Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.02.2005, Blaðsíða 60
smáauglýsingarmbl.is 60 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FREYJA Gunnlaugsdóttir klarínettuleikari heldur tvenna einleikstónleika um helgina á tónlistarhátíð í Kangnung á austurströnd Kóreu. Ekki lætur hún þar með staðar numið því svo spilar hún í Seoul og því næst heldur hún til Japans. Á efniskránni eru meðal annars verk eftir Atla Heimi Sveinsson. „Auðvitað reyni ég að spila íslenska tónlist hvar sem ég fer,“ segir Freyja. „Það er mín reynsla að fólk er yfirleitt mjög opið fyrir ís- lenskri tónlist og finnst gaman að heyra eitthvað nýtt.“ Freyja hefur nú þegar leikið á tónleikum í Kóreu og fengið mikil viðbrögð en þó er hún ekki viss hvernig túlka megi sum viðbrögð tónleikagesta. „Það er áberandi hvað Kóreubúar eru þakklátir og glaðir. Eftir tónleikana sem ég spilaði í vikunni voru allir alltaf að koma til mín og segja mér hvernig þeim leið meðan ég spilaði, með táknmáli auðvitað sem er sérstaklega skemmtilegt. Einn tók úr sér hjartað og borðaði það. Ég vissi nú ekki alveg hvernig ég átti að skilja það.“ En það eru fleiri en Kóreubúar og Japanir sem eiga von á íslenskri tónlist fyrir tilstuðlan Freyju því hún er að ljúka námi frá Hanns Eisler-tónlistarháskólanum í Berlín og hluti af lokaprófi hennar verða samspilstón- leikar þar í borg. Á meðal flytenda verða félagar hennar úr tríóinu Gorkí Park, þau Una Sveinbjarnardóttir fiðlu- leikari og Birna Helgadóttir píanóleikari. Í sumar heldur svo tríóið vestur yfir haf til tónleikahalds í New York og Boston. „Þetta er íslenskt prógramm og það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir hún. Freyja segir að sér þyki alls ekki nóg gert til að kynna íslenska samtímatónlist erlendis og bætir við: „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og ef betur væri hlúð að íslenskri tónlist fengi hún að hljóma oftar og víðar.“ Tónlist | Freyja Gunnlaugsdóttir í Kóreu og Japan Fólk yfirleitt mjög opið fyrir íslenskri tónlist Freyja Gunnlaugsdóttir klarínettuleikari. Á STUTTUM tíma hafa Íslend- ingar náð ævintýralegum árangri á tónlistarsviðinu. Ekki er lengra síð- an en árið 1876 að fyrstu opinberu tónleikarnir, þar sem eingöngu hljóðfæra- leikarar komu við sögu, voru haldnir í Reykjavík. Það var sama ár og óperusmíði í Evrópu reis hæst með frumflutningi Niflungahrings Wagn- ers í heild sinni. Fyrir aðeins þrjátíu árum kveinuðu margir yfir sinfóníugarginu sem illgjarnir starfsmenn Ríkisútvarpsins leyfðu sér að básúna yfir sak- lausa landsmenn. Bylting hefur orðið í hugarfari þjóðarinnar síðan þá; nú flykkist ótrúlegur fjöldi á tónleika með sígildri tónlist, og ekki bara þegar Sinfóníuhljómsveit Ís- lands kemur fram. Tónlistarlífið hér verður æ litríkara, auk þess sem Íslendingar ferðast stöðugt meira utanlands, sérstaklega eftir að Iceland Express kom á mark- aðinn. Fleiri utanlandsferðir gefa möguleika á að sækja tónleika og óperusýningar erlend- is og kynnast því besta sem boðið upp á í heimsborgunum. Þetta þýðir auðvitað að sífellt veraldarvan- ari íslenskir tónleika- gestir gera æ meiri kröfur til tónlistarlífs- ins hér á landi. Kröf- urnar um almennilega hljómburð svo tónlist- arflutningur Sinfóníu- hljómsveitar Íslands skili sér almennilega til áheyrenda hafa orð- ið háværari með árunum, og nú eygir loksins í byggingu tónlistar- hússins langþráða. Verða kröfurnar til Íslensku óp- erunnar eitthvað minni? Ég held ekki. Sýningar á óperum eftir Verdi og Puccini í þröngum húsakynnum Gamla bíós voru vissulega skemmtileg nýbreytni fyrst, en verða stöðugt ankannalegri eftir því sem árin líða. Með auknum kröfum verður staða Íslensku óperunnar því sífellt verri. Ég held að íslenskir