Morgunblaðið - 26.02.2005, Page 32

Morgunblaðið - 26.02.2005, Page 32
32 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKIL umræða hefur átt sér stað erlendis undanfarið um tilhögun for- sjármála og hugsanlegar breytingar á þeim. Hefur núverandi fyr- irkomulag sem víðast ríkir, þ.e. að við skilnað fari forsjá barna til annars foreldrisins, verið mikið gagnrýnt. Helstu forsendur gagnrýninnar eru að með eins foreldris forsjá er hitt foreldrið (það forsjárlausa, fað- irinn í yfir 90% tilvika) gert óþarft eða í mesta lagi eins konar skemmtanastjóri. Sam- kvæmt rannsóknum í Englandi missa t.d. 40% forsjárlausra for- eldra (feðra) allt sam- band við börn sín eftir skilnað. Það þýðir að u.þ.b. 40% skiln- aðarbarna missa allt samband við feður sína. Félag ábyrgra feðra telur að hlutfallið sé ekki ólíkt á Íslandi og telur nauðsynlegt að breyta hlutunum. Fé- lagið leggur mikla áherslu á að sameig- inleg forsjá með jafnri umönnun sé eðlilegasta fyrirkomulagið og best til þess fallið að leysa úr ágreiningi sem upp getur komið og lang- besta úrræðið sem býðst til að gera börn- um áfall skilnaðar sem auðveldast og tak- marka áhrif hans á framtíð þeirra. Rannsóknir erlendis gefa mjög sterklega til kynna að sam- eiginleg forsjá með jafnri umönnun komi bæði börnum og foreldrum best. Þetta fyrirkomulag gerir ráð fyrir að báðir foreldrar séu hæfir til að takast á hendur ábyrgðina sem foreldrahlutverkið krefst, rétt eins og gert er ráð fyrir með flest fólk fyr- irfram, þ.e. sem eignast börn. Fyr- irkomulagið felur m.a. í sér eftirfar- andi: 1. Báðir foreldrar hafa veruleg og viðvarandi samskipti við börn sín (hér er átt við að lágmarki 30% af umönn- unartímanum). Með þessu hafa börn- in fjölskyldutengsl við báða foreldra sína. 2. Báðir foreldrar hafa jafna stöðu gagnvart lögunum, þar á meðal gagn- vart skólum, læknum o.s.frv. 3. Báðir foreldrar taka þátt í mik- ilvægum ákvörðunum um líf barns- ins. 4. Báðir foreldrar styðja barnið til- finningalega jafnt sem fjárhagslega. Helstu og sterkustu rökin fyrir þessu fyrirkomulagi eru þessi: 1. Börnin fá þá tilfinningu að báðir foreldrar sinni þeim, annist þau og elski. Þessi tilfinning viðheldur heil- brigðri sjálfsmynd barnanna. 2. Þar sem hvorugt foreldrið er sig- urvegari og hitt tapar öllu eru valda- hlutföll jöfn, samskipti haldast í jafn- vægi og skilnaður foreldranna verður minna áfall fyrir börnin. Foreldrarnir vita frá upphafi að þau þurfa að deila ábyrgð og völdum varðandi barnið og hafa því engan ávinning af ágreiningi eða deilum eins og núverandi fyr- irkomulag býður því miður upp á. 3. Með jafnri umönnun fá börnin þá tilfinningu að þau þurfi ekki að gera upp á milli foreldra sinna. Þau upplifa ekki brotna sjálfsmynd af þessum sökum. 4. Skilnaður er alltaf áfall, hvort heldur hann verður af fúsum vilja eða ekki. Áfallið er oft mest fyrir börnin. Með sameiginlegri forsjá og jafnri umönnun er mjög dregið úr áhrifum áfallsins og börnin fá fleiri tækifæri til að þroska eigið sjálf en ella. 5. Útilokun annars foreldrisins frá ábyrgð og ákvörðunum um framtíð barnsins eftir skilnað jafngildir því að þetta foreldri hafi enga ábyrgð eða ákvörðunarvald í lífi barnsins fyrir skilnað. Það hljóta allir að sjá hversu fáránleg sú hugmynd er. 6. Hagsmunir barnsins eru best tryggðir með virkri þátttöku beggja foreldra. Það verður að teljast grimmúðlegt og ómennskt að halda öðru foreldrinu frá barni sínu svo fremi að ekki sé um óhæfa foreldra að ræða. Að sama skapi er það óhæfa að halda barni frá ömmum og öfum, nema ríkar ástæður liggi til. 7. Það eru mannrétt- indi barna að þekkja, tengjast og mynda fjöl- skyldutengsl við báða