Morgunblaðið - 26.02.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 33
UMRÆÐAN
Sögnin bera er býsnamargbrotin í notkun aðþví leyti að hún er ýmistnotuð persónulega (ég
skal bera pokann) eða ópersónu-
lega (mig bar þar að sem …; mér
ber að segja satt). Í flestum til-
vikum leikur þó enginn vafi á því
hvernig hún er notuð. Flestir
munu t.d. vera sammála um að
rétt er að segja e-m ber (engin)
skylda til e-s og brýna nauðsyn
ber til e-s. Orðasambönd þessi
eiga sér rætur í fornu máli og
notkun þeirra hefur verið í föst-
um skorðum í nokkur hundruð ár.
Í nútímamáli má þó heyra og
sjá annars konar notkun, t.d. e-m
ber skyldu til e-s, e-n ber skylda
til e-s og brýn nauðsyn ber til e-s.
Sem dæmi um fyrstu tvö atriðin
má nefna: Telur J. sig [þ.e. sér]
ekki hafa borið skylda til þess að
bera ráðninguna undir B. (Mbl.
30.12.04); J. telur sig [þ.e. sér]
ekki hafa borið skyldu [þ.e.
skylda] til þess að … (Mbl.
30.12.04) og enda hafi hann ekki
talið sig [þ.e. sér] bera skyldu
[þ.e. skylda] til þess að … (Mbl.
31.12.04). Eins og sjá má á dæm-
unum er hér allt látið reka á reið-
anum, og fallstjórn er ekki í sam-
ræmi við málvenju. Innan
hornklofa eru tilgreindar þær
orðmyndir sem eðlilegar má telja.
Það er reyndar nokkuð auðséð
hvað ruglingnum veldur í áð-
urnefndum dæmum. Í fyrsta lagi
mun það vera sögnin telja (telja
sig) sem hefur þau áhrif að þf.-
myndin sig er notuð í stað þgf.-
myndarinnar sér. Í öðru lagi mun
orðasambandið brýna nauðsyn
ber til e-s [< e-m ber brýna
nauðsyn til e-s] valda því að þf.-
myndin skyldu er (ranglega) not-
uð í stað nf.-myndarinnar skylda.
– Til gamans má geta þess að
orðasambandið (brýna) nauðsyn
ber til e-s mun vísa til hlutkestis,
þess er hlutir voru bornir í skaut
(‘dúk’) en þá gat hlut borið svo og
svo til.
Það er alkunna að fjölmargar
sagnir geta stýrt tveimur ólíkum
föllum og er þá jafnan um skýran
merkingarmun að ræða. Þannig
er eitt að ausa bátinn en annað að
ausa vatninu og með sama hætti
getum við sópað stéttina eða sóp-
að ruslinu. Merkingarmunurinn
er skýr. Í fyrra tilvikinu er oft
talað um beint andlag (þf.-andlag)
sem ‘hreyfist ekki’ en í síðara til-
vikinu er um að ræða óbeint and-
lag (þgf.-andlag) og það ‘hreyfist’
ef svo má að orði komast. Í sam-
ræmi við þessa ‘reglu’ segjum við
jafnan blása e-m e-u í brjóst en
síður: gera viðskipti þegar andinn
blæs mönnum það í brjóst (Mbl.
30.12.04), við getum blótað þorr-
ann en segjum ekki: (nema í allt
annarri merkingu) þorranum er
nú blótað undir berum himni
(6.2.2005) og við slítum band/
kaðal og slítum ráðstefnu, trúlof-
uninni, fundi en segjum helst
ekki: varð það
til þess að
Kúveitar slitu
öll samskipti
við Palest-
ínumenn (Mbl.
13.12.04).
Þótt Ísland
liggi á hjara
veraldar hafa
Íslendingar
aldrei verið
einangraðir að því er menningu
varðar. Við höfum þvert á móti
lagt umtalsvert af mörkum, t.d. á
sviði bókmennta, og við höfum
ávallt borið gæfu til að aðlaga er-
lenda menningarstrauma að ís-
lensku og íslenskum aðstæðum.
