Morgunblaðið - 03.02.2005, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bílar á
föstudögum
á morgun
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
sagði aðspurður á Alþingi í gær að
enn hefðu engar ákvarðanir verið
teknar af hálfu ríkisins um mála-
rekstur á hendur olíufélögunum
vegna samráðs þeirra í útboðum rík-
isstofnana við olíukaup.
„Það hafa ekki verið teknar neinar
ákvarðanir enn um málarekstur eða
þess háttar af ríkisins hálfu,“ sagði
hann. „Þar af leiðandi er ekki hægt að
segja að hafinn sé undirbúningur að
höfðun skaðabótamála eða þess hátt-
ar málarekstri.“
Ráðherra sagði þó að réttarstaða
ríkisins yrði skoðuð í þessu máli.
„Þetta er að sjálfsögðu alvarlegt mál
fyrir ríkið eins og aðra sem hafa verið
á þessum eldsneytismarkaði hér á Ís-
landi.“
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, tók þetta mál
upp í fyrirspurnartíma á Alþingi.
Hann sagði í upphafi máls síns að
ekki hefði farið framhjá neinum að
rannsókn og niðurstaða samkeppnis-
yfirvalda sýndi að olíufélögin hefðu
haft með sér ólögmætt verðsamráð.
Mörg fyrirtæki, samtök og sveitar-
félög hefðu verið að skoða sína rétt-
arstöðu í kjölfarið til að meta hvort
sækja ætti bætur til olíufélaganna.
„Flestir í þessu samfélagi urðu fyrir
barðinu á þessu ólögmæta samráði og
að sjálfsögðu er þar ríkið ekki undan-
skilið.“
Þingmaðurinn sagði að ríkið hefði
verið þolandi samráðsins, með bein-
um eða óbeinum hætti, í að minnsta
kosti sjö tilvikum. Nefndi hann í
þessu sambandi útboð Vegagerðar-
innar frá árinu 1995 til 2001, útboð
Landhelgisgæslunnar árið 1996, út-
boð dómsmálaráðuneytisins árið
1996, útboð Landssímans árið 1998,
útboð Íslandspósts sama ár, útboð
dómsmálaráðuneytisins sama ár, og
útboð lögreglunnar í Borgarnesi
sama ár.
Ekki komin niðurstaða
Geir minnti á að enn væri ekki
komin endanleg niðurstaða í olíuverð-
samráðsmálið. „Ég sá ekki betur en
að í áliti úrskurðarnefndar áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála, væri eilítið
önnur niðurstaða – fljótt á litið að
minnsta kosti – heldur en kom fram í
upphaflegri niðurstöðu samkeppnis-
ráðs varðandi ýmsar opinbera stofn-
anir.“ Samráð hefði til að mynda verið
staðfest varðandi útboð Landhelgis-
gæslunnar og dómsmálaráðuneytis-
ins en ekki varðandi Vegagerðina, Ís-
landspóst og Landssímann.
Síðan sagði ráðherra: „Ég vil að-
eins segja það að við munum fara vel
ofan í saumana á því og kanna okkar
réttarstöðu hvað þetta atriði varðar.
Það hafa ekki verið teknar neinar
ákvarðanir enn um málarekstur eða
þess háttar af ríkisins hálfu. Þar af
leiðandi er ekki hægt að segja að haf-
inn sé undirbúningur að höfðun
skaðabótamála eða þess háttar mála-
rekstri.“
Undarlegt hæglæti
Þingmenn Samfylkingarinnar, Jón
Gunnarsson, Mörður Árnason og
Helgi Hjörvar, komu upp í pontu eftir
svar ráðherra og sögðu m.a. að ráð-
herra sýndi undarlegt hæglæti í mál-
inu. Sögðu þeir m.a. að ráðherrann
ætti að lýsa yfir fullum vilja til máls-
höfðunar.
Lúðvík sagði ennfremur að sjö
fyrrgreind tilvik sem hann hefði talið
upp hefðu öll verið staðfest hjá áfrýj-
unarnefnd samkeppnismála. „Því er
ljóst að bótaréttur ríkisins er nokkuð
viss.“ Hann sagði að aðrir aðilar
hefðu þegar hafið undirbúning að lög-
sókn á hendur olíufélögunum, m.a.
Reykjavíkurborg, Landssamband ís-
lenskra útvegsmanna, Neytendasam-
tökin og Alcan. „Þess vegna verð ég
að taka undir með þeim sem hafa sagt
hér að það vekur sérstaka furðu það
hæglæti sem hæstvirtur fjármálaráð-
herra sýnir í þessu máli, þ.e.a.s. að
hann skuli ekki nú þegar hafa hafið
undirbúning að því að kanna hvort
ríkið á rétt á bótum eða ekki. Það er
mikilvægt að hefja þessa vinnu strax,
því niðurstaðan má ekki verða sú að
þeir sem stunda svona samsæri gegn
almenningi í þessu landi, hagnist á
því.“
Geir kom aftur í pontu og sagði:
„Mér finnst það ekki til marks um
þetta hæglæti að það sé ekki á mið-
vikudegi búið að bregðast við niður-
stöðu áfrýjunarnefndar samkeppnis-
mála, sem féll á mánudaginn var.“
Hann sagði að málið væri til athug-
unar á réttum vettvangi innan ríkis-
kerfisins.
Réttarstaða gagnvart olíu-
félögunum verður skoðuð
Morgunblaðið/Jim Smart
Tuttugu og tvær fyrirspurnir voru á dagskrá Alþingis í gær. Ekki náðist þó
að tæma þann lista áður en fundi var slitið síðdegis. Hér fylgist Rannveig
Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, með umræðum á Alþingi.
