Morgunblaðið - 26.02.2005, Síða 64

Morgunblaðið - 26.02.2005, Síða 64
64 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15 og 10.30. B.i. 14. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.30, 3.45 og 6. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun LEONARDO DiCAPRIO Sýnd kl. 2.50, 6 og 9.10. ÁLFABAKKI kl.1.30, 3.45, 6, 8.15 og 10.30 Kvikmyndir.is DV GOLDEN GLOBE VERÐLAUN Besti leikari - Jamie Foxxti l i i i J A M I E F O X X Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 3 og 5.30. Enskt tal Sýnd kl. 3. A Very Long Engagement Ó.H.T. Rás 2 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI  Kvikmyndir.is.  S.V. Mbl.  J.H.H. Kvikmyndir .com 6 11 T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A • BESTA MYND • BESTI LEIKSTJÓRI • BESTI AÐALLEIKARI T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A • BESTA MYND • BESTI LEIKSTJÓRI • BESTI AÐALLEIKARI • BESTI AUKALEIKARI 2 tilnefningar til Óskarsverðlauna KEFLAVÍK kl. 8 og 10.10. HELVÍTI VILL HANN, HIMNARÍKI VILL HANN EKKI, JÖRÐIN ÞARFNAST HANS Magnaður spennutryllir með Keanu Reeves og Rachel Weisz í aðalhlutverki. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.30, 4, 5.30, 8 og 10.30. B.i 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15. B.i. 14. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna jamie kennedy Alan cumming GERARD JUGNOT FRANÇOIS BERLEAND KAD MERAD 4 tilnefningar til óskarsverðlauna Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KÓRINN Frönsk kvikmyndaperla sem enginn má missa af.Stærsta mynd Frakka í fyrra. r i rl i i f. t r t r í f rr . S.V. MBL.. . . 4 tilnefningar til Óskarsverðlauna 4 tilnefningar til Óskarsverðlauna H.L. Mbl. Kvikmyndir.is i ll l l KRINGLAN Sýnd kl. 12 og 2.15. 2 T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A• BESTA ERLENDA MYNDIN • BESTA LAGIÐ Þegar Chris Rock, kynnir á næstu Óskars-verðlaunaafhendingu, sagði að Óskarinn værifátt annað en tískusýning hafði hann að mörgu leyti rétt fyrir sér. Verðlaunin fara fram annað kvöld og fylgjast margir ekki síður spenntir með því í hverju stjörnunar eru þegar þær ganga rauða dregilinn en verðlaunaafhendingunni sjálfri. Áhorfendum þykir gam- an að fylgjast með stíl Hollywood- leikkvennanna, hvort sem hann telst smekklegur eður ei. Björk í svanakjólnum eftir Marjan Pejoski á Óskarnum 2001 gleymist seint og líka vakti athygli þegar Sharon Stone mætti í Valentino-ballpilsi við bol frá GAP árið 1996. Tækifæri sem þessi til að skyggnast inn í persónu- leika stjarnanna (Björk er framúrstefnuleg og Stone get- ur verið alþýðleg) eru að verða úr sögunni. Síðustu tíu ár hefur stjörnustílistinn verið við völd og passað uppá að fræga fólkið geri ekki eins afdrifarík „mistök“.    Eins og allir þekkja er fræga fólkið óhrætt við aðflagga „hverjum það klæðist“ eins og það er orðað. Þetta snýst ekki lengur um að það sé bara að styrkja ein- hvern ákveðinn hönnuð og fái í staðinn ókeypis föt og skartgripi til að nota á verðlaunahátíðum. Núna er svo komið að tískuhúsin og skartgripafyrirtækin eru farin að borga stærstu stjörnunum fyrir að klæðast ákveðnum hlutum. Tíðkast að borga stjörnunum annaðhvort ein- greiðslu eða að þær fái sérsamning við tískuhúsið, þó þessir samningar fari ekki hátt. Á Golden Globes-hátíðinni hættu bæði Charlize Ther- on og Hilary Swank við að nota skartgripi frá Harry Winston, sem þær höfðu fengið lánaða. Þess í stað báru þær skartgripi frá keppinautinum, Chopard. Fyrir það fengu þær sex stafa ávísun (í bandaríkjadölum!), að því er kemur fram í grein The Los Angeles Times. Hæstu skartgripasamningarnir eru sagðir vera uppá allt að fimmtán milljónum íslenskra króna. Fyrirtækjunum þykja þetta kjarakaup því þarna getur markaðsfólkið notað nafn stjörnunnar og velvild fyrir brot af því sem styrktarsamningur kostar. Til dæmis hljóðar samning- urinn sem Nicole Kidman gerði um að vera andlit ilm- vatnsins Chanel No. 5 í þrjú ár uppá um 240 milljónir króna.    Aðdáendur leikkvenna eiga þó erfitt með að komastað því hvort þær séu í ákveðnum fötum af fag- urfræði- eða peningalegum ástæðum. Renée Zellweger klæðist gjarnan fötum frá Carolina Herrera á hátíðum og þær eru sagðar nánar. Hvað þýðir það nákvæmlega? Theron er opinbert andlit ilmvatnsins J’Adore frá Dior en er ekki undir samningi við að klæðast Dior-fötum. Samt var hún í kjól frá Dior á síðustu Golden-Globe- hátíð. Sama má segja um Kidman en hún er oft í kjólum frá Chanel. Ekki er alltaf ljóst hvort samningur liggur að baki þessu eða ekki en víst er að stórar fjárhæðir skipta um eigendur. Í svona sambandi er allavega víst að tísku- húsin stjana við stjörnurnar sem styðja þau, fljúga með þær hvert sem þarf í mátanir og þar fram eftir götunum.    Samband leikkvenna og hönnuða hefur lengi tíðkast,eins og til dæmis gerðu Audrey Hepburn og Hubert de Givenchy mikið fyrir feril hvors annars og urðu vinir ævilangt. Það samband var hagkvæmt fyrir báða aðila þótt það hafi ekki snúist um peninga. Segja má að Giv- enchy hafi sett á markað fyrsta stjörnuilmvatnið þegar L’Interdit kom á markað árið 1957 en hann gerði ilm- vatnið sérstaklega fyrir Hepburn. Rauði dregillinn borgar vel AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is AP Ekki voru allir sáttir þegar Gwyneth Paltrow klæddist prinsessukjól frá Ralph Lauren á Óskarnum 1999. ’Nú er svo komið að tískuhúsin og skartgripafyrirtækin eru farin að borga stærstu stjörnunum fyrir að klæðast ákveðnum hlutum.‘ ÁSTRALSKI leikarinn Julian McMahon, sem m.a. er þekktur fyr- ir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Nip/Tuc, segist vera annar tveggja leikara er komi til greina í hlutverk James Bond í næstu mynd. Herma fregnir að hinn leikarinn sé Clive Owen. Þetta kemur fram í breska blaðinu Mirror. McMahon segist þar hafa farið í hlutverkaprufu hjá framleiðendum Bond-myndanna og þeir hafi sagt sér að ákvörðunar væri að vænta innan tveggja mánaða. Valið stæði á milli hans og annars leikara. „Þetta verður erfið bið.“ Lýtalæknirinn næsti Bond? Bond-legur í kjól og hvítu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.