Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 31
MINNINGAR
✝ Henný DagnýSigurjónsdóttir
fæddist í Keflavík 29.
apríl 1922. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 26. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Helga
Finnsdóttir sauma-
kona, f. 28. septem-
ber 1895, d. 28. apríl
1989, og Sigurjón
Pálsson verkamaður,
f. 12. ágúst 1896, d.
15. ágúst 1975.
Systkini Hennýjar
eru Finnur, f. 14.
nóvember 1919, d. 12. ágúst 1997,
Sigurjón Helgi, f. 14. nóvember
1919, d. 24. desember 1936, Ólöf
Ingibjörg, f. 4. október 1923, d.
28. september 1994, Pálína Þur-
íður, f. 17. júní 1931, Jóhanna
Kristín, f. 31. maí 1935. Tveggja
ára fluttist Henný með fjölskyldu
sinni til Vestmannaeyja en sum-
arið 1929 flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur þar sem hún bjó síð-
an.
Henný lærði sauma í Reykjavík
og 2. nóvember 1947 giftist hún
Einari Þorsteinssyni hárskera, f.
19. ágúst 1921, d. 14. apríl 1978.
Foreldrar hans voru Arnfríður
Sigurbergsdóttir og
Þorsteinn Kristjáns-
son. Þau Henný og
Einar byggðu sér
íbúð að Hraunteigi
17. Hinn 8. desem-
ber 1947 fluttu þau
til Vestmannaeyja
þar sem Einar setti
á stofn rakarastofu
sem hann vann við
fram til ársins 1973
en þá fluttist fjöl-
skyldan til Reykja-
víkur og þaðan til
Hafnarfjarðar.
Henný vann við
umönnunarstörf á Hrafnistu í
Hafnarfirði um nokkurra ára
skeið þar til heilsan gaf sig. Á
árinu 1984 flutti Henný að Laug-
arnesvegi 42 í Reykjavík og bjó
þar uns hún fluttist á Skjól á
árinu 1997.
Henný og Einar eignuðust tvö
börn, Pál Heimi, guðfræðing, f.
13. febrúar 1957, og Arnfríði, lög-
fræðing, f. 1. apríl 1960, gift
Brynjari Níelssyni, og þeirra syn-
ir eru Einar, f. 16. mars 1989, og
Helgi, f. 15. nóvember 1991.
Útför Hennýjar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Henný Dagný Sigurjónsdóttir
hefur kvatt. Af sex börnum foreldra
okkar var Henný næstelst. Allmikill
aldursmunur var á milli okkar eða
rúm níu ár. Man ég hana best sem
unga glæsilega stúlku, sem farin var
að taka fullan þátt í atvinnulífinu og
flutt úr foreldrahúsum. Þegar hún
kom heim til okkar bar hún með sér
ferskan blæ, kát og hispurslaus, ein-
staklega falleg og mikil reisn fylgdi
henni. Eftir að ég stálpaðist urðum
við góðar vinkonur og áttum okkur
mörg leyndarmál og þá var ekki lít-
ils virði fyrir mig að eiga trúnað
hennar, ég stækkaði um helming!
Seinna þegar aldursmunurinn var
að mestu horfinn varð systraþelið
enn meira.
Henný giftist Einari Þorsteins-
syni rakarameistara 2. nóv. 1946 og
þar bættist við góður vinur, sem allt
vildi gera fyrir unga mágkonu sína.
Einar og Henný voru glæsileg hjón,
sem eftir var tekið, hún eins og áður
var sagt einstaklega falleg og hann
eins og Hollywood leikari! En það
sem mest um vert var að þau voru
bæði sérlega gott fólk og hjálpsöm
við alla. Henný og Einar bjuggu
skamman tíma í Reykjavík, en fluttu
síðan til Vestmannaeyja, þar sem
þau áttu sín bestu ár. Einar setti á
stofn rakarastofu, sem hann rak
fram að gosinu 1973. Henný naut sín
í Eyjum, átti marga ættingja þar og
góða vini. Þau byggðu sér glæsilegt
hús á einum fallegasta stað í Vest-
mannaeyjabæ. Þau voru virk í bæj-
arlífinu, í golfi og leikfélaginu. Árið
1957 hlotnaðist þeim sú gæfa að
eignast soninn Pál Heimi 13. febr.
