Morgunblaðið - 26.02.2005, Síða 31

Morgunblaðið - 26.02.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 31 UMRÆÐAN Tuesday 1 March 2005 17.00–18.00 Learn more Learn more about the innovative one year general management MBA; its Knowledge and Innovation Focus and Leadership Discovery Process. www.mba.dk Grand Hotel Reykjavik Iceland Sigtun 38, 105 Reykjavik Info meeting Please register on our website or by e-mail to info.mba@cbs.dk MIKIL umræða hefur verið und- anfarið í fjölmiðlum um lyfjafyr- irtækin. Af umræðunni má ætla að þar sé stunduð neð- anjarðarstarfsemi af verstu gerð. Fyr- irtækin svíki og pretti, beri mútur á lækna, fari með þá í skemmti- ferðir, stundi litlar sem engar rannsóknir og setji ónothæf, ef ekki skaðleg lyf á markað. Þau sannfæri heilbrigt fólk um að það sé fársjúkt og græði svo á tá og fingri á óhæfunni. Á Morgunvaktinni í Ríkisútvarpinu 10. febrúar var vitnað í bók eftir Marcia Ang- ell, The Truth About the Drug Companies. Spilað var brot úr við- tali við Angell sem er fyrrverandi ritstjóri læknatímarits. Ég er undrandi á staðhæf- ingum Angell. Hún fullyrti að lyfjafyr- irtækin leggi nú minna upp úr frumrann- sóknum en framleiði meira af vinsælum lyfjum fyrir almenn- ing. Hún sagði einnig að næstum allar frum- rannsóknir á lyfjum væru gerðar í háskól- um í Bandaríkjunum eða af Heil- brigðisstofnun Bandaríkjanna og kostaðar af skattpeningum almenn- ings. Lyfjafyrirtækin beri aldrei áhrif nýrra lyfja saman við eldri lyf, einungis saman við lyfleysu. Því sé alltaf verið að setja á markað lyf sem ekki eru betri heldur en þau lyf sem fyrir eru en mun dýrari. Þessar fullyrðingar eru rangar Lyfjafyrirtækin stunda vissulega frumrannsóknir á lyfjum sem þau framleiða og fá lyf ef nokkur öðlast markaðsleyfi fyrr en búið er að bera þau saman við önnur lyf sem fyrir eru á markaðnum. Ef lyfið uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru um ör- yggi og virkni fær það ekki mark- aðsleyfi. Þróunarferli lyfs er langt og flók- ið. Í byrjun eru gerðar forklínískar rannsóknir þar sem fjöldi efna og efnasambanda er rann- sakaður á rannsókn- arstofum. Af hverjum 1.000.000 efnum þróast að meðaltali 1 áfram í lyf. Forklínískar rann- sóknir taka að með- altali 4,5 ár. Að þeim loknum er sótt um leyfi lyfjayfirvalda til að gera klínískar rann- sóknir á mönnum, fyrst á frískum ein- staklingum, síðan á sjúklingum. Áður en lyf er borið saman við önn- ur lyf sem til eru og teljast hefðbundin með- ferð, er það borið sam- an við lyfleysu. Hafi lyf- ið enga kosti fram yfir hana er það dauða- dæmt. Klínískar rann- sóknir á mönnum taka að meðaltali 6–8 ár áð- ur en hægt er að sækja um markaðsleyfi. Jafnvel þótt fjöldi rannsókna hafi farið fram og lyfið sýnt yf- irburði yfir önnur lyf er ekki sjálfgefið að það fái markaðsleyfi. Lyfja- yfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum ákveða hvort leyfa eigi lyfið. Þessar stofnanir fara yfir öll gögn og rannsóknir sem krafist er að lyfjafyrirtækin leggi fram. Það er langt í frá að öll lyf standist þess- ar kröfur og þó þau standist þær fá þau ekki alltaf markaðsleyfi. Lyfja- fyrirtækin leggja oft í kostn- aðarsamar rannsóknir á lyfi sem kemur aldrei á markað. Þó lyf fái markaðsleyfi halda samanburð- arrannsóknir við önnur lyf áfram og rannsóknir á virkni þess á aðra sjúkdóma. Því miður kemur stund- um í ljós við áframhaldandi rann- sóknir að lyf hefur hættulegar auka- verkanir og er þá tekið af markaði. Eins og margir aðrir sá Angell of- sjónum yfir gróða lyfjafyrirtækja og sagði hún að þau eyddu aðeins 14% af sölu í rannsóknir en 31% í mark- aðssetningu og stjórnun og 17% af sölu lyfjanna væru hreinn gróði. Jafnvel þótt við gæfum okkur að þessar tölur væru réttar, þá þætti varla mikið í vel rekinni matvæla- eða tískubúð á Íslandi að hagnaður væri 17% af sölu. Auðvitað fer stór hluti af veltu fyrirtækja í