Morgunblaðið - 14.03.2005, Page 18

Morgunblaðið - 14.03.2005, Page 18
18 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þátttökugjald er kr. 1.500.-. Innifalið er: kynningarhefti um gerð viðskiptaáætlana ásamt geisladiski sem hefur að geyma ýmis hagnýt hjálpargögn, t.d. vandað reiknilíkan, hagnýt eyðublöð og hljóðfyrirlestra. Frestur til að skila inn viðskiptaáætlun er 1. september 2005. Hægt er að skrá þátttöku á www.nyskopun.is eða með tölvupósti á nyskopun@nyskopun.is. • Er hugmyndin áhugavert viðskiptatækifæri? • Hversu mikil áhætta felst í framkvæmdinni og hver gæti ávinningurinn orðið? Þetta eru spurningar sem frumkvöðlar jafnt sem starfandi fyrirtæki þurfa að leita svara við. Með því að taka þátt í Nýsköpun 2005 er stigið fyrsta skrefið. Kynningarfyrirlestur miðvikudaginn 16. mars kl. 17:10-19:10: • Hvað prýðir góða viðskiptaáætlun? G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri í Nýsköpun 2005 • Fjármál og fjármögnun: fulltrúi frá Íslandsbanka með stutt erindi Garðabæ Félagsmiðstöðinni Garðabergi við Garðatorg 7 miðvikudaginn 16. mars kl. 17:10 - 19:10 SEM einn af nánustu samstarfs- mönnum Ágústar Einarssonar, fyrrum deildarforseta í viðskipta- og hagfræðideild, tel ég mig vel dómbæra á störf hans sem stjórn- anda í háskólasamfélaginu. Góður og samviskusamur vinnufélagi Ágúst hefur tvívegis verið kjörinn deild- arforseti og að öðrum deildarforsetum ólöst- uðum, sem allir eru miklir ágætismenn, er Ágúst yfirburðamaður þegar kemur að stjórnun, skipulagn- ingu og fram- kvæmdum. Hann setur sig afar vel inn í öll mál á ótrú- lega skömmum tíma og setur mál ein- staklega skipulega fram. Sá hæfileiki gerir það að verk- um að samstarfsfólk hans á mjög auðvelt með að vinna með honum enda er það samdóma álit alls starfsfólks í viðskipta- og hag- fræðideild að Ágúst hafi alla þá kosti sem góður stjórnandi þarf að hafa. Lipur í samskiptum Ágúst er einstaklega lipur í sam- skiptum og hógvær og betri vinnu- félaga og samstarfsmann er ekki hægt að fá. Í deildarforsetatíð hans fylgdist ég grannt með því hversu umhugað honum var um samstarfsfólk sitt í deildinni og hvernig hann hvatti unga kenn- ara til dáða, bæði í rannsóknum og kennslu. Honum er mjög umhugað um að Háskóli Íslands verði vinnustaður þar sem starfsfólki og nem- endum líði vel og nú- tímavinnuhættir verði í hávegum hafðir. Ég tel að okkur í Háskóla Íslands standi nú til boða einstakt tækifæri til að velja til forystu mann sem hefur yfirburða reynslu og þekkingu í stjórnun og rekstri, bæði í háskólasamfélaginu og í atvinnulíf- inu og megum við ekki fyrir nokkra muni láta slíkt tækifæri renna okk- ur úr greipum. Á fimmtudaginn 17. mars kjósum við stjórnanda eins fjölmennasta vinnustaðar á landinu. Kjósum Ágúst Ein- arsson sem rektor Háskóla Íslands Kristín Klara Einarsdóttir fjallar um kjör rektors við Háskóla Íslands ’Ágúst er einstaklegalipur í samskiptum og hógvær og betri vinnu- félaga og samstarfsmann er ekki hægt að fá.‘ Kristín Klara Einarsdóttir Höfundur er skrifstofustjóri viðskipta- og hagfræðideildar. NEYTENDUR njóta þessa dagana góðs af verðstríði lág- vöruverðsverslana. Risinn Bónus hefur fengið öfluga sam- keppni litlu aðilanna á markaðnum eins og Krónunnar. Verð mat- væla lækkar með sama hætti og Iceland Ex- press heldur nú niðri fargjaldaverði Flug- leiða og Atlantsolía verði bensíns hjá þeim félögum Olís-Esso og Shell. Risinn Bónus argur Risinn á markaðnum Bónus er eðlilega argur útí þetta og í DV sl. föstudag missir framkvæmdastjóri Bónuss Guðmundur Marteinsson stjórn á sér og segir: „Þetta er farið að verða eins og keppni í hver sé heimskasta konan, þetta endalausa mjólkurstríð.