Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 15
ERLENT
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is
-Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Sími 588 4477
Í einkasölu stórglæsilegt einbýlishús á glæsilegum útsýnisstað í
Kópavogi. Húsið er um 250 fm og stendur á einstökum útsýnisstað.
Húsið stendur á jaðarlóð og er frítt svæði fyrir ofan það. Húsið er allt í
toppstandi með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Ný glæsileg
sólstofa. Arinn. Lóðin er sérlega glæsileg. Vandaður sólpallur. Glæsi-
legt stuðlaberg setur mikinn svip á garðinn. Góð bílastæði. Stutt er í
skóla og alla þjónustu. Hérna er tækifæri til að eignast glæsilega eign,
vel staðsetta með glæsilegu útsýni og öll þjónusta við hendina. Allar
nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason hjá Valhöll fasteignasölu
Glæsieignir í ákveðinni sölu
Laxakvísl - fallegt endaraðhús
Í einkasölu vandað 226 fm endaraðhús, ásamt 40 fm bílskúr. Húsið er
mjög skemmtilega skipulagt. Vandaðar innréttingar. Arinn í stofu.
4-5 svefnherbergi. Fallegur garður, góð timburverönd.
Vönduð eign á eftirsóttum stað í lokuðum bontlanga. Verð 39,0 m.
Básbryggja - eign fyrir vandláta
Í einkasölu sérlega vandað raðhús, ásamt
tvöföldum innbyggðum bílskúr, samtals 201 fm.
Sérsmíðaðar og vandaðar innréttingar. Massíft
parket á gólfum. Þetta er einstaklega vönduð eign
sem mikið hefur verið lagt í. Staðsetningin er
einstök hvað varðar nálægðina við sjóinn og
útsýnið. Eign í sérflokki. Verð 39,8 m.
Kambsvegur - Rvík - glæsilegt einbýli
Glæsieign með einstöku útsýni
Vorum að fá í einkasölu glæsilegt og mikið endurnýjað einbýlishús, kjallari og hæð ásamt nýlegum tvöf.
bílskúr alls 205 fm. Glæsil. nýl. eldhús, baðherb, gegnheilt parket. Fjögur svefnherb. Stór nýl. timburverönd
m. heitum potti. Mögul. að útbúa aukaíb. í kjallara. Hellulagt bílaplan m. hita. Glæsileg eign á eftirsóttum
stað. V. 39,7 m.
ÞING Spánar hafnaði seint á þriðju-
dagskvöld áætlun leiðtoga heima-
stjórnar Baskalands um aukna sjálf-
stjórn. Margir telja að samþykkt
hennar myndi í raun fela í sér yfirlýs-
ingu um stofnun sjálfstæðs ríkis
Baska á Norður-Spáni. Nú er sýnt að
efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í
Baskalandi um áætlun þessa.
Eftir rúmlega átta klukkustunda
langa þingumræðu var gengið til at-
kvæða um tillöguna, sem jafnan er
nefnd „Ibarretxe-áætlunin“. 350
fulltrúar sitja í neðri deild spænska
þingsins og greiddu 344 þeirra at-
kvæði. Á móti voru 313 þingmenn, 29
studdu áætlunina en tveir sátu hjá.
„Ibarretxe-áætlunin“ er kennd við
Juan José Ibarretxe, forseta sjálfs-
stjórnar Baska og leiðtoga Þjóðern-
isflokks Baska (PNV), sem löngum
hefur verið stærstur flokka Baska-
lands. Flokkurinn er hlynntur sjálf-
stæði Baskalands en hafnar ofbeldi
sem lögmætu tæki í þeirri baráttu.
