Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 61

Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 61 MENNING Ég spjallaði við þá Christophe Landonog Isaac Salchow þar sem þeir höfðuhreiðrað um sig í kaffistofu Sig-urjónssafns með verkfæri sín. Fjöl- margir strengjaleikarar áttu þangað erindi meðan á heimsókn minni stóð og er koma þess- ara ágætu listamanna greinilega kærkominn hvalreki. Órjúfanleg heild Christophe hefur starfað við hljóðfærasmíði síðan hann var 15 ára og á að baki 30 ára starfs- feril. Hann rekur verkstæði nálægt Lincoln Center í New York og ferðast víða vegna starfs- ins. Sú var tíðin að það voru einungis hljóðfærin sem ferðuðust en nú eru hljóðfærasmiðir líka á faraldsfæti og það líkar honum vel. Hann ein- beitir sér að smíði nýrra hljóðfæra og end- urgerð þekktra hljóðfæra s.s. Stradivarius o.fl. Það er mikil eftirspurn eftir slíkum hljóðfærum enda verðmunurinn ótrúlegur þótt gæðin geti verið sambærileg. Hann segist hafa kynnst mörgum íslenskum hljóðfæraleikurum sem leit- að hafa til hans. „Þið eigið ótrúlega marga góða tónlistarmenn miðað við smæð þjóðarinnar,“ segir hann og bætir við þegar hann lítur út yfir óviðjafnanlegt útsýnið úr kaffistofunni „enda kannski ekkert undarlegt þegar horft er á feg- urðina í kringum ykkur“. Ég velti því fyrir mér hvernig það sé að hafa þetta vandasama starf með höndum og hvort maður sé nokkurn tímann ánægður með útkom- una. „Fyrir mér er þetta allt ein órjúfanleg heild; hljóðfærið sem tengir mig við tónlistina og tónlistin sem tengir mig við tónlistarmann- inn. Án þessa samhengis væri ekki mögulegt fyrir mig að starfa við þetta.“ Christophe og Isaac féll hvorugum verk úr hendi meðan ég staldraði við og mér varð ljóst hversu mikið nostur og þolinmæði hlýtur að vera nauðsynleg til að starfa við þessa hand- verkslistgrein. Þeir segjast báðir vera hug- fangir af landi og þjóð og ég gæti þess að grípa ekki fram í fyrir þeim meðan þeir fara fögrum orðum um hvað það sé frábært að vera hérna. Það er og verður alltaf kærkomið að heyra gesti hrósa okkar litla landi og stundum hvarflar það að manni að við kunnum ekki alltaf gott að meta. Ég spyr hvort þeir hafi haft tækifæri til að kynna sér íslenskt tónlistarlíf og Christophe segist hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að hafa séð sýningu Íslensku óperunnar á Toscu fyrir stuttu. Í fyrsta og eina skiptið í samtalinu leggur hann frá sér verkfærin og segir mér upp- numinn frá þeirri upplifun. „Það eru sönn for- réttindi fyrir mig að geta séð svo stórkostlega uppfærslu af Toscu í svona húsi. Óperur verða að hafa nálægð við áheyrendur. Ég fer í Metro- politan-óperuna reglulega og fyrir mér stóðst þessi sýning fyllilega alþjóðlegan samanburð. Bæði voru söngvararnir frábærir og hljóm- sveitin líka. Að heyra bogana strjúkast við strengi hljóðfæranna táknar fyrir mér þá ná- lægð sem mér finnst nauðsynleg í svona upp- færslum. Mér finnst það skipta svo miklu máli að tónlistin týnist ekki í tóminu sem oft verður í stærri húsum þar sem allir verða að þenja sig og allt verður svo óeðlilegt.“ Þetta viðhorf kemur mér sannarlega skemmtilega á óvart, ekki síst í ljósi þeirrar um- ræðu sem nú á sér stað um framtíð og stefnu Ís- lensku óperunnar. Það væri sannarlega þarft að sjá Óperunni tryggt gott framtíðarhúsnæði, en það starf sem nú þegar fer þar fram stendur svo sannarlega fyrir sínu í mínum huga, óháð stað og stund. Og ég er innilega sammála viðmæl- anda mínum um að það megi aldrei vanmeta þótt ytri aðstæður séu hvorki þægilegar né auð- veldar. Samhljómur fortíðar og nútíðar Á tónleikunum í dag verður teflt saman göml- um hljóðfærum og nýjum. Það elsta er víóla gerð af Gasparo da Salo frá Brescia í kringum árið 1590. Einnig verður leikið á hljóðfæri sem Christophe hefur smíðað á undanförnum ára- tugum þ.