Morgunblaðið - 26.02.2005, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
LEIKRITIÐ Grjótharðir eftir Háv-
ar Sigurjónsson er að mörgu leyti
mjög kunnuglegt þegar litið er til
forms þess og persónugerða. Lítill og
lokaður heimur innan fangelsismúra
er tilvalinn afmarkaður rammi innan
hvers unnt er að skoða í nærmynd
mannleg samskipti og þá ekki síst af
því tagi sem Hávar hefur beint kast-
ljósinu að í flestum ef ekki öllum sín-
um leikverkum: Samskipti þeirra
sem af ýmsum ástæðum ganga ekki
hinn gullna meðalveg, hafa farið hall-
oka í lífsbaráttunni og/eða lúta ekki
þeim siðferðilegum lögmálum sem
samfélagið gerir þegnum sínum að
lifa eftir. Spurningin um vald er ætíð
miðlæg í verkum Hávars, verk hans
snúast gjarnan um valdabaráttu,
misbeitingu valds og síðast en ekki
síst stöðu þess sem misst hefur allt
vald – ekki síst á sjálfum sér og að-
stæðum sínum.
Í Grjótið setur höfundur fimm ein-
staklinga sem óhætt er að kalla full-
trúa fyrir þá hópa sem búast má við
að lendi á slíkum stað. Hér er sí-
brotamaðurinn Kjartan (Atli Rafn
Sigurðarson), ofbeldismaður og
nauðgari með marga fortíðardrauga í
farteskinu; lögfræðingurinn Jónas
sem situr inni fyrir bókhaldssvik og
fjárdrátt (Jóhann Sigurðarson); tré-
smiðurinn og alkóhólistinn Pétur
(Valdimar Örn Flygenring) sem er
sekur um manndráp af gáleysi;
barnaníðingurinn Guðjón (Pálmi
Gestsson) sem stundað hefur iðju
sína óáreittur en hefur nú hlotið dóm
fyrir „misskilning“; og síðast en ekki
síst hinn geðfatlaði Jói (Gísli Pétur
Hinriksson) sem sekur er um syst-
urmorð og ætti með réttu að vera á
réttargeðdeild. Auk fanganna fimm
kemur við sögu fangavörðurinn
Gunnar (Hjalti Rögnvaldsson) sem
reynir að skipta sér sem minnst af
því sem fram fer á milli fanganna en
grípur þó inn í þegar samskiptin virð-
ast ætla úr böndunum. Höfundur
byggir leikritið síðan upp í kringum
svipmyndir af samskiptum fanganna
sem smám saman gefa áhorfendum
nokkuð heildstæða mynd af lífi og
persónugerð hvers fanga fyrir sig.
Það er stundum sagt að til þess að
ná árangri á sviði bókmenntagreina á
borð við glæpasögur verði höfundur
að kunna að nýta sér hið fyrirfram-
gefna form þeirra og vinna innan
þess, fremur en að reyna að sprengja
formið í leit að „frumleika“. Nú er ég
síður en svo að bera leikrit Hávars
saman við glæpasögur, það fellur frá-
leitt að þeirri bókmenntagrein, en
hins vegar tel ég að styrkur leikrits-
ins sé einmitt fólginn í því hversu vel
Hávar nýtir sér formið sem hann
vinnur með og hversu vel hann vinn-
ur persónurnar út frá forsendum
persónugerðanna. Hvernig hið síð-
astnefnda lukkast er að sjálfsögðu
mikið undir leikurunum komið og það
verður að segjast að aðal þessarar
sýningar er frábær frammistaða
allra leikaranna sem hver um sig átti
stjörnuleik. Fyrst má nefna Gísla
Pétur Hinriksson sem þreytti frum-
raun sína í Þjóðleikhúsinu í hlutverki
hins geðfatlaða Jóa og var í senn
óhugnanlegur og brjóstumkenn-
anlegur, ekki síst í þeim atriðum þar
sem sjúkleiki hans kemur gleggst
fram. Pálmi Gestsson túlkaði barna-
níðinginn Guðjón af list og gaf innsýn
inn í hugarheim hins algjöra siðblind-
ingja á hrollvekjandi hátt. Atli Rafn
Sigurðarson var ekki síður ógnvæn-
legur sem hrottinn sem enga útleið
kann aðra en ofbeldi en reynist síðan
sjálfur vera veikasta fórnarlambið.
Valdimar Örn Flygenring vó listilega
salt á milli hörku og mildi, hann er sá
sem reynir að halda mennsku sinni
og reisn þrátt fyrir að aðstæðurnar
kalli á allt annað. Jóhann Sigurð-
arson sýndi vel ráðleysi þess sem tel-
ur sig hafinn yfir aðstæðurnar en vill
þó reyna að bæta þær á sinn hátt án
þess að skilja hversu fráleitar leiðir
hans eru. Hjalti Rögnvaldsson er eðli
málsins samkvæmt sá sem minnst
ber á, enda vill Gunnar fangavörður
sem minnst blanda sér inn í sam-
skipti fanganna og brá Hjalti upp
trúverðugri mynd af metn-
aðarlausum en meinlausum verði.
