Morgunblaðið - 26.02.2005, Page 44
44 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Anna AðalbjörgSigfúsdóttir
fæddist í Bergholti á
Raufarhöfn 27. októ-
ber 1945. Hún lést á
líknardeild Landspít-
ans í Kópavogi 21.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigfús Krist-
jánsson, f. á Rifi á
Melrakkasléttu 31.
júlí 1897, d. 10. júní
1968, og Sigríður
Sveinbjörnsdóttir, f.
á Þórshöfn á Langa-
nesi 30. maí 1914, d.
18. janúar 1997. Systkini Önnu
eru Þórdís Vilborg, f. 10.9. 1936,
Gerður, f. 6.6. 1939, d. 27.3. 2004,
Bára, f. 8.7. 1940, Kristján, f. 13.9.
1944, Hreinn 19.10. 1947, Þór-
katla, f. 14.9. 1948, Sigfús, f. 27.1.
1952, Ævar, f. 26.8. 1953 og Berg-
þór, f. 9.8. 1954. Bræður Önnu
samfeðra eru Gunnar, f. 31.5.
1931, Sveinbjörn, f. 31.5. 1932, d.
13.11. 1999, og Dagbjartur, f.
11.9. 1933.
Anna giftist 24.12.
1965 Pétri Valdi-
marssyni frá Varma-
dal í Vestmannaeyj-
um, f. 20.6. 1942, d.
19.12. 2004. Börn
Önnu og Péturs eru:
1) Margrét, f. 20.10.
1965, maki Ingiberg-
ur Óskarsson, f.
1963. Synir þeirra
eru Óskar Pétur, f.
1993, og Stefán Örn,
f. 1995. Dóttir Mar-
grétar og Ólafs Ás-
mundssonar, f. 1961,
er Björg, f. 1984. 2) Sigfús Pétur,
f. 11.7. 1968, maki Salome Ýr Rún-
arsdóttir, f. 1978, dóttir þeirra er
Súsanna Sif, f. 2003. 3) Valdimar
Helgi, f. 31.8. 1976, maki Anna
Valsdóttir, f. 1977.
Anna vann ýmis störf en lengst
af vann hún í fiskvinnslu.
Útför Önnu fer fram frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum í dag og
hefst athöfnin klukkan 10.30.
Elsku mamma, það er sárt til þess
að vita að þú sért farin frá okkur.
Þú varst alltaf svo dugleg og bjart-
sýn á lífið og svo ákveðin í að láta þér
batna og ef þú varst spurð: „Hvernig
hefur þú það, Anna mín?“ Þá sagðir
þú alltaf: „Ég hef það fínt.“ En ef þú
fannst eitthvað til þá sagðir þú: „Það
lagast á morgun.“ Þið pabbi voruð
svo samrýnd og þegar hann veiktist í
ágúst í fyrra, þá kom eitt áfallið enn,
þú að berjast í þínum veikindum og
hann líka. Þetta tók stuttan tíma hjá
elsku pabba, hann var farinn upp til
Guðs í desember. Enn og aftur sýnd-
ir þú þinn ótrúlega viljastyrk og
varst svo dugleg, sterk og ákveðin í
að berjast áfram, en vegir Guðs eru
órannsakanlegir og einhverja hluta
vegna vildi hann fá þig til sín og hafa
ykkur pabba saman, þið voruð jú
gefin saman að eilífu og það stendur
hjá ykkur.
Elsku mamma, við vorum miklar
vinkonur og er missir minn mikill og
kem ég til með að sakna þín, þú varst
alltaf boðin og búin til aðstoðar ef
okkur langaði að skreppa eitthvað til
útlanda saman, þá komst þú og varst
með börnin fyrir okkur. Þú hafðir
gaman af því að vera með þau og
kenndir þeim margt. Þær eru
ógleymanlegar allar þær stundir,
sem við áttum saman í sumarfríun-
um okkar.
Elsku mamma, þú varst alltaf svo
fín og sæt, nú ertu komin til pabba,
Gerðu frænku og allra okkar ástvina
sem við erum búin að missa.
Við vonum, mamma, að þér líði vel
þar sem þú ert og sért verndarengill
okkar sem eftir erum.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hvað allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín
elsku góða mamma mín.
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefir eflst við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín.
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærustu blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinn,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Árni Helgason.)
Þín dóttir
Margrét og Ingibergur.
Elsku mamma og tengdamamma.
