Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 57 MENNING Brúðkaupssýningin Já Komdu og upplifðu brúðkaupsævintýrið í Vetrargarði Smáralindar helgina 18.-20. mars. Ný sending Smáralind • Kringlunni Teg. ARA 36335 ogaf Teg. ARA 51866 Myndasögur hafa löngumverið nokkurs konar oln-bogabarn í listalífi hér- lendis og víðar. Nú fer þó vaxandi sá hópur innan listaheimsins sem viðurkennir þetta unga listform þar sem samruni mynd- og ritlistar nær nýjum hæðum. Með almennri við- urkenningu höfunda eins og Neil Gaiman, Art Spiegelman og Mike Mig- nola, höfunda sem daðra við mörk þjóðsagna, sagnfræði og þjóðfræði, má segja að viss öld upplýsingar sé að ganga í garð. Undanfarna áratugi hefur myndasagan ekki aðeins teygt sig inn á nýjar slóðir, heldur hafa myndlistarmenn einnig teygt sig inn í veruleika og tjáningarform myndasögunnar til að þenja mörk myndlistarinnar. Á dögunum varð undirritaður m.a. fyrir þeirri skyn- víkkandi reynslu að lesa sögurnar Bone eftir Jeff Smith og Blacksad: Arctic Nation eftir Juan Diaz Can- ales og Guarnido, í kjölfar umfjöll- unar Heimis Snorrasonar, sem hef- ur unnið þrekvirki í að kynna áhugaverðar teiknimyndasögur fyrir Íslendingum. Þessar sögur eiga það sameiginlegt að að- alsöguhetjan er gestur í einhverjum veruleika þar sem ferðalagið leiðir í ljós ýmiss konar sannleika, hvort sem hann er siðfræðilegur, veru- fræðilegur eða frumspekilegur, um heiminn.    Myndasögumessan Nían, semverður opnuð í Hafnarhúsinu í dag kl. 16, er til vitnis um þessa hugarfarsbyltingu. Yfirskriftin „Ní- an“ vísar beint til þess að mynda- sögur eru gjarnan nefndar níunda listformið. Það er Gisp!-hópurinn sem stendur fyrir sýningunni, en sami hópur tók sig saman fyrir þrettán árum og hélt stóra sýningu á Kjarvalsstöðum. Í tilefni af sýn- ingunni gefur Gisp!-hópurinn út viðamikla sýningarskrá sem inni- heldur m.a. greinar um íslenskar og erlendar myndasögur. Þá mun Borgarbókasafn auka stórlega úr- val sitt á myndasögum til útláns auk þess sem Reykjavíkurtorgið í Gróf- arhúsi verður vettvangur myndlist- arsagna. Þá mun verslunin Nexus, helsti griðastaður íslenskra mynda- sagnaunnenda, stórauka úrval myndasagna í tilefni sýningarinnar.    Bjarni Hinriksson, sýningarstjóriNíunnar, segir myndasögur ekki hafa átt mikla hefð eða verið áberandi hér á landi. „Þó hefur ver- ið ýmislegt síðari árin sem bendir til þess að ástandið sé að breytast og batna,“ segir Bjarni. „Hér hafa ver- ið starfandi misvirkir hópar mynd- listarmanna og áhugamanna um myndasögur sem hafa gert og gefið út myndasögur, mjög óreglulega, en þó alltaf eitthvað. Gisp!- hópurinn hefur starfað frá 1990 og er kannski einkennandi fyrir myndasöguútgáfuna. Með þessari sýningu viljum við sýna fram á að þrátt fyrir að myndasagan hafi ekki verið áber- andi á Íslandi, hefur átt sér stað töluverð gróska innan hennar síð- ustu 15–20 árin.“ Bjarni segir sýninguna í raun kanna tvo þræði, annars vegar ís- lensku myndasöguna í samhengi við erlendar myndasögur og hins vegar íslensku myndasöguna í samhengi við myndlistarheiminn. „Myndasög- ur eru mjög fjölbreyttar og það er annað sem við viljum sýna hér. Það er ekki neitt eitt sem kalla má myndasögu. Sumir höfundar leggja meiri áherslu á orðin en aðrir láta myndirnar tala í meira mæli,“ segir Bjarni.    Óhætt er að segja að teikni-myndasögur hafi á margan hátt mótað hugarheim ungs fólks undanfarna áratugi, og ekki aðeins hin miklu listaverk Gaimans og Mignola og slíkra snillinga, heldur má einnig nefna að margir kynntust Hringadróttinssögu fyrst í gegnum hálfklárað myndasöguverk. Þá hef- ur franski listamaðurinn Franquin upphafið kæruleysislegt og róm- antískt viðhorf til lífsins í hugum fjölda ungra lesenda með hinum stórskemmtilegu sögum um Viggó viðutan. Þá má einnig nefna sköpun Svíans Charlie Christiansen, and- hetjuna Arne Anka, sem ráfar með timburmenn um götur Stokkhólms og gubbar út úr sér óborganlegri hversdagsvisku um velferðarsam- félag, mannlegan breyskleika, drykkjusýki og barnauppeldi. Teiknimyndasögur eru einnig mikilvægur hluti af myndasagna- hefðinni og má ekki vanmeta gildi þeirra sem bæði fagurfræðilegra og heimspekilegra fyrirbæra. Í tilefni sýningarinnar verður Sýningarstjóraspjall sunnudaginn 20. mars kl. 15 auk þess sem nokkr- ir listamanna sem verk eiga á sýn- ingunni munu veita sérstaka leið- sögn sunnudaginn 24. apríl. Í umfjöllun fjölmiðla um mynda- sögur hefur spurningin „Er þetta ekki bara fyrir krakka?“ verið allt annað en fáheyrð og ber þessi spurning á vissan hátt vitni van- þekkingu um breidd og vídd myndasöguheimsins. Maður spyr sig jafnvel hvort list almennt sé ekki „bara fyrir krakka,“ því hlut- verk hennar er að örva, ögra og kalla fram hugmyndir þeirra sem hennar njóta. Og ef listin er fyrir krakka, er þetta þá ekki spurning hvort við þurfum kannski öll í rík- ara mæli að leyfa sjálfum okkur að vera krakkar. „Eitthvað fyrir krakka?“ ’Teiknimyndasögur erueinnig mikilvægur hluti af myndasagnahefðinni og má ekki vanmeta gildi þeirra sem bæði fagurfræðilegra og heimspekilegra fyr- irbæra.‘ AF LISTUM Svavar Knútur Kristinsson svavar@mbl.is Gjafaöskjur með ljóðum Sölustaðir: sjá www.bergis.is Ástarkveðja • Vinarkveðja, Samúðarkveðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.