Morgunblaðið - 14.03.2005, Side 13

Morgunblaðið - 14.03.2005, Side 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 13 Fundarboð/ Fræðslufundur Efling-stéttarfélag og Matvæla- og veitingasam- band Íslands boða félagsmenn sem starfa á veitinga- og skemmtistöðum til fræðslufundar um skaðsemi óbeinna reykinga og heilsuvernd starfsmanna. Fundurinn verður haldinn í Hvammi, Grand HótelI, þriðjudaginn 15. mars kl. 15.00 Dagskrá: 1. Setning Sigurður Bessason 2. Erindi: a. Kristinn Tómasson læknir b. Siv Friðleifsdóttir alþingismaður c. Erna Hauksdóttir SAF Kaffihlé 3. Umræða 4. Niðurstaða fundarins Samantekt Níels S Olgeirsson Fundarstjóri: Guðmundur Þ Jónsson Matvæla- og veitingasamband Íslands VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands ER ÍSLANDSVÉLIN AÐ OFHITNA? Fundargjald með morgunverði kr. 2.500. Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að skrá þátttöku fyrirfram á www.chamber.is, á fundir@chamber.is eða á skrifstofu Verslunarráðs í síma 510 7100. LAND YFIRBOÐA! ER HAGVÖXTUR BYGGÐUR Á SKULDSETNINGU? ÁFRAM EÐA VEISLULOK? Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur og ráðuneytisstjóri Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbanka Íslands Miðvikudaginn 16. mars 2005 Grand Hóteli, Reykjavík, Gullteig A Morgunverðarfundur kl. 8:30-9:45 FRUMMÆLENDUR: 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 14,917,375 kr. 2,983,475 kr. 298,348 kr. 29,835 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11,421,089 kr. 2,284,218 kr. 228,422 kr. 22,842 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10,948,610 kr. 2,189,722 kr. 218,972 kr. 21,897 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1,846,842 kr. 184,684 kr. 18,468 kr. Innlausnardagur 15. mars 2005 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Rafrænt: 1: 1.8468424 1. og 2. flokkur 2001: Rafrænt: 1: 1.42303706 Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 HAGNAÐUR Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. (HÞ) á árinu 2004 nam 121 milljón króna eftir skatta. Árið áður var hagnaðurinn 58 milljónir. Rekstrartekjur samstæðunnar voru 1.951 milljón og rekstrargjöld 1.557 milljónir. Hagnaður HÞ fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 394 milljónum á árinu 2004, sem eru 20% af tekjum. Á árinu 2003 var sambærilegur hagn- aður 487 milljónir, eða 31% af tekjum. Ef frá er talinn hagnaður af sölu eigna á árinu 2003 var hlutfallið hins vegar 22%. Gengishagnaður HÞ af erlendum lánum nam 226 milljónum á árinu 2004 samanborið við 37 milljónir á árinu 2003. Segir í tilkynningu frá HÞ að rekstrarniðurstaða síðasta árs sé við- unandi þrátt fyrir samdrátt í fram- legð vegna gengis íslensku krónunnar og mun minni afla til bræðslu en áður. HÞ afskráð úr Kauphöllinni HÞ hefur verið afskráð úr Kaup- höll Íslands. Í tilkynningu kemur fram að Kauphöllin hafi samþykkt fram komna beiðni um afskráningu hlutabréfa félagsins af Aðallista. Símatún ehf. hafi eftir yfirtökutilboð eignast 97,69% af heildarhlutafé fé- lagsins og því uppfylli það ekki skil- yrði skráningar um dreifingu hluta- fjár. HÞ hagnast um 161 milljón SAMKVÆMT úttekt sem þránd- heimska dagblaðið Adresseavisen hefur unnið þurfa almennings- hlutafélög frá miðhluta Noregs að hrista fram 34 konur sem taka eiga sæti í stjórnum þeirra áður en sum- arið gengur í garð. Eitt þessara fyrirtækja er BN Bank sem brátt verður íslenskur, eins og segir í fréttinni. Þar er með- al annars vitnað