óperugestir eigi ekki eftir að sætta sig við þetta ástand mikið lengur. Fyrirsögn greinar Bjarna Daní- elssonar í Morgunblaðinu í gær var „Bráðlifandi ópera“. Ég held að það sé orðum aukið, ég tel að umræðan um bætt húsnæði Íslensku óper- unnar megi ekki drukkna í sjálfs- ánægju sem einkennist af fullyrð- ingum um að ekkert sé athugavert við starfsemi hennar síðustu árin. Staða óperunnar á Íslandi er slæm og það gerist ekkert ef við einfald- lega sættum okkur við ástandið. Ég segi því enn og aftur: Björgum Ís- lensku óperunni, höldum áfram að ræða málefni hennar, berjumst fyr- ir almennilegu óperuhúsi á Íslandi! Bráðlifandi, en hversu lengi? Eftir Jónas Sen Jónas Sen Höfundur er tónlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu. Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 27/2 kl 14, Su 6/3 kl 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau SÝNINGAR HALDA ÁFRAM EFTIR PÁSKA AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Í kvöld kl 20, Su 6/3 kl 20, Su 13/3 kl 20 Ath: Miðaverð kr 1.500 AUSA - Einstök leikhúsperla BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fi 3/3 kl 20, Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20, Fi 10/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20 Lokasýningar AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Fi 3/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Fö 18/3 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Mi 2/3 kl 20, Fi 10/3 kl 20, Fi 17/3 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Su 27/2 kl 20, Lau 12/3 kl 20, Lau 19/2 kl 20HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Forsala aðgöngumiða hafin SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Í kvöld kl 20, Su 27/2 kl 20 Su 6/3 kl 20, Su 13/3 kl 20 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Frumsýning fö 4/3 kl 20 - UPPSELT, Su 6/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Su 12/3 kl 20, Fö 18/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fö 4/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 5/3 kl 20, Su 13/3 kl 20, Fi 17/3 kl 20, Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: OPEN SOURCE eftir Helenu Jónsdóttur Frumsýning su 27/2 kl 20, Fi 3/3 kl 20, Su 6/3 kl 20 Aðeins 3 sýningar 15:15 TÓNLEIKAR ÍSLENSKI FLAUTUKÓRINN Í dag kl 15:15 Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Rokksveit Rúnars Júlíussonar í kvöld geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “HREINLEGA BRILLJANT” • Föstudag 4/3 kl 23 XFM SÝNING Takmarkaður sýningafjöldi Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 EB DV Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. 6. sýn. 27. feb. kl. 19 – Uppselt – 7. sýn. 4. mars kl. 20 – Uppselt 8. sýn. 6. mars kl. 19 – Uppselt – 9. sýn.12. mars kl. 19 – Uppselt – Síðasta sýning AUKASÝNING: Mið. 2. mars kl. 20 AUKASÝNING:Fim. 10. mars kl. 20 – Styrkt af Vinafélagi Íslensku óperunnar Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst DVD sýning Vinafélags Íslensku óperunnar í samvinnu við Wagner félagið Laugardaginn 26. febrúar kl. 13.00-18.15 Tristan und Isolde eftir Richard Wagner. Sýningin er á hliðarsvölum Íslensku óperunnar (gengið er inn um aðalinngang). Allir velkomnir Miðasala á netinu: www. opera.is Lau 26.2 Sun 27.2 Mið 02.3 Fös 04.3 Upplýsingar og miðapantanir í síma 555 2222 www.hhh.is Brotið sýnir eftir þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann Það sem getur komið fyrir ástina Sýningar hefjast kl. 20.00 Í Borgarleikhúsinu Sími 568 8000, midasala@borgarleikhus.is Aðeins þrjár s ý n i n g a r Frumsýning 27 febrúar Fim. 3 mars Sun. 6 mars OPEN e f t i r H e l e n u J ó n s d ó t t u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.