Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 57

Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 57 MENNING Brúðkaupssýningin Já Komdu og upplifðu brúðkaupsævintýrið í Vetrargarði Smáralindar helgina 18.-20. mars. Ný sending Smáralind • Kringlunni Teg. ARA 36335 ogaf Teg. ARA 51866 Myndasögur hafa löngumverið nokkurs konar oln-bogabarn í listalífi hér- lendis og víðar. Nú fer þó vaxandi sá hópur innan listaheimsins sem viðurkennir þetta unga listform þar sem samruni mynd- og ritlistar nær nýjum hæðum. Með almennri við- urkenningu höfunda eins og Neil Gaiman, Art Spiegelman og Mike Mig- nola, höfunda sem daðra við mörk þjóðsagna, sagnfræði og þjóðfræði, má segja að viss öld upplýsingar sé að ganga í garð. Undanfarna áratugi hefur myndasagan ekki aðeins teygt sig inn á nýjar slóðir, heldur hafa myndlistarmenn einnig teygt sig inn í veruleika og tjáningarform myndasögunnar til að þenja mörk myndlistarinnar. Á dögunum varð undirritaður m.a. fyrir þeirri skyn- víkkandi reynslu að lesa sögurnar Bone eftir Jeff Smith og Blacksad: Arctic Nation eftir Juan Diaz Can- ales og Guarnido, í kjölfar umfjöll- unar Heimis Snorrasonar, sem hef- ur unnið þrekvirki í að kynna áhugaverðar teiknimyndasögur fyrir Íslendingum. Þessar sögur eiga það sameiginlegt að að- alsöguhetjan er gestur í einhverjum veruleika þar sem ferðalagið leiðir í ljós ýmiss konar sannleika, hvort sem hann er siðfræðilegur, veru- fræðilegur eða frumspekilegur, um heiminn.    Myndasögumessan Nían, semverður opnuð í Hafnarhúsinu í dag kl. 16, er til vitnis um þessa hugarfarsbyltingu. Yfirskriftin „Ní- an“ vísar beint til þess að mynda- sögur eru gjarnan nefndar níunda listformið. Það er Gisp!-hópurinn sem stendur fyrir sýningunni, en sami hópur tók sig saman fyrir þrettán árum og hélt stóra sýningu á Kjarvalsstöðum. Í tilefni af sýn- ingunni gefur Gisp!-hópurinn út viðamikla sýningarskrá sem inni- heldur m.a. greinar um íslenskar og erlendar myndasögur. Þá mun Borgarbókasafn auka stórlega úr- val sitt á myndasögum til útláns auk þess sem Reykjavíkurtorgið í Gróf- arhúsi verður vettvangur myndlist- arsagna. Þá mun verslunin Nexus, helsti griðastaður íslenskra mynda- sagnaunnenda, stórauka úrval myndasagna í tilefni sýningarinnar.    Bjarni Hinriksson, sýningarstjóriNíunnar, segir myndasögur ekki hafa átt mikla hefð eða verið áberandi hér á landi. „Þó hefur ver- ið ýmislegt síðari árin sem bendir til þess að ástandið sé að breytast og batna,“ segir Bjarni. „Hér hafa ver- ið starfandi misvirkir hópar mynd- listarmanna og áhugamanna um myndasögur sem hafa gert og gefið út myndasögur, mjög óreglulega, en þó alltaf eitthvað. Gisp!- hópurinn hefur starfað frá 1990 og er kannski einkennandi fyrir myndasöguútgáfuna. Með þessari sýningu viljum við sýna fram á að þrátt fyrir að myndasagan hafi ekki verið áber- andi á Íslandi, hefur átt sér stað töluverð gróska innan hennar síð- ustu 15–20 árin.“ Bjarni segir sýninguna í raun kanna tvo þræði, annars vegar ís- lensku myndasöguna í samhengi við erlendar myndasögur og hins vegar íslensku myndasöguna í samhengi við myndlistarheiminn. „Myndasög- ur eru mjög fjölbreyttar og það er annað sem við viljum sýna hér. Það er ekki neitt eitt sem kalla má myndasögu. Sumir höfundar leggja meiri áherslu á orðin en aðrir láta myndirnar tala í meira mæli,“ segir Bjarni.    Óhætt er að segja að teikni-myndasögur hafi á margan hátt mótað hugarheim ungs fólks undanfarna áratugi, og ekki aðeins hin miklu listaverk Gaimans og Mignola og slíkra snillinga, heldur má einnig nefna að margir kynntust Hringadróttinssögu fyrst í gegnum hálfklárað myndasöguverk. Þá hef- ur franski listamaðurinn Franquin upphafið kæruleysislegt og róm- antískt viðhorf til lífsins í hugum fjölda ungra lesenda með hinum stórskemmtilegu sögum um Viggó viðutan. Þá má einnig nefna sköpun Svíans Charlie Christiansen, and- hetjuna Arne Anka, sem ráfar með timburmenn um götur Stokkhólms og gubbar út úr sér óborganlegri hversdagsvisku um velferðarsam- félag, mannlegan breyskleika, drykkjusýki og barnauppeldi. Teiknimyndasögur eru einnig mikilvægur hluti af myndasagna- hefðinni og má ekki vanmeta gildi þeirra sem bæði fagurfræðilegra og heimspekilegra fyrirbæra. Í tilefni sýningarinnar verður Sýningarstjóraspjall sunnudaginn 20. mars kl. 15 auk þess sem nokkr- ir listamanna sem verk eiga á sýn- ingunni munu veita sérstaka leið- sögn sunnudaginn 24. apríl. Í umfjöllun fjölmiðla um mynda- sögur hefur spurningin „Er þetta ekki bara fyrir krakka?“ verið allt annað en fáheyrð og ber þessi spurning á vissan hátt vitni van- þekkingu um breidd og vídd myndasöguheimsins. Maður spyr sig jafnvel hvort list almennt sé ekki „bara fyrir krakka,“ því hlut- verk hennar er að örva, ögra og kalla fram hugmyndir þeirra sem hennar njóta. Og ef listin er fyrir krakka, er þetta þá ekki spurning hvort við þurfum kannski öll í rík- ara mæli að leyfa sjálfum okkur að vera krakkar. „Eitthvað fyrir krakka?“ ’Teiknimyndasögur erueinnig mikilvægur hluti af myndasagnahefðinni og má ekki vanmeta gildi þeirra sem bæði fagurfræðilegra og heimspekilegra fyr- irbæra.‘ AF LISTUM Svavar Knútur Kristinsson svavar@mbl.is Gjafaöskjur með ljóðum Sölustaðir: sjá www.bergis.is Ástarkveðja • Vinarkveðja, Samúðarkveðja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.