Í „frjálsu sambandi“ við Spán
Í liðnum mánuði lagði þing Baska-
lands blessun sína yfir áætlun Ibarr-
etxe, sem raunar er frá því í október-
mánuði 2003. Hún felur m.a. í sér að
Baskaland fái eigið dóms- og laga-
kerfi og að þjóðin sendi eigin fulltrúa
til starfa í stofnunum erlendis á borð
við Evrópusambandið. Þá er og kveð-
ið á um það í áætlun þessari að
Baskaland skuli nefnast „Samfélag
Baskalands“ og teljast „landsvæði“ í
„frjálsu sambandi“ við Spán.
Áætlunin hýsir fleiri atriði sem
margir telja að leggja megi að jöfnu
við sjálfstæðisyfirlýsingu en Baska-
land nýtur nú mikillar sjálfstjórnar í
samræmi við stjórnarskrá Spánar og
„Guernica-lögin“ svonefndu frá 1978
sem kveða á um stöðu héraðsins inn-
an spænska ríkisins. Nefna má að
baskneska hefur sömu stöðu sem op-
inbert mál í héraðinu og spænska og
Baskar ráða yfir eigin lögreglu. Hins
vegar kveður stjórnarskráin skýrlega
á um fullveldi spænsku þjóðarinnar
en ekki einstakra héraða Spánar. Þau
eru 17 og njóta mismikillar sjálf-
stjórnar.
Telja einingu ríkisins ógnað
Stærstu flokkar Spánar telja áætl-
un Ibarretxe fallna til að rjúfa ein-
ingu ríkisins. Þannig gangi hún þvert
á stjórnarskrá Spánar sem upphefur
mjög þá einingu. Þá óttast leiðtogar
stærstu flokka Spánar að aukin sjálf-
stjórn Baska myndi geta af sér sam-
bærilegar kröfur t.a.m. í Katalóníu
þar sem þjóðernissinnar njóta mikils
fylgis (tveir flokkar þeirra á Spán-
arþingi studdu áætlun Ibarretxe og
annar þeirra, þjóðernisflokkur vinstri
lýðveldissinna, ERC, styður minni-
hlutastjórn sósíalista í Madríd). Ekki
er heldur unnt að útiloka að spenna
tæki að gera vart við sig víðar, nefna
má Galisíu, Valensíu og jafnvel sjálfa
Andalúsíu sem er stærst sjálfstjórn-
arhéraða Spánar. Raunar hefur þjóð-
ernishyggja aldrei rist jafn djúpt þar
og í Katalóníu og Baskalandi en víst
má heita að aukin sjálfstjórn Baska
kæmi róti á huga margra þar syðra.
Þingumræðan á þriðjudagskvöld
einkenndist af umtalsverðri tilfinn-
ingasemi. Ibarretxe hvatti þingmenn
til að hundsa ekki „þetta sögulega
tækifæri“ sem nú hefði gefist til að
bæta samskipti Baska og miðstjórn-
arvaldsins í Madríd. Segja má að
spenna hafi jafnan einkennt það sam-
band, ekki síst vegna baráttu ETA-
hreyfingarinnar (ETA er skamm-
stöfun fyrir „Euskadi ta Askatasuna“
sem þýðir „Baskneskt föðurland og
frelsi“ á tungu Baska), sem drepið
hefur meira en 800 manns á síðustu
40 árum í nafni þjóðfrelsisbarátt-
unnar. Kvaðst Ibarretxe kominn til
Madríd með „útrétta sáttahönd“,
reiðubúinn „til samninga“. Hann
ítrekaði þá skoðun sína að áætlunin
væri „lögleg og lýðræðisleg“.
Ibarraetxe kvað sögulega grein-
ingu styða mál sitt. Sagan sýndi að
Böskum vegnaði vel þegar þeir nytu
sjálfstjórnar. Vísaði hann til þess að
Baskar hefðu allt frá miðöldum notið
sjálfstjórnar sem byggð hefði verið á
lögum þeirra sjálfra. Þessi hefð hefði
rofnað er Francisco Franco steypti
stjórn lýðveldissinna og gerðist ein-
valdur í landinu eftir borgarastríðið
1936–1939. Í meira en 30 ár leitaðist
Franco við að brjóta á bak aftur
menningu Baska og þjóðarvitund. Ib-
arretxe kvað því aukna stjórn eigin
mála réttmæta kröfu basknesku
þjóðarinnar þar eð sagan sýndi að
þeirri kröfu myndi fylgja aukin hag-
sæld.
