eins og útlit er nú fyrir. Ekki er óhætt að láta konur fæða í Eyjum á þessu tímabili komi eitthvað upp á sem skurð- lækni þarf við. Þetta segir Gunnar K. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðistofnunarinnar. Hann segir að sjúkrahúsið hafi verið rekið með halla í þrjú ár og nú sé einfaldlega ekki hægt að ganga lengra. Hann álítur að með lokun deildarinnar í sex vikur sparist 10 milljónir. Verði deildinni lokað, eins og útlit er fyrir núna, þarf að flytja sjúklinga með flugi upp á land, þurfi þeir skurðaðgerð. Gunnar segir að hafi sjúklingur ekki verið lagður inn áður en hann þarf á skurðaðgerð að halda, borgi Trygg- ingastofnun kostnað vegna sjúkraflugs. Liggi sjúklingur inni í Eyjum þegar hann þarfnast skurðaðgerðar ber Heilbrigðisstofnunin kostn- aðinn. Gunnar telur að um 80–90% þeirra sem þurfi á sjúkraflugi að halda sé ekki búið að leggja inn og greiði því Tryggingastofnun reikninginn vegna sjúkraflugs að langmestu leyti. Peningarnir duga ekki „Fjármagn sem við fáum á fjárlögum dugar ekki til óbreytts reksturs,“ segir Gunnar. „Það er búið að vera viðvarandi hallarekstur í þrjú ár og við erum búin að klippa allt utan af en það næsta sem við verðum að gera er að skerða þjónustu.“ Á skurðstofunni eru framkvæmdar minnihátt- ar skurðaðgerðir og keisaraskurðir. Ekki hefur verið ákveðið hvenær stofan verður lokuð en hugsanlega verður það frá miðjum júní og út júlí. „Þetta þýðir náttúrlega að svo til allar fæð- ingar þurfa að flytjast til Reykjavíkur vegna þess að ekki verður hægt að grípa inn í ef ekki er allt í lagi með fæðinguna og það er ekki við- unandi í nútímaþjóðfélagi,“ segir Gunnar. „Þetta þýðir að konur þurfa að fara til Reykjavíkur eitt- hvað fyrir barnsburð og bíða þar.“ Í sparnaðaráætlun sjúkrahússins er gert ráð fyrir að sólarhringsvakt skurðlæknis og svæf- ingarlæknis leggist af, sem og bakvakt hjúkr- unarfræðings og ljósmóður. Gunnar segir að stofnunin eigi enn í viðræðum við heilbrigðis- ráðuneytið vegna málsins. „Það er engin nið- urstaða komin ennþá en það er verið að skoða málið í heild sinni að frumkvæði heilbrigðisráð- herra og er farið yfir hvort einhverjir aðrir möguleikar séu í stöðunni.“ Spurður um viðbrögð Eyjamanna við þessum aðgerðum segir Gunnar: „Þau hafa verið tiltölu- lega hörð. Það hefur alltaf verið litið svo á að þetta væri algjörlega nauðsynleg þjónusta hér. Við höfum þráast við eins og við höfum getað til að halda þessu opnu allan sólarhringinn allan ársins hring en það er bæði erfitt út af mann- skap og út af kostnaði.“ Gunnar segir að stundum sé ekki hægt að fljúga frá Eyjum en í langflestum tilfellum sé þó hægt að fljúga frá Eyjum þó að ekki sé hægt að lenda þar. Sjúkraflugvél er staðsett í Eyjum. Skurðdeild á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja verður hugsanlega lokað í sex vikur í sumar Nær allar fæðingar flytjast til Reykjavíkur GUÐRÚN Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir að bæjaryfirvöld séu „logandi hrædd“ í kjölfar frétta um að hugsanlega þurfi að loka skurðdeild Heilbrigð- isstofnunar Vestmanna- eyja í sex vikur í sumar til að ná fram sparnaði. „Við erum með þá sérstöðu að það er ekki alltaf hægt að komast héðan,“ segir Guðrún, en í bráðatilfellum þyrfti að fljúga með sjúklinga til lands á meðan skurðdeildin yrði lokuð. Hún segir ekki gott að þurfa t.d. að senda ófrískar konur til lands um sumarmánuðina. „Slysin gera ekki boð á undan sér,“ segir Guðrún. „Það er því alveg skelfilegt ef þetta verður niðurstaðan.