Morgunblaðið - 26.02.2005, Síða 26

Morgunblaðið - 26.02.2005, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Ingólfur Geirdal var aðeins sex ára þegarhjá honum vaknaði brennandi áhugi fyr-ir töfrabrögðum og honum finnst ennjafnmikið til þeirra koma, um þrjátíu ár- um síðar. Ingó fór að koma fram með alvöru töfrasýningar þegar hann var sextán ára og vann við að vera töframaður þar til fyrir rúm- um tíu árum að hann tók sér hlé og sneri sér að tónlistinni. En nú hefur hann aftur tekið upp þráðinn og æfir töfrabrögð dagana langa. Hann er kominn með alveg nýja dagskrá og fullt af nýjum töfrabrögðum sem hafa aldrei sést áður. Aðspurður segir hann að vissulega þurfi fólk að vera þó nokkuð heltekið til að leggja fyrir sig töfrabrögð. „Maður þarf að nenna að lesa mikið, æfa sig endalaust og sökkva sér í þetta til að ná alvöru tökum á töfr- unum.“ Stuðningur heima fyrir „Jafnöldrum mínum fannst mörgum að ég væri skrýtinn af því ég vildi frekar vera í þessu en til dæmis fótbolta. En sem betur fer hef ég alltaf verið þannig að þegar ég tek mér eitt- hvað fyrir hendur, hefur það aldrei skipt mig máli hvað öðrum finnst um það. Foreldrar mín- ir hefðu örugglega frekar viljað að ég yrði tannlæknir en þau hafa alltaf staðið með mér, enda sáu þau fljótt að þetta var ástríða hjá mér og að mér leið vel í þessu. Ég hefði sennilega aldrei komist svona langt nema af því þau stóðu alltaf við bakið á mér í því sem ég var að gera,“ segir Ingó og minnist þess frá bernsku- dögum af hafa ævinlega verið kallaður fram og látinn sýna nokkur töfrabrögð þegar það var saumaklúbbur eða einhver boð heima hjá hon- um, og segir það hafa verið ágætis æfingu fyrir sig. Ingó var í læri hjá Baldri Brjáns á fyrstu töframannsárunum en segist mest hafa lært af bókum. „Ég keypti á sínum tíma bókasafn búktalarans Baldurs Georgs, en það hefur verið mér fjársjóður í að læra töfra- brögð. Ævisaga Houdinis hefur líka verið mér mikill vísdómur og eins gaf pabbi mér bók frá 1920 sem Houdini gaf út en þar segir frá gömlu góðu töfrabrögðunum sem reynast oft best, þótt maður þurfi vissulega að útfæra þau upp á nýtt.“ Ingó segir það hafa hjálpaði sér mikið að hann lærði dans frá sex ára aldri og fram á unglingsár. „Ég hef líka spilað á gítar frá því ég var strákur og þetta tvennt hefur hjálpað mér mikið í sambandi við töfrabrögðin. Fingrafimin þjálfast mikið í gítarspilinu og hreyfingar og framkoma þjálfast í dansinum. Að sýna töfrabrögð liggur nefnilega í svo mörgu öðru en að gera einhver brögð, maður verður að vera „performer“.“ Stanslausar æfingar í fingrafimi Ingó hefur þróað sín eigin töfrabrögð og hann er alltaf með spilabunka í höndunum þeg- ar hann horfir á sjónvarp eða talar í síma, til að nýta tímann og æfa sig í fingrafimi og hand- leikni. „Það tekur misjafnlega langan tíma að æfa sig í töfrabrögðum og stundum getur tekið nokkur ár að fínpússa eitt einasta bragð.“ Aðspurður segir Ingó að sér hafi aldrei mis- tekist við töframennskuna án þess að geta falið það. „Munurinn á atvinnumanni og „amatör“ í þessum bransa er að láta áhorfendur ekki taka eftir því þótt eitthvað klikki í sýningunni, rétt eins og hjá leikurum.“ Galdur að ná til fólks En getur hver sem er orðið töframaður? „Nei, ég held ekki. Vissulega getur hver sem er gengið inn í töfrabúð og keypt einhverja hluti sem hann lærir að töfra með á nokkrum mínútum, en það getur ekki hver sem er látið töfrabrögð líta út fyrir að vera alvöru galdur. Það lærist ekki á nokkrum dögum. Þá skiptir máli að hafa kunnáttu í hreyfingum, vita hvernig hægt er að stýra athygli fólks og fleira. Töfrabrögð sem krefjast lang- tímaæfinga eru nánast galdur. Rétt eins og tónlist sem virkilega hreyfir við manni eða leikari sem tekst að láta mann hverfa inn í verkið, það er galdur. Hver sem er getur lært grip á gítar eða texta í leikriti, en að ná til fólks er galdur.“ Allt hægt ef maður vill Ingó vitnar í Robert Houdini, föður nútíma töfrabragða sem var uppi fyrir hundrað og fimmtíu árum, en hann skilgreindi töframann sem leikara sem leikur galdramann. „Reyndar er galdur hluti af öllum listum, af því að listin er á einhvern hátt sjónhverfing. Lífið er ein allsherjar sjónhverfing, vegna þess að raun- veruleikinn er svo mismunandi eftir því hver upplifir hann. Í töfrabrögðum er maður að fara alla leið og leika sér með skilningarvit fólks.