Morgunblaðið - 26.02.2005, Page 57

Morgunblaðið - 26.02.2005, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 57 DAGBÓK 80 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnu-daginn 27. febrúar, er áttræð Kristbjörg Ingimundardóttir, Grens- ásvegi 58, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á afmælis- daginn í Iðuhúsinu, Lækjargötu, 4. hæð milli kl. 15 og 18. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 14. ágúst 2004 í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Eðvarð Ingólfssyni þau Auður Guðjohnsen og Elís Þorgeir Friðriks- son. Tvímenningur Bridshátíðar. Norður ♠ÁKD4 ♥DG2 ♦DG8764 ♣-- Vestur Austur ♠1076 ♠G8532 ♥6 ♥10854 ♦K95 ♦2 ♣987652 ♣KD4 Suður ♠9 ♥ÁK973 ♦Á103 ♣ÁG103 Spilið að ofan kom upp í næstsíðustu umferðinni í tvímenningi Bridshátíðar. Hálfslemma í hjarta er skynsamlegur samningur, en ótrúlega mörg pör freistuðu gæfunnar í sjö hjörtum. Í þeim hópi voru sigurvegararnir Lars Blakset og Peter Fredin. Andstæð- ingar þeirra voru Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjörnsson, sem urðu í þriðja sæti mótsins. Blakset var við stýrið og fór tvo niður í misheppnaðri viðleitni til að vinna slemmuna. Nokkrir sagnhafar í alslemmunni fengu út lauf. Eftir það útspil er til langsótt vinningsleið og hún er þessi: Sagnhafi tekur fyrsta slaginn á laufás og leggur niður tígulás (kóngurinn gæti komið stakur). Síðan er lauf trompað með tvisti, ÁKD í spaða spilað og tveimur tíglum hent heima. Tígull er stunginn með þristi (austur græðir ekkert á því að trompa á milli), lauf aft- ur trompað í borði og tígull heima með sjöu. Lauf er enn trompað og síðan á blindur út í þriggja spila endastöðu þar sem austur er með 1085 í hjarta, en suður ÁK9. Þetta er vissulega langsótt, en al- slemman vannst þó á tveimur borðum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Góð þjónusta hjá Brimborg ÉG vil koma á framfæri þakklæti til starfsmanna Max 1, bílavaktin, hjá Brimborg í Reykjavík fyrir fagmann- lega og góða þjónustu. Þannig var að sonur minn lenti í því að keyra yfir steypustyrktarján og sprakk á tveim- ur dekkjum. Þá voru góð ráð dýr vegna þess að eitt varadekk er vana- lega í bílum. Haft var samband við Max bílavaktina hjá Brimborg og ekki var að sökum að spyrja, þeir áttu til auka felgu og sögðu að það væri ekkert mál að setja dekk á hana fyrir okkur og mættum við koma og ná í dekkið. Klukkan var að verða sex að kvöldi og þeir að loka verkstæðinu en þeir sögðu að það væri ekkert mál, þeir myndu setja dekkið fyrir utan dyrnar og ég gæti svo komið daginn eftir með það. Þetta kalla ég góða þjónustu enda hef ég verslað við þá í nokkur ár og alltaf fengið afbragðs- þjónustu. Stjórnendur Brimborgar geta veirð stoltir að hafa svona starfsmenn innan sinna vébanda. Kærar þakkir. 