Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 48
48 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Það var árið 1987
sem Magnús hóf störf
hjá Hitaveitu Akureyr-
ar. Starf tæknifulltrúa
fyrirtækisins hafði
losnað sumarið 1987. Starfið var
auglýst og sóttu nokkrir vel hæfir
einstaklingar um það. Magnús varð
fyrir valinu og aldrei hef ég séð eftir
því vali og hefði ekki getað fengið
betri samstarfsmann. Magnús var
ungur þegar þetta var og það var
hann enn þegar óvættur sá sem
herjar á alltof marga og fellir langt
um aldur fram greindist hjá honum.
Það kom í hlut okkar Magnúsar
að koma ró á hlutina eftir nokkurn
óróa umhverfis hitaveituna. Þar
reyndist Magnús betri en enginn.
Hann var fastur fyrir en sanngjarn.
Tæknileg þekking hans var mikil og
leysti hann með ágætum þau vanda-
mál sem upp komu á því sviði hjá
hitaveitunni og arftökum hennar.
Magnús hafði gott lag á að stjórna
sínum mönnum og fann oftast lausn
á ágreiningi manna í milli. Sam-
starfsmenn Magnúsar hjá Norður-
orku munu sakna hans sárt.
Kynni okkar hjóna af Magnúsi og
fjölskyldu hans utan vinnu voru
mjög ánægjuleg. Eins og allir vita
sem þekktu Magnús var hans
stærsta áhugamál, að fjölskyldunni
frátalinni, skautaíþróttin. Að þessu
kvað svo rammt að jafnvel ég var
farinn að fylgjast grannt með á því
sviði. Ég held að ekki sé of djúpt í
árinni tekið þó því sé haldið fram að
endurreisn skautaíþróttarinnar á
Akureyri sé honum öðrum fremur
að þakka, að minnsta kosti hvað Ís-
hokkíið og byggingu Skautahallar-
innar varðar.
Við Katrín ferðuðumst oft með
þeim hjónum á bæði innanlands og
utan. Skemmst er að minnast mjög
skemmtilegrar ferðar sem við fórum
til Noregs í júní sl. Við voru þá sam-
an í frí nokkra daga og ferðuðumst
um í Sogni og Fjarðarfylki. Hittum
við þar Paolu sambýliskonu Arnald-
ar sonar þeirra. Hún fór með okkur
sem leiðsögumaður að jökulröndinni
við Josterdalsjökul. Þegar við kom-
um í sumarhúsið sem við deildum
með Magnúsi og Jóhönnu töluðum
við um að þetta hefði verið góður
dagur í norsku fjöllunum. Okkur
Magnúsi þótti þó leitað langt yfir
skammt að fara til Noregs að skoða
jökla.
Minningarnar eru margar og
munum við hjónin varðveita minn-
inguna um Magnús í huga okkar.
Kæra Jóhanna, Arnaldur, Andri
og Sigrún, missir ykkar er mikill og
enginn huggunarorð fá unnið á
sorginni. Ykkur og allri fjölskyldu
Magnúsar sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Katrín og Franz.
Hann Maggi Finns gekk hjá
heimili mínu á leið í skólann á ung-
lingsárum okkar og stöku samfylgd
varð að vináttu. Einkenni Magga
voru létt og skemmtilegt fas ásamt
sterkri rökhugsun. Við leiddumst
oft út í rökræður sem urðu stundum
að löngum þrætum þar sem upphaf-
ið gleymdist. Efnið var oftast tengt
vélum eða bílum en sjaldan heim-
speki. Þó man ég nótt eina í vina-
hópi, rökræðu um hver væru endi-
mörk alheimsins. Sú umræða dagaði
uppi þegar sól tók að skína yfir
Vaðlaheiði. Þegar ég kynntist
Magga bjó hann ásamt einstæðri
móður sinni og bróður sínum Árna í
Þórunnarstrætinu. Þeir bræður
voru miklir smekkmenn á tónlist;
MAGNÚS EINAR
FINNSSON
✝ Magnús EinarFinnsson fæddist
á Akureyri 21. júlí
1959. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri
sunnudaginn 13.
febrúar síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju
23. febrúar.
aðeins gæðarokk á
boðstólum eins og Pink
Floyd, Genesis, Steely
Dan og Bítlanir, oft
spilað á fullum styrk.
