Morgunblaðið - 26.02.2005, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Formaður
kosinn beint
KRISTINN H. Gunnarsson alþing-
ismaður leggur til ásamt fleirum
á flokksþinginu að formaður
Framsóknarflokksins verði kosinn
í almennri atkvæðagreiðslu sem
fari fram meðal allra fé-
lagsmanna. Með því yrði vikið frá
hefðbundnu fulltrúafyrirkomulagi
og viðhaft beint lýðræði í orðsins
fyllstu merkingu.
Kristinn sagði þetta veita for-
manni skýrt og víðtækt umboð,
kæmi í veg fyrir baráttu innan
einstakra félaga um fulltrúa á
flokksþing og allir framsókn-
armenn sem vildu gætu haft áhrif
á svo stóra ákvörðun sem val á
formanni væri.
Geta valið
um félag
SIV Friðleifsdóttir, alþingismaður
og ritari Framsóknarflokksins,
upplýsti á flokksþinginu að í kjör-
dæmunum þremur á Suðvest-
urlandi hefðu í kringum 15–18%
framsóknarmanna, sem væru
skráðir í félög á starfsvæðinu, lög-
heimili utan kjördæmanna. Sagði
hún lagagreinar um skráningu í
félög túlkaðar mjög opið. Fólk
gæti farið í það félag sem það
vildi. Kostir og gallar væru við
þetta. Siv spurði líka hvort það
væri eðlilegt að hægt væri að
stofna mörg framsóknarfélög á
sama starfssvæði. Það þyrfti að
skoða líka í þessu samhengi á
flokksþinginu með hugsanlegar
lagabreytingar í huga.
Vill fækka
ráðuneytum
ÁRNI Magnússon félagsmálaráð-
herra lagði til á flokksþinginu að
ráðuneytum yrði fækkað í 6–8. For-
sætis-, utanríkis- og mennta-
málaráðuneytin fengju að halda sér
en nýju ráðuneytin yrðu innan-
ríkis-, atvinnu- og velferðarráðu-
neyti. Þessi stefna yrði mótuð fyrir
næstu kosningar og við tæki ný rík-
isstjórn sem skipti með sér verkum
eftir nýju skipulagi.
Árni sagði koma til álita að ráð-
herrar sætu ekki samhliða á Al-
þingi en hefðu með sér tvo til þrjá
aðstoðarráðherra sem gætu komið
úr hópi kjörinna fulltrúa.
Skoða matarskatt
„VIÐ eigum eftir að taka ákvörðun
um að fella niður matarskattinn.
Það er vinna sem nú fer fram í rík-
isstjórninni og verður skoðuð
ásamt fleiri málum í kringum skatt-
ana,“ sagði Guðni Ágústsson, land-
búnaðarráðherra og varaformaður
Framsóknarflokksins, á flokks-
þinginu í gær. Þetta væri mögulegt
í kjölfar einkavæðingar ríkisstjórn-
arinnar.
EKKI er tímabært að fara í aðildar-
viðræður við Evrópusambandið, selja
á Símann í heilu lagi með grunnnet-
inu, stórlækka á leikskólagjöld, auka
á framlög til nýsköpunar og skipa á
nefnd um framtíðarskipan raforku-
mála. Þetta kom fram í yfirlitsræðu
Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráð-
herra og formanns Framsóknar-
flokksins, á flokksþingi í gær.
„Ég tel hvorki tímabært né skyn-
samlegt að fara út í aðildarviðræður á
þessu kjörtímabili og slíkt væri ekki í
samræmi við sáttmála ríkisstjórnar-
innar. En við eigum heldur ekki að
vera feimin við að ræða málið for-
dómalaust í grasrótinni eða hér á
flokksþinginu því að ákvörðun um að-
ild kann að koma fyrr en seinna,“
sagði Halldór um ESB-umræðuna.
Tryggt verði betra dreifikerfi
Hann sagðist vita af því að fjöl-
margir flokksmen hefðu áhyggjur af
því að grunnnetið yrði selt með Sím-
anum. Hins vegar hefði það alltaf ver-
ið gert þegar ríkissímafyrirtæki
hefðu verið seld í Evrópu. Hvergi
hefði verið talið heppilegt eða skyn-
samlegt að aðskilja grunnnetið frá,
hvorki fyrir fjarskiptamarkaðinn né
neytendur. Það myndi einnig skapa
aukna óvissu um söluna á Símanum
og draga úr áhuga fjárfesta.
Halldór sagði að með sölu Símans
myndi skapast tækifæri til frekari
uppbyggingar á fjarskiptaþjónustu
og hluti andvirðisins yrði notaður til
að tryggja landsmönnum betra dreifi-
kerfi. „Ég vil að GSM-kerfið á helstu
þjóðvegum verði klárað og skilgreind
verði lágmarksþjónusta að því er
varðar tölvutengingar, enda skipta
slík samskipti gífurlegu máli í þeirri
viðleitni að treysta byggð í landinu.“
Einnig ætti að nota söluhagnað
Símans til byggingar nýs hátækni-
sjúkrahúss Landspítalans og stóran
hluta andvirðisins ætti að nota til að
fjárfesta í samgöngumannvirkjum.
Meira fé fari til rannsókna
„Ég er þeirrar skoðunar að við eig-
um að stefna að því að ríkið og sveit-
arfélögin geri átak í leikskólamálum í
því augnamiði að stórlækka gjald-
töku,“ sagði Halldór. „Ég tel að stór-
lækkun leikskólagjalda væri mikið
kjaramál fyrir fjölskyldurnar í land-
inu og vil beita mér fyrir því að það
verði sem fyrst að veru-
leika.“
Formaður Fram-
sóknarflokksins sagði
nýsköpun í atvinnulífinu
mikla og bæri merki um
kraft og áræðni. Veita
yrði enn hærri fjárhæð-
um til rannsókna og ný-
sköpunar í framtíðinni.
