Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðni FriðþjófurPálsson fæddist í
Þingholti í Vest-
mannaeyjum 30.
september 1929.
Hann lést í Heilbrigð-
isstofnun í Vest-
mannaeyjum 18.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Þórsteina Jóhanns-
dóttir, f. 22.1.1904, d.
23.11. 1991 og Páll
Sigurgeir Jónasson,
f. 8.10. 1900, d. 31.1.
1951. Börn þeirra,
auk Guðna, eru: Em-
il, f. 1923, d. 1983; Jóhann, f. 1924,
d. 1925; Kristinn, f. 1926, d. 2000;
Þórunn, f. 1928; Jón, f. 1930, d.
2004; Margrét, f. 1932; Kristín, f.
1933; Hulda, f. 1934, d. 2000; Sæ-
vald, f. 1936; Hlöðver, f. 1938;
Birgir, f. 1939; Þórsteina, f. 1942
og Emma, f. 1944.
Hinn 3. október 1959 kvæntist
Guðni Ágústu Guðmundsdóttur,
frá Saltabergi í Vestmannaeyjum,
f. 5.1. 1937. Foreldrar hennar
voru Sigríður Haraldsdóttir frá
Garðshorni, f. 29.6. 1916, d. 17.2.
1993 og Guðmundur Óskar Ólafs-
son frá Arnardrangi, f. 14.6. 1914,
d. 18.3. 1981. Fósturfaðir Jón
Hlöðver Johnsen frá Suðurgarði í
Vestmannaeyjum, f. 11.2. 1919, d.
10.7. 1997.
Börn Guðna og Ágústu eru: 1)
Hlöðver Sigurgeir, f. 23.2. 1957,
börn hans og Ernu
Andreasen, f. 5.12.
1962, eru Bjarki, f.
12.10. 1984, unnusta
Rakel Gísladóttir, f.
12.8. 1983 og Ásta, f.
7.2. 1991. Sambýlis-
kona Hlöðvers er
Ólöf Guðmundsdótt-
ir, f. 2.9. 1960, dóttir
þeirra er Sigríður, f.
7.1. 1999. Synir Ólaf-
ar eru Fannar, f.
12.9. 1985 og Ísak
15.7.1989. 2) Ólafur
Óskar, f. 21.5. 1959.
3) Sigríður Ágústa, f.
25.9. 1960, synir hennar eru Vikt-
or Smári, f. 9.3. 1984 og Ásgeir
Emil, f. 15.4. 1997. 4) Viktor Frið-
þjófur, f. 6.6. 1965, sambýliskona
hans er Hulda Sumarliðadóttir, f.
7.1. 1971. Sonur þeirra er Guðni
Friðþjófur, f. 3.3. 2003, sonur
Huldu er Róbert Emil, f. 7.9. 1996.
Guðni fór ungur á sjó með föður
sínum, var matsveinn á Dranga-
jökli og Tungufossi. Hann starf-
rækti kjötvinnslu í rúm 15 ár í
Vestmannaeyjum, matsveinn í
mötuneyti Vinnslustöðvarinnar,
Herjólfi, Vestmannaey og ýmsum
öðrum bátum. Síðustu ár starfaði
hann sem matsveinn á Dvalar-
heimilinu Hraunbúðum í Vest-
mannaeyjum.
Útför Guðna fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Kveðja
frá eiginkonu.
Í dag kveðjum við elskulegan föð-
ur okkar. Pabbi var afskaplega ljúfur
og skemmtilegur. Alltaf léttur í lund
og stutt í grín og glens. Hann var eld-
klár kokkur og vann alla sína ævi við
eldamennsku og matreiðslu. Einnig
var hann með kjötvinnslu um tíma.
Það voru ófáar stundirnar sem við
áttum með honum þegar hann sá um
mötuneytið í Vinnslustöðinni.
Þar unnu með honum nokkrar
skemmtilegar konur og ekki nóg með
að þar væri matreiddur frábær og
fjölbreyttur hollur matur heldur
einnig frábærir brandarar og sögur.