og hamingja þeirra varð fullkomin
er dóttir þeirra Arnfríður fæddist 1.
apríl 1960. Lífið snerist nú um börn-
in og voru þau elskuð og dáð og hafa
sannarlega launað foreldrum sínum
því þau eru dugmikið fólk og hafa
haslað sér völl í þjóðfélaginu. En
fram undan voru erfiðleikar. Einar
lést árið 1978 úr illvígum sjúkdómi
langt um aldur fram. Þá reyndi mik-
ið á systur mína og kom þá í ljós hve
kjarkmikil og dugleg hún var. Fjöl-
skyldan var flutt til Reykjavíkur og
lífið var erfitt þar sem um svipað
leyti fer að bera á þeim sjúkdómi er
varð henni að aldurtila og í yfir 20 ár
hafði glíman staðið.
Ég og fjölskylda mín söknum nú
góðrar systur, mágkonu og móður-
systur. Guð veri með Palla, Fríðu og
Brynjari og sonum þeirra Einari og
Helga.
Pálína Sigurjónsdóttir.
Elskuleg frænka mín, Henný
Dagný Sigurjónsdóttir, er látin.
Minningarnar hrannast upp. Fyrstu
æviárin í Vestmannaeyjum. Man ég
enn sorgina og söknuðinn þegar for-
eldrar hennar, þau hjónin Helga
Finnsdóttir, móðursystir mín, og
hennar góði maður Sigurjón Páls-
son, fluttu með börnin sín til
Reykjavíkur. Heimili þeirra varð
svo mitt og fjölskyldu minnar þegar
dvalist var í Reykjavík og þá stóðu
þar ávallt vinir í varpa. Börn þeirra
eru einkar næm fyrir góðvildinni,
hún gleymist þeim aldrei.
Árin líða hratt, við erum fullorðn-
ar fyrr en varir. Hinn 2. nóvember
1947 giftist Henný sínum sæmdar-
manni, Einari Þorsteinssyni, hár-
skerameistara. Þau fluttu fljótlega
til Vestmannaeyja þar sem Einar
setti upp rakarastofu í húsinu Kaup-
angi þar sem þau bjuggu á efri hæð-
inni. Síðar byggðu þau sér hús á
góðum útsýnisstað sem Einar
byggði en Henný teiknaði. Þau hjón
eignuðust tvö börn, Pál Heimi og
Arnfríði, og átti fjölskyldan góð ár í
Vestmannaeyjum þar til Eyjagosið
varð. Þá urðu vatnaskil og þau fluttu
hingað með börnin sín. Einar dó
langt um aldur fram 1978 og var það
mikið áfall sem nærri má geta og
allri fjölskyldunni harmdauði. En
lífið heldur áfram, hvernig sem að-
stæður eru, við mjög breytilegan
lífsmáta sem þau tókust á við með
miklum kjarki og þrautseigju.
Henný studdi börn sín af alhug til
mennta og gerði það af miklum
myndarskap.
Fyrir tuttugu árum fór að bera á
því að heilsan var ekki sem skyldi og
greindist hún þá með hinn illa sjúk-
dóm sem Parkinsonveiki er. Erfiður
tími fór í hönd sem hún tókst á við
með hugrekki og æðruleysi studd af
sínum góðu börnum sem reyndust
henni svo vel að ekki gleymist þeim
er til þekktu. Það virðist ekki alltaf
skipta máli hve aðstæður mannsins
eru erfiðar því með samstilltu átaki
má gera ótrúlega mikið til hagsbóta
fyrir þá sem sjúkir eru. Það kom
berlega fram í daglega lífinu á
Laugarnesveginum. Þegar heilsan
var bærileg var Henný glöð og kát
og hrókur alls fagnaðar. Hún var vel
greind og orðheppin svo af bar og
hún kunni kynstrin öll af skemmti-
legum sögum og skrítnum sem hún
miðlaði okkur af ef svo bar undir.
Var því oft stutt í hláturinn og þann-
ig er ljúft að muna Henný frænku,
þessa fallegu og skemmtilegu konu.
Börnin hennar, þau Arnfríður og
Páll, eiga því ekki langt að sækja
gjörvileika sinn, þau eru einstaklega
vel gerðar manneskjur og sómi ætt-
arinnar.