“ Ingó segir tilgang töfrabragða ekki einvörð- ungu vera að skemmta og blekkja. „Mesti lær- dómur sem felst í þeim er að þau eru ákveðin myndlíking og í þeim felast skilaboð um að allt sé mögulegt, bara ef maður vill það. Þetta á líka við um lífið sjálft.“  TÖFRABRÖGÐ| Ingó Geirdal snýr aftur eftir áratuga hlé Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingó er snillingur með stálhringina. Ingólfur losar sig úr spenni- treyju á sínum fyrstu ár- um í töframennsk- unni. Hann segir lífið sjálft vera sjónhverfingu rétt eins og töfrabrögð á leiksviði. Kristín Heiða Kristinsdóttir gapti af undrun þegar Ingó Geirdal framdi ótrúlegustu galdra fyrir hana. Allt er mögulegt, bara ef maður vill það khk@mbl.is Uppeldi barna er málefni semstöðugt er til umræðu, hjáforeldrum, innan skólanna og meðal fræðimanna. Lengi hefur verið leitað svara við því hvernig heppilegast sé að haga uppeldi barna og hvaða aðferðir dugi best. Gjarnan er kvartað yfir því að börn séu ekki nógu vel upp alin, séu óög- uð, erfið og óþekk. Jafnframt heyr- ist það lífseiga viðkvæði að heimur versnandi fari hvað þetta varðar. Tímaskortur foreldra Vissulega er rétt að í nútíma- samfélagi er eitt og annað óhag- stætt velferð barna og ýmsar nýjar ógnir sem steðjað geta að. T.d. má nefna sífellt meiri hraða og sókn í efnisleg gæði, svo og aukið aðgengi að sjónvarpsrásum og veraldarvef. Það sem kannski er verst í sam- félagi okkar í dag er þó tímaskortur foreldra, það að foreldrar hafa ekki eða gefa sér ekki nægan tíma til að sinna uppeldi barna sinna. Einnig eru margir foreldrar hreinlega óör- uggir eða ómeðvitaðir um hvernig heppilegast sé að ala upp börn. Hvernig á t.d. að kenna börnum að vera kurteis, að leika sér sjálfstætt, að geta deilt með öðrum og geta sofnað sjálf? Og hvað á að gera þeg- ar börn taka reiðiköst í búðinni, bíta önnur börn, skemma leikföngin sín eða suða og rella endalaust? Á hvaða aldri barnsins er hægt að byrja að ala það upp? Hvað er til ráða? Sem betur fer felur framþróun ekki einungis í sér mögulegar hættur heldur býður hún ekki síður upp á úrbætur og tækifæri. Vísindalegar rannsóknir síðustu áratugi hafa fært okkur síaukna þekkingu á þroska barna og áhrifum uppeldis- aðferða og annarra umhverfisþátta á þau. Því liggur nú fyrir staðgóð vitneskja um hvaða aðferðir í upp- eldi eru helst vænlegar til árangurs. Þetta geta foreldrar nýtt sér. Við gerð þessa pistils var m.a. stuðst við efni úr bókinni Uppeldisbókin – Að byggja upp færni til framtíðar og innihald uppeldisnámskeiðanna Uppeldi sem virk- ar – Færni til framtíðar hjá Miðstöð heilsuverndar barna.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA|Landlæknisembættið Tuð og skammir skila litlum árangri Morgunblaðið/Kristján Agi er ekki bara til að taka á erfiðri hegðun, heldur það að veita börnum leiðsögn um hvað er rétt og hvað er rangt í hegðun og samskiptum. Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur, sviðsstjóri á Miðstöð heilsuverndar barna. Nokkur áhersluatriði:  Í uppeldi felst allt – um- hyggja, aðbúnaður og for- dæmi – sem foreldrar búa börnum sínum frá fyrsta degi.  Uppeldi er samstarfsverkefni beggja foreldra, þar sem skipulag, sameiginlegar ákvarðanir, skýr markmið og góð samvinna er mikilvæg.  Foreldrar eru mikilvægar fyrirmyndir barna sinna, ekki síst um félagshegðun og samskipti. Börn læra það sem fyrir þeim er haft hvort sem til þess er ætlast eða ekki.  Agi er ekki bara til að taka á erfiðri hegðun, heldur það að veita börnum leiðsögn um hvað er rétt og hvað er rangt í hegðun og samskiptum. Góður agi veitir öryggi og hjálpar börnum að læra sjálfsstjórn.  Reglur eru nauðsynlegar í uppeldi. Þær þurfa að vera sanngjarnar, sýnilegar, ekki of margar og þannig að hægt sé að fylgja þeim.  Tími til samvista við börn er mikilvægur og þá án þess að stöðugt sé verið að gera eitt- hvað annað í leiðinni. Það þarf að hlusta á börn, ekki bara tala til þeirra.  Það þarf að taka eftir æski- legri hegðun hjá börnum og veita þeim athygli þegar þau eru prúð. Of algengt er að börn fái helst athygli þegar þau gera eitthvað af sér.  Langar setur við sjónvarp eða tölvu eru ekki hollar fyrir börn, hvorki andlega né lík- amlega. Það er á ábyrgð for- eldra að ákveða hve mikið börn horfa á sjónvarp og á hvað.  Skammir og tuð eru leiðinleg uppeldisaðferð og skila auk þess mjög litlum árangri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.