010349-2149. Frekju-bréf ÉG var að fletta í gegnum Morg- unblaðið í dag, 24. febrúar, og mér var brugðið. Fyrst las ég í Velvak- anda bréf fá manneskju sem var að kvarta undan of ofbeldisfullum mynd- um. Mig langar að benda henni á það að það er nóg af sjónvarpsstöðvum til að horfa á og það er aldrei ofbeldisfull mynd á þeim öllum í einu. Og þar að auki er alveg nóg af video-leigum til að ná í myndir fyrir lítinn pening ef henni líkar ekki úrvalið í sjónvarpinu. Svo var annar sem var að ætlast til að Björgúlfur og aðrir milljónamær- ingar borguðu fyrir sjúkrahús eða óp- eruhús. Hvers lags yfirgangur og frekja er þetta? Þessir menn hafa unnið fyrir sínum peningum og það kemur bara engum við nema þeim í hvað þeirra peningar fara. Vonast ég eindregið til að sjá ekki fleiri svona frekju-bréf. Einn þreyttur. Sammála Gógó –Ljótar myndir GÓGÓ skrifaði í Velvakanda sl. fimmtudag um ljótar myndir í sjón- varpinu á föstudags og laugardags- kvöldum. Ég vil taka undir þetta, ég er henni svo sannarlega sammála. Það eru yfirleitt alltaf sýndar bann- aðar myndir seinni hluta kvöldsins, og ef börn eru heima og langar að horfa lengur á sjónvarpið er þeim bannað það. Móðir. Ljótar myndir í sjónvarpi Í VelvAKANDA sl. fimmtudag er verið að fjalla um ljótar myndir í sjón- varpinu um helgar. Er ég bréfritara sammála og spyr hvort ekki sé hægt að sýna jákvæðari myndir en ekki ógeðslegar og harðsvíraðar myndir. Reykvíkingur. Páfagaukur í óskilum LÍTILL blár páfagaukur fannst á bílastæðinu við leikskólann Græna- tún í Kópavogi. Eigandi hafi samband í síma 894 4027. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fyrstu niðurstöður úttektar á rannsóknumá sviði menntunar og fræðslu verðakynntar á málþingi um þekkingarþjóð-félagið sem haldið verður í Kennarahá- skóla Íslands, mánudaginn 28. febrúar nk. Mál- þingið ber yfirskriftina Undirstaða þekkingarþjóð- félagsins: Staða og stefnumótun í menntarann- sóknum. Hluta málþingsins verður varpað beint á Netinu á slóðinni sjonvarp.khi.is Málþingið er á vegum menntamálaráðuneytis og Rannís, í sam- vinnu við Kennaraháskóla Íslands. Allyson Macdonald, prófessor við KHÍ, mun á ráðstefnunni flytja erindi sem ber yfirskriftina „Hvað er í gangi í öðrum OECD-löndum?“ Þá fjallar Jón Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands, um stöðu menntarannsókna á Íslandi. Að loknum málstofum verða pallborðsumræður um samstarfsmöguleika og næstu skref. Í málstof- unum verður fjallað sérstaklega um háskólarann- sóknir, stofnanarannsóknir, þróunarstarf og skóla, og rannsóknir og þróunarstarf á sviði fræðslumála í atvinnulífinu. Að því loknu verða pallborðsumræð- ur þar sem verður horft fram á veginn. Erindum og pallborðsumræðunum á málþinginu verður varpað beint á Netinu á slóðinni sjonvarp.khi.is. „Úttektinni lýkur í vor með fjórum skýrslum auk yfirlitsskýrslu. Viðfangsefnið endurspeglar aukna áherslu í öllum löndum á þekkingu sem verðmæti á öllum skólastigum,“ segir Allyson. „Rannsóknar- stofnun í menntamálum á vegum OECD í París hefur lagt áherslu á mikilvægi þekkingarstjórnun- ar í aukinni nýsköpun og velgengni þjóða. Nýlega hafa matsteymi á vegum OECD tekið út mennta- rannsóknir á Nýja-Sjálandi, Englandi, Mexíkó og Danmörku. Eftirtektarvert er að innan við 0,5% af heildarútgjöldum til menntamála fara til rannsókna og þróunarstarfa um málefnið sjálft.