foreldra sína. Stríð get- ur ekki eyðilagt þessi mannréttindi. Af hverju ætti skilnaður að geta það? 8. Foreldrar sem mynda og viðhalda eðli- legum tengslum við börn sín eru tilbúnari en ella til að leggja út pen- inga vegna uppeldis og menntunar barnanna. Loks koma hér nokk- ur ráð til foreldra í skiln- aðarhugleiðingum. Ráð- in eru frá samtökum bandarískra skiln- aðarlögmanna og hvetja foreldra í reynd til að taka jafna ábyrgð á líf- inu gagnvart börnum sínum enda er skilnaður aldrei auðveldur og for- eldrar geta gert margt til að draga úr áhrifum sambúðarslitanna á börnin sín. 1. Gerðu aldrei lítið úr fyrrverandi maka fyrir framan börnin. Börnin vita að þau eru „að hluta mamma“ og „að hluta pabbi“ og því getur gagn- rýnin skaðað sjálfsmat barnanna. 2. Notaðu börnin ekki sem sendi- boða milli þín og fyrrverandi maka. Því minna sem börnunum finnst þau lenda í baráttunni milli foreldranna, því betra. 3. Gerðu börnunum ljóst að þú elskir þau og að þau eigi enga sök á skilnaðinum. Mörg börn halda að það sé þeim að kenna að foreldrarnir eru nú fjandmenn. 4. Hvettu börnin til að hitta fyrr- verandi maka þinn oft. Gerðu allt sem þú getur til að auðvelda þeim um- gengnina. 5. Í gegnum allt skilnaðarferlið skaltu minna þig á að hagsmunir barnanna – en ekki þínir eigin – skipta öllu máli, og hegðaðu þér sam- kvæmt því. Láttu þau njóta kærleika þíns við sérhvert tækifæri. 6. Börnin þín freistast kannski til að þykjast vera að annast þig. Þessa freistingu verður þú að standast. Sæktu ráð til jafnaldra þinna, fullorð- inna meðlima fjölskyldunnar og sál- ræktarfólks og ræddu málin við þau. Leyfðu börnunum að vera börn. 7. Eigirðu þess nokkurn kost skaltu ekki skipta um umhverfi með börnum þínum. Stöðugleiki í búsetu og skóla eflir börn gegn skaðlegum áhrifum skilnaðarins. Margar erlendar rannsóknir benda til að sameiginleg forsjá og jöfn umönnun dragi úr ágreiningi foreldra og geri þeim kleift að einbeita sér að því sem mestu skiptir, þ.e. uppeldi barnanna. Má hér benda á fjölmargar rannsóknir Roberts Bausermans, t.d. grein hans „Child adjustment in joint-custody versus sole-custody arrangements: A meta-analytic re- view“, sem birtist í Journal of Family Psychology í mars 2002. Sameiginleg forsjá og jöfn umönnun Garðar Baldvinsson fjallar um foreldrajafnrétti Garðar Baldvinsson ’Margar er-lendar rann- sóknir benda til að sameiginleg forsjá og jöfn umönnun dragi úr ágreiningi foreldra og geri þeim kleift að einbeita sér að því sem mestu skiptir, þ.e. upp- eldi barnanna. ‘ Höfundur er formaður Félags ábyrgra feðra. UMRÆÐAN um gæðamál í fyr- irtækjum hefur ekki verið eins áberandi á undanförnum árum og hún var á meðan gæðahugsun var ný af nálinni. Fjöldi fyrirtækja, stórra og smárra, hefur tekið upp virkt gæðaeftirlit með starfsemi sinni, ýmist vottað eða gæðaeftirlit byggt á eigin forsendum. Í mörgum tilfellum er þess krafist vegna erlendra samskipta að starfsemi eru með vottun samkvæmt þeim staðli. Hvað á þetta skylt við skóla? Eru skólar og skóla- starf í eðli sínu svo frábrugðnir fyrir- tækjarekstri? Ég tel svo ekki vera. Eftir því sem ég best veit er enginn ís- lenskur skóli gæðavottaður sam- kvæmt ISO staðli eða sambæri- legum staðli, en nokkrir skólar á framhalds- og háskólastigi hafa innra gæðamat eða gæðastaðla án þess þó að hafa formlegt gæðakerfi. Menntafélagið ehf. rekur Fjöl- tækniskóla Íslands. ( Nýtt nafn yfir sameinaða Stýrimannaskólann í Reykjavík og Vélskóla Íslands) FTÍ eru fyrstu íslenski framhaldsskól- inn sem lokið hefur vottunarferli og úttekt allrar starfsemi sinnar sam- kvæmt ISO 9001 staðli. Af hverju þessi skóli? Nemendur, útskrifaðir úr