Það sem okkur finnst lífið ósann-
gjarnt, rétt tveir mánuðir síðan við
vorum að kveðja pabba og afa. Við
vorum svo viss um að þú myndir vera
með okkur lengur, þú varst svo
bjartsýn og dugleg, ætlaðir þér svo
margt. Þú varst búin að tala um að
koma til Vestmannaeyja fljótlega og
það varð, bara ekki eins og við vorum
búin að tala um.
Elsku mamma mín, ég sakna þín
svo sárt. Það hefur stækkað svo
skarðið í hjarta mínu því nú vantar
svo mikið. En nú ertu komin til hans
pabba og ég veit að hann tók vel á
móti þér eins og honum einum var
lagið. Ég sakna ykkar svo mikið. Allt
sem mig langar að þakka þér fyrir,
elsku mamma mín, þú varst alltaf
svo góð og alltaf hægt að fá góð ráð
hjá þér og þurfti ég ekki alltaf að
biðja um það, þú þekktir mig svo vel,
elsku mamma mín. Þegar ég keypti
Nýja Berg þá skipti það þig svo
miklu að þar væri fínt og komstu
með allt mögulegt svo allt væri nú
fínt. Þú skildir samt ekki alveg af
hverju blóm sem þú náðir ekki að
hafa döfnuðu svo vel hjá mér.
Þær eru svo margar minningarnar
sem ég á um þig, elsku mamma mín,
ég sakna þín svo sárt. Þú varst okkur
öllum til fyrirmyndar, hugarfar þitt
var okkur svo mikill styrkur. Þú
sagðir alltaf að þú og pabbi hefðuð
ákveðið að vera sterk og það varstu,
elsku mamma mín. Ekki mun líða sá
dagur að ég hugsi ekki til þín, elsku
mamma, þú varst mér svo mikið.
Guð veri með þér og vonandi hafið
þið það nú gott saman.
Elsku Anna mín, ég sakna þín svo
mikið. Þetta er svo óréttlátt, en sagt
er að Guð leggi ekki meira á menn en
þeir þoli og ég ætla að reyna að taka
þig mér til fyrirmyndar og vera
sterk en þetta er bara svo erfitt, það
vantar svo mikið. Elsku Anna mín,
ég vil þakka þér allt saman, þú tókst
mér sem þinni eigin dóttur, bara að
tíminn hefði verið lengri með þér,
elsku Anna mín. Það er okkur hugg-
un að nú eruð þið saman á ný og ykk-
ur líður vel.
Takk, elsku Anna.
Þinn sonur
Sigfús Pétur og Salome.
Elsku mamma og tengdamamma.
Það er erfitt að kveðja þig nú, það
er svo stutt síðan við vorum í þessum
aðstæðum. Við vorum sannfærð um
að þú ætlaðir að bíða þangað til
stelpan fæddist en þú fékkst greini-
lega engu ráðið um það. Það er erfitt
að sjá tilganginn með þessu öllu
saman, en nú líður þér betur og þið
pabbi eruð sameinuð á ný. Við eigum
margar góðar minningar um þig sem
við geymum í hjörtum okkar.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Valdimar og Anna.
Elsku amma, við söknum þín svo
mikið, þú varst alltaf svo góð við okk-
ur. Okkur fannst svo gaman að koma
til ykkar afa á lundapysjuveiðar og
hjálpa ykkur í garðinum, við fengum
alltaf svo góð verðlaun fyrir. Nú ert
þú komin til afa og ykkur líður vel.
Oft vonir bregðast vilja
oss veitir þungt að skilja
guðs voldugt vísdómsráð.
Þú guð sem gleði vekur
þú gefur og þú tekur,
en öll þín stjórn er einskær náð.
(Guðríður Þóroddsdóttir.)
Takk fyrir allt, elsku amma, hvíl í
friði.
Litlu strákarnir þínir
Óskar Pétur og Stefán Örn.
Elsku Anna systir og mágkona,
það er erfitt að setjast niður og
skrifa nokkur orð um þig. Það eru nú
ekki nema tveir mánuðir liðnir síðan
að þú kvaddir hann elsku Pétur þinn
og ekki áttum við von á að þurfa að
kveðja þig svona fljótt. Trúlega hef-
ur hann Pétur þinn verið búinn með
pallinn hinum megin og þú ákveðið
að fara til hans svo að hann yrði ekki
einn.
Þegar við lítum til baka og rifjum
upp árin, hversu gott var að koma til
þín, alltaf með bros á vör og hlýju í
hjarta, okkar yndislegu stundir sam-
an, þar sem var hlegið og gantast
einsog okkur einum var lagið, svo
ekki sé nú minnst á köku- og mat-
arhlaðborðin þín, kræsingar sem
aldrei gleymast.