Þar var mikið grín og glens. Þetta
fylgdi honum alltaf, léttur og
skemmtilegur vinnuandi, um borð í
Herjólfi, Vestmannaey og á Hraun-
búðum og hvar sem hann var með
sínum félögum. Pabbi sá oft um að
útbúa mat fyrir stórar veislur og um
árabil kom saman heill her af Þing-
holturum og vinum til að framreiða
og útbúa mat í fermingarveislur í
Vestmannaeyjum. Þá var oft gaman
að fylgjast með Þingholtssystkinum
vinna saman og sjá hvernig þetta
varð allt einn leikur og allsherjar
skemmtun.
Pabbi var mikið fyrir músík og
hlustaði mikið á gamla rokkið og big
band músík. Hann spilaði ágætlega á
píanó og átti skemmtara sem hann
gat gleymt sér við á kvöldin og þá var
oft tekin mikil sveifla og boogie woo-
gie. Hann var einnig góður dansari
og klár í tjútt og rokkdönsum. Hann
átti það til ásamt Tótu systur sinni að
sýna okkur hvernig á að dansa og
tjútta.
Vinir okkar systkina voru alltaf
meira en velkomnir inn á heimili for-
eldra okkar og horfði stundum til
vandræða þar sem pabbi var svo
skemmtilegur að erfitt gat verið að
ná vinunum út. Þegar kom að
þjóðhátíð eða áramótum og við með
vini í heimsókn virtist ekkert mál
fyrir pabba og mömmu að útbúa dýr-
indis veislu, humarsúpu og kalkún,
smá Freyjukaffi eða Royal Irish.
Vinir okkar halda tryggð við foreldra
okkar og heimsækja þau þó svo við
séum flutt að heiman.
Heilsan fór að gefa sig fyrir um
fimm árum. Hann missti hæfileikann
til að dansa og spila músík. Það
fannst honum leitt.
Síðustu dagana höfðum við setið til
skiptis hjá honum á Heilsugæslu-
stofnun Vestmannaeyja. Aðfaranótt
18. febrúar fengum við hringingu um
að heilsu hans hefði hrakað mikið og
stutt eftir. Himinninn var stjörnu-
bjartur, norðurljósin dönsuðu á
himninum og tunglið hékk gult yfir
Eiðinu. Falleg glitský mynduðust
síðan á austurhimni undir morgun.
Það kom okkur ekki á óvart að sjá
slíkt veðurfyrirbæri sem er afar
sjaldgæft á Suðurlandinu. Það var
honum til heiðurs. Eitt af hans
áhugamálum var að spá í himinhvolf-
ið og skýin. Hann vissi alltaf hvernig
veðrið yrði næstu daga. Það var
greinilegt að það var verið að und-
irbúa komu hans.
Daginn eftir voru litlu börnin okk-
ar að tala saman um hvað það væri
komið gott veður, eins og sumarið
væri komið. Þau voru með það á
hreinu hvers vegna. Það var vegna
þess að afi var kominn upp til Guðs
og fyrst þegar maður kemur þangað
fær maður alltaf að ráða veðrinu.
Elsku pabbi, takk fyrir dansinn,
veislurnar, tónlistina og allt.
Við viljum færa starfsfólki og
læknum á Heilsugæslustofnuninni í
Eyjum bestu þakkir fyrir frábæra
umönnum í veikindum pabba okkar.
Hlöðver, Ólafur,
Ágústa og Viktor.
Elsku tengdapabbi, nú þegar ég
kveð þið með söknuði minnist ég
þeirra góðu stunda sem við áttum
saman
Mér þótti svo gott þegar ég kom í
fyrsta sinn á heimili ykkar hjóna í
júní 2002. Þið tókuð mér, syni mínum
og allri minni fjölskyldu opnum örm-
um og fann ég strax að ég væri orðin
partur af góðri fjölskyldu.
Mér þótti svo gott að sjá hve stolt-
ur þú varst þegar þið komuð til okkar
Victors í Hafnarfjörðinn þegar Guðni
Friðþjófur fæddist. Hann varð strax
afastrákur og gat glatt þig svo mikið.
Þegar ég flutti svo hingað til Vest-
mannaeyja 2003 var svo gott að
koma upp á Smáragötu til ykkar og
þiggja kaffi og spjalla saman. Þið
hjálpuðuð mér oft í gegnum ein-
manaleikann þegar Victor var á sjó.
Þó að viðkynni okkar hafi ekki ver-
ið löng eru minningarnar mér mjög
kærar.
Ég vil þakka fyrir þann tíma sem
við áttum saman og mun minnast þín
með þakklæti og virðingu.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Blessuð sé minning þín.