á m. tvær fiðlur og eftirgerð af sellói eftir Montagnana frá Feneyjum. Efnisskráin verður mjög fjölbreytt. Á henni má finna verk eftir Schubert og Mendelssohn ásamt tangóum o.fl. flutt af íslenskum hljóðfæraleikurum. Það verður forvitnilegt að heyra hvernig þessi hljóð- færi hljóma saman og einnig gefst gestum kost- ur á að skoða hljóðfærin og kynna sér starf við- mælenda minna. Eftir ánægjulegt spjall um tónlistarlífið frá ýmsum hliðum kveð ég þessa ágætu listamenn sem eru á leiðinni á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói. Það er mikið tilhlökkunarefni þegar loksins verður hægt að heyra hvernig hljómsveitin raunveru- lega hljómar í nýju Tónlistarhúsi. Listræn stefna Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur aldrei verið mótuð af því húsi sem hún starfar í þótt það hafi haft mikil áhrif á möguleika hennar til að njóta sín. Mér finnst það liggja í augum uppi að listræn stefna menningarstofnana eins og Ís- lensku óperunnar verði að hafa þann metnað til að bera að hún ráðist ekki eingöngu af ytri að- stæðum þótt taka verði mið af þeim. Að kunna gott að meta Morgunblaðið/Jim Smart Gestir frá Bandaríkjunum: Christophe Landon fiðlusmiður og Isaac Salchow bogasmiður. Hér á landi er staddur þekktur fiðlusmiður, Christophe Landon frá New York, ásamt Isaac Salchow bogasmið. Í dag kl. 17 verða hljóðfæri þeirra kynnt í tali og tónum á tón- leikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þar sem íslenskir tónlistarmenn munu leika á hljóðfærin tónlist meðal annars eftir Schubert og Mendelssohn. Steinunn Birna Ragn- arsdóttir ræddi við þá félaga Landon og Salchow. ÉG LAS það í blöðunum haft eftir höfundi og leikstjóra American Diplomacy – Þorleifi Erni Arnarssyni – að pólitík væri fyndin og absúrd til skiptis. „Hún virðist alltaf vera svo alvarleg, en það er í raun bara verið að fela það að þetta er bara einn stór farsi. Og ef maður ákveður að skoða hana með þeim gleraugum er hún mjög fyndin.“ Sjálfri finnst mér pólitík sjaldnast fyndin eða abs- úrd og allra síst íslensk pólitík, hún finnst mér fyrst og fremst dapurleg. Og það virð- ist reyndar Þorleifi Erni finnast líka, hvað svo sem hann segir, því hann er dapurlegur landbúnaðarráðherrann, Guðbjörn Hall- dórsson, sem íslenska þjóðin situr uppi með sem forsætisráðherra eftir að eitrað hefur verið fyrir öllum hinum ráðherrunum í veislu í ameríska sendiráðinu í American Diplomacy. Hjálmar Hjálmarsson túlkar þennan ráðherra sem heimóttarlegan tré- haus, nánast umkomulausan, sem lentur er þar sem hann aldrei hefur verið hæfur til að vera, en berst – fyrst af rammíslenskri þrjósku svo í vellíðan valdsins – við að standa sína plikt flæktur í lygavef íslenskra nýfrjálshyggjuframapotara og amerískra stjórnvalda. Hjálmar stillir sig næstum um að herma eftir Guðna Ágústssyni og tekst því að stækka persónuna og lýsa upp flest það sem íslenska þjóðin þolir ekki í fari for- ystumanna ákveðins flokks, sem aldrei er nefndur réttu nafni í leikritinu og því ekki heldur hér. Björk Jakobsdóttir dregur upp nákvæma, skondna mynd af einkaritara, Stefaníu, með röð og reglu-æði, sem kann að láta lítið fyrir sér fara og er