Elsku systkin, þið eigið virðingu
mína og þökk fyrir drengskap og
vináttu.
Ykkar
Ebba frænka og fjölskylda.
HENNÝ DAGNÝ
SIGURJÓNSDÓTTIR
Nú er hann Vil-
hjálmur okkar í Reið-
holti farinn til feðra
sinna, saddur lífdaga,
enda búinn að lifa lang-
an dag.
Hann var einn af þessum gömlu
góðu nágrönnum, sem voru sam-
tvinnaðir lífi mínu og fjölskyldu
minnar lengur en ég man.
Hann flutti ásamt Elsu, konu
sinni, og syni, Ingimari, í kjallarann
á Mælifelli árið 1947. Þau voru þar í
tvö ár, en fluttu þá að nýbýlinu Reið-
holti, sem byggt var úr Mælifells-
landi.
Við Ingimar erum jafnaldrar og
tókust þarna strax með okkur þau
kynni, sem haldist hafa síðan. Síðan
fæddust fleiri börn á báðum bæjum,
Benjamín bróðir minn og Laufey
jafnaldrar, Fanney systir mín og
Sigurlína einnig. Örstutt er á milli
bæjanna og samgangur alla tíð mjög
mikill, ég hugsa að það hafi ekki ver-
ið margir dagar á ári hverju sem
ekki skokkaði einhver á milli bæj-
anna. Á þessum árum var heldur
ekki sími í Reiðholti, hefur trúlega
ekki þótt taka því, þar sem stutt var
í símstöðina á Mælifelli.
Villi, eins og hann var alltaf kall-
aður af nágrönnunum (nema for-
eldrum mínum, sem aldrei notuðu
nafnastyttingar), var góður ná-
granni. Hann var alltaf boðinn og
búinn að rétta hjálparhönd ef á
þurfti að halda, og var oft leitað til
hans, og vona ég að við höfum náð
að endurgjalda það allt.
Það var alltaf létt yfir Vilhjálmi,
hann var félagslyndur, ræðinn og
skemmtilegur í kunningjahópi,
frjálslegur í fasi og átti létt með að
halda uppi samræðum við hvern
sem var.
Hann hafði þann sið að vera ber-
fættur við heyskapinn, hef ég ekki
séð það fyrr eða síðar, hins vegar
fannst mér það áhugaverður siður
og tók hann upp sjálf og nýt snert-
ingarinnar við móður Jörð. Minnist
ég Vilhjálms í hvert sinn, er ég fer
úr skónum úti á túni. Aldrei notaði
hann heldur hnakk, reið alltaf ber-
bakt.
Eftir að foreldrar mínir fluttu
burt og ég varð eftir ásamt fjöl-
skyldu minni dró ekki úr samskipt-
unum, heldur bættist nýr þáttur við.
Hrefna dóttir mín kynntist þeim
feðginum, Vilhjálmi og Sigurlínu, og
hún var ekki svikin af þeim kynnum.
Henni fannst ákaflega gaman að
heimsækja þau, enda var henni allt-
af vel tekið. Hún var aðeins 2–3 ára
þegar ég gat sent hana með skilaboð
út eftir, setti ég þá miða í vettling
hennar eða vasa og hún trítlaði af
stað.
Ég gat fylgst með henni úr vest-
urglugga hjá mér þar til hún hvarf
inn úr dyrum á áfangastað. Vil-
VILHJÁLMUR
ÓSKARSSON
✝ Vilhjálmur Ósk-arsson fæddist í
Hamarsgerði í Lýt-
ingsstaðahreppi í
Skagafirði 18. októ-
ber 1910. Hann lést
8. janúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Mælifells-
kirkju 15. janúar.
hjálmur var líka mjög
glöggur að taka eftir
lítilli manneskju á ferð
milli bæjanna.
Ég þurfti engar
áhyggjur að hafa, þótt
henni dveldist, því ég
vissi hvað tafði hana.
Hún gat nefnilega
staðið tímum saman
uppi á stól við eldhús-
vaskinn og sullað þar,
þvegið sömu ílátin aft-
ur og aftur. Hún hafði
þann háttinn á að bera
ekki upp erindið fyrr
en heilmiklu uppvaski
var aflokið svo hún missti örugglega
ekki af því.