í símasamtal við Torvald Lind stjórnarformann BN Kreditt, dótturfyrirtækis BN Bank, sem segist ekki vita hvað BN Kred- itt ætli að gera til þess að fá konur í stjórn. „Ekki spyrja mig, spyrjið formann kjörnefndar,“ segir Lind. Samkvæmt Adresseavisen þurfa samtals þrjár konur að eiga sæti í stjórnum BN Bank og BN Kreditt en Gunnar Jerven, bankastjóri bankans, er ekki bjartsýnn á að markmiðið náist. „Samkvæmt lög- um á bankastjóri að eiga sæti í stjórn og ég er karlmaður. Fulltrúi starfsmanna er karlmaður og stjórnarformaður bankans er karl- maður. Nýir eigendur óska örugg- lega eftir því að fá mann í stjórn og forstjóri Íslandsbanka er maður. Það verður hörkuvinna að fjölga konum í stjórn í ár,“ segir Jerven. Kvennafár í Noregi HAGNAÐUR Hampiðjunnar á síð- asta ári nam 276 milljónum króna eftir skatta. Árið áður var hagn- aðurinn 160 milljónir. Rekstrar- tekjur félagsins á árinu 2004 voru svipaðar og á árinu 2003, eða 4.392 milljónir samanborið við 4.386 milljónir árið áður. Meðtalið í rekstrartekjum eru 93 milljónir sem voru hagnaður af sölu var- anlegra rekstrarfjármuna, sem var 20 milljónir árið 2003. Hagnaður fyrir afskriftir og hrein fjármagnsgjöld (EBIDTA), nam 496 milljónum samanborið við 420 milljónir árið 2003. Hrein fjár- magnsgjöld námu 38 milljónum til tekna samanborið við 13 milljónir til gjalda árið 2003. Heildareignir samstæðunnar voru 6,4 milljarðar í árslok 2004, skuldir námu 3,7 milljónum og eig- ið fé 2,7 milljörðum. Í tilkynningu frá Hampiðjunni segir að vöruframboð samstæð- unnar sé fjölbreyttara en áður með vaxandi hluta tekna hennar af sölu vara sem bundnar séu einkaleyf- um. Hátt gengi íslensku krónunnar geri samkeppnisstöðu íslenskra veiðarfæragerða hins vegar erfiða gagnvart innflutningi. Þá sé rekstrarumhverfi innlendra við- skiptavina Hampiðjunnar erfitt og smitist það yfir á þjónustuaðila þeirra. Stjórn Hampiðjunnar leggur til við aðalfund félagsins að greiddur verði 12% arður til hluthafa. Aukinn hagnaður hjá Hamp- iðjunni HAGNAÐUR HB Granda hf. árið 2004 nam 603 milljónum króna eftir skatta, en var 763 milljónir króna ár- ið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 9.356 milljónum króna, en voru 4.829 milljónir árið 2003. Þessi hækkun veltu skýrist af samruna Granda við Harald Böðvarsson hf., Tanga hf. og Svan RE-45 ehf. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir á árinu 2004 var 1.585 milljónir, eða 16,9% af rekstrartekjum, sam- anborið við 842 milljónir, eða 17,4%, árið áður. Rekstrartap af eigin starf- semi var 89 milljónir samanborið við 180 milljóna hagnað árið áður. Heild- arafskriftir ársins voru 1.673 millj- ónir. Þar af voru afskriftir af var- anlegum aflaheimildum 492 millj- ónir. Hreinar fjáreignatekjur HB Granda á árinu 2004 voru 932 millj- ónir, en voru 601 milljón króna árið 2003. Gengismunur og verðbætur voru jákvæð um 1.296 milljónir, en um 127 milljónir árið 2003. Vaxta- gjöld hækkuðu úr 257 milljónum í 493 milljónir króna á milli ára. Hagn- aður fyrir frádrátt tekjuskatts nam 835 milljónum á móti 853 milljónum á fyrra ári. Heildareignir HB Granda námu 26,7 milljörðum í árs- lok 2004, samanborið við 14,4 millj- arða ári áður. Þá var eigið fé tæplega 9,1 milljarður en 5,8 milljaðar ári áð- ur. Fram kemur í tilkynningu frá HB Granda að stjórn félagsins muni leggja til við aðalfund að greiddur verði 15% arður fyrir árið 2004. Minni hagnaður HB Granda mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.