Morgunblaðið - 14.03.2005, Page 17

Morgunblaðið - 14.03.2005, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 17 DAGLEGT LÍF Leyfðu okkur að vera þinn fyrsti kostur Síðumúla 13 - 108 Reykjavík Sími: 517-0077 www.granithusid.is Varanlegt Sígild Efni Hönnun Granít Flísar Marmari Handlaugar Travertine Blöndunartæki Onyx Arinfrontar Sandsteinn Sérlausnir OPNUNARTÍMI MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA....... LAUGARDAGA..................................... SUNNUDAGA....................................... 14 - 18 11 - 16 13 - 16 Hægindastóll • Microfiber áklæði • Verð áður 42.600,- Ver› kr. 29.800 30% afsláttur Vaxtalaust í 3 mánuði eða aðeins 9.934,- á mánuði SETT EHF • HLÍ‹ASMÁRA 14 • 201 KÓPAVOGUR SÍMI 534 1400 • SETT@SETT.IS Einstakt tilboð Glæsileg húsgögn frá Brasilíu Kirkjulundi 17 (v/Vífilsstaðaveg) Garðabæ Sími: 565 3399 FYRIR HEIMILIÐ OG BÚSTAÐINN Þú flytur með okkur! Klettagarðar 1 • Sími: 553 5050 SENDIBÍLASTÖÐIN H.F sendibilastodin.is NÝSMÍÐI - BREYTINGAR - VIÐGERÐIR HLYNUR SF alhliða byggingastarfsemi Pétur J. Hjartarson húsasmíðameistari SÍMI 865 2300                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% NÆTURVÆTA eða enuresis nocturna er skilgreind sem ósjálfráð þvaglát að nóttunni eftir að fimm ára aldri er náð, einu sinni í mánuði eða oftar í þrjá mánuði samfellt. Vandamálið er algengara hjá drengjum (60% drengir, 40% stúlkur) og á sér lík- amlegar orsakir. Um það bil 15% heilbrigðra barna pissa undir við fimm ára aldur en þó að þessi tala lækki árlega um 1% er næturvæta enn til staðar hjá 0,5–1% átján ára ein- staklinga. Algengt er að börn með næturvætu séu kvíðin og spennt en það ástand er afleið- ing næturvætu en ekki orsök. Næturvæta er algengari hjá börnum með athyglisbrest og ofvirkni en sértæk lyfjameðferð við þeim vandamálum læknar þó ekki næturvætuna. Erfðir virðast hafa mikið að segja en ekki er enn ljóst með hvaða hætti þeim áhrifum er miðlað. Breytt nálgun Aukin þekking á orsökum og meinalífeðlis- fræði næturvætu hefur á allra síðustu árum breytt nálgun vegna vandamálsins en blöðru- rýmd, drykkjumynstur, þvagmyndun (rúm- mál) yfir nóttina og aldur barns eru þær breytur sem mestu máli skipta þegar velja skal meðferð. Nákvæm skráning á því hve mikið barnið drekkur og pissar í ákveðinn tíma er einföld og ódýr aðferð til þess að nálg- ast upplýsingar um ofangreind atriði. Eldri flokkun næturvætu þar sem fyrst og fremst er litið á það hvort vandamálið hefur staðið sam- fellt eða hvort barnið hafði átt langt þurrt tímabil áður en vandinn tók sig upp aftur hef- ur mjög takmarkaða þýðingu og engin áhrif á val meðferðar. Þau börn sem hafa næturvætu og eðlilega blöðrustarfsemi samkvæmt sjúkrasögu og þvaglátaskrá þarf ekki að rann- saka frekar en sjálfsagt er þó að gera almenna þvagskoðun við fyrstu heimsókn til læknis. Ekki er mælt með því að næturvæta sé með- höndluð hjá börnum yngri en fimm ára. Eftir að þeim aldri er náð er mikilvægt að fullt tillit sé tekið til óska foreldra og barnanna sjálfra þegar ákvörðun er tekin er um það hvort með- höndla skuli vandamálið eða ekki. Val á meðferð Við val á meðferð er almenna reglan sú að lyfjameðferð hentar vel fyrir þá einstaklinga sem mynda mikið þvag á nóttunni en næt- urþjálfameðferð ef blöðrurýmd er lítil. Börn- um á aldrinum 5–7 ára er oftast boðin lyfja- meðferð þar sem reynslan sýnir að þau svara mun síður næturþjálfa en eldri börnin. Eftir að 7–8 ára aldri er náð aukast líkur á svörun við næturþjálfameðferð til muna og á það reyndar sérstaklega við hjá börnum sem hafa litla þvagblöðru. Rétt er að taka það fram að meðferð með næturþjálfa er nokkuð vanda- söm og er mikilvægt að heilbrigðisstarfs- maður með reynslu af notkun næturþjálfa kenni foreldrum og barni rétta notkun hans og styðji fjölskylduna meðan á meðferð stend- ur. Mjög mikilvægt er að meðhöndla blöðru- vandamál áður en sértæk meðferð er hafin við næturvætu en sé það ekki gert verður árang- ur meðferðar mun lakari. Þótt um það bil 15% barna með næturvætu vaxi árlega frá vandanum getur biðin eftir sjálfkrafa bata reynst bæði börnum og for- eldrum erfið en sjálfsagt er að leita til læknis vegna næturvætu sé hún enn fyrir hendi eftir að 5–6 ára aldri er náð.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Um 15% heilbrigðra 5 ára barna með næturvætu Viðar Eðvarðsson barnalæknir, sérfræðingur í nýrnalækningum barna, Barnaspítala Hringsins, Landspítala – háskólasjúkrahúsi. SPÆNSKA hönnunarfyrirtækið DeBuena- Tinta hefur hannað kerfi fyrir þvottavélar sem þvingar karlmanninn á heimilinu til að nota þvottavélina til jafns við konuna. Þetta var gert að beiðni forsvarsmanna verslunar- innar Servei Estacio sem voru orðnir þreyttir á hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna þar sem konurnar sjá um þvottinn. Kerfið nefnist Lazy Man Syst- em og hentar öllum tegundum þvottavéla, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá hönnunarfyrirtækinu. Í því er fingrafaraskynjari þar sem fingraför hjónanna eru geymd. Skynjarinn hindrar að aðeins annað hjónanna geti séð um allan þvott, því manni er meinaður aðgangur eftir tvo þvotta í röð. „Einföld leið til að skipta ábyrgðinni á þvottinum á heimilinu ná- kvæmlega til helminga,“ segir í frétta- tilkynningu fyrirtækisins þar sem kaldhæðnin skín reyndar í gegn en hún var send út á alþjóðlega kvennadaginn 8. mars. DeBuentaTinta fannst líka kominn tími til að karlmenn gerðust liðtækir með straujárnið svo á stofunni var hannað tæki sem tengt er straujárninu og þjálf- ar vöðva þeirra á meðan þeir strauja skyrtur eiginkvenna sinna, eins og segir í fréttatilkynningunni. Tryggir að bæði kynin noti þvotta- vélina  JAFNRÉTTI Tæki er tengt strau- járninu sem þjálfar síðan vöðva á meðan straujað er. Fingrafaraskynjari hindrar að aðeins annað hjónanna geti séð um allan þvottinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.