Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ EVA Oliversdóttir gerði sér lítið fyrir og varð bæði Reykjavíkur- og Íslandsmeistari í Freestyle í ein- staklingskeppni í ár. Úrslitin í Freestylekeppni Tónabæjar 2005 réðust síðustu helgi en keppnin fór fram fyrir fullu húsi í Austurbæ. Eva er þrettán ára nemi í 8. bekk Háteigsskóla og æfir bæði ballett og djassballett og hefur gert það lengi. „Ég er búin að vera í dansi síðan ég var þriggja ára en þá fór ég í ballett hjá Sigríði Ármann. Svo þegar ég var átta ára fór ég í List- dansskólann. Þegar ég var níu ára fór ég til Þýskalands og bjó þar í hálft ár. Ég var í ballett þar og byrjaði í hipp hoppi. Ég hélt síðan áfram þegar ég kom hérna heim,“ segir Eva, sem æfir tvisvar í viku í Dansstúdíói World Class hjá Nönnu Ósk Jónsdóttur. Nanna stendur einmitt fyrir komu hins þekkta dansahöfundar Darrins Hensons til landsins næstu helgi. Eva ætlar á námskeiðið enda fékk hún það í verðlaun fyrir sigurinn í Free- stylekeppninni. Eva æfir jafnframt ballett fjórum sinnum í viku í tvo og hálfan tíma í senn. „Ég er komin í 5. flokk en þá aukast æfingarnar. Það er djass, klassískur balletttími, módern og spuni. Það er mjög gaman þarna og kennararnir eru skemmtilegir,“ segir hún um námið í Listdansskóla Íslands. Samsettur vinningsdans Vinningsdansinn setti Eva saman úr ýmsum dönsum sem hún hefur lært. „Ég setti saman nokkra dansa frá námskeiðunum í Dansstúdíói World Class í Laugum. Ég var líka í fimleikum þangað til ég var átta ára og notaði það aðeins í dans- inum,“ segir Eva, sem var í fim- leikum frá þriggja ára aldri, bæði í Gerplu og Ármanni. „Ég hef líka verið á sumarnámskeiðum hjá Jazz- ballettskóla Báru og hjá Maríu Gísladóttur ballerínu.“ Hún hefur því nóg að gera og hefur gaman af því. „Mér finnst það mjög gaman. Það er alltaf mikið að gera hjá mér“, segir Eva og bætir við að hún hafi líka nógan tíma fyr- ir skólann. Sigurinn í Freestyle kom Evu á óvart en þetta er í fyrsta skipti sem hún tekur þátt. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég keppi og ég átti ekki von á þessu. Sérstaklega eftir að ég var búin að vinna Reykjavík- urmeistarann, ég átti alls ekki von á því að verða Íslandsmeistari líka,“ segir Eva, sem ætlar að taka þátt næstu ár. „Alveg örugglega. Þetta var mjög gaman og maður kynnist líka mörgum.“ Freestyle | Eva er þrettán ára tvöfaldur meistari Í dansi frá þriggja ára aldri Morgunblaðið/Golli Eva í tíma í Dansstúdíói World Class. Hún æfir þar tvisvar í viku og er fjórum sinnum í viku í ballett. ingarun@mbl.is TÓNLEIKAR Stuðmanna í Royal Al- bert Hall í Lundúnum þann 24. mars næstkomandi hafa vakið mikinn áhuga hjá aðdáendum sveitarinnar, innan lands og utan. Nú þegar hafa öll flugsæti sem í boði voru á vegum Icelandair selst upp, samkvæmt fréttatilkynningu frá tónleikahöldurum. Alls voru um 800 sæti í boði þegar saman eru lögð sæti í venjulegu áætlunarflugi og þeim leiguvélum sem settar voru inn sérstaklega til að ferja fólk á við- burðinn í Royal Albert Hall. Þá segir í tilkynningunni að sala meðal Ís- lendinga á Bretlandseyjum hafi einnig gengið vel og séu alls á þriðja þúsund miðar seldir á tónleikana. Tónleikar Stuðmanna og fyr- irhuguð sýning á Stuðmannamynd- unum svokölluðu hefur vakið at- hygli í breskum fjölmiðlum og hefur hljómsveitin verið til umfjöllunar meðal annars í dálki hjá dagblaðinu The Guardian sem ber heitið „Who the Hell are?“ sem myndi útleggjast „Hverjir í fjandanum eru?“ Þar veltir blaðamaður upp þeirri spurningu hvernig standi á því að hljómsveit sem enginn hafi heyrt minnst á í Bretlandi geti staðið undir því að halda tónleika í einu virtasta tónleikahúsi landsins, eins spyr blaðamaður hvernig standi á því að Íslandi geti endalaust framleitt tón- list sem ekki sé nokkur leið að flokka eftir hefðbundnum aðferðum. Frídreifiblaðið Metro fjallar um tón- leikana í dálkinum „hottest ticket in town“ og segir tónleikana hljóta að vera einn forvitnilegasta viðburðinn í London yfir páskahelgina. Enn er hægt að nálgast miða á tónleikana á vefsíðu Royal Albert Hall, www.royalalberthall.co.uk. Miðaverð er á bilinu 20–35 pund. Það er Baugurgroup í samstarfi við Vífilfell og Icelandair sem stend- ur að tónleikum Stuðmanna í Royal Albert Hall. Þrjú þúsund miðar seldir á tónleikana Morgunblaðið/Ásgeir Ingvarsson Stuðmenn vöktu lukku er þeir léku fyrir rússneska félaga sína í Pétursborg. Tónlist | Flugsæti á tónleika Stuð- manna í Royal Albert Hall uppseld EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI VIÐS IPTAVI IR ÍSLA DSBA A FÁ 20 AFSLÁTT AF IÐAVERÐI LEONARDO DiCAPRIO Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, leikstjóri,og aðalleikari. 11 Frá framleiðanda Training day Miðasala opnar kl. 15.30 H.L. Mbl. ÓÖH DV. Baldur Popptíví  Ó.H.T Rás 2 Kvikmyndir.is Yfir 32.000 mannsfir .  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. CLOSER JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN 2ÓSKARSVERÐLAUNATILNEFNINGAR A MIKE NICHOLS FILM Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.16 ára. Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa J A M I E F O X X S.V. MBL.Ó.Ö.H. DV   Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna jamie kennedyj i Alan cummingl i Sýnd kl. 2, 4 og 6 Ísl tal / kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Enskt tal 3000km. að heiman. 10 eftirlifendur. Aðeins eitt tækifæri! Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna jamie kennedyi Alan cummingl i jamie kennedyj i Alan cummingl i Sýnd kl. 2 og 10.10. Sýnd kl. 4.30. Síðasta sýn. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI  Kvikmyndir.is.  S.V. Mbl. Sýnd kl. 2, 4 og 6 Ísl tal / kl. 8 og 10. Enskt tal Þ.Þ.. FBL “…það mátti því búast við því að Closer væri góð mynd en hún er gott betur en það.” i ll l l Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna i ll l l Fr r rí y fyrir l fj lskyl u ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA Síðasta sýning  Ó.H.T. Rás 2 JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN CLOSER Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20. Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa Ó.Ö.H. DV Þ.Þ.. FBL  S.V. MBL.  Ó.H.T. Rás 2 “Frábær mynd í alla staði. “…það mátti því búast við því að Closer væri góð mynd en hún er gott betur en það.” M.M.J. Kvikmyndir.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.