Í heild má segja að Grjótharðir
gefi ágæta sýn inn þann heim sem
verkið lýsir; leikstjórinn hefur náð að
virkja alla leikara til frábærrar túlk-
unar með texta sem afhjúpar í grunn-
inn ömurlega tilveru og í mörgum til-
vikum hroðalega lífsreynslu. En
þrátt fyrir ömurlegan efniviðinn er
húmor einnig stór þáttur af verkinu
og bjargar því víða frá því að falla of-
an í pytt melódrama sem stundum er
þó ekki langt undan. Axel Hallkell,
Ásmundur Karlsson og Hróðmar
Ingi Sigurbjörnsson hafa búið verk-
inu látlausa umgjörð sem þjónar því
vel en það er fyrst og fremst í túlkun
leikaranna sem styrkur sýning-
arinnar liggur og frammistaða þeirra
gerir Grjótharða að hörkusýningu.
Hörku-
sýning
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Höfundur og leikstjóri: Hávar Sig-
urjónsson. Leikarar: Atli Rafn Sigurð-
arson, Gísli Pétur Hinriksson, Hjalti
Rögnvaldsson, Jóhann Sigurðarson,
Pálmi Gestsson og Valdimar Örn Flygen-
ring. Leikmynd og búningar: Axel Hall-
kell. Tónskáld: Hróðmar I. Sigurbjörns-
son. Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Dramatúrg: Bjarni Jónsson.
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins 24.
febrúar 2005
Grjótharðir
Soffía Auður Birgisdóttir
Morgunblaðið/ÞÖK
„Í heild má segja að Grjótharðir gefi ágæta sýn inn í þann heim sem verkið lýsir; leikstjórinn hefur náð að virkja
alla leikara til frábærrar túlkunar með texta sem afhjúpar í grunninn ömurlega tilveru og í mörgum tilvikum
hroðalega lífsreynslu.“
Listahátíð í Reykjavík 2005,sem sett verður 14. maínk.og stendur til 5. júní, erfyrsta hátíðin sem haldin er
á oddatöluári, en í fyrra var ákveðið
að hér eftir yrði Listahátíð á hverju
ári. „Hér er því um fyrstu árlegu há-
tíðina að ræða,“ sagði Þórunn Sigurð-
ardóttir, listrænn stjórnandi Listahá-
tíðar í Reykjavík, á blaðamannafundi
sem efnt var til í Listasafni Reykja-
víkur í Hafnarhúsinu í gær. Í máli
Þórunnar kom fram að lögð hefði ver-
ið á það áhersla að þó farið væri að
halda hátíðina árlega mætti hún
hvorki minnka að umfangi né inni-
haldi. „En óhætt er að fullyrða að há-
tíðin í vor verði sú umfangsmesta
sem haldin hefur verið. Við munum
taka samtímamyndlist með trompi.“
Líkt og fram hefur komið verður
áherslan á samtímamyndlist og verð-
ur hún kynnt á yfir tuttugu sýning-
arstöðum á landinu öllu, en þess má
geta að opnanir á myndlistarsýn-
ingum standa yfir samfleytt í tvo
daga frá morgni til kvölds, 14. og 15.
maí nk. Einnig verður efnt til hring-
flugs um landið af þessu tilefni svo
fólki gefist tækifæri til að vera við-
statt sýningaropnanir, en að sögn
Þórunnar hefur nokkur fjöldi er-
lendra blaðamanna og listunnenda
þegar boðað komu sína á hátíðina.
Á Listahátíð verður annars vegar
viðamikil sýning á verkum Dieter
Roth, en sýningarstjóri hennar er
Björn Roth, sonur listamannsins.
Sýningin fer fram á tveimur stærstu
listasöfnum landsins, þ.e. Listasafni
Reykjavíkur og Listasafni Íslands, en
einnig í Galleríi 100° í samvinnu við
Nýlistasafnið. Hinn hluti myndlist-
arþáttar Listahátíðar hefur yf-
irskriftina Tími – rými – tilvera og er
sýningarstjóri þess hluta Jessica
Morgan, sýningarstjóri samtíma-
listar við Tate Modern safnið í Lund-
únum. Á blaðamannafundinum
kynnti Morgan þá þrjátíu og þrjá
listamenn sem eiga verk á sýning-
unni. Koma listamennirnir víða að,
s.s. Bandaríkjunum, Suður-Ameríku,
Mexíkó og Austur-Evrópu, en nærri
helmingur listamannanna er Íslend-
ingar. Meðal listamanna má nefna
Matthew Barney, Gabríelu Friðriks-
dóttur, Ólaf Elíasson og Hrein Frið-
finnsson. Að sögn Morgan mun á sýn-
ingunni gefa m.a. að líta ný verk sem
pöntuð hafa verið sérstaklega fyrir
sýninguna, þar sem viðfangsefni
Dieter Roth og áhrifin af verkum
hans eru könnuð.
