Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vill gegn- særri verð- myndun lóða ÁRNI Magnússon, félagsmálaráð- herra, segir að lög um grunn lóða- verðs verði til þess að gera verð- myndun fasteigna gegnsærri. Hann sé ekki að mæla fyrir því að sérstakt ríkislóðaverð verði fundið upp eins og komið hafi fram í umræðum. Þetta fyrirkomulag komi fasteigna- og lóðakaupendum til góða. Árni segist vera tilbúinn til við- ræðna við sveitarfélögin um að skoða hvort hægt sé að festa í lög hvaða grunngildi skuli miða við þegar lóðir séu seldar. Hans skoðun sé sú að bjóða eigi lóðir sem næst raunkostn- aði við að gera þær tilbúnar undir byggingaframkvæmdir. Þessi grunngildi sem Árni nefnir geta verið gatnagerðargjöld, tengi- gjöld, kostnaður sveitarfélaga vegna kaupa á lóðum og annar kostnaður til að gera lóðir byggingarhæfar. Með hliðsjón af þessum gjöldum geti sveitarfélög látið frá sér lóðir á verði sem er sambærilegur kostnaði við að gera þær byggingarhæfar. Þannig verði líka tortryggni eytt um að hátt lóðaverð og meint brask fasteigna- heildsala valdi hækkandi fasteigna- verði. Gagnsæi sé mikilvægt á fast- eignamarkaðnum. Árni segir erfitt að koma í veg fyr- ir að þeir sem fái lóðirnar selji þær jafnóðum aftur og hagnist á mismun- inum. „VIÐ erum hóflega bjartsýnir,“ sagði Sæmundur Pálsson, Sæmi rokk, í gær en hann ásamt Guð- mundi Þórarinssyni og Einari S. Einarssyni stefndu að því að leggja af stað til Japans í dag í þeim tilgangi að aðstoða skáksnillinginn Bobby Fischer við að losna úr prísundinni, eins og Sæmi orðar það. Útlendinga- vegabréfið, sem Útlendingastofnun hefur nú gefið út, er að sögn Sæ- mundar komið í hendur sendiherra Íslendinga í Japan, Þórðar Ægis Óskarssonar. „Það er hugmyndin að hitta [Fischer] og sjá hvort við fáum hann ekki út úr innflytjendabúðunum, sem eru hálfgerðar fangabúðir finnst manni,“ segir Sæmundur. Hann tel- ur að Fischer geti tekið á móti heim- sóknum og munu þeir fljótlega eftir að út er komið fara og hitta hann. „Skrefið finnst okkur ekki vera al- veg stigið til fulls. [Vegabréfið] er í höndum sendiherrans en það er ekki meiningin að hann færi Bobby það í fangelsið. Japönsk stjórnvöld vilja að hann sé með vegabréf áður en þeir leysa hann úr haldi. Þetta er einhver pattstaða finnst mér. Þeir ætla ekki að láta hann lausan nema hann sé með vegabréf og hinir ætla ekki að láta hann fá vegabréfið nema að hann komi í sendiráðið að sækja það. Ég veit ekki alveg hvað er á ferðinni.“ Sæmundur segist því hóflega bjartsýnn. „En maður verður að láta reyna á þetta fyrst ráðherrarnir okkar segja að þetta eigi að duga til að koma honum hingað.“ Fischer hissa Sæmundur á von á að lögfræðing- ur Fischer muni vinna í málinu og reyna að koma skilaboðum milli sendiráðsins og innflytjendabúð- anna varðandi vegabréfið. Hann seg- ir að ekki sé fullreynt að Japanir gefi Fischer frelsi, viti þeir að vegabréf bíður hans í íslenska sendiráðinu. Sæmundur heyrði í vini sínum Fischer á fimmtudagskvöldið. Hann segir komu sendinefndarinnar til Japans leggjast vel í hann. „Hann er svolítið hissa og spyr hvort menn séu ekki heilir í þessu og svona. Ég varð að segja honum það að ég ætti ekki von á því að það yrði komið með vegabréfið í fangelsið til hans. Við yrðum einhvern veginn að reyna að sannfæra þá um að það væri fyrir hendi og reyna að fá hann lausan. En þeir eru ekki fúsir til þess nema að hann hafi í höndunum vegabréf svo ég veit ekki hvernig þetta endar.“ Sæmundur og félagar ferðast á opnum miða sem þýðir að þeir geti framlengt dvölina í Japan ef þörf krefur. Þeir stefna annars á að koma heim 3. mars, vonandi með Bobby Fischer sér við hlið. Sæmundur Pálsson um mál Fischers Hóflega bjartsýnir KRÓNAN mun lækka vöruverð í öll- um verslunum sínum í dag, og segja forsvarsmenn fyrirtækisins það lið í því að koma á virkari samkeppni á matvörumarkaðinum heldur en verið hefur undanfarið og mæta um leið kröfum viðskiptavina um hagstæðara vöruverð. Samkvæmt upplýsingum frá Krónunni munu mjólkurvörur t.d. lækka um 3–10%, barnavörur lækka um 8–10%, morgunkorn lækkar um allt að 20%, algengar brauðtegundir um allt að 15%, og epli, appelsínur og bananar lækka um 15–25%, svo dæmi séu tekin. „Við ætlum að lækka verðið veru- lega, og getum tryggt það að í öllum helstu neysluvörum heimilisins verð- um við með vöruverð sem verður samkeppnishæft við það lægsta sem gerist á markaðinum á hverjum tíma,“ segir Sigurður Arnar Sigurðs- son, forstjóri Kaupáss, sem rekur Krónuverslanirnar. „Við munum tryggja að það sé samkeppni á þess- um markaði og neytendur muni hafa val um það hvar þeir gera bestu kaupin.