Fjársterkir aðilar á
borð við lífeyrissjóðina
ættu að sjá sér hag í að
leggja áhættufé í
sprotastarfsemi og
hvetja mætti til þess
með breytingum á
skattkerfinu. Hyggst Halldór beita
sér fyrir því á vettvangi formennsku í
vísinda- og tækniráði að framlög til
þessa málaflokks verði aukin á næstu
árum.
„Háskólastarf hefur eflst um allt
land og eru nú til dæmis uppi metn-
aðarfullar hugmyndir um stofnun há-
skóla á Vestfjörðum, sem ég styð og
tel að eigi að starfa í góðri samvinnu
við aðrar háskólastofnanir í landinu,“
sagði Halldór.
Okkar nánustu bandamenn
Framsóknarflokkurinn ákvað að
skipa sér í sveit þjóða Atlantshafs-
bandalagsins sagði Halldór og nán-
ustu bandamenn Ís-
lendinga á sviði
öryggis- og varnarmála
væru Bretland og
Bandaríkin. „Sem her-
laus þjóð þurfum við að
rækta þau samskipti vel
í baráttunni gegn að-
steðjandi hættum. Ef
við gerum lítið úr því er-
um við að vanrækja þá
afstöðu sem flokkurinn
tók á viðkvæmum tím-
um,“ sagði hann en lagt
er til í ályktunardrög-
um sem liggja fyrir
flokksþinginu að endur-
skoða varnarsamnings Íslands og
Bandaríkjamanna.
„Ég skal vera alveg einlægur og
játa að vart líður sá dagur að ég velti
ekki fyrir mér þeirri ákvörðun ís-
lenskra stjórnvalda að veita pólitísk-
an stuðning við innrás Bandaríkja-
manna, Breta og fleiri í Írak. Ég er
líka einlægur í þeirri afstöðu minni að
ég tel að um rétta ákvörðun hafi verið
að ræða, bæði í ljósi utanríkisstefnu
Íslendinga á undanförnum áratugum
og eins í ljósi upplýsinga sem lágu fyr-
ir og ég hafði enga ástæðu til að efast
um eða rengja,“ sagði Halldór.
Stefnt verði á að stór-
lækka leikskólagjöld
Forsætisráðherra ítrekar að selja eigi
Símann í heilu lagi með grunnnetinu
Halldór Ásgrímsson
bjorgvin@mbl.is
Tæplega 850 þingfull-
trúar eiga seturétt á
flokksþingi Framsókn-
arflokksins. Halldór Ás-
grímsson, forsætisráð-
herra og formaður
flokksins, flutti yfirlits-
ræðu. Björgvin Guð-
mundsson segir að hann
hafi m.a. brýnt fyrir
flokksmönnum mik-
ilvægi þess að standa
saman. Sundrung og
innanflokksátök voru
líka umfjöllunarefni í
almennum umræðum
á eftir.
Morgunblaðið/Golli
Viku ekki sæti
SIV Friðleifsdóttir, alþingismaður
og ritari Framsóknarflokksins,
segir ekki rétt sem kom fram í
Morgunblaðinu í gær að hún og
Una María Óskarsdóttir, formað-
ur Landssambands framsókn-
arkvenna, hefðu vikið sæti á
Landstjórnarfundi í fyrradag þeg-
ar tvö ný aðildarfélög í Kópavogi
voru samþykkt inn í Framsókn-
arflokkinn.
„Við vorum báðar á fundinum
við umfjöllun málsins. Ég þurfti
hinsvegar að fara snemma af
fundi til að ná á stjórnarfund á
Bifröst í Viðskiptaháskólanum á
Bifröst.
Una María sat eftir, en var far-
in áður en afgreiðslu málsins og
fundi lauk þar sem hún var að
fara að stýra fundi íþrótta- og
tómstundaráðs í Kópavogi.
Búið var að hálfu formanns
laganefndar flokksins að athuga
hvort við hefðum þurft að víkja
við umfjöllun um málið. Svo var
ekki,“ segir Siv á heimasíðu sinni
siv.is.
JÓNÍNA Bjartmarz, alþingismaður, sagði í gær
það hafa skotið svolítið skökku við í ljósi jafnrétt-
isumræðunnar undanfarna mánuði að vera með
léttklædda stúlku að sýna magadans á opnunar-
athöfninni þótt þetta hefði verið yndislegt innslag
sem sýndi inn í ólíka menningarheima. Þetta væri
pólitískur vettvangur en ekki yndisþokka sýning.
Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigð-
isráðherra Framsóknarflokksins, stýrði setning-
arhátíðinni. Í upphafi söng Karlakór Reykjavíkur
nokkur lög en þar á eftir voru dansatriði frá
nokkrum löndum. Sagði Ingibjörg að alþjóðlegur
blær einkenndi athöfnina að þessu sinni og voru
þátttakendur klæddir í þjóðbúninga síns lands.
Sýndur var magadans frá Palestínu, þrjár stúlkur
sýndu taílenskan dans og búlgarskur dans var
einnig í boði. Að lokum sungu stúlkur úr Kársnes-
kór Kópavogs, sem voru klappaðar upp.
Morgunblaðið/Golli
Magadansmær á alþjóðlegri setningarathöfn