Á blaðamannafundinum kom fram
að á næstu dögum og vikum mun
Listahátíð standa fyrir einni viða-
mestu kynningu hátíðarinnar sem
fram hefur farið erlendis. Þannig
verður nk. þriðjudag boðað til blaða-
mannafundar í Tate Modern safninu
þar sem hátíðin verður kynnt og í
framhaldinu fylgja blaðamannafundir
í New York í samvinnu við kynning-
arfyrirtækið Blue Medium, auk funda
í Berlín og Kaupmannahöfn. „Þetta
myndlistarverkefni er alþjóðlegt og
því þess eðlis að það var mikilvægt að
kynna það erlendis,“ segir Þórunn og
tekur fram að miklu skipti í þessu
samhengi að vera með erlendan sýn-
ingarstjóra sem hafi afar góð sam-
bönd inn í myndlistarheiminn úti sem
auðveldi alla kynningu til muna.
Eitthvað í boði fyrir alla
„Ég er auðvitað mjög spennt að sjá
hvernig til tekst með þetta myndlist-
arverkefni,“ sagði Þórunn í samtali
við Morgunblaðið spurð um hvaða
væntingar hún geri til komandi hátíð-
ar. „Það er mjög stórt verkefni. Við
erum í fyrsta skiptið að teygja okkur
alveg í kringum landið, auk þess sem
sýningarnar munu ná út fyrir hefð-
bundna sýningarstaði, s.s. út á götu
og inn í skóla og elliheimili.“
Að sögn Þórunnar var lögð áhersla
á vera líka með aðra viðburði og seg-
ist hún hlakka til að sjá hvernig það
mun spila saman við myndlistina.
„Okkur fannst að þó fókusinn væri á
einni listgrein væri samt mikilvægt
að hafa hinar með, enda mikilvægt að
í boði sé eitthvað fyrir alla. Við leggj-
um hins vegar mikla áherslu á að
velja listamenn og viðburði sem aðrir
hefðu ekki burði til að flytja til lands-
ins, enda mun meira áríðandi fyrir
okkur að skera okkur úr og vera með
öðruvísi verkefni nú þegar sífellt fleiri
eru að flytja inn listamenn til lands-
ins,“ segir Þórunn og tekur fram að
tónlist hafi og verði ávallt einn af
burðarliðum Listahátíðar.
Til marks um það nefnir hún komu
mezzosópransöngkonunnar Anne
Sofie von Otter, sem er í hópi dáðustu
söngkvenna samtímans, sem verður
ásamt Bengt Forsberg píanóleikara
með tónleika í júníbyrjun. Af öðrum
tónlistarviðburðum nefnir hún sam-
starfsverkefnin Bergmál, þar sem
japanskir og íslenskir listamenn leiða
saman krafta sína, en Ragnhildur
Gísladóttir semur tónlistina við texta
Sjón, tónleika Barða Jóhannssonar
og frönsku söngkonunnar Keren Ann
með íslenskum kór og komu banda-
ríska kvartettsins Pacifica til lands-
ins.
Á sviði danslistar má nefna að sam-
starfsverkefnið Trans Dans Europe
kynnir þrjá erlenda dansflokka á há-
tíðinni. Á sviði heimstónlistar verður
boðið upp á tvenna tónleika, annars
vegar barkasöngvarana í Huun Huur
Tu frá Tuva við landamæri Mongólíu
og hins vegar fado söngkonuna Mar-
iza. Einnig má nefna að Beethoven
sónöturnar fyrir píanó og fiðlu fluttar
í heild sinni á Íslandi í fyrsta sinn í
aldarfjórðung og verður, að sögn Þór-
unnar, gerð tilraun með tónleikatíma,
en tónleikarnir eru kl. 11 á sunnu-
dagsmorgnum þrjá sunnudaga í röð.
Ekki má síðan gleyma franska
sirkusnum, sem mun leika listir sínar
í sirkustjaldi á hafnarbakkanum loka-
helgi Listahátíðar, þar sem jafnframt
er haldið upp á Hátíð hafsins. Þess
má að lokum geta að miðasala
Listahátíðar á Netinu, á vefslóðinni
www.listahatid.is, hófst síðdegis í
gær, en miðasalan í Bankastræti
verður opnuð 1. apríl nk.
Tökum samtímamyndlistina með trompi
Væntanleg Listahátíð
verður sú umfangs-
mesta sem haldin hef-
ur verið og mun ná til
alls landsins. Í ár er
áherslan á samtíma-
myndlist og verður af
því tilefni blásið til
viðameiri kynningar á
Listahátíð erlendis en
verið hefur. Þetta kom
m.a. fram á blaða-
mannafundi sem efnt
var til í gær.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, kynnti, ásamt sýningarstjórunum Jessicu
Morgan og Birni Roth, dagskrá komandi Listahátíðar. Hátíðin verður sett 14. maí nk. og stendur til 5. júní.
silja@mbl.is