Snemma varð Maggi
iðinn við skautaíþrótt-
ina og hafði á tíðum
umsjón með skauta-
svellinu á gamla mal-
arvellinum, ásamt Jóni
Hjaltasyni, síðar sagn-
fræðingi. Maggi útveg-
aði þar tónlistina og
10cc sungu Ím not in
love yfir svellið á með-
an strákar með hvolpa-
vit eltu stelpur um ísinn og hrifsuðu
af þeim húfur og mönuðu í eltinga-
leik. Við höfðum ástríðu fyrir bílum,
gengum samdægurs í Bílaklúbb Ak-
ureyrar og vorum fljótt kosnir í
stjórn. Eitt sinn vildum við halda
sandspyrnukeppni og völdum fjöru
út með firði til þess. Að lokinni
fjöruskoðun heimsóttum við land-
eigendur á bæ í nágrenninu. Þeir
gáfu góðfúslega leyfi sitt fyrir
keppni með því skilyrði þó að við
snertum ekki rekaviðinn í fjörunni.
Það var lán að bæjardyrnar þar sem
þessir samningar fóru fram sneru
frá fjörunni. Í fjarlægð að húsabaki
steig myndarlegur reykmökkur til
himins. Hvatvísir höfðum við safnað
rekanum í hrúgu og lagt eld að áður
en við heimsóttum landeigendur.
Eftirfarandi textabrot af plötu
Pink Floyd var oft á fóninum hjá
Magga í Þórunnarstrætinu: For
long you live and high you fly/But
only if you ride the tide/And bal-
anced on the biggest wave/ You race
toward an early grave.
Ég kveð góðan dreng og votta Jó-
hönnu, börnum hans, móður og
bróður innilega samúð mína.
Ragnar S. Ragnarsson.
Það var mér mikið áfall að frétta
að Maggi væri látinn. Maðurinn sem
hafði veitt mér og öllum hinum
strákunum í hokkíinu svo mikinn
stuðning og gleði í gegnum árin.
Mér fannst alltaf eins og það væri
sérstakt samband á milli okkar
Magga. Hann hugsaði um mig nán-
ast eins og sinn eigin son t.d. í hvert
sinn er ég fór með barna- og ung-
lingaflokkum SA í keppnisferðir, þá
mætti Maggi með auka svefnpoka
því hann vissi að ég myndi gleyma
mínum, eins og alltaf. Við hokkíst-
rákarnir grínuðumst oft og töluðum
um hann sem guðföðurinn. Öllu
gríni fylgir einhver alvara og það
átti svo sannarlega við í hans tilviki.
Já, hann Maggi hugsaði sko vel um
SA-strákana sína.
Þetta og mörg önnur dæmi sem
ég gæti nefnt lýsa Magnúsi svo vel.
Alltaf að hugsa um aðra og gefa af
sjálfum sér. Svona gekk þetta fyrir
sig í heil 16 ár eða frá því ég var 10
ára og allt fram til dagsins í dag.
Ekki fyrir svo löngu ákvað ég að
fara til Danmerkur í nám. Eitt það
fyrsta sem ég gerði var að fara til
Magga og fá ráðleggingar. Það var
ekki að spyrja að því, mér var tekið
opnum örmum, kaffi og með því. Ég
var alltaf velkominn á heimili þeirra
hjóna og leið ávallt vel í návist
þeirra og ég veit að það var gagn-
kvæmt.
Án Magnúsar væri Skautafélag
Akureyrar ekki helmingurinn af því
sem það er í dag. Allt það starf sem
hann innti af hendi fyrir félagið og
félagsmenn, er ómetanlegt.
Ég var svo heppinn að geta kíkt í
heimsókn til þeirra hjóna um jólin
þar sem ég var staddur á landinu,
og þannig séð náð að kveðja hann.
Sérstaklega þótti mér vænt um að
geta kynnt son minn fyrir honum.
Ég á klárlega eftir að segja syni
mínum margar góðar sögur og
minningar af Magga.
