Morgunblaðið - 26.02.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 26.02.2005, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við vorum nú meiri fíflin að kaupa í gær, við eigum eftir að fá að heyra það frá þessu pakki að það eigi milljón króna dýrari íbúð. Flestir vita að öku-menn sem valdatjóni á sjálfum sér, bíl sínum eða öðrum eign- um meðan þeir eru undir áhrifum áfengis þurfa sjálfir að greiða fyrir tjón- ið og fá það ekki bætt úr tryggingunum. Ekki nóg með það, þeir þurfa líka að bæta öðrum tjón af þeirra völdum, hvort sem um er að ræða líkams- eða eigna- tjón. Í slíkum tilfellum bætir tryggingafélag tjón- þola þeim tjónið en gerir síðan endurkröfu á hina drukknu ökumenn. Tjóna- bætur sem ölvaður öku- maður getur þurft að greiða geta numið milljónum króna eða jafn- vel milljónatugum. Með því að keyra fullir hætta menn því ekki bara á að valda sér og öðrum fjör- tjóni heldur líka á eignamissi og hugsanlega gjaldþrot. Það er þó ekki svo að ölvaðir ökumenn séu gjörsamlega rétt- lausir í umferðinni. Ábyrgð þeirra á tjónum er nefnilega undir því komin að þeir hafi valdið þeim sjálfir. Ölvaður ökumaður sem er of fullur til að bremsa á gatnamót- um og klessir aftan á næsta bíl ber ábyrgð og kostnað af slysinu. Sé ölvaður ökumaður hins vegar kyrrstæður á rauðu ljósi og annar ökumaður ekur á bíl hans, þá verður ölvun hans ekki til þess að hann missi sjálfkrafa rétt á trygg- ingabótum. Til að hann missi bóta- rétt verður að vera orsakasam- hengi milli ölvunarástands og þess að tjóni er valdið. Þannig er það líka oftast. Auk þess hvílir sönn- unarbyrðin um að ölvun hafi ekki valdið slysinu á ökumanninum sjálfum og hefur það reynst þeim erfitt að sannfæra tryggingafélög eða dómstóla um að það hafi ekki verið ölvunin sem olli slysinu held- ur bilaðar bremsur eða bleikur fíll. Ofangreint á við ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum lyfja al- mennt. Auðvitað er hugsanlegt að ölvaður ökumaður eigi sér ein- hverjar málsbætur sem verði þess valdandi að tjón hans fáist bætt, að hluta eða í heild. Örkumlist ökumaðurinn á hann samt sem áð- ur rétt á bótum frá ríkinu og hugs- anlega frá lífeyrissjóði sínum fari örorka hans yfir 40%. Betri réttur farþega Farþegar ölvaðs ökumanns eru líka í slæmum málum. Allt þar til tímamótadómur féll í Hæstarétti í október 2001 voru farþegar sem vissu, eða máttu vita að ökumað- urinn var ölvaður algjörlega svipt- ir bótarétti. Þetta var byggt á áratugagamalli dómvenju en með dómnum 2001 var hún lögð á hill- una. Málið snerist um tjón sem stúlka varð fyrir þegar bíll sem hún var farþegi í skall utan í Vest- fjarðargöngum með þeim afleið- ingum að hún slasaðist alvarlega á handlegg. Miðað við dómvenjuna hefði hún ekki átt rétt á bótum en í þessu tilviki komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að bótaréttur skyldi einungis falla niður að 2⁄3 hlutum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Viðar Már Matthíasson, pró- fessor við lagadeild Háskóla Ís- lands, að með þessum dómi hefði Hæstiréttur hætt að meðhöndla slík atvik sem svonefnda áhættu- töku, en við áhættutöku fellur bótaréttur niður, en þess í stað flokkað þau sem meðábyrgð tjón- þola. Samkvæmt því væri bóta- réttur skertur hlutfallslega. Í nóv- ember 2004 dæmdi Hæstiréttur aftur á sama veg, nema að þar var bótarétturinn skertur enn frekar eða um ¾ þar sem það þótti gróf- ara tilvik. Í dómnum frá 2001 er breyting- in útskýrð með skírskotun til rétt- arþróunar og m.a. vísað til þess að dómvenju í Danmörku hafi verið breytt á sömu lund nokkrum árum fyrr, þ.e. að farþegar missa ekki lengur allan bótarétt. Eins og fyrr segir féll það undir áhættutöku að fá sér far með ölv- uðum ökumanni. Önnur tilvik sem falla undir áhættu eru m.a. þátt- taka í hættulegum íþróttum og tómstundum s.s. hnefaleikum og klettaklifri og að sögn Viðars Más hefur þátttaka í fótboltaleik einnig verið flokkuð sem áhætta. Þá sé það ekki endilega ljóst að þó að Hæstiréttur hafi breytt dóma- framkvæmd vegna farþega ölv- aðra ökumanna þýði það að Hæstiréttur líti aðra áhættutöku öðrum augum. Um slíkt hafi ekki enn fallið dómur. Það er ekki eingöngu við akstur undir áhrifum áfengis sem réttur til tryggingabóta getur fallið nið- ur. Í skilmálum stóru trygginga- félaganna, VÍS, Sjóvár og Trygg- ingamiðstöðvarinnar, er alstaðar að finna ákvæði um að sé tjón rak- ið til ölvunar eða lyfjaneyslu falli bótarétturinn niður. Sem fyrr verður þó að sýna fram á beint or- sakasamhengi milli ölvunar og af- leiðinga tjónsins. Á þetta reyndi í máli sem erfingjar konu sem beið bana eftir að henni var ýtt með þeim afleiðingum að hún féll fram af svölum hótels á Kanaríeyjum. Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að ölvun konunnar, ein og sér, hefði ekki aukið áhættu á að henni yrði hrint eða félli fram af svölunum og þurfti TM því að greiða erfingjum hennar bætur. Fréttaskýring |Ölvaðir ökumenn ekki algjörlega réttlausir í umferðinni Bremsur og bleikir fílar Ölvaður ökumaður sem veldur tjóni þarf að greiða fyrir það úr eigin vasa Ég held ég gangi heim … Lögreglan tók 1.764 fyrir ölvun við akstur árið 2003  Árið 2003 tók lögreglan 1.764 ökumenn fyrir ölvun við akstur á landinu öllu, heldur færri en árin á undan. Á hverju ári valda ölv- aðir ökumenn alvarlegum um- ferðarslysum. Það er ekki nóg með að þeir sem aka fullir stefni sjálfum sér, farþegum sínum og öðrum vegfarendum í hættu heldur geta þeir setið uppi með himinháa reikninga því „stút- arnir“ verðar sjálfir að bæta þau tjón sem þeir valda runarp@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.