Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 25 Árum saman hafa Vestfirð-ingar kallað eftir háskólatil þess að geta menntaðsitt unga fólk og stuðlað þar með að atgervissókn og at- vinnusköpun í héraðinu, en eins og alkunna er hafa Vestfirðingar staðið frammi fyrir byggðaröskun mörg undanfarin ár. Við höfum farið fram á það að á okkur sé hlustað, að við fáum sjálf að skil- greina þarfirnar sem til staðar eru og hafa þar með ákveðið forræði í málinu – að sjálfsögðu þó með samstarfi við aðra háskóla og und- ir tilsjón menntamálaráðuneyt- isins, eins og lög gera ráð fyrir. Málið hefur verið látið velkjast fram og til baka, í gegnum hverja nefndina af annarri og endalausa umræðu um „þekkingarsetur“, „háskólasetur“, „háskóla“, „há- skólanámssetur“ og nauðsyn þess að stuðla að samstarfi rannsókn- arstofnana hér á Vestfjörðum og koma upp svokölluðu „þekking- arumhverfi“. Í þeirri umræðu hef- ur algjörlega verið horft framhjá því þekkingarsamfélagi sem fyrir er hér vestra, ekki síst á norð- anverðum Vestfjörðum þar sem nú þegar eru öflugar mennta- og menningarstofnanir, grunnskólar, 430 nemenda menntaskóli, lista- skólar og rannsóknarstofnanir í ágætum samskiptum. Við Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur auk þess sprottið upp vísir að há- skólasamfélagi í tengslum við 163 háskólanema sem þar stunda fjar- nám í ýmsum greinum. Þessum staðreyndum hefur ekki verið haldið á lofti af þeim sem hafa tekið að sér það hlutverk að skilgreina fyrir okkur Vestfirðinga hvað okkur sé fyrir bestu. Það sem verra er, þeir sem raunveru- lega ráða ferðinni virðast forðast eins og heitan eldinn að stuðla með einhverjum raunhæfum hætti að því sem mest er um vert: Að koma hér upp raunverulegri há- skólastarfsemi sem grundvallast á háskólakennslu í héraði. Ef marka má niðurstöður nýjustu nefnd- arinnar um háskólamálin hefur það brýna hagsmunamál nú end- anlega verið borið fyrir borð. Stöðugildið eina, nefnt Þekkingarsetur Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á tillögur starfs- hóps sem menntamálaráðherra skipaði sl. haust. Er það þriðja nefndin sem stofnuð hefur verið um þetta mál, en önnur ráðherra- skipuð nefnd lauk stöfum síðast- liðið vor. Samkvæmt gögnum sem verkefnisstjóri nýju nefndarinnar kynnti stjórn Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða hinn 19. janúar – og nefnist „Hugmyndir að skiplagi, helstu markmiðum og verkefnum Þekkingarseturs Vestfjarða“ – liggur þetta fyrir: Gerð verður tillaga um eitt stöðugildi inni í Þróunarsetri Vest- fjarða (hugsanlega eitt og hálft). Þetta eina stöðugildi mun fá heitið „þekkingarsetur“ og verða rekið á forræði háskólanna fyrir sunnan og norðan. Ekki er gert ráð fyrir aðild heimamanna, en „kannski“ verður gerður verksamningur við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um að „sinna símenntun og þjónustu vegna háskólanáms“ (nokkuð sem Fræðslumiðstöðin hefur sinnt um langt árabil). Verksamningur við Fræðslumiðstöð er þó háður því skilyrði að hún flytji sig úr þeim húsakynnum sem hún er í nú þeg- ar og taki sér bólfestu í sömu húsakynnum og hið nýja þekking- arsetur á að vera, n.t.t. í Þróun- arsetri Vestfjarða. Þaðan flutti Fræðslumiðstöðin vegna þrengsla fyrir þremur árum. Gert er ráð fyrir að stöðugildið eina, sem nefnt er þekkingarsetur, verði „samstarfsvett- vangur um háskóla- menntun, símenntun og rannsóknir“ án þess að það sé skilgreint nánar með hvaða hætti það megi verða. Þegar innt var nánar eftir staðbundinni háskóla- kennslu upplýstist að hún væri eitthvað sem „jafnvel“ gæti komið „í fyllingu tímans“ en væri ekki inni á borð- um eins og sakir standa. Semsagt – ekk- ert á döfinni! Viðbrögð við umræðunni Í grein sem undirrituð birti í síðustu viku á bb.is um málefni há- skólastarfs á Vestfjörðum var gerð grein fyrir ofangreindri stöðu málsins. Sú umfjöllun