Það er sárt að hugsa til þess að þú
verðir ekki hér á meðal okkar í októ-
ber til að fagna 150 ára afmælinu, þú,
kæra systir og mágkona, sextug, ég,
Hulda, fimmtug og hún Magga þín
fertug. En á okkar hátt munum við
allar fagna þessum tímamótum.
Þú varst alveg ótrúlega sterk og
yndisleg kona, hvernig þú tókst á
þessum veikindum ykkar Péturs
með þvílíku æðruleysi, dugnaði og
krafti. Þetta er búið að vera erfitt ár
hjá okkur öllum, en einhver er til-
gangurinn með þessu öllu saman,
sem við skiljum ekki.
Viljum við fjölskyldan mín þakka
þér fyrir allar þær stundir sem við
áttum saman, hvort sem var í Kefla-
vík eða í Vestmannaeyjum.
Að lokum viljum við biðja góðan
Guð að styrkja og halda verndar-
hendi yfir börnum þínum, tengda-
börnum og ömmubörnum, og þá ekki
síst litla ófædda ömmubarninu sem
von er á í næsta mánuði. Með hlýhug
og þakklæti í hjarta okkar fyrir allt
og allt kveðjum við þig, elsku Anna.
Við eigum eftir að sakna þín og Pét-
urs mikið.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hinsta kveðja,
Bergþór, Hulda og
fjölskylda, Njarðvík.
Elsku frænka, þá er komið að
kveðjustund. Fyrir aðeins tveimur
mánuðum kvöddum við hann Pétur
þinn. Þvílíkt æðruleysi sem þú sýnd-
ir þá, huggaðir okkur öll með orðum
sem greypt eru í huga mér: „Bara að
vera glöð.“ Það fólst svo mikið í þess-
um orðum. Og nú hefur hann Pétur
þinn tekið á móti þér og ég sé ykkur
leiðast inn í sólarljósið, þar sem allt
er bjart og engar þrautir lengur.
Minningarnar um þig eru svo marg-
ar allt frá því að ég man fyrst eftir
mér. Þetta eru mér dýrmætar minn-
ingar sem ég ætla ekki að fara að
telja upp hér, en verða vel geymdar í
hjarta mínu. Ég kveð þig elsku
frænka að sinni, takk fyrir allt.
ANNA AÐALBJÖRG
SIGFÚSDÓTTIR
Elsku amma mín,
mig langar til að
minnast þín í fáum
orðum. Fyrstu minn-
ingar mínar tengjast sveitinni þeg-
ar ég var hjá þér, afa og frænda í
Tröðum. Þú varst mér alltaf svo
góð. Ég vissi að þú værir orðin
mikið veik undir það síðasta og hef-
ur örugglega verið hvíldinni fegin.
Þegar ég fékk fréttina um andlát
þitt brá mér samt sem áður og ótal
minningar komu upp í hugann.
Oft sat ég hjá þér í eldhúsinu en
þar var alltaf hlýtt og notalegt, þú
varst eitthvað að sýsla og ég malaði
út í eitt.
Stundum sagðir þú mér sögur
um lífið í gamla daga, já þetta voru
góðar stundir.
Hvað það var mikill heiður að fá
þig til að líta upp frá verkum og
fara með mér á hestbak, þá varst
þú ýmist á Stjarna eða Berki en
það voru þínir hestar, öskuviljugir
gæðingar. Einhverju sinni sagðir
þú við mig að þegar ég yrði orðin
ellefu ára mætti ég fara á bak
Berki. Ég beið því með mikilli eft-
irvæntingu eftir ellefu ára afmæl-
inu mínu.
Kýrnar voru í miklu uppáhaldi
hjá þér og man ég varla eftir því að
þú þyrftir að byrsta þig við þær
þegar þú varst að mjólka. Þær
báru virðingu fyrir þér eins og aðr-
ir. Þú taldir að það hefði litla þýð-
ingu að skeyta skapi sínu á dýrum
þó þau væru með einhverja óþekkt.
Dýrin voru vinir þínir og þú um-
gekkst þau í samræmi við það.
Þegar ég kom í Traðir á veturna
var alltaf svo gaman þegar kind-
urnar voru látnar út til að beita sér
í fjöruna og vinkonur þínar þær
Mjöll, Litla-Kolla og Hnýfla komu
við á hlaðinu hjá þér til að fá eitt-
hvert góðgæti. Eftir göngur á
haustin fengu hestarnir að vera á
heimatúninu og þeir vissu vel hvar
þeir ættu von á góðgæti. Með Bleik
í fararbroddi komu þeir í heimsókn
til þín, Bleikur opnaði og rak höf-
uðið inn um forstofudyrnar og þú
tókst á móti þeim með rúgbrauði
og kjassi. Ekki veit ég hvort þú eða
hestarnir nutuð þessara heimsókna
meira en það var augljóst að þetta
voru vinafundir. Börn og dýr löð-
uðust að þér alla tíð.