MEIRIHLUTI utanríkismála-
nefndar Alþingis hafnaði í gær
kröfu Guðmundar Árna Stefánsson-
ar, fyrir hönd Samfylkingarinnar,
um að aflétta trúnaði af fundar-
gerðum utanríkismálanefndar, þar
sem Íraksmálið svonefnda var rætt.
Að sögn Sólveigar Pétursdóttur,
formanns utanríkismálanefndar,
var málið tekið fyrir í nefndinni og
áréttað að trúnaðarskylda í nefnd-
inni er ótvíræð og hefur verið um
áratuga skeið, samanber túlkun á
24. gr. laga um þingsköp Alþings.
Þetta hafi og verið undirstrikað í
bókun nefndarinnar frá 28. janúar
sl. og segir Sólveig að allir nefnd-
armenn hafi þá skrifað undir bók-
unina.
„Ég tel að það væri mjög var-
hugavert að aflétta trúnaði af fund-
argerðum nefndarinnar, því það
gæti haft alvarlegar afleiðingar á
störf nefndarinn-
ar í framtíðinni,“
segir Sólveig.
Nefndarmenn og
gestir hennar
mættu þannig
eiga von á því
síðar meir að
krafa yrði höfð
uppi um aflétt-
ingu trúnaðar á
því sem fram hafi
farið á fundum nefndarinnar. Í við-
kvæmum málum, eins og öryggis-
og varnarmálum, gæti hugsast að
menn hefðu síður látið ummæli
falla, t.d. skoðanir sínar á afstöðu
annarra ríkja, ef þeir ættu von á að
trúnaði yrði síðar meir aflétt.
Sólveig segir að greinargerð um
störf nefndarinnar frá upphafi hafi
verið lögð fram á fundi hennar á
föstudag. Í því sambandi megi
nefna að ef slakað yrði á kröfum
núna væri hætta á að utanríkis-
málanefnd yrði óstarfhæf eins og
gerðist á árunum eftir 1950 og fram
á miðjan sjöunda áratug.
Gagnrýni stjórnarandstöðu
með ólíkindum
Sólveig segir að það gildi einu
um ákvörðun nefndarinnar í þessu
máli, eins þótt aðilar innan hennar
sem hafi tjáð sig um Íraksmálið á
fundum hennar, hafi látið í ljós að
þeir vilji aflétta trúnaði. Meirihluti
nefndarinnar hafi hafnað beiðni
Guðmundar Árna.
Sólveig sagði um gagnrýni
stjórnarandstöðu á þessa ákvörðun
að það sé með ólíkindum að verið
sé að tortryggja þá grundvallar-
reglu sem gildi um störf viðlíkra
nefnda í þjóðþingum allra lýðræð-
isríkja.
Kröfu um að trúnaði verði aflétt af Íraksmáli hafnað
„Mjög varhugavert
að aflétta trúnaði“
Sólveig
Pétursdóttir
STEINGRÍMUR J. Sigfússon,
nefndarmaður í utanríkismálanefnd
og formaður Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs, segist algerlega
ósammála niðurstöðu meirihluta ut-
anríkismálanefndar sem sé fráleit í
ljósi aðstæðna í málinu og nútíma-
viðhorfa um opna og lýðræðislega
stjórnunarhætti og upplýsinga-
skyldu stjórnvalda.
Sérstakar ástæður þurfi til að
hneppa í trúnað umfjöllunarefni
nefndarinnar og þeim sé ekki fyrir
að fara. „Ég fullyrði að það eru engir
þeir þjóðhagslegir hagsmunir, það
eru engin þau viðskiptalegu hags-
munamál, samningaleg mál eða ör-
yggismál ríkisins eða neitt af því tagi
sem kallar á sérstakan trúnað um
þetta,“ segir Steingrímur.
Þeir þrír einstaklingar sem hafi
tjáð sig um Íraksmálið á fundi nefnd-
arinnar 19. febrúar 2003, Halldór
Ásgrímsson, Rannveig Guðmunds-
dóttir og Stein-
grímur J., hafi all-
ir á einhverju
stigi tjáð að það
væri þeim að
meinalausu að
þeirra ummæli
væru gerð opin-
ber. „Þá sé ég
ekki hvað meiri-
hluti nefndarinn-
ar getur haft fyrir
sér í því að fallast ekki á að það sé þá
rétt að gera það,“ segir Steingrímur.
Eftir standi sú áskorun að Halldór
Ásgrímsson fallist á að hans hluti
fundargerðar komi fram í dagsljósið.
Steingrímur segist líta svo á að
með niðurstöðu meirihlutans sé mál-
inu ekki lokið. Það sé enn á dagskrá
utanríkismálanefndar og meðal ann-
ars sé óafgreidd og órædd tillaga
forystumanna stjórnarandstöðunnar
um rannsókn á málinu í heild.
Steingrímur J. Sigfússon
Fráleit niðurstaða
í ljósi aðstæðna
Steingrímur J.
Sigfússon
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
10.30 í dag. Að loknum atkvæða-
greiðslum eru eftirfarandi mál á
dagskrá:
1. Umfang skattsvika á Íslandi.
Skýrsla fjármálaráðherra.
2. Ársreikningar.
3. Bókhald.
4. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræð-
inga.
5. Skattskylda orkufyrirtækja.
6. Breyting á ýmsum lögum á orku-
sviði.
7. Einkamálalög og þjóðlendulög.
8. Þriðja kynslóð farsíma.