Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5, 8.30 og 10.20. B.i. 14 ára. FRÁ HÖFUNDUM SOUTH PARK ÁLFABAKKI kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 14 ára. 4 Ó s k a r s v e r ð l a u n a t i l n e f n i n g a r Sýnd kl. 5.45 og 10.20.  S.V. Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið OCEAN´S TWELVE Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE Sýnd kl. 5.45 og 9.Sýnd kl. 6 og 9.10. tilnefningar til óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar- Cate Blanchett og Alan Alda. 11 Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 10.20. STÆRSTA ÞJÓÐSÖGN ALLRA TÍMA VAR SÖNN AKUREYRI kl. 6. B.i. 14 ára. Algjör snilld. Ein af fyndustu myndum ársins. l j r ill . i f f t r i . Kvikmyndir.is VINSÆLUSTU MYNDIRNAR Á FRÖNSKU KVIKMYNDAHÁTIÐINNI SÝNDAR ÁFRAM 4 Ó s k a r s v e r ð l a u n a t i l n e f n i n g a r V.G. DV. V.G. DV. Langa trúlofunin - Un Long dimanche. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Grjóthaltu kjafti - Tais toi. Sýnd kl. 10.15. MASTER CARD forsýning 2 FYRIR 1 kl. 8. KVIKMYNDALEIKARINN Marlon Brando, sem nú er látinn, er sagður hafa hafnað því margoft að taka að sér hlutverk í myndunum um Guðföð- urinn. Budd Schulberg, vinur Brando, sagði í samtali við tímaritið Vanity Fair að aðstoðarmaður Brandos hefði lagt til að hann læsi skáldsöguna. Að því er BBC greinir frá neitaði leikarinn því ítrekað, henti bókinni í hana og sagði: „Ég segi þér það í síð- asta sinn – ég mun ekki taka þátt í að upphefja mafíuna.“ Loksins fékkst Brando þó til þess að taka að sér hlut- verk Don Corleone, en fyrir leik sinn í Guðföðurnum fékk hann Óskarsverðlaun árið 1973. Brando neitaði hins vegar að taka við verðlaun- unum. Mottan gerði gæfumuninn Í stað þess að mæta sjálf- ur á Óskarsverðlaunaafhend- inguna sendi Brando unga konu sem klædd var í bún- ing bandarískra frumbyggja en með því vildi hann draga athygli að örlögum frum- byggja. Schulberg segir að Brando hafi loks farið að íhuga að taka að sér hlut- verkið eftir að teiknað var á hann yfirvararskegg. „Hvernig lít ég út?“ mun hann þá hafa spurt. Brando lést í júlí í fyrra, áttræður að aldri. Francis Ford Coppola, leikstjóri myndarinnar, lagði á það ríka áherslu að Brando tæki að sér hlutverkið en sagan segir að framleiðendurnir Stanley R. Joffe og Robert Evans hafi ekki verið par hrifnir af því vali, einkum vegna þess hversu slæmt orð fór af Brando eftir að hann átti að hafa verið aðalvaldurinn af því að kostnaðurinn við gerð Uppreisnarinnar á Bounty fór upp úr öllu valdi. Önnur nöfn sem sögð eru hafa komið upp í tengslum við þetta þungavigtarhlutverk Don Vito Corleones, eru m.a. Or- son Welles, George C. Scott, Laurence Olivier, Ernest Borgnine og Edward G. Robinson en á endanum fékk Coppola sínu fram og Brando féllst á taka að sér hlutverkið – til mikillar gæfu hljóta nú flestir að telja. Kvikmyndir | Brando ætlaði ekki að fást til að leika guðföðurinn Vito Corleone Vildi ekki upp- hefja mafíuna Það er vart hægt að ímynda sér nokkurn annan en Marlon Brando í hlutverki Don Vito Corleones, allra síst Ernest Borgnine. VERZLUNARSKÓLI Íslands setur upp söngleikinn Welcome to the Jungle í Loftkastalanum í ár og fjallar hann um glysrokkstímabilið á