byggðist á gögnum sem lögð hafa verið fyrir stjórn Fræðslumiðstöðvar Vest- fjarða og þar rædd af verkefn- isstjóra starfsnefndar mennta- málaráðherra. Viðbrögðin við þessu greinarkorni hafa ekki látið á sér standa og hefur nú verið gripið til ýmissa ráða í umræðunni til þess að varpa rýrð á það sem upplýst hefur verið um gang máls- ins. Hefur menntamálaráðherra tjáð sig í útvarpsviðtali við svæð- isútvarp Vestfjarða, auk þess sem starfsnefndin hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að dregnar hafi verið „ótímabærar ályktanir“ af störfum hennar. Sé lesið grannt í gegnum yfirlýsingu nefndarinnar verður þó ekki með nokkru móti séð annað en að þar staðfestist allt það sem fram kem- ur í fyrrnefndum pistli mínum – þ.e. að áformin um uppbyggingu háskólastarfsemi á Vestfjörðum velti á einu stöðugildi sem til stendur að stofna við Þróun- arsetur Vestfjarða. Punktur. Allt tal um það sem hugsanlega geti fylgt í kjölfarið eru bara orð sem enginn raunverulegur fótur er fyr- ir þar sem engar tillögur liggja fyrir aðrar. Í fyrrnefndu plaggi sem nefnist „Hugmyndir að skipulagi, helstu markmiðum og verkefnum Þekk- ingarseturs Vestfjarða“ – og lagt var fyrir stjórn Fræðslu- miðstöðvar í síðustu viku – eru tal- in upp helstu verkefni hins fyr- irhugaða Þekkingarseturs, en þar er m.a. tilgreint: - að hafa frumkvæði að rann- sóknarverkefnum á Vest- fjörðum og samstarfi háskóla- og rannsóknarstofnana þar um - að hafa milligöngu um öflun styrkja og fjármögnun rann- sóknar- og nýsköpunarverk- efna - að gera samstarfssamninga við háskóla um þjónustu við nem- endur á Vestfjörðum – og svo - að markaðssetja framboð há- skólanna á Vestfjörðum. Í yfirlýsingu nefndarinnar kem- ur fram að Þekkingarsetur Vest- fjarða verði sjálfstæð stofnun með sjálfstæðan fjárhag. Að því muni eiga aðild háskólar og rannsókn- arstofnanir. Á fyrrnefndum fundi verkefnisstjóra með stjórn Fræðslumiðstöðvar kom fram að hugsanleg aðild Fræðslu- miðstöðvar Vestfjarða fælist í sjálfstæðum verksamningi sem gerður yrði við miðstöðina, en sá samningur yrði bundinn því skil- yrði að hún yrði til húsa á sama stað og þekkingarsetrið. Í yfirlýs- ingu nefndarinnar hefur komið fram að þar með sé verið að bjóða mið- stöðinni 750 fer- metra húsnæði í stað þeirra 420 fer- metra sem hún hef- ur nú. Þess er ekki getið að umrætt húsnæði hefur enn ekki verið innréttað auk þess sem óséð er hvaðan fjármunir eigi að koma til að standa straum af flutningum og þeim kostnaðarauka sem af því hlýst að taka í notkun helmingi stærra húsnæði (7–9 mkr. á ári). Byrjað á öfugum enda Lögum samkvæmt er háskóli stofnun sem „jafnframt sinnir rannsóknum ef svo er kveðið á í reglum um starfsemi hvers skóla“, eins og það er orðað (2. gr.). Há- skólum er áskilið að „veita nem- endum sínum menntun til þess að sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum, nýsköpun og listum og til þess að gegna ýmsum störfum í þjóðfélaginu þar sem æðri mennt- unar er krafist /…/ miðla fræðslu til almennings og veita þjóðfélag- inu þjónustu í krafti þekkingar sinnar“. Það er með öðrum orðum gert ráð fyrir því í lögum um há- skóla að hjarta hverrar háskóla- starfsemi sé sú kennsla sem þar fer fram, að út frá henni skapist svo skilyrði til rannsókna og ann- arrar þekkingarstarfsemi. Í tillögum starfsnefndarinnar er hins vegar byrjað á öfugum enda. Samkvæmt þeim á þekking- arumhverfið og rannsóknarstarfið að koma fyrst og svo má athuga með kennsluþáttinn síðar. Eins og málum er nú háttað er hins vegar afar hæpið að það þekkingarsamfélag sem til staðar er hér vestra verði þróað miklu lengra, nema til komi hinn nær- andi þáttur háskólakennslunnar, þ.e. hinnar staðbundnu háskóla- kennslu sem heimamenn hafa svo ákaft kallað eftir. Hvert skal stefna? Á fyrri stigum þessarar há- skólaumræðu benti ég á þann möguleika að Menntaskólinn á