Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 51 KIRKJUSTARF Bænatónleikar – sorgin og lífið FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 3. mars kl. 20 verða bænatónleikar í Laugarneskirkju. Þar koma fram söngkonan Kirstín Erna Blöndal, Gunnar Gunnarsson, píanó- og orgelleik- ari, Jón Rafnsson, bassaleikari og Örn Arnarson, gítarleikari. Einnig koma þar fram sr. Bjarni Karls- son, prestur Laugarneskirkju og sr. Bragi Skúlason, sjúkra- húsprestur. Tilgangur bænatónleikanna er að gefa fólki kost á að koma í kirkjuna og hlusta á fallega tón- list þar sem bænir og sálmar tjá það sem við getum oft ekki sagt með eigin orðum. Þetta verður falleg stund þar sem við fáum frið til að syrgja, minnast og hugsa á uppbyggileg- an hátt um okkar eigin lífsgöngu með því einu að koma í kirkjuna, setjast niður og njóta. Eftir tónleikana verður boðið upp á kaffi og kleinur í safn- aðarsal Laugarneskirkju en þar mun sr. Bragi Skúlason segja nokkur orð og svara spurningum. Kaupmaðurinn á horninu kvaddur SÍÐASTLIÐIN 15 ár eða svo hafa þau hjónin Logi Björgvinsson og Margrét Gústafsdóttir haldið úti einskonar félagsheimili fyrir Laugarneshverfið í verslun sinni Teigakjöri við Gullteig. Nú hafa þau selt búðina í hendur góðu fólki og snúið sér að öðru. Marga hverfisbúa langar til að fá tækifæri á að þakka fyrir sig, því þjónusta þeirra Loga, Mar- grétar og annarra fjölskyldu- meðlima í Teigakjöri hefur verið sérlega gefandi og átt ríkan þátt í að skapa þá góðu hverfisvitund sem er sameign okkar Laug- arnesbúa. Við guðsþjónustu sunnudaginn 27. febrúar kl. 11 verða þeim formlega þökkuð störfin og gefst fólki þá kostur á að sýna þakklæti sitt. Æðruleysismessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ÆÐRULEYSISMESSUR í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði hafa verið mánaðarlega síðan í haust og ver- ið fjölsóttar. Á morgun sunnudaginn 27. febrúar verður næsta æðruleys- ismessa haldin í Fríkirkjunni kl. 20 og er það sem fyrr hópur áhugafólks um æðruleysismessur sem stendur á bak við þetta helgi- hald ásamt prestum Fríkirkj- unnar. Þetta áhugafólk hefur kynnst reynslusporunum 12 sem liggja til grundvallar í öllu starfi AA-samtakanna svo og samtaka aðstandenda alkóhólista í Al-Anon og öðrum samtökum sem vinna á sama grunni. Æðruleysismess- urnar eru sniðnar að þörfum þeirra sem kynnast vilja 12-spora starfi og eru allir velkomnir. Í messunni á sunnudaginn kem- ur mun einstaklingur úr 12-spora starfi greina frá reynslu sinni og reynslusporin 12 verða lesin og kynnt. Tónlistin verður af léttara taginu í samræmi við þá gleði sem auðkennir góðan bata og að þessu sinni annast hana Guðlaugur Vikt- orsson tónlistarmaður og Erna Blöndal söngkona. Að lokinni messu munu þau sem standa á bak við þetta framtak bjóða upp á kaffisopa í safnaðarheimili Frí- kirkjunnar. Kamilla og þjófurinn í Grensáskirkju KAMILLA og þjófurinn verða í Grensáskirkju á morgun, sunnud. 27. febr. kl. 11. Um er að ræða barnaleikrit með söngvum, byggt á sögu Kari Vinje, um stúlkuna Kamillu og kynni hennar af Sebastían. Hann hafði verið innbrotsþjófur en vill snúa við blaðinu. Stopp-leikhópurinn stendur að sýningunni sem er öllum opin og ókeypis. Kolaportsmessa GUÐSÞJÓNUSTA verður í Kola- portinu sunnudaginn 27. febrúar kl. 14. Bjarni Karlsson sókn- arprestur í Laugarneskirkju flyt- ur hugleiðingu og þjónar ásamt Jónu Hrönn Bolladóttur miðborg- arpresti. Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson mun leiða lofgjörðina. Þá er hægt að leggja inn fyr- irbænarefni til þeirra sem þjóna í guðsþjónustunni áður en stundin hefst. Í lok stundarinnar verður blessun með olíu. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni hennar Jónu í Kolaport- inu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf þjóðkirkjunnar. Bænanámskeið HVAÐ er bæn? Hvernig biðjum við og hvers vegna? Hvað segir Biblían um bænaiðkun? Er til ein- hver ein „rétt“ aðferð við bænina, eða biður bara hver á sinn hátt? Þessar spurningar og margar fleiri verða teknar fyrir á nám- skeiði um bænina nú á föstunni. Kennt verður í litlum hópum þar sem allir fá tækifæri til virkrar þátttöku. Upplýsingar og skrán- ing í síma 557 3280. Kennt verður á þriðjudögum kl. 20–22, 1. til 22. mars undir um- sjón Guðrúnar Eggertsdóttur, djákna. Alþjóðlegur bænadagur kvenna í Selfosskirkju ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna verður haldinn föstudag- inn 4. mars í Selfosskirkju kl 10. Eins og allir dagar hefst Alþjóð- legur bænadagur kvenna við dagsmörk í Kyrrahafi og um leið og dagsljósið berst frá austri til vesturs umhverfis hnöttinn, taka stöðugt nýir hópar í borgum, sveitum og þorpum undir lofgjörð og bæn, uns dagur er að kvöldi kominn eftir u.