Morgunblaðið - 14.03.2005, Side 20
F
ramkvæmdir við stöðv-
arhús Hellisheiðar-
virkjunar við Kolvið-
arhól voru í fullum
gangi þegar blaða-
menn Morgunblaðsins áttu þar leið
um síðastliðinn föstudag. Búið var
að grafa niður á fast og var verið að
fylla í grunn væntanlegs stöðv-
arhúss. Uppi á heiðarbrún stigu
gufustrókar úr borholum og bar við
heiðan himin.
Nú vinna alls um 100 manns við
framkvæmdirnar, ýmist á Hellis-
heiði eða í Reykjavík. Að sögn Ei-
ríks Bragasonar, verkefnisstjóra
Orkuveitu Reykjavíkur á staðnum,
fjölgar starfsmönnum ört eftir því
sem líður á veturinn og er reiknað
með að allt að 350 manns vinni við
framkvæmdirnar í sumar.
Um 20 borholur
Virkjunin er jarðvarmavirkjun
og nýtir orku úr iðrum jarðar á
sunnanverðu Hengilssvæðinu. Bor-
aðar verða alls um 20 holur, að jafn-
aði um 2.000 metra djúpar, til að
afla virkjuninni orku. Nú þegar
hafa verið boraðar það margar hol-
ur að tryggt er að nægt gufuafl sé
fyrir hendi fyrir fyrsta áfanga
virkjunarinnar. Boraðar verða
fleiri holur bæði í rannsóknarskyni
og eins til að tryggja jafnari rekst-
ur virkjunarinnar.
Úr holunum streymir jarð-
hitavökvi, sem er blanda af gufu og
vatni. Honum er safnað í gufuveitu
sem leiðir gufuna í skiljustöð og
verður hún ofan við sjálft stöðv-
arhúsið. Frá skiljustöðinni munu
gufa og vatn fara eftir aðskildum
aðveituæðum til stöðvarhússins,
sem verður tvískipt. Annars vegar
verður rafstöð og hins vegar
varmastöð.
Rafmagn og heitt vatn
Gufan mun knýja túrbínur til raf-
orkuframleiðslunnar. Stefnt er að
því að raforkuframleiðslan hefjist
1. október 2006. Til að byrja með
verða settar upp tvær 45 MWe afl-
vélar og er miðað við að afköst
virkjunarinnar verði 90 MWe
fyrsta árið. Rafmagnið verður leitt
inn á Búrfellslínu 2, sem liggur við
virkjunarsvæðið, og þarf því ekki
að reisa nýja raflínu til að flytja
orkuna.
Heita vatnið frá borholunum
verður leitt í varmaorkustöð í síðari
áfanga þar sem það verður notað til
að hita upp kalt ferskvatn, sem sótt
verður í borholur við Húsmúla.
Upphitaða vatnið verður síðan leitt
eftir niðurgrafinni heitavatns-
leiðslu til höfuðborgarinnar. Leiðsl-
an mun liggja undir línuveginum
sem liggur með Búrfellslínu 2.
Notkun raflínunnar, sem fyrir er,
til að flytja raforkuna og niður-
grafin heitavatnslögnin valda því að
flutningsvirki orku Hellisheið-
arvirkjunar munu ekki breyta
ásýnd landsins frá því sem nú er.
Vatninu, sem hitaorkan var tekin
úr, verður hins vegar skilað aftur
niður í heitavatnsgeyminn undir
Hellisheiðinni í þeirri von a
hitni það aftur og skili sér á
borholurnar.
Reiknað er með að varm
taki til starfa 2008 og fari þ
skila vatni til hitaveitu OR
er með að afköst heitavatn
framleiðslunnar verði 133 M
fyrstu.