Þannig nýttu Íslendingar sér nýja
tækni er ritöld hóf innreið sína á
Íslandi (á 11. öld) og sama á við
um prenttæknina á 16. öld. Menn-
ingarsaga okkar sýnir ótvírætt að
Íslendingar hafa allt frá 12. öld
verið býsna sammála um það sem
kalla má málstefnu: Á Íslandi
skyldi töluð og rituð íslenska, –
eða: Það er sama hvert efnið er
um það skal fjallað á íslensku. Til
vitnis um það eru m.a. umfangs-
miklar þýddar bókmenntir, vita-
skuld auk frumsaminna rita og
annarra bókmenntagreina á ís-
lensku. Jónas Hallgrímsson þýddi
danskt rit um stjörnufræði á ís-
lensku og þurfti þá að búa til
mörg ný íslensk orð og klæða
framandi hugsun í íslenskan bún-
ing. Dæmi af þessum toga eru
fjölmörg. Það var því engin til-
viljun að við eignuðumst þegar á
16. öld fyrstu heildarþýðingu
Biblíunnar á íslensku (Guð-
brandsbiblíu, 1584). Vafalaust
hefði verið auðveldara að spara
sér ómakið og nota erlenda texta
við guðsþjónustu og þá leið kusu
reyndar ýmsar þjóðir. En í raun
kom það aldrei til greina hér á Ís-
landi, Íslendingar voru góðu vanir
í þessum efnum.
Um þessar mundir er talsvert
rætt um beinar útsendingar
ensku knattspyrnunnar og sýnist
þar sitt hverjum. Sumum finnst
óþarft að hafa íslenska þuli eða
skýringartexta en öðrum finnst
sjálfsagt að farið sé að lögum um
þetta efni. Enn aðrir telja að þar
sem hér sé um þröngt svið að
ræða skipti ekki miklu máli þótt
útsendingar séu á ensku. Í Morg-
unblaðinu 13. febrúar var fjallað
allrækilega um þetta efni og þar
segir: ‘Guðrún [Kvaran], sem
jafnframt er prófessor í íslensku
við Háskóla Íslands og for-
stöðumaður Orðabókar Háskól-
ans, segir útsendingar á knatt-
spyrnuleikjum með lýsingum
enskra þula vissulega geta verið
ógn við íslenska tungu, sér-
staklega þar sem leikir eru sýndir
nokkrum sinnum í viku og börn
eru meðal áhorfenda.’ Umsjón-
armaður tekur undir þessa af-
stöðu, einkum hvað börnin varðar.
Knattspyrna er vinsæl íþrótta-
grein á Íslandi og ætla má að
börn og unglingar fylgist talsvert
með útsendingum knattspyrnu-
leikja. Það læra börnin sem fyrir
þeim er haft og aðeins það besta
er nógu gott fyrir þá kynslóð sem
mun erfa landið.
Úr handraðanum
Flestir munu þekkja orða-
sambandið fá e-n ofan af e-u í
merkingunni ‘fá e-n til að hætta
við áform sitt’, t.d.: Hann skal
aldrei fá mig ofan af því að kæra
málið fyrir lögreglunni eða hann
leitaðist með öllu móti við að fá
hana ofan af slíkri fásinnu. – Í
fornu máli er orðasambandið telja
e-ð ofan kunnugt í sömu merk-
ingu, t.d.: þessarar fyrirætlanar
Gorms konungs verður Þyri
drottning vör og taldi ofan þessa
fyrirætlan = taldi ófallið þetta
ráð konungi (sami texti, annað
handrit). Vísunin er augljós, sbr.
telja/fá e-n á e-ð andstætt telja/fá
e-n ofan af e-u og enn fremur
fara ofan af e-u ‘hætta við e-ð
(ásetning, fyrirætlun)’.