þ.b. 40 klukku- stundir, þegar sólin hnígur til við- ar við strendur Alaska. Það voru baptistakonur af ýms- um þjóðernum sem fyrst héldu Al- þjóðabænadag kvenna hinn 4. mars 1927 í Póllandi. Að þessu sinni kemur bænarefnið einnig frá konum í Póllandi. Konur, takið mennina með og sameinumst í lofgjörð og bæn sem allar kirkjudeildir taka þátt í. Eft- ir bænasamveruna sameinumst við yfir kaffisopa í safnaðarheimilinu. Að þekkja sjálfa(n) sig ÞRIÐJUDAGINN 1. mars kl. 20 hefst í Leikmannaskóla þjóðkirkj- unnar námskeið sem fjallar um lífsviðhorf og hvernig Kristur ræddi um slík viðhorf. Á námskeiðinu verða fimm grundvallarviðhorf í lífi okkar tekin til meðhöndlunar þ.e: við- horf okkar til sjálfra okkar, ann- ars fólks, Guðs, lífsins, heimsins. Námskeiðið byggist á viðhorfs- meðferð þeirra Johns Powells og Lorettu Brady en leiðbeinandi er Gunnbjörg Óladóttir guðfræð- ingur og doktorsnemi í guðfræði við Edinborgarháskóla. Námskeiðið verður haldið í safnaðarheimili Grensáskirkju og hefst kl 20. Kennt er í þrjú skipti, 2 tíma í senn. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leik- mannaskólans, kirkjan.is/ leikmannaskoli. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fimmtu messunnar á þessum vetri í Breið- holtskirkju í Mjódd sunnudags- kvöldið 27. febrúar kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borg- arinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu sjö árin. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyr- irbænaþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Gospelmessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ SUNNUDAGINN 27. feb. kl. 14 verður gospelmessa í Hallgríms- kirkju i Saurbæ. Í messunni syng- ur kór Saurbæjarprestakalls létt gospellög undir stjórn Zsuzsönnu Budai, sem einnig leikur á hinn nýja flygil kirkjunnar sem nýbúið er að festa kaup á fyrir gjafafé. Dóra Líndal syngur einsöng, Gunnar Ringsted leikur á tromm- ur og Haukur Gíslason á kontra- bassa. Í messunni verður öllum 5 ára börnum afhent bókin „Kata og Óli fara í kirkju“. Tökum börnin með og eigum uppbyggilega stund saman í kirkj- unni. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Átökin um textann í Hallgrímskirkju REGLULEGA skjóta upp kollinum margvíslegar kenningar um að tortryggilega hafi verið staðið að vali rita í Nýja testamentið. Skemmst er að minnast þekktra samsæriskenninga sem útgáfa Da Vinci-lykilsins kom á flot eina ferðina enn. Á fræðslumorgni í Hallgríms- kirkju næstkomandi sunnudag, kl. 10, mun dr. Clarence Glad ræða þetta efni undir fyrirsögninni Átökin um textann. Fá forn rit- söfn ef nokkurt hafa verið rýnd jafn kyrfilega af vísindamönnum og ritsafn Nýja testamentisins, bæði tilurð þess og inntak. Dr. Clarence mun m.a. kynna nokkrar þessara rannsókna og niðurstöður þeirra. Að erindinu loknu hefst síðan kl. 11 guðsþjónusta í kirkjunni þar sem séra Sigurður Pálsson mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt séra Jóni Dalbú Hróbjarts- syni. Barnastarf á sama tíma er í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna. Ensk messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 27. febrúar nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Org- anisti verður Björn Steinar Sól- bergsson. Guðrún Finnbjarn- ardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Messukaffi að at- höfn lokinni. Fjórða árið í röð er boðið upp á enska messu í Hall- grímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Service in English Service in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday 27th of February at 2 pm. The Third Sunday of Lent. Holy Communion. Celebrant and Preac- her: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Björn Stein- ar Sólbergsson. Leading singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. Refreshments after the Service. Íslensk tónlist í Hjallakirkju TÓNLISTARGUÐSÞJÓNUSTA verður í Hjallakirkju í Kópavogi sunnudaginn 27. febúar kl. 11. Kór Hjallakirkju mætir allur og flytur íslenska sálma og kórtónlist sem tengjast Kópavogi á einhvern hátt. Svörin eru við tónlag eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem einnig á eitt sálmalag. Einnig verður flutt kórtónlist eftir Árna Björns- son við texta eftir Jón Arason, Fjölni Stefánsson, Sigurð Braga- son og Sigfús Halldórsson við texta Guðjóns Halldórssonar. Einnig verður fluttur nýlega ortur sálmur eftir Laufeyju Júl- íusdóttur. Páll Ísólfsson á síðan lokatóninn í orgelinu. Séra Íris Kristjánsdóttir þjónar. Organisti og söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Sjá nánar á www.hjallakirkja.is Kvennakirkjan í Seltjarnarneskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og minnist 12 ára afmæl- is Kvennakirkjunnar. Erla Stef- ánsdóttir djasssöngkona syngur einsöng. Altarisganga. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Á eftir verður kaffi í safn- aðarheimilinu. Morgunblaðið/Brynjar GautiLaugarneskirkja Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 18. febrúar var spil- að á 8 borðum og var meðalskor 168. Úrslit í N/S: Bjarnar Ingimars. - Friðrik Hermannss. 189 Sveinn Jensson - Jóna Kristinsdóttir 173 Sigurður Herlufs. - Steinmóður Einars.173 A/V Sófus Berthelsen - Haukur Guðmunds 207 Jón Gunnarsson - Sigurður Jóhannsson 185 Helgi Sigurðsson - Gísli Kristinsson 176 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, mánud.14.02. 2005. Spilað var á 9 borðum. Með- alskor 216 stig. Árangur N - S Oliver Kristóferss. - Magnús Halldórss. 256 Gísli Hafliðas. - Þorvaldur Matthíass. 253 Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 243 Árangur A - V Júlíus Guðmundsson - Magnús Oddsson 270 Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 252 Ragnar Björnsson - Pétur Antonsson 234 Tvímenningur spilaður í Ásgarði, Glæsibæ, fimmtud. 17.02 og var spil- að á 12 borðum. Árangur N - S Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónsson 249 Alda Hansen - Jón Lárusson 241 Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 240 Árangur A - V Sigurður Kristjáns. - Halldór Kristins. 268 Magnús Oddsson - Magnús Halldórsson 265 Magnús Jóhannsson - Erla Sigurðard. 242 Einmenningur hinn fyrri á Akureyri Eftir frækilega suðurför akur- eyrskra spilara um síðustu helgi var spilaður einmenningur á þriðjudag. Þar var að venju létt yfir fólki, enda engin ástæða til þess að skamma makker sem maður spilar bara við tvö spil allt kvöldið. Úrslitin urðu þannig: Gissur Jónasson með 159 stig. Björn Þorláksson með 138 stig. Reynir Helgason með 137 stig. Gissur Gissurarson með 135 stig. Frímann Stefánsson með 133 stig. Næsta þriðjudag er svo áfram- hald á heilsuhornstvímenningnum og að sjálfsögðu er spilaður sunnu- dagsbrids á sunnudaginn kemur. Keppnin um Súgfirðingaskálina Einar Ólafsson og Sigurður Krist- jánsson voru stigahæstir í annarri umferð keppninnar um Súgfirðinga- skálina, tvímenningsmóti Súgfirð- ingafélagsins í brids, sem fram fór sunnudaginn 13. febrúar í sal Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Ef litið er til samanlagðs stigafjölda beggja umferða eru þeir einnig hæstir og hafa því forystu í keppn- inni. Þetta er fjórða árið sem mótið fer fram. Keppnin er í fjórum lotum og gilda þrjár bestu til verðlauna. Að loknum tveim lotum er meðalskor 216 stig. Úrslit í annarri lotu urðu þessi: Einar Ólafsson - Sigurður Kristjánsson 126 Guðni Ólafsson - Ásgeir Sölvason 119 Valdimar Ólafsson - Karl Bjarnason 118 Óskar Kristjánss. - Þorleifur Hallbertss. 112 Björn Guðbjörnss.- Gunnar Ármannss. 104 Guðbj. Björnss. - Steinþór Benediktss. 104 Staðan að loknum tveim lotum: Einar Ólafsson - Sigurður Kristjánsson 249 Guðni Ólafsson - Ásgeir Sölvason 239 Björn Guðbjörnss.- Gunnar Ármannss. 237 Valdimar Ólafsson - Karl Bjarnason 231 Gróa Guðnad. - Guðrún Jóhannesd. 214 Þriðja lota verður spiluð 13. mars. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 21. febrúar var tekið hlé á sveitakeppninni vegna útilegu einstakra félagsmanna á Bridshátíð. Þess í stað var spilaður einskvölds tvímenningur með þátttöku 14 para. Borgarnesdeild félagsins er að verða alveg óþolandi og í leiðinni ósigrandi og fór létt með að tryggja sér tvö efstu sætin. Úrslit urðu annars sem hér segir: Jón H. Einarsson – Anna Einarsdóttir 203 Elín Þórisdóttir – Guðmundur Jónsson 192 Hörður Gunnarss. – Stefán Kalmannss. 178 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 172 Guðm. Pétursson – Þorsteinn Pétursson 170 Meðalskor var 156. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.