Morgunblaðið - 26.02.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 25
MINNSTAÐUR
Vestmannaeyjar | Léttir, lítill
snattbátur í eigu Vestmanna-
eyjahafnar, er líklega elsti vél-
bátur á Íslandi sem enn er í notk-
un.
Léttir var smíðaður í Svíþjóð en
hingað til lands kom hann með
Dronning Alexandrine frá Dan-
mörku og var settur á land í Vest-
mannaeyjum hinn fjórða febrúar
1936. Ekki var hann stór, aðeins
fimm brúttó rúmlestir, og vélin 25
hestafla af Skandia-gerð. Hann
hefur tekið ýmsum breytingum í
gegnum árin til að gera hann hæf-
ari til að þjónusta höfnina. Skipt
var um vél í honum 1948 og var
hún af gerðinni Caterpillar. Aftur
var skipt um vél 1975 og er hún
af sömu gerð en stærri og betri.
Ágúst Bergsson, skipstjóri á
Lóðsinum, sem er stóri bróðir
Léttis, segir hann enn í fullu fjöri
og er hann mikið notaður í alls
konar snatt innan hafnar og utan.
„Léttir er frábært sjóskip og al-
veg ótrúlegt hvað búið er að gösl-
ast á honum á þessum 70 árum.
Auðvitað er hann farinn að láta á
sjá en hann stendur fyrir sínu.
Einu sinni fór ég á honum inn fyr-
ir Eiði að ná í áhöfn á togara sem
var að fara í siglingafrí. Það var
austan bræla og á leiðinni í land
ákvað ég að láta karlana finna að-
eins fyrir því. Ég hef aldrei séð
aðra eins skelfingu á nokkrum
mönnum. Það virðist vera hægt að
bjóða honum allt þó ekki sé hann
traustvekjandi að sjá fyrir
ókunnuga.“
Þegar stóri bróðir hefur verið í
slipp eða skveringu hefur stund-
um reynt á litla bróður og þá hafa
skottúrarnir stundum verið nokk-
uð langir í annan endann. „En
þarna hefur gæfan verið okkur
hliðholl eins og í öllu okkar
slarki,“ sagði Ágúst að lokum.
Sjötugur og
enn í fullu fjöri
Morgunblaðið/Sigurgeir
Afmæli fagnað Það var boðið upp á veislu á hafnarskrifstofunni og þar
voru þeir mættir Óli Sveinn Bernharðsson vélstjóri, Gísli Einarsson hafn-
arvörður, Ólafur Kristinsson hafnarstjóri og Ágúst Bergsson skipstjóri.
LANDIÐ
Lágheiðin
mokuð í
byrjun góu
Fljót | Vegurinn um Lágheiði milli
Fljóta og Ólafsfjarðar var mokaður í
byrjun vikunnar og telst nú fær öll-
um bílum en þungatakmörk miðuð
við 5 tonna öxulþunga voru þó strax
sett á veginn. Lítill snjór var á heið-
inni þegar hún var mokuð og tók að-
eins fáar klukkustundir að opna
hana með öflugum snjóblásara.
Undanfarnar vikur hafa menn far-
ið yfir heiðina á þokkalega öflugum
bílum og var þá ekið sumstaðar á
hjarni. Það gerist nú sífellt algeng-
ara að Lágheiðin sé opnuð yfir há-
veturinn enda hafa tveir síðustu vet-
ur verið snjóléttir þrátt fyrir að
komið hafi illviðriskafli í byrjun jan-
úar. Meðan heiðin er fær þurfa Sigl-
firðingar „aðeins“ að aka 120 kíló-
metra til að komast til Akureyrar en
þegar fara þarf um Öxnadalsheiðina
er leiðin um 200 kílómetrar.
Hafna sölu Símans | Stjórn
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs í Sveitarfélaginu Skagafirði
hafnar alfarið fyrirætlunum rík-
isstjórnarinnar um sölu Símans og
krefst þess að það ferli verði stöðvað
þegar í stað. Jafnframt verði kann-
aðir möguleikar á að sameina fjar-
skiptagrunnnet Símans, Orkuveitu
Reykjavíkur og Landsvirkjunar í eitt
landsnet sem verði í eigu ríkis og
sveitarfélaga. Landsnetið verði opið
öllum aðilum í fjarskiptaþjónustu og
nái til allra landsmanna.
Í yfirlýsingu sem félagið hefur sent
frá sér segir að Síminn ásamt grunn-
neti sínu sé eitt mikilvægasta þjón-
ustufyrirtæki landsins. Hann standi á
traustum grunni og hafi unnið að því
að byggja upp góða þjónustu um allt
land. Síminn hafi yfir miklu afli að
ráða sem nýst geti til að bæta þjón-
ustuna enn frekar með eflingu far-
símakerfisins og gagnaflutninganets-
ins jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Það
liggi því beint við að styrkur Símans
og ágóðinn af starfseminni verði not-
aður til þess að efla þessa þjónustu.
Verði Landsíminn seldur ásamt
grunnnetinu telur félagið að sam-
keppnin muni fyrst og fremst snúast
um þéttbýlustu svæði landsins en fólk
í öðrum byggðarlögum muni standa
frammi fyrir háum notendagjöldum
og einangrun á sviði nútíma fjar-
skipta. Sala Símans yrði þá enn ein
atlaga stjórnvalda gegn búsetu og at-
vinnuskilyrðum á landsbyggðinni.
Samspil í Danmörku | Þrír ungir
nemendur tónlistarskólans á Hólma-
vík hafa verið valdir til að taka þátt í
norrænu samspili í Årslev í Dan-
mörku í apríl næstkomandi. Þeir
hafa allir stundað námið vel. Nem-
endurnir eru Indriði Einar Reyn-
isson, Jón Örn Haraldsson og Börk-
ur Vilhjálmsson. Með þeim í för
verður Bjarni Ómar Haraldsson tón-
listarkennari. Þetta verður í fyrsta
sinn sem tónlistarskólinn tekur þátt
í þessum norrænu tónlistardögunum
ásamt nemendum frá tónlist-
arskólum í vinabæjunum Årslev í
Danmörku og Tanum í Svíþjóð.
ERTU Á LEIÐ Í LEIFSSTÖÐ?
Alltaf
25% ódýrari
gleraugu
og linsur
í stað 19,68% vsk. áður
w w w . o p t i c a l s t u d i o . i s