Það er alkunna
að fjölmargar
sagnir geta
stýrt tveimur
ólíkum föllum
og er þá jafnan
um skýran
merkingarmun
að ræða.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 46. þáttur
Í UMRÆÐU um bann við tóbaks-
reykingum á veitinga- og
skemmtistöðum kveður við skrýt-
inn tón. Rætt er
um almenna
verslun og þjón-
ustu þannig að
hver og einn
megi ráða því
sem fram fer
inni á sínum
stað. Sú er alls
ekki raunin.
Sjálfur rek ég
litla jógastöð. Ef
sturturnar eru ekki nægilega
hreinar getur Heilbrigðiseftirlitið
sent mér áminningu. Ef klóakið er
opið og rennur yfir mitt gólfið
geta þeir lokað stöðinni. Ekki að
mig langi til að hafa opið klóak, ég
legg mig fram um að hafa hreint
fyrir mína viðskiptavini. Málið
snýst hins vegar um það að ég
ræð ekki öllu sem ég geri í mínu
eigin fyrirtæki ef ég ætla að bjóða
upp á þjónustu fyrir almenning.
Til eru ótal reglugerðir um hrein-
læti, t.d. við framleiðslu og fram-
reiðslu matvæla. Einnig má nefna
reglur um brunavarnir, verðmerk-
ingar og margt fleira. Til þess að
geta boðið upp á þjónustu þarf að
fara eftir ákveðnum reglum. Við
sem bjóðum slíka þjónustu ráðum
ekki öllu því sem gert er innan
okkar fyrirtækja. Því er með ólík-
indum að leyft sé að reykja á stöð-
um þar sem boðið er upp á þjón-
ustu við almenning. Óbeinar
reykingar hafa mun skaðlegri
áhrif á heilsuna heldur en opið
klóak, hár eða hor í matnum og
óhreinar sturtur. Alþingismenn
ættu því að sýna fullkomna sam-
stöðu með frumvarpi heilbrigð-
isráðherra ef þeir vilja standa við
allar aðrar takmarkandi reglu-
gerðir sem þeir hafa samþykkt á
þjónustuaðila hér á landi.
GUÐJÓN BERGMANN,
áhugamaður um tóbaksvarnir.
Heilbrigðiseftirlitið lokar
Frá Guðjóni Bergmann:
Guðjón Bergmann
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
UNDANFARIÐ hefur borið tals-
vert á umfjöllun í fjölmiðlum um
gildi hreyfingar fyrir almenning.
Sú umræða kemur ekki til af góðu
einu saman. Nútíma lifnaðarhættir
sem m.a. fela í sér meiri fæðu-
inntöku en orkubrennslu hafa því
miður leitt til þess að þjóðin er að
fitna. Börn og fullorðnir hreyfa sig
minna en áður og fylgikvillar
hreyfingarleysis hafa óhjákvæmi-
lega gert vart við sig hjá þjóðinni.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir
held ég að aldrei hafi verið jafn-
margar líkamsræktarstöðvar
reknar og nú og
aðsóknin í þær
virðist ágæt.
Þversögnin ligg-
ur í því að á
sama tíma og við
ætlum að taka
okkur á og hefj-
um þjálfun í lík-
amsræktarstöð
með nauðsyn-
legri aðstoð
einkaþjálfara, minnkum við það
sem áður kallaðist eðlileg hreyfing
frá einum stað til annars þá oftast
á tveimur jafnfljótum. Við keyrum
á okkar einkabílum upp að dyrum
í líkamsræktinni, keyrum börnin í
skólann, á íþróttaæfinguna/
keppnina o.s.frv. Hvers vegna nýt-
um við ekki þau tækifæri sem við
höfum til líkamsræktar í nánasta
umhverfi okkar? Í stað þess að
fara með börnin í gæslu fyrir
framan myndbandstækið í rækt-
inni væri kannski möguleiki að
fara út með börnunum á snjóþotu,
út að ganga, í sund eða út að
hjóla. Aðstaða til útiveru hefur
batnað til muna undanfarin ár
með tilkomu fjölmargra göngu-
stíga innan og rétt utan við borg-
armörk. Auðvitað mætti enn bæta
og nægir þar að nefna fjölgun
hjólreiðarstíga til að auðvelda al-
menningi að komast um hjólandi.