markaðs- setningu á vörum þeirra. Ef ekki er eytt í markaðssetningu og varan kynnt veit enginn af henni. Lyfja- fyrirtækin eins og önnur einkarekin fyrirtæki þurfa að standa undir sér sjálf, annars fara þau á hausinn. Því verða þau að koma sinni vöru á framfæri. Þau þurfa hins vegar að hlíta öðrum reglum um markaðs- setningu en önnur fyrirtæki hér á landi. Þau hafa ekki leyfi til að fræða almenning beint um sína vöru, auglýsa í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum eða tímaritum. Þau hafa aðeins leyfi til að kynna sína vöru fyrir læknum og öðrum heilbrigð- isstéttum og auglýsa í fagtímaritum fyrir heilbrigðisstéttir. Til að læknir geti valið bestu fáanlegu meðferð fyrir sjúkling sinn þarf hann að vita hvað er í boði og þekkja kosti og galla. Þess vegna þurfa lyfjafyr- irtækin að upplýsa lækna um sína vöru. Við verðum að ætla læknum bæði góða dómgreind og heilbrigða skynsemi. Við treystum þeim til að skera okkur upp og jafnvel skipta um hjarta í okkur. Er ástæða til að ætla að skynsemi þeirra rjúki út í veður og vind og dómgreindin bregðist þeim þegar kemur að lyfj- um? Af hverju er svo oft öllu illu trúað um samskipti lækna og lyfja- fyrirtækja? Jafnvel gengið svo langt að tala um mútur. Getur verið að þeir sem hrópa hæst um mútur og skemmtiferðir dæmi af eigin reynslu? Árlegur viðburður er að reynt sé að koma höggi á lyfjafyrirtækin og gera þau ótrúverðug gagnvart al- menningi og stjórnvöldum. Fjöl- miðlar bera mikla ábyrgð er þeir fjalla um þessi mál og gera verður þá kröfu að fjallað sé um þau af fag- mennsku og staðreyndir kynntar. Því miður virðist stundum vera mis- brestur á því. Sannleikurinn um lyfjafyrirtækin? Gunnur Petra Þórsdóttir fjallar um lyfjafyrirtækin Gunnur Petra Þórsdóttir ’Ég er undr-andi á staðhæf- ingum Angell. Hún fullyrti að lyfjafyrirtækin leggi nú minna upp úr frum- rannsóknum en framleiði meira af vinsælum lyfjum fyrir al- menning.‘ Höfundur er hjúkrunarfræðingur og vinnur við klínískar lyfjarannsóknir hjá lyfjafyrirtækinu AstraZeneca. Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágesturinn kom í heim- sókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleið- ingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á hel- vítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Um- hverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðarmenn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar REYKVÍKINGUM og lands- mönnum öllum er annt um miðborg Reykjavíkur og vilja veg hennar sem mestan. Umræða um stöðu og framtíð hennar hefur færst í aukana og nú síðast um Laugaveginn og nýtt deiliskipulag. Árið 1997 var samþykkt að hefja endurskoðun deili- skipulags Kvosarinnar frá 1986 og vinna að miðborgarsvæðinu. Uppbygging varð ekki sú sem vænst var, m.a. vegna nýrrar versl- unarmiðstöðvar í Kringlu. Breyttar áherslur voru í byggð- arverndun og ný löggjöf kvað fastar að orði um deiliskipulagsgerð og samráð. Stefnumótun í húsvernd Árið 1994 samþykkti skipulagsnefnd að hefja undirbúning að framtíð- arstefnumótun í hús- vernd og tryggja að ákvarðanir í skipulagsmálum samræmdust menn- ingarlegum markmiðum húsverndar. Niðurstaðan var gefin út í þemahefti um húsvernd, fylgigagni með Aðal- skipulagi. Þar kvað við nýjan tón í málefnum húsverndar, m.a. að stefnt skuli að varðveislu staðbundinna og listrænna sérkenna í húsagerð og skipulagi sem gefi Reykjavík sérstöðu meðal borga og sé mikilvægur þáttur af ímynd hennar. Einnig að hugtakið húsvernd feli í sér skilning á sam- hengi milli fortíðar og nútíðar, þar sem varðveisla á byggingararfi og efl- ing byggingarlistar haldist í hendur. Þá beri að virða upprunalega gerð bygginga bæði í sögulegu og listrænu tilliti óháð aldri þeirra og stílgerð og tryggt verði að hvert tímabil eigi sér fulltrúa. Skilgreindir voru flokkar varðveislu, svo sem húsafriðun, verndun 20. aldar byggingarlistar og