árunum 1988–92. Nem- endamótssýningar skólans, en þetta eru eins konar árshátíðarsýningar, hafa vakið nokkra athygli síðustu ár og fleiri en nemendur lagt leið sína á þær. Fyrstu þrjár sýningarnar, ein í gær og tvær í dag, eru ætlaðar nemendum en eftir það verða haldnar almennar sýn- ingar. Stefnt er á að halda að minnsta kosti tuttugu sýningar og er síðasta sýningin á dagskrá eins og stendur hinn 11. mars. Nemendamótsnefnd sér um skipulagningu uppsetn- ingarinnar og hófst sú vinna í júní. Sigríður Mogensen er markaðsstjóri sýningarinnar að þessu sinni og þekk- ir hana því vel. Sigríður útskrifast í vor og hefur áður komið að uppsetningum nemendamótssýninga þótt þetta sé stærsta hlutverk hennar til þessa. Alls koma 130 krakkar úr skólanum að uppsetningunni, þar af eru um 60 leikarar og dansarar. Fagfólk kemur að uppsetningunni með nemendum. Agnar Jón Egilsson skrifar handritið og leikstýrir, Jón Ólafsson sér um tónlistina, Katrín Ingvadóttir, dansari hjá Íslenska dansflokknum, semur dansana og Sig- urður Kaiser sér um leikmynd og lýsingu. Nýtt líf í stórborginni „Sagan segir frá ungri stúlku sem er að byrja nýtt líf í stórborg þar sem hættur eru á hverju horni. Þetta er svolítið klikkuð borg og mikið af geggjuðum karakter- um,“ segir Sigríður og er við hæfi að nafn söngleiksins sé tekið úr laginu „Welcome to the Jungle“ með Guns ’N’ Roses. Lög frá glysrokkstímanum hljóma í sýning- unni. Til viðbótar við Guns ’N’ Roses má nefna Aeoro- smith og Bon Jovi. Auk þess tekur klæðaburður og ann- að útlit sýningarinnar mið af þessu tímabili. Sigríður segir að Agnar hafi lagt mikla áherslu á karaktersköpun í leikritinu. Þótt aðalhlutverkin séu tvö eru mörg önnur stærri hlutverk í leikritinu. „Það er mikið af nýju hæfileikafólki sem er að koma inn í þetta.“ Sigríður heldur áfram að segja frá söguþræðinum. „Stelpan sækir um vinnu á bar og saga af frægustu hljómsveit í heimi fléttast inn í þetta. Sveitarmeðlimir mála sig í framan á tónleikum þannig að enginn veit hverjir þetta eru. Þeir koma alltaf á barinn sem stelpan vinnur á og hún og söngvarinn verða ástfangin en hún veit ekki í raun hver hann er,“ segir hún og þá fara hlutirnir að vinda upp á sig. Hún segir að viðbrögð frá áhorfendum sem hafi séð æfingar hafi verið góð og mikið verið hlegið. Þótt titillinn sé á ensku er leikið á íslensku og öll lög- in hafa fengið íslenskan texta. „Sum lögin eru eins og þau hafi alltaf verið á íslensku, þau passa svo vel.“ Hún segir að þetta tímabil höfði til ungs fólks í dag, bæði tónlistin og tískan. „Þetta er alveg frábær tími. Búningarnir eru líka mjög skemmtilegir. Við höfum lagt mikið upp úr þeim.“ Sigríður segir að það sé mikil vinna fólgin í því að taka þátt í svona stórri uppsetningu. Skólinn þarf stundum að sitja á hakanum en hún segir þetta góða reynslu. „Við erum búin að læra rosalega mikið af þessu. Þetta er mjög stórt verkefni og miklir peningar í spilunum.“ Leiklist | Verzló setur upp glysrokkssöngleik Velkomin í frumskóginn Mikið er lagt uppúr búningum í sýningunni og eru strákarnir sannfærandi glysrokkarar. Uppselt er á fyrstu þrjár sýningarnar og er næst laust á sýningu 6. febrúar. www.welcometothejungle.is ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.