Ég er innilega þakklát fyrir þær
stundir sem ég átti með þér elsku
amma, megir þú hvíla í friði.
Halla Eygló.
Nú er blessunin hún Kata búin
að fá hvíldina, heilsan var orðin svo
slæm að hvíldin hefur verið henni
kærkomin. En við sem þekktum
Kötu og eftir lifum söknum hennar
og minnumst hennar með hlýhug.
KATRÍN
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Katrín Guð-mundsdóttir
fæddist á Ísleifsstöð-
um í Hraunhreppi
19. september 1918.
Hún lést á Dvalar-
heimili aldraðra í
Borgarnesi 14. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Borgarnes-
kirkju 22. febrúar.
Við Kata vorum ná-
grannar í áratugi og
því lengur sem kynni
okkar voru, því nánari
urðu þau þegar við
kynntumst fyrst var
Kristín tengdamamma
hennar orðin alveg
rúmliggjandi og var í
skjóli þeirra hjóna og
Hallbjarnar sonar
síns. Mér er minnis-
stætt hve hugulsöm og
natin Kata var við
gömlu konuna og
endalaust þolinmóð.
Hún Kata lét ekki fara
mikið fyrir sér en hún var samt
dugnaðarforkur sem aldrei féll
verk úr hendi. Natni hennar og ná-
kvæmni í fjósinu meðan kýrnar
voru enn til í Tröðum, var til fyr-
irmyndar enda voru kýrnar hennar
yndi. Ekki fyrir það, öllum sýndi
hún natni hvort heldur voru menn
eða dýr.
Helga manni sínum var hún stoð
og stytta, og dætrum sínum góð
móðir. Kata var húsmóðir með
stóru H-i. Hún lagði metnað í að
allt væri hreint og fágað og mynd-
arskapurinn í eldhúsinu var meiri-
háttar. Alltaf var kaffiborðið hjá
henni hreinasta veisla. Kata var
alltaf svo róleg og yfirveguð að það
var hreinasta hvíld að hitta hana.
Við Kata áttum sameiginlegt
áhugamál, sem var garðrækt, hafði
hún komið upp yndislegum reit hjá
íbúðarhúsinu, við erfiðar aðstæður,
saltrok frá sjónum o.fl.
Margar góðar minningar á ég
um Kötu, sem mun ylja mér um
ókomin ár.
Samhryggist ég Hallbirni og
dætrum Kötu.
Saknaðarkveðjur,
Sonja Ísafold frá Laxárholti.
Við systkinin frá Laxárholti
minnumst Kötu í Tröðum, með
mikilli hlýju.
Það var svo notalegt að koma í
eldhúsið til Kötu, það var svo bjart
og hreint. Fá að setjast á bekkinn í
borðkróknum og veitingarnar voru
ekki af verri endanum, yfirleitt átti
hún smákökur í boxi, lagtertur og
svo var smurt brauð og fór það vel í
okkur sísvanga krakkana.
Ekki vantaði hugulsemina, ef við
vorum send einhverra erinda, í
slæmu veðri og vorum blaut í fætur
eða með blauta vettlinga, þá voru
plöggin sett á ofn svo þau voru
þurr þegar lagt var af stað heim.
Hún Kata var yndisleg kona, hún
gaf sér tíma til að tala við okkur
krakkana eins og jafningja, um
daginn og veginn, um fuglana, ærn-
ar, blóminn, garðinn, bátana og
sjóinn. Hún hafði þessa mjúku
rödd og æsti sig aldrei.
Aldrei talaði hún illa um nokkurn
mann heldur fann hún öllum ein-
hverjar málsbætur. Kynni okkar
við Kötu gáfu okkur öllum svo mik-
ið og mun seint gleymast.
Kveðjum við Kötu með söknuði.
Systkinin frá Laxárholti.
Nína, Anna,Valur,
Unnsteinn, Sólveig og Silja,
börn Sonju Ísafoldar og
Jóhanns Lárussonar.
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
LEIFS KRISTINS GUÐJÓNSSONAR.
Áslaug Garðarsdóttir,
Finnur Leifsson, Hildur Kristín Helgadóttir,
Birna Bjarnadóttir,
Þorbjörg Rós Bjarnadóttir, Anders Fogelberg,
barnabörn og barnabarnabarn.