Hún áttaði sig líka á því að hún
þurfti ekkert að bíða eftir að ég
sendi hana, hún var fullfær um að
fara sinna eigin erinda.
Hún fór upp á sitt eindæmi að
fara og fá lánað smjörlíkisstykki eða
þvíumlíkt. Þetta fannst Vilhjálmi af-
skaplega sniðugt og sagði mér
stundum skondnar smásögur af
henni og tilsvörum hennar.
Hann rifjaði þetta oft upp seinna
og hló þá innilega.
Perla er tveimur árum yngri en
Hrefna, svo hún man ekki eftir þess-
um tíma, en hún minnist hans samt
með hlýju.
Á þessum árum var sjónvarpið
nýlunda og þótt Vilhjálmur hefði
aldrei kært sig um símann, þá lét
hann ekki standa á því að fá sér
sjónvarp.
Ég var tíðum ein heima með börn-
in og þá kom Vilhjálmur oft á kvöld-
in og bauð mér að koma og horfa á
sjónvarpið. Hann bar Perlu í fang-
inu úteftir og ég leiddi Hrefnu.
Perla lét sér það vel líka, því þótt
hún væri talsverð mannafæla, þá
þekkti hún og treysti Villa.
Vilhjálmur missti Elsu konu sína
frá fimm börnum í febrúar 1958.
Hún lifði ekki af fæðingu yngsta
barnsins. Mér er sá sorgaratburður
ennþá í fersku minni.
Það var hringt frameftir og beðið
fyrir skilaboð í Reiðholt að stúlka
væri fædd og að vel hefði gengið. Ég
var send með þessi gleðitíðindi út-
eftir, en ég var varla komin heim
aftur, er aftur var hringt.
Nú var tilkynnt andlát Elsu og í
þetta skiptið kom það í hlut pabba
að fara. Ég tók þetta mjög nærri
mér, gat ekki varist þeirri hugsun
hversu mikið slagkraftur þessa reið-
arslags hefði aukist vegna fyrri
skilaboða.
Mér varð tíðlitið út eftir þetta
kvöld, en í Reiðholti var allt myrkv-
að.
Það sáust engin ljós í gluggum hjá
okkar góðu nágrönnum allt kvöldið.
Daginn eftir kom fjölskyldan öll til
okkar, Vilhjálmur sat við eldhús-
borðið með Óskar litla í fanginu og
Laufeyju og Sigurlínu sitt til hvorr-
ar handar. Ingimar stóð frammi á
gangi og ég stóð þar hjá honum, vit-
andi ekkert hvað ég átti að segja.
Ofan á allt þetta, þá gekk mamma
með yngstu systur mína, átti aðeins
eftir mánuð, og kvaldist ég af ótta
um að eitthvað kæmi nú fyrir hana
líka.
Við kynntumst aldrei Elísabetu
litlu, yngsta barninu. Guttormur
föðurbróðir hennar og kona hans
tóku að sér uppeldi hennar.
Nú er þetta allt löngu liðið, en
sporin okkar allra geymast samt að
eilífu þótt grói yfir. Vilhjálmur heils-
aði mér alltaf með þéttu, traustu
handtaki, það var birta og hlýja í
svip hans og viðmótið einstaklega al-
úðlegt. Þannig lifir mynd hans í
huga mínum.
Ég og allt mitt fólk þökkum ára-
langa trausta og ómetanlega vináttu
Vilhjálms og fjölskyldu hans.
Elsku Ingimar, Laufey, Sigurlína,
Óskar og Elísabet, Guð veri með
ykkur og börnum ykkar. Guð blessi
minningu góðs vinar og nágranna.
Snæbjörg Bjartmarsdóttir
frá Mælifelli.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Sverrir
Olsen
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást-
kæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
KRISTJÁNS ÍSFELD,
Jaðri,
Hrútafirði.
Sendum einnig hlýjar kveðjur til starfsfólks
Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga.
Sérstakar þakkir fyrir kransa, blóm og samúðarkveðjur.
Hólmfríður Sigurðardóttir,
Kristín Kristjánsdóttir, Einar Bjarki Sigurjónsson,
Sigurður Óli Kristjánsson,
Guðmundur Hjörtur Kristjánsson, Aðalheiður Jóhannsdóttir
og barnabörn.