Möguleikar á stækkun
Mögulegt er að bæta við
einni 45 MWe vél síðar til r
orkuframleiðslu og jafnvel
þrýstihverflum til að auka
orkuframleiðsluna. Árið 20
Gufan streymir úr holunum á Hellisheiði og skyggir á sólina, sem skein glatt þennan fagra dag. Borhol
Eiríkur Bragason, verkefnisstjóri við Hellisheiðarvirkjun, við gr
Orka úr iðrum H
Tölvugerð mynd af framhlið stöðvarhúss. Í öðrum helmingnum v
20 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EKKI NÝJA
LANDBÚNAÐARSTYRKI!
Morgunblaðið greindi frá því ígær að Búnaðarþing, semlauk í síðustu viku, vildi að
teknir yrðu upp styrkir til kornræktar
á Íslandi. Tillögur þingsins gera ráð
fyrir að styrkirnir nemi um 55 millj-
ónum króna á næsta ári. Gert er ráð
fyrir að greiddur verði bæði býlisstyrk-
ur, fastur 30 þúsunda króna styrkur til
hvers bónda sem ræktar korn og hekt-
arastuðningur, sama upphæð á hvern
hektara sem korn er þreskt af.
Það er að sjálfsögðu alveg gjörsam-
lega fráleitt að taka upp stuðning
skattgreiðenda við nýjar búgreinar á
Íslandi. Rökin fyrir stuðningi við þær
búgreinar, sem nú eru styrktar með
himinháum fjárhæðum úr vösum neyt-
enda, eru einkum þrenns konar; í
fyrsta lagi að með landbúnaðarstyrkj-
um sé stuðlað að fæðuöryggi þjóðarinn-
ar á viðsjárverðum tímum, í öðru lagi
að þannig sé viðhaldið sveitamenningu,
sem ekki megi glatast, og í þriðja lagi
að stutt sé við byggð sem víðast um
landið.
Flestum mun vera ljóst að Ísland er
ekki í hópi beztu kornræktarlanda
heims. Kornrækt var vafalaust talsverð
í upphafi byggðar hér á landi en öldum
saman hafa Íslendingar flutt inn mest
af því korni sem þeir þurfa. Það er full-
komlega rökrétt afleiðing af því að önn-
ur lönd geta framleitt korn með hag-
kvæmari hætti. Kornrækt hefur hins
vegar færzt í vöxt á nýjan leik á und-
anförnum árum. Fyrst og fremst hafa
bændur framleitt fóðurkorn til eigin
þarfa. Ef þeir fá þannig ódýrara fóður
handa skepnunum sínum en með því að
kaupa innflutt korn er það gott. En það
er varla ástæða til að skattgreiðendur
niðurgreiði kornræktina ef hún er ekki
nógu hagkvæm til að keppa við inn-
flutning.
Svo er reyndar nýfarið að nota ís-
lenzkt bygg í bjór sem bruggaður er
hér á landi. Það er skemmtilegt en
varla er heldur ástæða til að skatt-
greiðendur niðurgreiði það sem fer of-
an í bjórdrykkjumenn.
Vegna þess að kornræktin er ekki til
manneldis eiga fæðuöryggisrökin ekki
við um ríkisstyrki til hennar. Menning-
arrökin eiga heldur ekki við; það er
ekki verið að varðveita neina hefð eða
búskaparhætti sem ætla má að skaði
væri að glötuðust. Einu rökin fyrir því
að ríkisstyrkja kornrækt væru að með
því mætti styrkja byggð í landinu. En
þá mætti alveg eins láta skattgreiðend-
ur styrkja menn til að rækta hrísgrjón
eða kaffi.
Það er í meira lagi varasamt að ætla
að færa stuðning skattgreiðenda út fyr-
ir þær hefðbundnu búgreinar sem nú
njóta ríkisstyrkja samkvæmt fyrr-
greindum rökum. Hvað gerist þá næst?
Heimta menn hærri tolla á útlent bygg
til að vernda innlendu framleiðsluna?
Hægt og rólega á að draga úr stuðn-
ingi skattgreiðenda við hinar hefð-
bundnu búgreinar. Það á ekki að fara í
neinn „tilflutning á stuðningi ríkisins“
til nýrra búgreina eins og Haraldur
Benediktsson, formaður Bændasam-
takanna, talar um í Morgunblaðinu í
gær.