“ Guðrún segir það ekki síður áhyggjuefni að bakvakt á sjúkrahúsinu verði hugsanlega lögð niður. „Það hræðir okkur líka.“ Bæjarráð ályktaði um málið í janúar. Var þar skorað á heilbrigðisráðherra að tryggja nægjanlegt fjármagn til Heilbrigðisstofn- unar Vestmannaeyja, svo að fyllsta öryggis verði gætt og jafnframt ítrekar bæjarráð landfræðilega sérstöðu Vestmannaeyja. Þá hefur Lúðvík Bergvinsson þingmaður óskað eftir utandagskrárumræðu um málið á þingi. „Erum logandi hrædd“ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær sjötugan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungri stúlku, ömmubarni eiginkonu hans. Í dómn- um segir að í ljósi aldurs mannsins, þess að hann er hjartasjúklingur og iðrast mjög gjörða sinna, skuli refs- ingin vera skilorðsbundin. Maðurinn krafðist frávísunar málsins vegna formgalla og til vara að hann yrði sýknaður af refsingu og skaðabótakröfu. Brot mannsins fólust einkum í því að strjúka stúlkunni innanklæða og utan, hann nuddaði kynfæri hennar, káfaði á brjóstum auk annarra brota. Fram kemur í dómnum að hann bauð stúlkunni 100.000 krónur fyrir að fá að hafa samfarir við hana en því neitaði stúlkan og er ekki ákært vegna samfara. Fyrsta brotið framdi maðurinn þegar stúlkan var 12 ára og hið síð- asta framdi hann þegar hún var 15 ára gömul á árinu 2004. Færði engin rök fyrir sýknu Maðurinn játaði hluta brotanna en neitaði öðrum. Hann krafðist engu að síður sýknu í málinu en færði þó engin rök fyrir því hvers vegna hann skyldi sýknaður. Til vara krafðist hann frávísunar vegna formgalla en á það féllst héraðsdómur ekki held- ur. Gegn staðfastri neitun mannsins taldi dómurinn að ekki hefði tekist að sanna sekt í þremur ákæruliðum af sex. Í niðurstöðum dómsins segir að við ákvörðun refsingar verði að líta til þess að maðurinn misnotaði sér gróflega aðstöðu sína og trúnaðar- traust stúlkunnar. Atferli hans væri til þess fallið að valda henni sálar- háska og tjóni og ætti hann sér eng- ar málsbætur. Hann hafi á hinn bóg- inn ekki áður sætt refsingu. Með hliðsjón af því væri hæfileg refsing átta mánaða fangelsi. Þá vísaði dóm- urinn til þess að maðurinn er hjarta- sjúklingur og þarf á stöðugri lyfja- meðferð og eftirliti að halda. Á meðan á dómsmeðferð málsins stóð hafi hann ítrekað þurft að taka inn svokallaðar sprengitöflur og á með- an þurfti að gera hlé á skýrslutökum yfir honum. Af þessum sökum ákvað dómurinn að refsingin yrði skilorðs- bundin til þriggja ára. Stúlkunni voru dæmdar 350.000 krónur í miskabætur úr hendi mannsins en krafist var einnar millj- ónar. Þorgeir Ingi Njálsson, Finnbogi H. Alexandersson og Guðmundur L. Jóhannesson kváðu upp dóminn. Sigríður Jósefsdóttir sótti málið af hálfu ríkissaksóknara, Vilhjálmur Þórhallsson hrl. var til varnar og Þórdís Bjarnadóttir var réttar- gæslumaður stúlkunnar. Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku Refsing skilorðsbundin vegna hjartasjúkdóms Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Þýska dráttarskipið Primus sem hér sést vinstra megin á mynd er með 9 þúsund hestafla vélar og sér- hæft fyrir úthafsdrátt. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.