Þín tengdadóttir
Hulda Sumarliðadóttir.
Minn ástkæri afi, nú ertu farinn og
það er hlutur sem ég hefði helst ósk-
að að aldrei myndi gerast. Ég vildi að
ég væri ennþá 6 ára, sitjandi við hlið-
ina á þér spilandi með þér á orgelið.
Skrítið hvað minningarnar hrannast
upp þegar maður getur ekki búið til
fleiri með þér. Mér fannst alltaf svo
æðislegt að koma í heimsókn til þín
þegar þú varst að vinna sem kokkur
á elliheimilinu og fá að gera hjá þér
sjeik. Við eyddum fullt af tíma þar
saman og þegar þú hættir fannst
mér það svo skrítið, maður var svo
vanur að líta við í heimsókn. Ég
meira að segja hélt að allir á elliheim-
ilinu myndu deyja úr hungri fyrst að
þú værir ekki þarna til að elda ofaní
þau. Ég leit alltaf á þig sem einhvern
ofur-afa sem gæti allt og vissi allt.
Alltaf endalausar sögur hjá þér hvað
þú byrjaðir snemma á sjó sem ungur
peyi. Rosalega er skrítið að þurfa að
rifja allt þetta upp og skrifa, tekur
mjög mikið á, elsku afi minn. Ég vildi
að þú sætir hérna við hliðina á mér
og við værum báðir að rifja upp þess-
ar stundir, allar veiðiferðirnar sem
við fórum niður á bryggju á rauða
gamla bílnum. Svo myndum við
syngja Danska lagið svona í seinasta
skiptið. En það sem huggar mig er
það að ég veit að þú ert á betri stað
en ég. Þér mun líða mjög vel þarna,
getur spilað á orgelið eins og þig lyst-
ir og hlustað á bestu djasstónlistina.
Nei, þér mun sko ekki leiðast. Líka
fyrst að þú ert kominn þangað þá
verður þú örugglega settur sem yf-
irkokkur, alveg pottþétt. Eldar ofaní
allt liðið. Þú verður alveg ómissandi,
alveg eins og hér heima. Mér finnst
ég vera heppnasti strákur í heimi, þú
varst afi minn, ég gæti aldrei hætt að
monta mig af því, yrði aldrei leiður á
því. Þú varst alltaf svo kátur og það
var aldrei neitt að. Ég mun sakna þín
rosalega, elsku afi minn. En ég veit
að þú kemur og vitjar mín í draum-
um, lætur mig vita hvernig þér líður
og hvernig allt gengur þar sem þú
ert. En í hjarta mínu ertu aldrei far-
inn, þú verður ávallt hjá mér, segir
mér sögur um þig.
Guð geymi þig og farðu vel með
þig, elsku afi minn.
Bjarki Hlöðversson.
Alveg síðan afi fékk heilablóðfall
árið 2000 fór ég að hafa miklar
áhyggjur af honum. Hvernig býr
maður sig undir það að missa fjöl-
skyldumeðlim? Það er alltaf jafn erf-
itt. Þegar ég bjó í Reykjavík og
stundaði nám við Iðnskólann þar
mátti ég ekki heyra heimasímann
hringja, þá óttaðist ég að mamma
væri að tilkynna mér að afi væri far-
inn. Ég get verið feginn því að það
gerðist þegar ég var fluttur heim aft-
ur og ég var búinn að hitta hann
meira. Samt finnst mér eftirá að ég
hafi ekki verið nógu duglegur að
hitta hann ef ég miða við þegar ég
var yngri. Þá vorum við óaðskiljan-
legir og ég var stundum kallaður
skugginn hans. Alltaf þegar afi var í
landi var ég límdur við hann hvert
sem hann fór. Þegar hann var að
kaupa inn kost fyrir bátinn sem hann
var á eða þegar hann var að fara upp
í gryfju með sorp úr búðinni hennar
ömmu. Einu sinni þegar hann var að
kaupa kost var einhver maður að
grínast í honum og kallaði hann
Guðna pulsu. Ég var gráti næst og
sagði manninum að það væri ljótt að
stríða. En ég vissi ekki betur þá, en
þetta var allt í gamni gert og afi var
skellihlæjandi. Á svona stundum eru
góðar minningar gulls ígildi.