Elsku Jóhanna, Arnaldur, Andri
og Sigrún. Ég og fjölskylda mín
sendum ykkur okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Þér að eilífu þakklátur,
Rúnar Freyr.
Maggi minn, mig langar að kasta
á þig kveðju í hinsta sinn og þakka
þér fyrir allt sem þú hefur fyrir mig
gert. Ég, líkt og svo margir aðrir ís-
hokkíspilarar, byrjaði snemma að
reiða mig á þig og þína leiðsögn.
Maður vandist því í upphafi keppn-
isferilsins að þú varst maðurinn með
svörin og lausnirnar, þú varst sá
sem dróst vagninn. Ég hélt áfram
að leita til þín með leiðsögn á full-
orðinsárum, þú hjálpaðir mér með
vinnu og þú hjálpaðir mér með að
sinna vinnunni og leysa það sem ég
gat ekki leyst. Ætli ég hafi nokkurn
tíma þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir mig fyrr en nú, og þá of
seint.
Þú tókst að þér ákveðið föðurhlut-
verk margra ungra hokkívillinga á
upphafsárunum og þrátt fyrir að ár-
in liðu þá má segja að hlutverkið
hafi viðhaldist og við vorum ansi
margir sem aldrei hættum að leita
til þín með ýmsar vangaveltur. Við
eyddum miklum stundum í að tala
um hokkí og ég átti það til að
hringja í þig á ótrúlegustu tímum til
þess eins að röfla um eitthvað hokkí-
tengt sem mér lá á hjarta, ég sakna
þess að geta það ekki lengur. Við
vorum ekki alltaf sammála um allt
og oft var þrætt og þrefað en á þeim
vígstöðvum varstu ekki auðveldur
viðureignar, en ég sakna þess samt.
Starf þitt fyrir Skautafélagið og
íþróttina í heild var ómetanlegt og
ég er ekki viss um að allir átti sig á
því hversu gríðarlega vinnu og tíma
þú lagðir í félagsstarfið. Hafðu þökk
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig, hafðu þökk fyrir samstarfið.
Að lokum votta ég fjölskyldu
Magnúsar mína dýpstu samúð.
Sigurður Sveinn Sigurðsson.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum á hann Magnús eða
Magga eins og við köllum hann, það
eru ekki nema 3 ár síðan ég kynntist
Magga og fjölskyldu hans þegar
dóttir mín fór að gera komur sína
tíðar til þeirra. Það var síðastliðið
sumar sem ég fékk að kynnast
Magga eitthvað að ráði, í maí á síð-
asta ári þegar ég flutti til Akureyrar
og þurfti að koma ýmsu dóti fyrir og
ekki stóð á að fá það geymt í bíl-
skúrnum hjá Magga og Jóhönnu,
var hann fylltur rækilega þannig að
lítið var hægt að ganga um hann.
Svo var það kisan mín sem ég
hafði ekki samastað fyrir, Jóhanna
vildi ólm taka hana í fóstur um tíma
eða þar til ég kæmist í húsið sem ég
keypti, en Maggi var svo sem ekkert
spenntur og sagði að hún mætti
vera í nokkra daga því að hann væri
ekkert hrifinn að köttum. Ég
hringdi oft í Jóhönnu og spurði
hvernig gengi með kisu, þá var svar-
ið iðulega: „Æ, hún og Maggi kúra
saman uppi í sófa og hann er að
strjúka henni, mér heyrist að þau
séu bæði farin að mala og Maggi sé
farinn að verða háður kisu. Ég veit
ekki hvort hann vill nokkuð að þú
takir hana aftur því hann spyr alltaf
þegar hann kemur úr vinnuni hvar
kisa sé til að vera viss um að hún sé
enn hjá þeim.“ Þessir fáu dagar
urðu að mánuði. Í júní hugðist
Maggi mála húsið hjá sér, þá hugs-
aði ég að nú gæti ég gert eitthvað
fyrir þau í staðinn fyrir geymsluna
og fóstrustarfið. Ég tók til hendinni
og byrjað að mála og gekk sú vinna
ljómandi vel en ekki gátum við klár-
að alla gluggana og sagði Maggi að
við hefðum nógan tíma og gætum
gert þetta næsta sumar. Ekki óraði
mig fyrir því að Maggi yrði ekki hjá
okkur næsta sumar til að klára
gluggana. Maggi minn, gluggarnir
verða kláraðir í sumar og þú fylgist
vel með okkur og getur hlegið að
okkur þegar við förum að missa föt-
urnar og penslana. Mér þykir sárt
að missa svona ungan, góðan félaga
og vin eins og þig, Maggi minn.