beygð og í alls kyns hnútum vegna mikillar þjón- ustulundar. Eline McKay leikur sérlegan aðstoðarmann ráðherra, Dagnýju Brá, sem er ofurseld nýfrjálshyggjutrúarbrögðunum. Eline, sem hefur ekki fengið mikla þjálfun á íslensku leiksviði, gerir þar margt vel, eink- um þegar hún þarf að pretta ráðherrann eða fer með utanbókarlærdóminn, en hún má vinna betur í því að koma textanum fram til áhorfenda og bröndurum. Ólafur S.K. Þorvaldz er annar nýliði, sem ég hef aldrei séð áður á sviði. Hann leikur tvö hlutverk. Hljóðlát túlkun hans á íslenskum alþýðumanni og kraftmikil, kómísk túlkun á amerískum sendifulltrúa benda til þess að hér sé efnilegur leikari á ferð. Leikarar frá MA og Stúdentaleikhúsinu fóru áreynslu- laust með smærri hlutverk. Við eigum því ekki að venjast að í virðu- legum leikhúsum komi fram jafn opin og djörf gagnrýni á íslensk stjórnvöld eins og Þorleifur Örn setur hér fram á þá utanrík- isstefnu sem ríkisstjórnin heldur til streitu þvert á vilja alls almennings í landinu. Það var því á ákveðinn hátt frelsandi að taka þátt í þessum viðburði. Frelsandi líka að verða enn einu sinni vitni að því á þessum vetri – að loks sé aftur að koma fram fólk innan leikhússins sem gerir sér grein fyrir samfélagslegu hlutverki þessa listforms og þorir að axla það hlutverk. Þorleifur Örn er ungur maður og á eðli- lega margt ólært. Kannski, einsog fleiri ungir menn, fyrst og fremst það (og þetta hef ég sagt oft áður) að leikritun og leik- stjórn eru tvö ólík fög og rétt er í upphafi að einbeita sér að öðru hvoru vilji maður í fyllingu tímans getað hitt beint í mark. Formið sem hann velur verkinu og sýning- unni er tekið frá bresku sjónvarpsþáttunum „Já, ráðherra“ og einnig finnur maður fyrir Þórarni Eldjárn í bráðsmellinni grunn- hugmyndinni. Þó mörg hnyttin samtöl sé að finna þar og ýmis fléttan í afhjúpun yf- irvalda sé skemmtileg þá er það ekki vel smíðað. Stærsti veikleikinn: Atriðin með að- komumanninum sem leikstjórinn gefur allt- of mikið pláss og alltof mikinn tíma. Of mik- inn tíma gefur líka leikstjórinn ýmsum smáatriðum er tefja framvinduna og draga úr kómík þeirrar alvöru sem hann leggur sem grunntón sýningar í upphafi og sem hann í samstarfinu við Hjálmar Hjálm- arsson skilar á stórum köflum mjög vel. Það er líka alvara Þorleifs Arnar mitt í öllum söluvæna fíflagangi samtímans sem ég tel ástæðu til að fagna. Hafi ungur maður auk þess þann dugnað og þor sem endurspegl- ast í þessari sýningu þá er margs af honum að vænta. Heimóttarlegur tréhaus í forsætisráðuneytinu LEIKLIST Hið lifandi leikhús Eftir Þorleif Örn Arnarsson. Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leik- stjóri: Þorleifur Örn Arnarsson. Leikmynd og bún- ingar: Drífa Ármannsdóttir. Lýsing: Geir Magnússon. Leikarar: Hjálmar Hjálmarsson, Björk Jakobsdóttir, Eline McKay, Ólafur S.K. Þorvaldz, Ævar Þór Bene- diktsson, Harpa Hlín Haraldsdóttir, Bjartur Guð- mundsson, Jón Stefán Sigurðsson, Tryggvi Gunn- arsson, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Elísabet Ásta Eyþórsdóttir og Erlingur Grétar Einarsson. Borgarleikhús, Litla sviðið, 24. febrúar kl. 20. American Diplomacy Morgunblaðið/Þorkell „Það er líka alvara Þorleifs Arnar mitt í öllum söluvæna fíflagangi samtímans sem ég tel ástæðu til að fagna. Hafi ungur maður auk þess þann dugnað og þor sem endurspeglast í þess- ari sýningu þá er margs af honum að vænta,“ segir María Kristjánsdóttir meðal annars. María Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.