Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 29

Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 29 FERÐALÖG Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar 12 daga hágæðaferð undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar 9.-20. júní Dýrmætt tækifæri ungs fólks á öllum aldri til að kynnast dýrgripum í tónlist, mynd- list, byggingalist og sviðslistum í háborgum menningar Evrópu, sem höfða sterkt til Ís- lands, einangruðust, en eru nú endur- reistar af dýnamískum krafti og partur af nýrri heimsmynd okkar tíma. Nýliðnir heimsviðburðir verða ljóslifandi eftir end- urreisn og sameiningu Þýskalands DRESDEN - 3 dagar að skoða djásn heimsins í FLÓRENS við ELBU, hátindar barrokksins í fegurð vorsins, Zwinger eitt frægasta listasafn heims, Semperóperan og allar fræg- ustu gersemar einnar fegurstu borgar heims aðeins steinsnar og í léttu göngufæri frá gististað okkar, 5 stjörnu KEMPINSKI, einu besta hóteli heims. Njóttu lífsins á þess- um stað! LEIPZIG - 3 dagar í hjarta mestu tónlistarborgar heims í aldir, borg meistara Jóhanns Seb. Bachs, Wagners, Mend- elssohn og fjölda tónsnillinga, þar sem frumkvöðlar íslenskr- ar tónlistar sóttu menntun sína á fyrri hluta 20. aldar, Jón Leifs, Páll Ísólfsson, Árni Kristjánsson og fjöldi annarra listamanna, s.s. Jóhann Jónsson, Halldór Laxness o.fl. Nú er sambandið opnað að nýju við þessa heillandi menningar- borg með sterk tengsl við íslenska menningarsögu. Thoman- erkirkjan, Nikolaikirkja og saga Bachfjölskyldunnar. Hið nýja Gewandhaus, eitt besta konserthús nútímans, Auer- bachskjallarinn, þar sem Göthe lætur atriði úr Fást gerast. Gisting: 5 stjörnu MARRIOTT í hjarta borgarinnar. BERLIN - 5 dagar á nýja Filmstjörnuhótelinu við frægustu götu Vestur-Berlínar, Kurfurstendamm. Nú eru 15 ár liðin frá því Múrinn féll. Brandenburgarhliðið var tákn klofnings og Kalda stríðsins, en varð nú sameiningartákn Evrópu, sem hefur gjörbreyst. Hvergi í heiminum hefur orðið slík upp- bygging á okkar tímum. Í augum þeirra, sem þekkja Berlín er hún framúrstefnu höfuðborg heimsins í dag. Vestur- og Austur-Berlín skoðaðar undir leiðsögn. Óperur, kabarettar, tónleikar, listasöfn og lífskúnstin í tilbrigðum regnbogans. TILHÖGUN: Beint flug Flugleiða til og frá Berlín með sköttum. Allur akstur með lúxusvagni milli BERLIN-DRES- DEN-LEIPZIG-BERLIN. 5 stjörnu hótel með fullum morg- unverði og kynnisferðir. KYNNING OG SALA: GRAND HÓTEL REYKJAVÍK, su. 27. feb. kl. 16-17. Ath. aðeins 20 laus sæti. Verða seld þeim sem fyrst panta með kr. 25 þús. staðfestingargj. á mann. Verð á mann í tvíb. með 20 þús. kr. afsl. kr. 139.990. Tilboðið gildir aðeins til 1. mars. FERÐAKLÚBBUR INGÓLFS HEIMSKRINGLA - s. 861 5602 Í samvinnu við PRÍMU-EMBLU Stangarhyl 1 - s. 511 4080 (Sigríður) NÝ ÓSKAFERÐ UNNENDA LISTA OG SÖGU DRESDEN - LEIPZIG - BERLIN Lilja Hilmarsdóttir kom fyrsttil Búdapest árið 1983 ogtók þegar ástfóstri við borg- ina. Hún kom þangað næst 1989 og hefur margsinnis komið þangað síð- an, bæði ein og sem fararstjóri. Hún hefur því fylgst með þeim breyt- ingum sem átt hafa sér stað í borginni eftir fall kommúnismans. „Borgin hefur breyst gífurlega mikið, en Ung- verjar voru kannski best búnir undir þessa breytingu því leyft hafði verið ákveðið einka- framtak. Í Búdapest upplifði ég allt annað andrúmsloft en til dæmis í Prag,“ segir Lilja. Glæsilegt óperuhús „Það sem einkennir Búdapest eru glæsilegar byggingar sem reistar voru á árunum 1870 fram að fyrri heimsstyrjöldinni. Ungverjar eiga sér að mörgu leyti líka sögu og við Íslendingar. Þeir voru lengi undir erlendri stjórn en gerðu uppreisn árið 1848 og fengu þá ákveðna sjálf- stjórn. Þá rann upp blómatími í landinu og þeir reistu margar af fal- legustu byggingunum í borginni. Þessar fallegu byggingar voru orðn- ar mjög skítugar og eftir 1989 var hafist handa við að hreinsa þær, laga götur og hreinsa alla borgina. Fallegasta húsið finnst mér vera Óperan, sem er eitt glæsilegasta óperuhús í Evrópu. Að fara í Óp- eruna í Búdapest er hrein upplifun og mæli ég með að sem flestir geri það.