Elsku Jóhanna Erla, Arnaldur
Birgir, Poula, Andri Freyr, Inga
Kristín, Sigrún María og aðrir ást-
vinir, megi Guð vera með ykkur á
þessum erfiða tíma og styrkja ykk-
ur. Minning um Magga lifir áfram í
hjörtum okkar allra sem fengu tæki-
færi til að kynnast þessum yndis-
lega manni
Helga Sigríður.
Enn er höggvið skarð í raðir
skautamanna á Akureyri. Maðurinn
með ljáinn sýnir enga miskunn.
Fyrir fimm árum tók hann Marjo,
konuna mína, og núna Magnús
Finnsson, kæran vin.
Marjo og Magnús höfðu um árabil
fram til ársins 2000 starfað náið
saman að málefnum skautaíþrótta á
Akureyri. Þegar Marjo hóf að end-
urvekja starf listhlaupsdeildar leit-
aði hún iðulega til Magga með sín
málefni. Símtölin voru ófá sem þau
áttu á þessum árum, oft liðu heilu
kvöldin í símanum. Stundum voru
átök sem ávallt enduðu á einn veg.
Með sameiginlegri niðurstöðu.
Svona var Maggi, hann var afar
klókur samningamaður sem átti allt-
af nóg til af sanngirni svo hægt væri
að ná lendingu.
Maggi var afar framsýnn maður
og hafði alltaf hugfasta heildarmynd
um framtíð Skautafélags Akureyr-
ar. Gott dæmi um þetta var afstaða
hans til krulluíþróttarinnar. Þegar
við Marjo hófum æfingar á krullu á
skautasvellinu hvatti Maggi okkur
áfram og studdi með ráðum og dáð.
Hann hefur séð fyrir að þessi nýja
íþrótt ætti eftir að skjóta styrkari
stoðum undir starfsemi Skauta-
félagsins.
Maggi hvatti okkur snemma til að
halda Íslandsmót í krullu og var það
ekki síst að hans áeggjan að sú skip-
an komst á.
Í byrjun var hópurinn lítill sem
stundaði krullu á Akureyri en
Maggi var alltaf mættur í áramóta-
mótið með okkur til þess að við
hefðum „örugglega nægan mann-
skap í fjögur lið“. Það leyndi sér þó
ekki að þessi mikli keppnismaður
hafði hina mestu skemmtan af þess-
um leik.
Eftir að Skautahöllin reis og
íþróttinni óx fiskur um hrygg varð
Maggi einn af okkur. Hann gekk til
liðs við Garpana og spilaði með þeim
svo lengi sem kraftar leyfðu. Hæst
náði skemmtunin við krulluleik síð-
astliðið vor á Ice Cup-mótinu í
Skautahöllinni á Akureyri.
Kæru Jóhanna og börn, myrkrið
er mikið þessa stundina en ljósið er
þarna í fjarska. Það á vonandi eftir
að skína bjartar hjá ykkur í framtíð-
inni. Guð veri með ykkur.
Gísli Kristinsson, formaður
Krulludeildar SA.
Veistu það
hann afi minn,
var yndislegur maður.
Hann var besta skinn.
Svo hress,
svo kátur,
svo léttur á fæti.
Svo klár,
svo góður,
svo mikið gull af manni.
Betri mann
er erfitt að finna,
en hann afa minn
sem allt mun á minna.
Hrjúfar kinnar,
skörðóttur skalli,
grásprengdur kragi
og glott á vör.
Eitthvað að pússa,
eitthvað að laga,
skera út myndir
öllum að gefa.
Ég sakna hans strax,
því mun ei linna.
