Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 35 FRÉTTIR AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Bílaþvottastöð í eigin húsnæði Höfum til sölu bílaþvottastöð í fullum rekstri í eigin húsnæði á góðum stað í Reykjavík. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.                                !"# $$%& '( $ ) *  + ,   "- &,.  / ,0,123420,555!& "$6 78  9$$%& '( $ " 8 %   * : 7  & ;    <"/ "< 6 "$6 7 &78.=,6   ! # & )0! ! "31,>1? AÐALFUNDUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs á Álfta- nesi var haldinn nýlega. Í stjórn voru kosin: Sigurður Magnússon, myndlistarmaður og bæjarfulltrúi Álftaneshreyfingarinnar, Ásdís Bragadóttir talmeinafræðingur, Þorsteinn Hannesson efnafræð- ingur, Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur og Brynja Vals- dóttir líffræðingur. Á fundinum var rætt um upp- byggingu miðsvæðis og var nið- urstaða umræðunnar að leggja til að byggðin þar yrði vönduð, þétt og lágreist. Stjórnsýsla, verslun og þjónustustofnun yrði komið fyrir þar. Eins ætti að hefja á þessu svæði uppbyggingu fyrir aldraða svo sem byggingu öryggis- og hjúkrunaríbúða auk þjónustu- miðstöðvar og hjúkrunarheimilis fyrir aldraða. Þá hvatti aðalfundurinn til þess að boðið yrði fram í nafni Álftanes- hreyfingarinnar í samstarfi við annað félagshyggjufólk og um- hverfisverndarsinna í komandi sveitarstjórnakosningum vorið 2006. Ný stjórn VG á Álftanesi RÁÐSTEFNA á vegum Barna- verndarstofu, Barna- og unglinga- deildar LSH, Miðstöðvar heilsu- verndar barna og Landlæknisembættisins verður haldin á Grand Hótel, Gullteig, í dag, miðvikudag og á morgun. Yf- irskrift ráðstefnunnar er Hegð- unarvandi og geðraskanir barna og unglinga – Forvarnir, meðferð og samþætting þjónustu. Til ráðstefnunnar hefur verið boðið þremur erlendum gestum sem flytja fyrirlestra, þeim Poul Nissen sálfræðingi frá Danmörku, Tore Andreassen sálfræðingi og Lars Hammer barna- og unglinga- geðlækni, sem báðir eru frá Noregi. Auk þess flytja fjölmargir íslenskir sérfræðingar erindi á ráðstefnunni. Einnig verða umræður, en ráð- stefnunni lýkur með pallborðs- umræðum með þátttöku stjórn- málamanna og fulltrúa frá helstu stofnunum sem sinna geðheilbrigði barna og unglinga. Fundarstjórar verða alþing- ismennirnir Jónína Bjartmarz, Bjarni Benediktsson, Kolbrún Hall- dórsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson. Ráðstefna um hegðunarvanda og geðraskanir barna og unglinga VEIÐISAFNIÐ á Stokkseyri heldur byssusýningu laug- ardaginn 5. febrúar, frá kl. 11–18, í húsakynnum safns- ins að Eyrarbraut 49 á Stokkseyri. Sýningin er í sam- vinnu við verslunina Vesturröst í Reykjavík og er aðgangur að safninu og sýningunni ókeypis þennan dag. Fjölbreytt úrval skotvopna frá ýmsum framleið- endum verður til sýnis og munu starfsmenn frá Vest- urröst veita upplýsingar um sína söluvöru sem og fylgi- hluti. Einnig verða til sýnis byssur frá Veiðisafninu sem ekki tilheyra grunnsýningu þess, að því er segir í fréttatilkynningu. Nýlega tók safnið til sýningar byssur úr safni Sverris Sch. Thorsteinssonar jarðfræðings, sem þekktur er fyrir söfnun sína á skotvopnum. Veiðisafnið var opnað í maí síðastliðnum og hefur að- sókn verið mikil. Veiðisafnið er opið alla daga frá kl. 11 til 18. Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkom- ið á sýninguna. Byssusýning á Stokkseyri Ljósmynd/Páll Reynisson Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.