“ Allyson segir töluverðan tíma og fjármögnun fara til rannsókna og þróunarstarfa í grunnskólum hér á landi, miðað við það sem fer t.d. til leikskóla- eða háskólanáms. „Starfsmenntun og símenntun er hlutfallslega sjaldan viðfangsefni rannsókna hér- lendis líkt og í öðrum OECD-löndum. Skoðanir eru skiptar um hvort fræðimenn í háskólum eigi að hafa frjálst val um rannsóknarefni og hvort þeim beri skylda til að kynna niðurstöður á vettvangi. Alls staðar virðist vera þörf á að brúa bil milli dreif- ingar niðurstaðna og nýtingar þeirra, ekki síst í at- vinnulífinu. Áhugavert þróunarstarf er unnið í mörgum skólum, ekki síst vegna hugsjóna og drif- krafts kennara, en stundum er starfið ekki kynnt nógu mikið né fundin leið til að festa það í starfs- háttum annarra skóla. Lögð er áhersla á, bæði hér og í öðrum löndum, að brýnt sé að byggja upp þekkingu og færni í rannsóknum á menntamálum, auk þess að auka gæði rannsókna og þróunar- starfs.“ Menntamál | Málþing um þekkingarþjóðfélagið í Kennaraháskóla Íslands Þekking sem verðmæti  Allyson Macdonald fæddist í S-Afríku árið 1952. Hún stundaði há- skólanám í eðlisfræði í S-Afríku á 8. áratugn- um, lauk doktorsnámi í kennslufræði raun- greina í BNA 1981 og fjarnámi í rekstrarfræði við háskóla í Bretlandi 1997. Allyson hefur unnið að kennslu, rann- sóknum, þróunarmálum og stjórnunarstörfum í S-Afríku, Malaví og á Íslandi. Allyson er gift Tuma Tómassyni, forstöðu- manni Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, og eiga þau þrjú börn. ATVINNA mbl.is Sérgrein: Tannlýtalækningar, tannfyllingar og tannsjúkdómafræði. ■ Tímapantanir í síma 588 1920 ■ Netfang: tennur@simnet.is Jónas Geirsson tannlæknir, MS Hef hafið störf á Tannlæknastofunni Vegmúla 2, Reykjavík. ■ Tannlæknapróf frá Tannlæknadeild HÍ 1988. ■ Mastersnám frá University of North Carolina 2004. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Eignamiðlun óskar eftir sölumanni og manni í skjalagerð Sölumaður þarf að vera löggiltur fasteignasali og gjarnan með góða reynslu af fasteignasölu. Sölumaður með góða reynslu af fasteigna- sölu kemur einnig til greina. Í skjalagerð óskast löggiltur fasteignasali. Lögfræðingur kemur einnig til greina. Æskilegt er að umsækjandi sé með einhverja reynslu. Fasteignasalan, sem hér auglýsir, leggur áherslu á menntun, þekkingu og reynslu starfsmanna. Góð laun í boði fyrir rétta aðila. Tilboð merkt: „F - 16694“ sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is sem fyrst. Þórarinn B. Þorláksson óskast Óska eftir mynd eftir Þórarin B. Þorláksson Upplýsingar veittar í síma 893 0785 Nú er lag í Glæsibæ! Harmonikudansleikur af bestu gerð í Glæsibæ kl. 21.30 í kvöld Hljómsveitir undir stjórn Ingvars Hólmgeirssonar, Svenna Sigurjóns og Þorsteins Þorsteinssonar, ásamt Villa Guðmunds., leika gömlu og nýju dansana. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík. F.H.U.R EKKI KVÍÐA ÖLLU SEM ÞÚ KVÍÐIR Námskeið byrjar mánudaginn 28. febrúar kl. hálfsex. Kvennakirkjan, Laugavegi 59, sími 551 3934 LÍFIÐ EFTIR SKILNAÐ – NÝ BYRJUN Námskeið byrjar þriðjudaginn 1. mars kl. hálfsex. Kvennakirkjan, Laugavegi 59, sími 551 3934

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.