heildstæðra götumynda. Grunnur að húsverndarstefnu var útfærður í Þróunaráætlun miðborgar árið 2000. Áætlunin er upphaf endur- skoðunar deiliskipulags, einskonar uppbyggingaráætlun. Hún felur í sér stefnumörkun um framkvæmd, land- notkun, samgöngumál, íbúðarsvæði, mótun umhverfis, uppbyggingu og verndun sem eru forsendur í þeirri skipulagsvinnu sem unnin hefur verið sl. ár. Húsakönnun og samráð Þegar skipulagt er á byggðum svæðum ber að vinna húsakönnun, sem leggur mat á verndargildi bygg- inga. Skal hún höfð til hliðsjónar við skipulagsgerðina. Við upphaf deili- skipulagsvinnu fyrir fimm árum var gerð húsakönnun á þeim reitum sem til skipulags voru og var það kynnt Húsfriðunarnefnd. Var deiliskipu- lagsvinnan kynnt hagsmunaaðilum og kallað þrívegis eftir athugasemdum þeirra, en í lögum er kveðið á um sam- ráð af þessu. Í kjölfar athugasemda og frekari vinnu varð breyting á skipulaginu og kom m.a. fram meiri áhugi á uppbyggingu við Laugaveg- inn. Uppbyggingarmöguleikar Nú liggur fyrir samþykkt deili- skipulag að reitunum við Laugaveg, nú síðast svo kallaðs Timburhúsa- reits, frá Laugavegi 44–62. Á honum er heildstæðust byggð eldri húsa við Laugaveg. Samkvæmt skipulaginu má reisa um 60 þús. fm nýbygginga við götuna, þ.a. 30 þús. fm versl- unarrými. Byggingarmagn nú er um 190 þús. fm, þar af 27 þús. fm versl- unarhúsnæði. Mögulegt niðurrif húsa er um 13 þús. fm og af því um 4 þús. fm í verslun. Verður þá um ríflega 50 þús. fm verslunarhúsnæði að ræða við Laugaveg. Til samanburðar er versl- unarrými í Kringlunni rúmlega 45 þús. fm og tæplega 35 þús. í Smára- lind. Á fimmta tug húsa eru friðuð eða vernduð. Nauðsynleg uppbygging aðalverslunargötu höfuðborgar og verndunarstefna geta því átt samleið. Verslunargatan Laugavegur Laugavegurinn er ein elsta verslunargata bæjarins og hefur byggst upp á löngum tíma. Lesa má sögu þéttbýlismyndunar frá fyrstu tugum 19. aldar og dæmi eru um fulltrúa hvers byggingarstíls í byggingarsögu Reykja- víkur. Friðað timburhús á Laugavegi 1, 20. aldar steinhús á Laugavegi 34–42 og hús Máls og menningar, vel hannað verslunarhús í anda módernisma eftirstríðs- áranna, eru góð dæmi. Við götuna standa ein 144 hús, að bakhúsum meðtöldum, af þeim eru 65 steinsteypt, 17 steinhlaðin og 72 timburhús. Fjölbreytnin er mikil, hún er aðalsmerki sem hefur verið leiðar- ljós í nýju skipulagi. Áhugi á Laugaveginum og bygg- ingu og rekstri við hann hefur aukist á undanförnum misserum í kjölfar skipulagsgerðar. Fyrir liggja skil- málar um að hönnun bygginga og al- menningsrýma í miðborginni verði í hæsta gæðaflokki og falli að umhverfi sínu. Væntingar um að vel verði stað- ið að verki eru eðlilegar og áskorun og ábyrgð hlýtur að felast í því að hanna og byggja í aðalgötu borgarinnar. Þar verður að hafa í huga að hver bygging er barn síns tíma, vitnisburður um samtíð sína þar sem ákveðnar for- sendur búa að baki notkun, bygging- araðferð og stílgerð. Nýbyggingar okkar eru arfleifð framtíðarinnar. Horft til framtíðar Það er stefna Aðalskipulags Reykjavíkur að styrkja miðborgina, m.a. með áherslu á að Laugavegurinn sé aðalverslunarsvæði og að í hliðar- götum frá honum eigi verslun sér vaxtarmöguleika. Með fjölgun íbúða, bættum samgöngum og fjölþættri menningu og þjónustu verði sköpuð skilyrði fyrir auðugt mannlíf. Miðbæ- ir borga þurfa að vera í stöðugri end- urskoðun og eðlilegri þróun til að halda aðdráttarafli sínu og styrk í samræmi við kröfur samtímans hverju sinni. Jafnvægi þarf að ríkja milli verndunar og uppbyggingar á sögulegum svæðum, þannig að byggt sé í sátt við söguna og horft til fram- tíðar. Laugavegur – skipulag, uppbygg- ing og verndun Helga Bragadóttir fjallar um Laugaveginn Helga Bragadóttir ’Breyttaráherslur voru í byggðarvernd- un og ný löggjöf kvað fastar að orði.‘ Höfundur er arkitekt og skipulagsstjóri í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.