Það er raunar fullkomlega galið fyr-
irkomulag að fulltrúar hagsmunaaðila
skuli sitja á þingum eins og Búnaðar-
þingi og velta vöngum yfir því hvernig
sé hægt að láta skattgreiðendur
styrkja atvinnustarfsemi þeirra.
Fulltrúar almennings, neytenda og
skattgreiðenda sitja á Alþingi, ekki
Búnaðarþingi, og þar er rétti vettvang-
urinn til að ákveða hvort taka eigi pen-
inga frá almenningi og færa einstökum
atvinnurekendum. Vonandi dettur al-
þingismönnum ekki í hug að láta skatt-
greiðendur niðurgreiða kornrækt.
AÐ ÞEKKJA ÓVININN
Á rannsóknastofu Krabbameins-félags Íslands í sameinda- og
frumulíffræði er unnið öflugt starf.
Rannsóknastofan var stofnuð árið 1987
og hófust störf þar formlega í byrjun
árs 1988. Rannsóknastofan er þekktust
fyrir rannsóknir á brjóstakrabbameini
og átti drjúgan þátt í að finna annað af
tveimur áhættugenum fyrir brjósta-
krabbamein.
Helga M. Ögmundsdóttir, prófessor
við læknadeild Háskóla Íslands og for-
stöðumaður rannsóknastofu KÍ, Jór-
unn E. Eyfjörð, dósent við læknadeild
HÍ og forstöðumaður erfðarannsókna
rannsóknastofu KÍ, og Þórarinn Guð-
jónsson, sérfræðingur við læknadeild
HÍ og verkefnisstjóri á rannsóknastofu
KÍ, segja frá starfsemi rannsóknastof-
unnar í viðtali í Morgunblaðinu í gær.
Þar kemur fram að þegar rannsókna-
stofan var stofnuð hafi verið kveðið á
um það að meginhlutverk hennar yrði
að taka þátt í leit vísindamanna að
áhættugeni fyrir brjóstakrabbamein
og voru einstakar aðstæður á Íslandi til
að rannsaka erfðatengda sjúkdóma
notaðar til þess, eða eins og þau orða
það: „Með því að greina þá erfðaþætti
sem ráða sjúkdómnum og lífslíkum
sjúklinganna er stigið stórt skref til að
ná tökum á forvörnum og meðferð. Yf-
irburðaþekking Íslendinga á ættar-
tengslum, áreiðanleg greining og
skráning sjúkdóma samfara góðri heil-
brigðisþjónustu og háu menntastigi
þjóðarinnar gera okkur kleift að vera
alþjóðlega í fararbroddi rannsókna á
þessu sviði.“
Rannsóknastofan er ekki síst mikil-
væg vegna þeirrar þjálfunar, sem ungir
vísindamenn fá þar. Þar hafa síðustu
árin að jafnaði starfað tíu manns, þar af
stór hluti nemendur í rannsóknatengdu
námi við Háskóla Íslands og hafa nú
nálægt 50 nemendur fengið þar þjálf-
un, eins og fram kemur í viðtalinu.
Rannsóknastofa Krabbameinsfélags
Íslands er ekki eina dæmið um það
hvers íslenskir vísindamenn eru megn-
ugir og hverju er hægt að fá áorkað í
vísindum hér á landi. Þau eru mörg og
sýna mikilvægi þess að hlúa að vísinda-
starfi. Helga og Jórunn vitna í viðtalinu
í Níels Dungal, sem sagði þegar hann
fjallaði um mikilvægi krabbameins-
rannsókna fyrir meira en hálfri öld, að
við þyrftum að þekkja óvininn áður en
við gætum ráðist til atlögu við hann. Á
rannsóknastofu KÍ hefur verið bætt við
mikilvægum upplýsingum um einn
skæðasta sjúkdóm okkar tíma og þar
með lagt lóð á vogarskálarnar í barátt-
unni við krabbameinið.