“ Annað sem heillaði Lilju er fram- andleikinn í borginni. Landinu var eitt sinn stjórnað af Tyrkjum og því gætir austurlenskra áhrifa í menn- ingunni, ekki síst tónlistinni. „Ég elska tónlistina í Ungverja- landi,“ segir hún, „og það er frá- bært að hlusta á seiðmagnaða tón- list sígaunahljómsveitanna sem maður heyrir í víðsvegar um borg- ina. Og það er ekki síst tónlistin sem dregur mig til sín. Tónlistin er svo rík í Ungverjum. Þar byrjar tónlist- arkennsla strax í leikskólum.“ Lilja bendir líka á frábær söfn í borginni sem gaman er að skoða. Ríkislistasafnið er til dæmis talið meðal bestu listasafna í Evrópu, segir hún. Þrátt fyrir að borgin sjálf sé í miklu uppáhaldi hjá Lilju segir hún nauðsynlegt að komast út fyrir hana og út á sléttuna. „Frumbyggj- arnir, magyarar, námu land í Ung- verjalandi um svipað leyti og Ing- ólfur Arnarson kom til Íslands. Þeir komu úr Úralfjöllum og á sléttunni er hægt að kynnast menningu þeirra, reiðlist og matargerð.“ Lilja segir að alveg óhætt sé að smakka matinn, enda maturinn í Ungverjalandi með eindæmum góð- ur. „Ég hef borðað allan mat. Gæsa- lifur með tokaj-sósu er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Tokaj er kon- ungur vínanna, en ungversku vínin eru á heimsmælikvarða og víngerð sú iðngrein sem sífellt vex fiskur um hrygg.“ Söngnemar á veitingahúsinu Lilja segir marga góða veitingastaði í borginni. Uppáhaldsstaðurinn er Bel Canto í Pest, við hliðina á Óp- erunni. „Þarna eru margir þjónanna söngnemar og maður fær að hlusta á yndislegan söng þeirra á veitinga- staðnum,“ segir hún. Annar veit- ingastaður er einnig í miklu uppá- haldi hjá henni, en það er Kiraly í Búda. Þar er sungið og dansaðir ungverskir dansar. „Í Ungverjalandi er sérstaklega yndislegt, elskulegt og gott fólk sem ég hef verið svo heppin að kynnast á ferðum mínum. Mér líður einstak- lega vel í Búdapest. Maður verður að sjá Búdapest með hjartanu eins og litli prinsinn. Maður verður að skynja.“  UPPÁHALDSBORGIN | Búdapest Morgunblaðið/Ómar Konungshöllin við Dóná í Búdapest. Seiðmögnuð tónlist og yndislegt fólk asdish@mbl.is Uppáhaldsstaður Lilju Hilmarsdóttur er Búda- pest. Hún komst að þessari niðurstöðu eftir nokkra umhugsun enda hefur hún ferðast um allan heiminn og heldur upp á marga staði. Lilja Hilmarsdóttir Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2005 Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2005 verður haldið í Norrköping í Sví- þjóð dagana 1.–8. ágúst nk. Úrval Út- sýn stendur fyrir hópferð á viðburðinn. Norrköping er 130 þúsund manna borg 140 km suður af Stokkhólmi. Í ferðinni verður einnig boðið upp á dagsferð með Þorleifi Friðrikssyni sagnfræðingi. Þar verður blandað saman sögu og menningu og siglt um Götakanal-skipaskurðinn. Gönguferð í Pýreneafjöllum Dagana 7. ágúst–3. september nk. standa ÍT ferðir í fjórða sinn fyrir göngu í Pýreneafjöllunum. Lagt verður upp frá Torla í Aragon og m.a. verður gengið um Ordesa-þjóðgarðinn og um Rolando-skarðið til Frakklands þar sem gist verður í tvær nætur. Farið verður upp í yfir 3.000 metra hæð. Leiðsögumenn verða innfæddir en fararstjóri er Hjör- dís Hilmarsdóttir. Ferðin er með fullu fæði. Árgerði stefnir að vottun Árgerði í Svarfaðardal, sem býður bæði gistingu og afþreyingu innan vé- banda Ferðaþjónustu bænda, hefur nýverið náð viðmiðum Green Globe 21-umhverfismerkisins. Unnið hefur verið að þessu markmiði í rúmt ár, en næsta skref er að vinna að því að fá vottun Green Globe 21, alþjóðlegra umhverfismálasamtaka sem stuðla að þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu. Heimamenn í Árgerði hafa lagt mikla vinnu í að mæla viðmið vegna orku- og vatnsnotkunar, sorpmyndunar og förgunar og að samþættri umhverfis- og samfélagsstefnu. Á Íslandi er einn áfangastaður og 33 fyrirtæki aðilar að Green Globe 21, þar af eru 28 fyrirtæki innan Ferðaþjón- ustu bænda. Háskólinn á Hólum í Hjaltadal er úttektaraðili fyrir Green Globe 21 hér á landi. www.urvalutsyn.is ÍT ferðir Sími 588 9900 www.itferdir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.