Ég elska þig afi
og dag einn mun ég þig
aftur finna.
FRIÐGEIR
KRISTJÁNSSON
✝ Friðgeir Krist-jánsson húsa-
smíðameistari fædd-
ist á Grundum í
Kollsvík í Vestur-
Barðastrandarsýslu
11. desember 1927.
Hann lést 19. janúar
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá
Hveragerðiskirkju
27. janúar.
Hvíldu í friði, elsku
afi.
Sól og Máni munu
alast upp í minning-
unni um þig. Þú munt
aldrei gleymast.
Þín sonardóttir,
Jórunn
Kristjánsdóttir.
Þögn ríkir, þjóni þér góðar
vættir,
þökkum fyrir þín gengnu
spor.
Þú komst og alla aðra
bættir,
efldir oss vilja, kjark og þor.
Það var á vordögum 1992 að
hópur manna kom saman til að
undirbúa gerð golfvallar í Gufudal.
Þar fór samhentur hópur af stað í
stórt og mikið verkefni. Einn af
styrku stoðunum í þessum hópi
hefur nú verið kallaður burt til
æðri staða. Friðgeir Kristjánsson,
einn af þessum einstaklingum í
mannheimum sem alla heillaði með
ljúfmannlegri framgöngu og ein-
lægu viðmóti. Aldrei æðrast eða
fjasað, gengið til verka með glettið
bros og blik í auga. Að gera upp
eitt íbúðarhús, það var bara verk-
efni. Að gera upp hrunið fjós og
hlöðu og breyta því í golfskála, það
var bara verkefni. Ónýtir gluggar,
ónýt gólf, ónýtar hurðir, þetta var
bara verkefni. Þau voru ófá sporin
hans Friðgeirs upp í dal til að
bæta og laga.
Einhverju sinni á fyrstu árum
klúbbsins var fátt um sjálfboðaliða
á skálavakt um verslunarmanna-
helgi. Kom þá Friðgeir og bauðst
til að taka helgarvaktina í skál-
anum. Hann hellti á könnuna og
seldi inn á völlinn, en jafnframt
var hann búinn að mála alla
glugga skálans þegar félagar
komu heim úr ferðum sínum og
mættu í skálann sinn. ,,Ja, ég tók
þetta svona inn á milli“ og svo kom
bara bros. Stundum var nefnt eitt-
hvað svo Friðgeir heyrði og oftar
en ekki var verkinu lokið áður en
aðrir höfðu ráðrúm til að huga að
því.
Friðgeir, okkar góði félagi var
jafnan kallaður ,,Strákurinn“ með-
al okkar félaganna, því hann var
svo ungur í anda og fljótur til. Það
var alltaf gaman að fara hring með
Friðgeiri. Skotið markvisst, yfir-
vegað og fumlaust. Þegar vel gekk
var brosið aðeins breiðara, en síð-
an rölt á næsta skotstað af ein-
lægni og ró. Friðgeir tók að sér
formennsku í klúbbnum okkar á
fyrstu árum hans en fannst betra
að ílengjast ekki í því starfi, hann
vildi heldur smíða eitthvað nyt-
samlegt fyrir klúbbinn en að vas-
ast í stjórnunarmálum sem tóku
tíma frá verklegum störfum.
Einstakur félagi er nú burt kall-
aður og hópurinn í golfinu í Gufu-
dal hefur misst einn af sínum
styrku stólpum. Það er von okkar
að Friðgeir hafi verið sér þess
meðvitandi hvað við félagarnir
mátum hann mikils þó það væri
ekki hans stíll að upphefja sjálfan
sig á neinn hátt, alveg sama
hversu miklu hann kom í verk með
sinni einstöku framgöngu til orðs
og æðis. Hans verður sárt saknað
um ókomin ár af félögum í Golf-
klúbbi Hveragerðis.
Vottum fjölskyldu hans, vinum
og venslafólki okkar einlægustu
samúð og þökkum um leið þann
tíma sem okkur hlotnaðist að hafa
hann á meðal okkar. Minningin lif-
ir um einstakan dreng.
Fyrir hönd Golfklúbbs Hvera-
gerðis.
Kristinn G. Kristjánsson.