Fullveldið eitt og ókljúfanlegt
José Luis Rodríguez Zapatero, for-
sætisráðherra minnihlutastjórnar
Sósíalistaflokksins, minnti á að
stjórnarskráin kvæði á um einingu
ríkisins og fullveldi þjóðarinnar væri
eitt og ókljúfanlegt. Þingheimur tók
þessum ummælum fagnandi og upp-
skar forsætisráðherrann langvinnt
lófaklapp. Zapatero sagði hins vegar
að hann teldi að efna mætti til við-
ræðna um breytingar á lögum um
heimastjórn Baskalands en slíkt yrði
að fara fram á grundvelli stjórn-
arskrár spænska ríkisins. Tryggja
bæri lýðræðislegan stuðning við slík-
ar breytingar, þær gætu Baskar ekki
ákveðið einhliða.
Mariano Rajoy, leiðtogi Þjóð-
arflokksins („Partido Popular“, PP),
tók í sama streng og lýsti yfir því að
áætlun sú sem Ibarretxe hefði lagt
fram jafngilti „yfirlýsingu um sjálf-
stæði“. Hún fæli í sér að ríkið yrði „í
sundur rifið“ og stjórnarskrá Spánar
yrði „í jörðu grafin“. Áform heima-
stjórnarinnar nytu stuðnings ETA
enda hefði stjórnmálaarmur hreyf-
ingarinnar, Batasuna, tryggt áætlun
Ibarretxe brautargengi á þingi
Baska. Nokkrir þingmenn Þjóð-
arflokksins gerðu hróp að Ibarretxe
er hann flutti ræðu sína.
Hyggst efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu
Í máli forseta heimastjórnar Baska
(forsetinn nefnist „Lehendakari“ á
máli þeirra en embættið minnir um
margt á starf forsætisráðherra) kom
fram að hann hygðist ekki leggja árar
í bát þrátt fyrir afgerandi ósigur á
þingi Spánar. Hann sakaði þá Zapa-
tero og Rajoy um að hafa komið sér
saman um atkvæðagreiðsluna og
sagði þá vita að hann myndi nú leggja
áætlun sína í dóm basknesku þjóð-
arinnar. „Ég held áfram og mun gefa
basknesku þjóðinni tækifæri til að
láta rödd sína hljóma,“ sagði Ib-
arretxe.
Á óvart kom síðan í gær þegar for-
setinn boðaði stjórn Baskalands til
aukafundar. Var það hald manna að
hann hygðist jafnvel flýta kosningum
til þings Baskalands. Með því móti
gæti stjórnin nýtt sér reiði og von-
brigði vegna atkvæðagreiðslunnar í
Madríd og látið kosningabaráttuna
snúast um fátt annað en kröfuna um
aukna sjálfstjórn.
Deilum vegna Ibarretxe-
áætlunarinnar er því engan veginn
lokið þrátt fyrir afgerandi ósigur á
Spánarþingi.
Fréttaskýring | Líkt og búist hafði verið við beið forseti heimastjórnar Baska ósigur á þingi Spánar er greidd voru at-
kvæði um áætlun hans um aukna sjálfstjórn. Ásgeir Sverrisson segir frá umræðunni og áætlun Juan José Ibarretxe.
Spánarþing hafnar áætlun Ibarretxe
Reuters
Juan José Ibarretxe, forseti heima-
stjórnar Baska, mælir fyrir áætlun
sinni á Spánarþingi.
’Ég held áfram og mungefa basknesku þjóðinni
tækifæri til að láta rödd
sína hljóma.‘
asv@mbl.is