Þar sem ég ólst upp án föður þurfti
mamma að vinna mikið til að sjá fyrir
okkur og þegar hún var í vinnu var
ég oft hjá ömmu og afa. Hjá þeim var
mitt annað heimili og ég man hve góð
þau voru alltaf við mig. Ég lærði
margt hjá þeim og þegar ég flutti að
heiman til að stunda framhaldsnám
sextán ára gamall gaf afi mér raf-
magnsrakvél sem ég nota enn. Það
er gott að vita af einhverjum sem
hugsar um mann. Ég er viss um að
þar sem afi er núna er hann að hugsa
um okkur öll og honum líður vel. Það
kæmi mér ekki á óvart að hann væri
að spila fjöruga djasstónlist á orgelið
eins og hann gerði oft fyrir mig eða
jafnvel dansandi eins og honum var
einum lagið með Tótu systur sinni.
Ég hef oft fengið að heyra sögur af
því.
Þegar ég skoða myndir af mér á
mínum yngri árum tek ég eftir að
það var alltaf stutt í brosið. Mér
fannst alltaf svo gaman að hjálpa afa.
En hversu mikil hjálp er í 6 ára
strák? Ekki mikil, en ég hafði nóg að
gera hvort sem það var að halda á
nagla eða sækja pensil og mér fannst
ég vera að gera hluti sem skiptu
miklu máli. Afi lét mér líða þannig en
síðustu ár gat afi ekki gert mikið og
treysti hann þá mikið á hjálp mína og
okkar allra í kringum hann. Ég man
þegar ég fékk vini mína til að hjálpa
mér við að skrapa málningu af búð-
inni hennar ömmu. Það var eftir að
afi fékk heilablóðfallið. Hann hafði
misst niður talkunnáttu og alltaf þeg-
ar hann þurfti að ná sambandi við
okkur sagði hann bara „halló, halló“.
Ég og Bjarki getum enn hlegið að
þessu og þegar hann var að kalla á
litla bróður minn við aðrar aðstæður
sagði hann alltaf „Smári, Bjarki, Ás-
geir“ sem voru nöfn allra litlu strák-
anna hans. Einnig minnist ég þess
þegar afi kom í heimsókn til að segja
mér og Ásgeiri hvað Victor frændi
ætlaði að skíra son sinn. Ég gleymi
ekki brosinu og montinu sem var á
afa okkar. Hann hafði eignast barna-
barn sem heitir Guðni Friðþjófur.
Þessar minningar ylja.
Ég man þegar ég og afi fórum í
körfubolta þegar ég var lítill. Við vor-
um búnir að setja upp körfu í inn-
keyrslunni. Ég svaf alltaf hjá afa
þegar amma var í innkaupaferð er-
lendis. Það voru góðir tímar sem ég
mun aldrei gleyma. Við fórum í
körfubolta eftir kvöldmat ef það var
gott veður og skiptumst á skotum en
ég býst við að ég hafi verið frekari og
tekið fleiri skot. Ég man eftir því að
eldri stelpa en ég sagði við mig
nokkru síðar og var hún að tala um
körfuboltaleikina sem hún hafði séð
okkur tvo spila; „Voðalega áttu
skemmtilegan afa.“
Ég veit hver var besti afi í heimi,
hann var afi minn.
Viktor Smári.
Elsku afi minn. Ég elska þig. Það
var gaman að horfa á sjónvarpið með
þér og kúra í rúminu með þér. Það
var svo gott. Þú varst svo góður og
skemmtilegur við mig. Það var gam-
an þegar þú varst hjá mér. Mig lang-
ar að hafa þig hjá mér og það er gott
að þér líður vel núna hjá Guði. Ég
hugsa alltaf um þig þegar ég fer að
biðja með mömmu á kvöldin,
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ásgeir Emil.
Dagur er að kveldi kominn í lífs-
hlaupi Guðna Pálssonar mágs míns.
Hann hefur látið úr höfn í síðasta
skipti, nú til annarra vídda og á önn-
ur mið. Guðni lést 75 ára að aldri eftir
tiltölulega stutta sjúkdómslegu.
Í gegnum tíðina fannst manni
Guðni ekki eldast neitt, hann var allt-
af eins,þótt áratugirnir liðu og árin
færðust yfir. Meðan aðrir gránuðu
og fúnuðu, var hann alltaf eins og
unglamb, sléttur og felldur. Það
hefði ekki komið á óvart að Guðni
yrði hundrað ára. En svona er til-
veran, ekkert er sjálfgefið í henni
veröld.