“ Hvað er maðurinn að fara? Finnst honum virk samkeppni óeðlileg? Finnst honum virk samkeppni vera eins og heimsk kona? Sú samkeppni er honum þá væntanlega ekki þóknanleg? Er heimsk kona versta skamm- aryrði sem hann getur hugsað sér? Eru kon- ur ekki aðalviðskipta- vinir matvöruverslana eins og Bónuss? Eru þær ekki allar jafnvirðingarverðar hver sem greindarvísitala þeirra er? Er þetta fyrirlitning á konum, sérstaklega heimskum konum? Eru neytendur eins og „heimskar konur“? Er það merki um heimsku að kaupa ódýrustu vöruna? Var það ekki einmitt tilgangur frumherj- anna með stofnun Bónuss að tryggja neytendum sem lægst vöru- verð? Ég skora á Guðmund Marteins- son verslunarstjóra Bónuss að draga ummæli sín til baka, biðja ís- lenskar konur afsökunar og sætta sig við að virk og áframhaldandi samkeppni við Bónus er það besta sem getur hent íslenska neytendur. Getur virk samkeppni verið keppni um það hver sé heimskasta konan? Helga Kristín Auðunsdóttir fjallar um ummæli fram- kvæmdastjóra Bónuss um verð- stríð lágvöruverðsverslana ’Er lágt matvælaverðeins og heimsk kona að mati verslunarstjóra Bónuss?‘ Helga Kristín Auðunsdóttir Höfundur er er stjórnarmaður í Heimdalli félagi ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuð- staður framhalds- og háskóla- náms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágest- urinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „Forystumennirnir eru und- antekningarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítis- prédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kring- um undirskriftasöfnun Um- hverfisvina hefði Eyjabökk- um verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálf- stæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og út- gerðarmenn til að lesa sjó- mannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar „EF ÞÚ átt vin í raun – Guði sé laun,“ söng formaður fjár- laganefndar með hljómsveitinni Upplyftingu sem í þá tíð var skólahljómsveit nemenda í Bif- röst. Nú er hún Snorrabúð stekkur; Samvinnuskólinn, sem áður var útungunarvél sam- vinnuhreyfingarinnar og Fram- sóknarflokksins er nú „Við- skiptaháskóli“ og þar ræður nú Samfylkingin ríkjum. En þrátt fyrir breytinguna má enn þann dag í dag finna trausta vini að Bifröst, en það eru Ingibjörg Þorsteinsdóttir deildarforseti lagadeildar og Bryndís Hlöðversdóttir stunda- kennari við skólann. Ingibjörg Þ. hefur ákveðið að fórna hinu eftirsóknarverða deildarforseta- starfi fyrir vinkonu sína Bryn- dísi og Bryndís hefur ákveðið að fórna þingmennsku fyrir deild- arforsetastarfið fyrir vinkonu sína Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, sem nú kemst á þing. Það er auðvitað tilviljun að Ingibjörg Þ. skuli vera formað- ur í lýðræðishóp framtíðar- nefndar Samfylkingarinnar, sem Ingibjörg Sólrún veitir for- stöðu en sú síðarnefnda hefur gefið kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Það hefur einna helst staðið framboði hennar fyrir þrifum að hún væri ekki þingmaður. Það er samt til- viljun að stuðningsmaður Ingi- bjargar Sólrúnar skuli nú hafa ákveðið að segja af sér þing- mennsku. Það er að sjálfsögðu tilviljun að þetta skuli tilkynnt með hálfs árs fyrirvara, þegar formannsslagurinn stendur sem hæst. Deildarforsetastarfið að Bif- röst hlýtur að vera mjög spenn- andi og vel launað starf, úr því þingmennsku er fórnandi fyrir það. Segir það sig því sjálft að mikill fjöldi hæfra lögfræðinga og háskólamanna hefði sótt um starfið, hefði það verið auglýst. Það er auðvitað tilviljun að sam- fylkingarmaðurinn rektorinn að Bifröst skyldi hitta einmitt á kandídatinn í deildarforseta- starfið sem hefur mestu mennt- unina, mestu akademísku þekk- inguna og mestu stjórnunar- reynsluna án þess að auglýsa stöðuna lausa. Greinilegt er að traustur vin- ur getur gert kraftaverk. Sveinn Andri Sveinsson Traustur vinur Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Páskaeggjamót Verð 450 og 795 • 5 stærðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.