skól- anum, eiga rétt á alþjóðlegum at- vinnuskírteinum að afloknu námi og að uppfylltum skilyrðum. Til að svo megi verða krefst Alþjóðasigl- ingastofnunin IMO þess að allir skólar, sem útskrifa menn til al- þjóðaréttinda, séu vottaðir sam- kvæmt viðurkenndum staðli. Hver var staðan? Þegar Menntafélagið tók við rekstrinum var mjög lítið var til af gögnum í skólunum sem nauðsyn- leg eru gæðakerfum svo sem vinnu- lýsingar, gátlistar og verklags- reglur. Samhæfing námsins við alþjóðareglur hafði þó farið fram og kom að fullu gagni. Ég tel að skól- inn hafi verið á svipuðu róli í þess- um málum og aðrir framhalds- skólar, hvorki betri né verri. Í upphafi var okkur ljóst að ISO 9001 hugmyndafræðin er einvörð- ungu skipulegur rammi utan um það innihald sem stofnunin kýs að hafa. Gæðakerfi eyðir alls ekki þörfinni á þáttum eins og virkri stjórnun, eftirliti og mælingum á árangri innra starfs, sem og á ánægju viðskiptavina skólanna. Hætta er á að gæðakerfi lifi sjálf- stæðu lífi við hlið annarra stjórn- unaraðferða og er sennilegt að sú tilhneiging kerfanna skapi vantrú margra á gæðastjórnun. Að mínu mati er hugmyndafræði gæða- kerfanna að koma á reglufestu, setja hluti í skorður og þroska inn- viði stofnananna, stuðla að aga og sporna við mistökum sem gerast ekki síður í skólum en annars stað- ar. Því er ætlað að aga og vinna gegn því að gallar stjórnenda verði of ráðandi þáttur í starfseminni. Áhrif gæðastarfs á skólastarf Ég fullyrði að innleiðing gæða- kerfis og gæðahugsunar hefur þeg- ar haft bætandi áhrif á skólastarfið og er að skila árangri inn á við og um leið bættri þjónustu við nem- endur. Ég hef bæði fundið jákvæða strauma og neikvæða. Jafnvel hefur verið sagt að gæðakerfi eigi heima í verksmiðjum og frystihúsum, en ekki þar sem verið er að meðhöndla huglæg verðmæti. Fjöldi toppfyrirtækja, sem byggja tilvist sína á mannauði, eru gæðavottuð og telja sér það til tekna. Framreiðsla menntunar kallar beinlínis á agaða hugsun og skipu- lag með það að markmiði að tryggja að „varan“ (kennslan) sé fram- kvæmd þannig að samfella sé á milli skólaára og vitneskja liggi fyr- ir um það að „varan“ sé í lagi á hverjum tíma. Í gæðakerfi okkar er m.a. gerð krafa um það, að hver einstakur áfangi sem kenndur er sé „útskrif- aður“ ekki síður en nemendur í lok annar. Útskrift áfanga felur í sér að leitað er eftir því eins og kostur er, að eftirlit sé með gæðum áfangans frá upphafi og að útskrift hans feli í sér staðfestingu þess að hann hafi staðist kröfur. Við erum að eiga við nýja hugs- un, breytt skipulag og vinnubrögð og innleiða vinnuferla sem koma að samskiptum út á við, heildar- stjórnun náms, skipulagningu kennslu og áfanga, innritun nem- enda, útskrift nemenda, fjármálum, rekstri, kennslu áfanga, hönnun og úrbótum námsbrauta, gerð prófa og rýni stjórnenda. Það eru ekki allir sammála um að innleiða vottað gæðakerfi í skóla- starf. Ég tel að nú þegar, byggt á þeirri reynslu sem er fengin af inn- leiðingunni hjá okkur, hafi kerfið sannað ágæti sitt og að fáir sem að hafa komið geti með rökum sagt að ekki sé búið að bæta skólastarfið. Hvað með aðra skóla? Ég er sannfærður um að skipu- lagt gæðastarf í skólakerfinu í heild muni skila árangri. Þar með er ég ekki að segja að gæðastarf skól- anna krefjist vottunar, enda er vott- unin í sjálfu sér afleiðing en ekki orsök, gæðastarfið sjálft er aðal- atriðið. Innleiðing gæðastarfs og gæðahugsunar í skólakerfið er ekki auðvelt verkefni og verður aldrei unnið nema þeir sem stjórna skól- unum setji sér það sem markmið og fari af heilum hug í verkefnið. Yf- irvöld menntamála hafa það hlut- verk að marka stefnu og móta skipulagsramma, en