Ísafirði gæti tekið að sér tíma- bundið að veita kennslu í grunná- föngum á háskólastigi, til þess að flýta fyrir því að unnt verði að hefja staðbundna háskólakennslu á Vestfjörðum. Svipað fordæmi var gefið þegar gagnfræðaskólar landsins starfræktu á sínum tíma framhaldsdeildir áður en mennta- skólar voru komnir í alla lands- fjórðunga. Þetta er ein leið sem kemur til greina, en þó engan veg- inn eina leiðin. Það mætti líka hugsa sér þá leið sem Kristinn H. Gunnarsson hefur lagt til, að stofna einfaldlega háskóla – og gera það almennilega í eitt skipti fyrir öll. Það væri hins vegar afleitt ef þetta mikilvæga mál ætti að standa og falla með því hvaða af- stöðu menn taka til útfærslunnar. Aðalatriðið er þetta: Það má ekki dragast lengur að koma upp stað- bundinni kennslu á háskólastigi á Vestfjörðum. Vestfirsk ungmenni eiga að geta staðið jafnfætis ung- mennum í öðrum landshlutum þegar kemur að möguleikum til menntunar. Hvers vegna? Vegna þess að menntun er mannréttindi og uppbygging háskólanáms er eitt brýnasta velferðar- og byggðamál okkar Vestfirðinga eins og sakir standa. Ólína Þorvarðardóttir fjallar um menntamál Höfundur er skólameistari Menntaskólans á Ísafirði og stjórnarformaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. ’Það má ekki drag-ast lengur að koma upp staðbundinni kennslu á háskóla- stigi á Vestfjörðum.‘ Horfurnar í háskóla- málum á Vestfjörðum Ólína Þorvarðardóttir annlækn- og neðri enmyndir r á tönn- nnilegar í rt tennur okið voru kunum og annsókn. íkin hefðu og vegna t að bera vorum öll kkur þótti er alltaf nnski eins man sig,“ aði Norð- vel þeir gættu að því að fólk ofkeyrði sig ekki við þessa erfiðu og slítandi vinnu, menn hefðu miskunnarlaust verið reknir í frí ef þeir hafa verið búnir að vinna of mikið. Þá væri ekki lagt á fólk að vinna að kennsla- rannsóknum lengur en í þrjár vikur í senn. Dapurlegar sögur Svend Richter hefur áður farið til starfa erlendis fyrir kennslanefnd en hann vann við að bera kennsl á lík í fjöldagröfum í Kósóvo og fólk sem fórst með Scandinavian Star í Óslóarfirði árið 1990. Hann segir að það sem hafi verið erfiðast við starf- ið á Phuket hafi ekki endilega verið rannsóknirnar sjálfar. „Það hanga uppi myndir af fólki og börnum sem eru eftirlýst og það er afskaplega dapurlegt. Við heyr- um líka sögur af því hvernig menn hafa tapað börnum úr höndum sér. Og það er helst það sem hefur áhrif á mann,“ sagði hann. Bjarni J. Bogason aðstoðaryfir- lögregluþjónn sagði að í fyrstu hefði aðstaða til rannsókna verið erfið en hún hefði fljótlega verið færð til betri vegar. Hann sagði að norrænu kennslanefndirnar ynnu vel saman og væru eftirsóttar til starfa vegna góðra og agaðra vinnubragða. Á fundinum í gær kom fram að ekki hefði borist beiðni um áfram- haldandi aðstoð kennslanefndarinn- ar. ra eru komnir heim frá Phuket í Taílandi Morgunblaðið/Júlíus efnd lýstu tímafreku og erfiðu starfi á flóðasvæðunum í Phuket á Taílandi á blaða- Richter, dósent í tannlækningum, Gísli Pálsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og for- ríður Rósa Víðisdóttir tannlæknir og Bjarni J. Bogason aðstoðaryfirlögregluþjónn. gna 100 ára afmælis togaraútgerðar gu sjávarútvegsins Morgunblaðið/Jim Smart rgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Jakob F. Ásgeirsson [úr mkeppni grunnskóla í tilefni 100 ára afmælis togaraútgerðar á Íslandi. nar um nar Þor- r hafi aupin á n, Einar undsson, Jens org. árs- 45 þús- þegar klárt manns í ar hið um sam- og brauð á nótt- rið, kjöt m kvöld- lasgow et að ó en tæp var 225 hestöfl og ganghraði 10 sjómílur. Samkvæmt bók Ásgeirs var hagnaður af rekstri togarans í fjóra vetur en þá strandaði Coot í sunnanverðum Faxaflóa. Áhöfnin bjargaðist. Líkan af Coot, sem kom hingað 1905 og var fyrsti íslenski togarinn. nvörpungurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.