Við erum líka stöðugt minnt á
nýjungar í heilsurækt og hvernig
við getum haldið okkur í formi.
Nýjar aðferðir skjóta upp koll-
inum samhliða nýjum megrun-
arkúrum. Nýjasta bólan varðandi
þjálfun er líkamsrækt fyrir ung-
börn, frá móðurkviði og upp að 6
ára aldri. Öll viljum við veita
börnum okkar það besta, en hvað
er það besta? Samkvæmt blaða-
grein sem birtist nýlega í Morg-
unblaðinu er lausnin líkamsrækt.
Þjálfun til að örva heilafrum-
urnar, ekki bara til bættrar
hreyfigetu heldur líka til betri fé-
lagsþroska og aukinna námshæfi-
leika. Gengur viðmælandi blaðsins
svo langt að segja að sannað hafi
verið að hreyfimeðferð í frum-
bernsku geti haft góð áhrif á
lestrar- og skriftarhæfileika síðar
meir. Svipaðar kenningar voru
áberandi hér á Vesturlöndum fyr-
ir nokkuð löngu en mér vitanlega
hefur aldrei verið vísindalega
sýnt fram á þetta orsaka-
samhengi. Staðhæfingar sem
þessar geta hinsvegar auðveld-
lega aukið á sektarkennd og
þrýsting á foreldra um að standa
sig betur í uppeldishlutverkinu.
Að sjálfsögðu tel ég mikilvægt að
börn fái örvun til hreyfingar en
held samt ekki að það sé nauð-
synlegt að kaupa þjálfunarkort á
líkamsræktarstöð fyrir nýbura.
Ungbörn hafa þörf fyrir ró, um-
hyggju, hlýju, athygli, næringu,
hvíld, stöðubreytingar en umfram
allt annað náin tengsl við sína
nánustu (oftast foreldra). Í flest-
um tilfellum þróast samband for-
eldra í takt við þroska og aldur
barnsins og ekki er þörf á aðstoð
utanaðkomandi í þeim efnum. Sé
hinsvegar um frávik að ræða ætti
íslenskt heilbrigðiskerfi að vera
vel í stakk búið til að veita faglega
aðstoð eftir þörfum. Augu fagfólks
hafa undanfarið beinst meira að
eldri börnum sem komin eru á
skólaaldur og eyða miklum tíma
fyrir framan mismunandi skjái. Á
sama tíma greina skólastjórn-
endur frá því að flest forföll séu
tilkynnt af foreldrum í íþróttatím-
um skólanna. Auðveldara virðist
vera að fá börnin til að æfa sig ef
keypt er einkaþjálfun á líkams-
ræktarstöð.
Ég tel mikilvægt að við sem er-
um fagfólk í hreyfingu, íþrótta-
kennarar og sjúkraþjálfarar,
styðjum og örvum almenning,
bæði börn og fullorðna, til að nýta
sér þá fjölmörgu möguleika sem
við höfum til heilbrigðrar útiveru
og hreyfingar. Alist börn upp við
slíkar aðstæður leiðir það vonandi
til þess að þau temji sér slíka lifn-
aðarhætti síðar meir. Svo lærir
barnið sem fyrir því er haft.
GUÐBJÖRG
EGGERTSDÓTTIR,
Heiðarási 1,
110 Reykjavík.
Hvernig örvun þarf ungviðið?
Frá Guðbjörgu Eggertsdóttur:
Guðbjörg
Eggertsdóttir
Eldaskálinn
Brautarholti 3
105 Reykjavík
Sími: 562 1420
www.invita.com
Komdu á hönnunarsýninguna á
4. hæð Perlunnar sem opin er
alla daga frá 2. febrúar til 2. mars.
KIRKJUGARÐAR REYKJAVÍKUR
Veistu hvernig þjónustubyggingar í Gufuneskirkjugarði verða
í framtíðinni?