framkvæmdin verður aldrei á herðum annarra en þeirra sem ábyrgð bera á skóla- starfinu. Við Íslendingar eigum mörg góð fyrirtæki og stofnanir, mörg mjög vel rekin, önnur verr og sum jafnvel illa. Er hugsanlegt að einhver sam- svörun eigi sér stað við skólastarf? Ég hvet skóla, sem huga vilja að þessum málum, til að kynna sér þau vel, hefja yfirvegaðan undirbúning og ætla sér nægan tíma í skipulag og þróun. Árangurinn mun skila sér þegar á þróunartímanum og er ég viss um að leiðin yrði gengin til góðs. Um gæðamál í skólastarfi Jón B. Stefánsson skrifar um skólamál ’Ég fullyrði að innleið-ing gæðakerfis og gæða- hugsunar hefur þegar haft bætandi áhrif á skólastarfið hjá okkur og er að skila árangri inn á við og um leið bættri þjónustu við nemendur. ‘ Jón B. Stefánsson Höfundur er skólameistari, framkvæmdastjóri Menntafélagsins ehf., skólameistari Fjöltækniskóla Íslands (sameinaðir Stýrimannaskóli og Vélskóli). FYRIR 11 árum setti ég fram þá hugmynd á vísindafundi þar sem fjallað var um Surtsey að þá þegar mætti hugsa sér að opna eyjuna fyrir áhugafólki. Ekki var tekið vel í hug- myndina. Rök mín með henni voru þau að landnám lífs í sjó og á landi væri það langt komið að tak- mörkuð umferð ferða- fólks skaðaði ekki rannsóknir á því. Jarðfræðilegi þáttur rannsóknanna er óháður takmarkaðri umferð um eða við eyjuna. Nú er þessi hugmynd aftur á lofti og sýnast líkur á að þeim sem mest hafa komið að lífrannsóknum í Surtsey líki hún ekki. Dr. Sturla Friðriksson er t.d. þeirrar skoð- unar. Ég er sannfærðari en fyrr að hugmyndin er góðra gjalda verð. Einu fyrirsjáanlegu áhrif takmark- aðra heimsókna til Surtseyjar snúa að mengunarslysi eða flutningi á plöntum eða vafasömum smádýr- um og sýklum til eyjarinnar. Auð- vitað væri skoðunarferð til Surts- eyjar bundin því að fólk gangi einungis fyrirfram ákveðna leið (t.d. hring á eynni). Eins og bent hefur verið á tíðkast slíkt víða og reynist ágætlega meðan tala gesta er lág og eftirlit gott. Ætla má að gestir komi til að upp- lifa stemninguna á syðsta hjara Íslands og þessu unga eyvirki og taka myndir. Eins og t.d. á óbyggðum eyjum í Galapagos- klasanum má ekkert taka með sér neitt matarkyns (aðeins drykk), ekkert skilja eftir, ekki snerta líf- verur og ekki taka neitt með sér. Salernismál yrðu leyst hér eftir sem hingað til. Með því að lána gestum skófatnað (eins og gert er t.d. hjá vélsleðaleigum á jöklum landsins) og hreinsa hann er hægt að lágmarka hættu á lífmengun. Að öllum líkindum eru ferðamenn tilbúnir að greiða hátt verð fyrir t.d. hálfsdagsferð til Surtseyjar. Aðkoma til Surtseyjar er helsta hugsanlega uppspretta efnameng- unar þar (fyrir utan úrgang sem berst af hafi) og um leið sá þáttur sem er erfiðastur við ferðaþjón- ustuna. Ekki verður komist þang- að nema með báti sem getur lent í sandfjöru eða á þyrlu. Hægt væri að gera út vélbát sem notar „zodi- ak“-gúmmíbáta til að ferja menn til og frá landi eða koma upp þyrluþjónustu. Hún er mun dýrari (dýr útgerð og margar ferðir) en um leið öruggari og óháðari veðri að vissu marki. Brigðul veður eða ylgja í sjó við eyna takmarka nokkuð þær ferðir sem hægt væri að gangast fyrir á hverju ári, allt eftir ferðamáta. Auðvitað þarf vandaða úttekt á stöðu rannsókna í eyjunni og mat á áhrifum ferðaþjónustu í Surtsey áður en gefið væri leyfi fyrir til- teknum fjölda árlegra heimsókna. Opin Surtsey? Ari Trausti Guðmundsson fjallar um Surtsey ’Ekki verður komistþangað nema með báti sem getur lent í sand- fjöru eða á þyrlu. ‘ Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðeðlisfræðingur og áhugamaður um ferðaþjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.