Í minningunni sem barn, man ég
fyrst eftir Guðna sem glæsimenni,
þreknum og skörulegum. Þá rekur
mig minni til eitt skipti þegar systir
mín Dúddý og hann voru í heimsókn í
húsi foreldra minna og gauragang-
urinn og ólætin í mér helst til mikil
og sinnti ekki fyrirmælum um að
hafa mig hægan. Þá var það að Guðni
byrsti sig nokkuð hressilega við mig.
Mér dauðbrá og varð hálfskelkaður
við þennan jaka. Óttinn var þó óþarf-
ur því þarna fór ljúfmenni hið mesta.
Ungmenni seinni tíma tók hann á sál-
fræðinni við svipuð tækifæri þegar
gauragangurinn gekk úr hófi fram
og startaði þagnarkeppni meðal
krakkanna þar sem tekinn var tím-
inn hver gæti þagað lengst.
Guðni fór snemma til sjós, fyrst á
fraktskipum til Ameríku og Evrópu.
Mestan hluta starfsævi sinnar starf-
aði hann sem bryti, á fraktskipum og
fiskiskipum. Lengst var hann á skut-
togaranum Vestmannaey og Vest-
mannaeyjaferjunni Herjólfi. Þá sá
hann um árabil um mötuneyti
Vinnslustöðvarinnar og einnig um
tíma, önnur mötuneyti fiskvinnslu-
stöðva í Eyjum en mötuneyti Hraun-
búða, dvalarheimili aldraðra í Eyj-
um, var hans síðasti vinnustaður.
Guðni stjórnaði starfsfólki sínu með
ákveðni en lipurð og alltaf var stutt í
grínið og galsann og fátt heilagt í
þeim efnum. Um hríð upp úr 1960
starfrækti Guðni eigin kjötvinnslu og
þjónustaði margar verslanir í Eyjum
á þeim vettvangi. Í þann tíð ók Guðni
á bláum Opel station árgerð 1950 og
eitthvað, sem notaður var til út-
keyrslu á afurðum og einnig til heim-
ilisnota. Eitt af því sem ég gleymi
aldrei, var að upplifa þá stemningu
að setjast upp í Opelinn og finna ang-
an af reyktu kjöti og kjötfarsi í bland
við sætan vindlailm.
Guðni var hófsemdarmaður á vín
og tóbak. Áfengi notaði hann rétt til
að sýnast og vindlareykingarnar
voru svona pú út í loftið.
Eftir að Guðni hætti til sjós og hóf
störf í landi fékk hann betra tækifæri
til að vera samvistum með fjölskyldu
sinni og barnabörnum. Betri afa held
ég að þau hafi ekki getað hugsað sér.
Þau sem yngst eru og ófædd fá þó
örugglega að heyra hvað afi var flott-
ur.
Guðni var áhugamaður um veður-
far og var veðurglöggur eins og títt
er um þá sem sækja sjóinn. Þótt
hann sæi ekki lægðirnar nálgast eins
og Sæmundur heitinn í Draumbæ,
var hann skarpskyggn á veðrabrigði.
Ekki verður skilið við Guðna að
ekki sé minnst á áhuga hans á tónlist
og þá sérstaklega jazzi og swingi. Oft
þegar rennt var í hlað á Smáragöt-
unni hjá þeim Dúddý og Guðna, tóku
á móti manni þróttmiklir og breiðir
hljómar sveiflunnar úr gamla Yam-
aha orgelinu, Þá var minn maður í
essinu sínu.
Snyrtimennska var Guðna eðlis-
læg. Hvort sem það var í kringum
matseldina, heimilið, bílinn eða hann
sjálfan, allt var fágað og flott. Það
var undravert að sjá hann vinna við
GUÐNI FRIÐÞJÓFUR
PÁLSSON
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín,
svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Kveðja
Róbert Emil og
Guðni Friðþjófur.
Elsku afi minn. Mér finnst
leiðinlegt að þú ert dáinn.
Það var gaman þegar þú
varst hjá mér þó að þetta
hafi verið stuttur tími.
Ég hefði viljað hafa þig
lengur hjá mér og ömmu.
Ég bið Guð að geyma þig.
Sigríður Hlöðversdóttir.
HINSTA KVEÐJA