“ Rétt rúmt ár er síðan eignarhalds- félagið Norvik, sem á og rekur Byko, Elko og fleiri verslanir keypti Kaupás, sem rekur Nóatún, 11-11 og Krónuverslanirnar. Einn aðili með yfirburðastöðu Sigurður segir að á þeim tíma hafi verið unnið að því að endurskipu- leggja reksturinn, semja upp á nýtt við birgja og jafnvel hefja milliliða- lausan innflutning til þess að geta boðið upp á lægra verð. Þetta geri Krónu-verslununum kleift að lækka verð verulega. „Það sem við erum að gera með þessu er að stíga afgerandi skref til þess að auka virka samkeppni á mat- vörumarkaðinum, sem hefur verið mjög lítil. Það hefur verið einn aðili með yfirburðastöðu á þessum mark- aði og við teljum að það sé ekki staða sem neytendur eða aðrir á markaðin- um geta búið við. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til þess að efla sam- keppnina, til hagsbóta fyrir neytend- ur,“ segir Sigurður. „Menn hafa ekki verið jafnöflugir í samkeppni á þessum markaði eins og á öðrum mörkuðum sem ég hef kom- ið að,“ segir Sigurður, en hann hefur m.a. verið framkvæmdastjóri hjá Elkó og Byko. „Það er eins og menn hafi ekki treyst sér í þessa sam- keppni. Þegar við komum inn í þenn- an matvörugeira sjáum við ákveðin tækifæri til þess að sækja harðar fram og stuðla að virkri samkeppni á matvörumarkaðinum.“ Spurður hvort búast megi við verð- stríði á matvörumarkaðinum segir Sigurður að hann stjórni að sjálf- sögðu ekki verði hjá samkeppnisað- ilanum. „En við munum lækka verð á vörum þannig að við bjóðum á hverj- um tíma upp á samkeppnishæft verð og breiðara vöruúrval. Það er bara stefna sem við höfum tekið og ætlum okkur að standa við. Krónan er með þessu að svara kalli neytenda. Við höfum fengið aukinn meðbyr og auk- in viðskipti og við viljum koma þeim árangri ennþá betur til skila til við- skiptavina, og vonumst til þess að við fáum inn meiri viðskipti fyrir vikið.“ Krónuverslanirnar hyggjast lækka vöruverð í verslunum sínum verulega í dag Vilja koma á virkari sam- keppni á matvörumarkaði Morgunblaðið/Júlíus „Við ætlum að lækka verðið verulega,“ segir forstjóri Kaupáss. FULLTRÚAR frá spænska flugvélaframleið- endanum Casa héldu kynningu fyrir Land- helgisgæslumenn í vikunni. Benóný Ásgríms- son yfirflugstjóri sagði að Landhelgisgæslan hafi sett sig í samband við fyrirtækið til að kanna möguleika á að kaupa eða leigja af þeim flugvél, jafnvel fleiri en eina. TF-SYN flugvél Landhelgisgæslunnar, af gerðinni Fokker Friendship F-27, er 29 ára og þykir brýnt að leysa hana af hólmi. Flugvélar af Casa-gerð eru víða notaðar við landhelg- isgæslu og leitar- og björgunarstörf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lanhelgisgæslumenn fylgjast með kynningu á spænsku Casa-flugvélunum. Brýnt að leysa gamla Fokker- inn af hólmi Borgarstjóri segir stefnu borgarinnar ekki hækka fasteignaverð Segir óráð- legt að setja lög ÞAÐ er af og frá að stefna Reykja- víkurborgar í lóðamálum hafi leitt til hækkunar á fasteignaverði að mati Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra, og segir hún sérfræð- inga benda á að fasteignaverð hækki óháð lóðaverði. Hún telur óráðlegt að setja lög um grunn lóðaverðs eins og félagsmálaráðherra vill skoða. „Ég tel að sveitarfélögum eigi að vera í sjálfsvald sett hvaða aðferða- fræði þau nota hverju sinni [við út- hlutun á lóðum], það geta verið mis- munandi ástæður að baki því hvaða aðferðir sveitarfélögin nota, og ég tel alls ekki að það eigi að fara að mið- stýra því með einhverjum tilskipun- um frá ráðherra,“ segir Steinunn. Hún segir Reykjavíkurborg hafa notað ýmsar aðferðir, lóðum hafi t.d. verið úthlutað beint til einstaklinga eða fyrirtækja, þær boðnar út, og dregið út hver fái úthlutað. „Ég tel að það sé fyrst og fremst tveir þættir sem hækki verð, það er annarsvegar aðgengi að lánsfé, og hins vegar aukinn kaupmáttur fólks.“ Ekki tekjulind sveitarfélaga Félagsmálaráðherra sagði á Al- þingi að það sé óeðlilegt ef lóðaút- hlutun sé að verða að sérstakri tekjulind sveitarfélaganna. „Það eru engin sveitarfélög að taka einhverja stórkostlega fjármuni út úr lóðaút- boðum. Menn verða að hafa það í huga í þessu samhengi hver sé hin réttláta aðferð við úthlutun gæða. Land er takmörkuð gæði, og ég held að það sé af og frá að sveitarfélög séu að nota þetta sem tekjulind,“ segir Steinunn Valdís. „Það er markaðsverð sem er að fást fyrir ákveðin gæði, og ég er þeirrar skoðunar að það sé betra að sá arður sem verður til við sölu lands lendi í sjóðum almennings en hjá byggingarfyrirtækjum eða verktök- um. Það er alveg gefið mál, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.