Morgunblaðið - 14.03.2005, Síða 14

Morgunblaðið - 14.03.2005, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT E N N E M M / S ÍA / N M 15 5 0 2 SMS heimasími Panasonic KX-TCD300 Tilboð í vefverslun: 8.980 kr. 25% afsláttur úr heimasíma í 6 númer Skráðu þig á siminn.is Nú getur þú sent SMS siminn.is/vefverslun 980 Léttkaupsútborgun: og 750 kr. á mán. í 12 mán. kr. Tiboðsverð: 9.980 kr. Hægt er að senda og taka á móti SMS. Númerabirting fyrir allt að 30 númer. Símaskrá fyrir 200 símanúmer og nöfn. Innbyggður hátalari fyrir handfrjálsa notkun. Dagsetning og tími og raddstýring á 20 númerum. ÍSRAELAR hafa samið áætlanir um árásir á skotmörk í Íran ef samningaviðræður um meintar til- raunir Írana til að framleiða kjarnavopn fara út um þúfur, að sögn breska blaðsins The Sunday Times í gær. Blaðið sagði að valdamestu ráð- herrarnir í stjórn Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, hefðu lagt blessun sína yfir þessar áætlanir á fundi í síðasta mánuði á búgarði hans í Negev-eyðimörkinni. Ísraelsher er sagður hafa reist byggingu, sem líkist íranskri verk- smiðju sem notuð er til að auðga úran, í eyðimörkinni til að æfa árás- ir á hana. Sagt er að herinn hafi meðal annars æft skyndiárás sér- sveitar og loftárásir orrustuþotna. The Sunday Times segir að Ísr- aelsstjórn hafi rætt þessar áætlanir við bandaríska embættismenn sem hafi gefið til kynna að þeir myndu ekki reyna að hindra árásirnar ef öll önnur úrræði brygðust og ekki yrði hægt að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði þó í gær að bandaríska stjórnin hefði ekki samþykkt slíka árás. Atkvæðamikill þingmaður í Ísr- ael, Ephraim Sneh, fyrrverandi hershöfðingi sem situr nú í varnar- og utanríkismálanefnd þingsins, sagði að það myndi „ógna tilvist Ísraelsríkis“ ef Íranar eignuðust kjarnavopn. Hann bætti hins vegar við að reynt yrði til þrautar að leysa deiluna með friðsamlegum hætti og hernaðaraðgerðir gætu að- eins verið neyðarúrræði. Mohammed Khatami, forseti Ír- ans, sagði í gær að Íranar hefðu samþykkt að fresta auðgun úrans um óákveðinn tíma til að sannfæra heimsbyggðina um að þeir hefðu ekki í hyggju að framleiða kjarna- vopn. Hann bætti við að Íranar myndu þó ekki afsala sér réttinum til að hagnýta kjarnorkuna í frið- samlegum tilgangi. Íranar segjast ætla að nota auðg- aða úranið til orkuframleiðslu en Bandaríkjastjórn telur að þeir ætli einnig að nýta það í kjarnavopn. Fellst á að Íran fái aðild að WTO Skýrt var frá því um helgina að stjórn Bandaríkjanna hefði mildað afstöðu sína í deilunni um kjarn- orkuáætlun Írana og fallist á áform Evrópuríkja um að umbuna Írönum efnahagslega fyrir að framleiða ekki kjarnavopn. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf þó til kynna að Íranar þyrftu að samþykkja þetta fljótlega, ella ættu þeir yfir höfði sér refsiaðgerðir af hálfu öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Innanríkisráðuneyti Írans tók stefnubreytingu Bandaríkjastjórn- ar fálega og sagði að „mútur og hótanir“ dygðu ekki til að knýja Ír- ana til að afsala sér réttinum til að hagnýta kjarnorkuna. Bandaríkjastjórn hefur til þessa sagt að Íranar verðskuldi ekki umbun fyrir að virða alþjóðasamn- inga sem banna útbreiðslu kjarna- vopna. Stjórn Bush féllst á að falla frá andstöðu sinni við að Íran fengi að- ild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO) og að leyft yrði að selja Írönum varahluti í farþegavélar. Dugi þessi umbun ekki ætla Evr- ópuríkin að falla frá andstöðu sinni við þá kröfu Bandaríkjastjórnar að deilunni verði vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að það geti rætt hugsanlegar refsiaðgerðir gegn Íran. Í trúnaðarskjali, sem fréttastofan AP hefur undir hönd- um, varar Evrópusambandið við því að það eigi einskis annars úrkosti en að samþykkja að málinu verði vísað til öryggisráðsins fallist Ír- anar ekki á að hætta öllum til- raunum til að þróa kjarnavopn. Sagðir undirbúa árásir á Íran London, Vín. AP, AFP. Rice neitar því að stjórn Bush hafi samþykkt áætl- anir Ísraela Ísraelar segja írönsk kjarnavopn „ógna tilvist Ísraels“ ÞJÓÐVERJINN Paul Schäfer, fyrr- verandi nasisti sem stofnaði um- deilda þýska nýlendu í Chile, var fluttur þangað í gær frá Argentínu þar sem hann var handtekinn fyrir mannréttindabrot. Dómari í Chile hafði óskað eftir því að Schäfer, sem er 83 ára, yrði handtekinn vegna máls andófs- manns sem hvarf sporlaust á valda- tíma Augustos Pinochets, fyrrver- andi einræðisherra Chile. Schäfer á einnig yfir höfði sér ákæru um að hafa misþyrmt börnum kynferðis- lega í Colonia Dignidad, þýskri ný- lendu sem hann stofnaði árið 1961 á afskekktu svæði í suðurhluta Chile. Schäfer var fluttur í lögreglustöð í Santiago og á að koma fyrir dómara í dag. Pyntingar og aftökur Fyrrverandi leiðtogar nýlendunn- ar hafa einnig verið sakaðir um sam- starf við öryggissveitir Pinochets og að hafa leyft þeim að nota hús í ný- lendunni til að pynta fanga og taka þá af lífi. Þeir neita þessum sakar- giftum. Nýlendan var sjálfri sér nóg um flesta hluti, rak eigið sjúkrahús og skóla og byggði upp öflugan land- búnað. Leiðtogarnir voru m.a. sak- aðir um að hafa haldið íbúunum nauðugum í nýlendunni. Íbúar henn- ar voru yfir 300. Þýskur flóttamaður framseldur til Chile Reuters Þýski flóttamaðurinn Paul Schäfer í hjólastól á flugvelli í Buenos Aires áður en hann var fluttur þaðan með herflugvél til Chile um helgina. Santiago. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.