Morgunblaðið - 14.03.2005, Síða 21

Morgunblaðið - 14.03.2005, Síða 21
að þar á ný í mastöðin þá að . Reiknað ns- MWth í ð enn raf- l lág- enn raf- 015 er stefnt að því að auka heitavatns- framleiðsluna í samtals 400 MWth. Það er Orkuveita Reykjavíkur sem reisir Hellisheiðarvirkjun. Jarðboranir hf. bora eftir gufunni, ÞG verktakar hf. reisa stöðv- arhúsið, vélbúnaður er frá Mitsub- ishi og Ístak hf. byggir gufuveit- una. Eiríkur segir niðurstöður rann- sókna, sem gerðar hafa verið á Hellisheiði, gefa til kynna að þar sé gríðarmikla orku að finna. Þessi virkjun kann því að vera aðeins byrjunin á orkuvinnslu á Hellis- heiði. Morgunblaðið/RAX la HE 7 er 2.270 metra löng og með 0° halla en hola HE 12 er 1.856 m löng og með 41° halla. Boraðar verða um 20 holur til orkuöflunar á Hellisheiði. Inni í skýlinu er endi einnar borholunnar. Í fjarska sést höfuðborgin böðuð sólskini. runn væntanlegs stöðvarhúss. ellisheiðar virkjuð verður raforkuver og í hinum varmaorkustöð. "   '       !  #   (       %  )      )       !    *    "   #$ $   %        +  " !       &        ) '    (      )   ) *+ ,     $ -  . ../  #    )   -  ../   )     ),  ),   (     ( "     #    ) &     F yrir ári voru 192 sak- lausar manneskjur myrtar í svívirðilegri hryðjuverkarárás á farþegalestir í Madr- íd. Þúsundir annarra hafa orðið hryðjuverkum að bráð út um allan heim á síðustu árum. Hryðjuverk ógna öllum ríkjum og þjóðum heims. Þau eru líka árás á þau grund- vallargildi sem starfsemi Samein- uðu þjóðanna hvílir á: réttarríki, mannréttindi, vernd óbreyttra borgara, gagnkvæm virðing á milli ólíkra trúarbragða og menningar- heima og friðsamleg lausn deilna. Þess vegna verða Sameinuðu þjóðirnar að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni gegn hryðjuverkum. Við þurfum á alhliða áætlun að halda byggðri á grundvall- aratriðum, sem þjóð- ir heims geta stutt og hrint í fram- kvæmd. Ég hef tekið saman fimm liða áætlun. Í fyrsta lagi þurf- um við að fæla óánægða hópa frá því að grípa til hryðjuverka. Þeir kjósa hryðju- verk vegna þess að þeir halda að þau séu áhrifarík og vinni málstað þeirra fylgi. Þessi trú er hin raun- verulega rót hryðjuverka. Okkar starf er að sýna fram á að þetta sé rangt. Umræður um eðli hryðjuverka; hvort ríki geti gerst sek um hryðjuverk og hvort andspyrna gegn erlendri hersetu teljist hryðjuverk, hafa dregist á langinn og með því hefur verið grafið und- an siðferðilegu valdi Sameinuðu þjóðanna. Það er kominn tími til að binda enda á þessar umræður. Vísvit- andi árásir ríkja gegn óbreyttum borgurum eru nú þegar bannaðar samkvæmt alþjóðalögum. Og rétt- urinn til að verjast getur ekki fal- ið í sér rétt til að drepa eða slasa óbreytta borgara. Við skulum segja það hreint út að hver sú aðgerð telst hryðju- verk, sem felur í sér að reyna að valda óbreyttum borgurum og öðrum vopnlausum mönnum, dauða eða alvarlegu líkamlegu tjóni í því skyni að þvinga rík- isstjórn eða alþjóðasamtök til að grípa eða grípa ekki til tiltekinna aðgerða. Mikið siðferðilegt vald felst í slíkri skilgreiningu. Ég hvet leiðtoga heims til að fylkja sér um hana. Í öðru lagi verðum við að hindra hryðjuverkamenn í að út- vega sér tæki til árása. Í þessu felst að hindra þá í að ferðast, afla sér fjár og komast yf- ir kjarnorku- eða geislavirk efni. Margir halda að kjarn- orkuhryðjuverk eigi heima í vís- indaskáldsögum. Betur ef satt væri. En því miður búum við í heimi sem býr yfir mörgum hættulegum efnum og mikilli verkþekkingu sem hryðjuverka- menn vilja nýta sér til að valda miklum hamförum. Bæði átta landa hópurinn og ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa tekið skref í þá átt að upp- ræta hættuleg efni, koma á raun- hæfum útflutningshindrunum og fylla upp í göt á eftirliti gegn út- breiðslu gereyðingarvopna. Frum- kvæði Bush forseta til að hindra útbreiðslu slíkra vopna er annað mikilvægt skref. Hrinda verður þessum fyrirætlunum í fram- kvæmd. Þriðja atriðið er að hindra ríki frá því að styðja hryðjuverkahópa. Að undanförnu hefur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvað eftir annað grip- ið til aðgerða gegn ríkjum sem hýst hafa hryðjuverkamenn. Þessari stefnu þarf að fylgja og herða. Öll ríki ættu að gera sér ljóst að ríki heims munu refsa þeim harðlega fyrir stuðn- ing við hryðjuverka- menn. Í fjórða lagi verð- um við að þróa hæfni ríkja til að hindra hryðjuverk. Hryðju- verkamenn notfæra sér veikburða ríki þar sem þeir geta forðast handtöku og þjálfað eða aflað liðsmanna. Það hlýtur því að vera hluti af hnatt- rænni herferð gegn hryðjuverkum að gera öll ríki öflugri og ábyrg- ari. Í þessu skyni þarf að stuðla að góðum stjórnarháttum og rétt- arríki þar sem lögregla og örygg- issveitir virða mannréttindi. Eitt skýrasta dæmið um nauð- syn þessa er ógnin af sýklaárás- um. Brátt verða til þúsundir rann- sóknarstofa um allan heim sem geta framleitt ógnvænlega sér- hannaða sýkla. Bráðdrepandi smitsjúkdómar geta borist um all- an heim á örfáum dögum. Besta vörnin gegn þessu er að efla opinbera heilsugæslu, sér- staklega í fátækum ríkjum þar sem átaks er þörf. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hefur unnið merkilegt starf í að fylgjast með og bregðast við hættulegum sjúk- dómum. En brjótist út almennur faraldur, hvort sem hann væri mannanna verk eða ekki, er það heilbrigðisþjónustan á hverjum stað sem verður fremst í víglín- unni. Síðast en alls ekki síst þarf að vernda mannréttindi og rétt- arríkið. Hryðjuverk eru árás á þessi grundvallar gildi. Þess vegna megum við ekki fórna þeim í viðbrögðum okkar. Ef við gerum það höfum við fært hryðjuverka- mönnunum sigurinn á silfurbakka. Árangursrík áætlun gegn hryðju- verkum getur ekki aðeins falið í sér virðingu fyrir mannréttindum. Virðing fyrir mannréttindum er snar þáttur í slíkri herferð. Ég bið allar deildir og stofnanir Sameinuðu þjóðanna að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að hrinda þessari áætlun í framkvæmd. En það eru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem þurfa að lyfta grett- istakinu. Ég hvet þau til að taka upp þessa fimm liða áætlun og hrinda henni í framkvæmd í sam- einingu. Þetta er það minnsta sem við getum gert fyrir fórnarlömb hryðjuverka um allan heim. Í nafni þeirra skulum við gera allt sem við getum til að aðrir hljóti ekki sömu örlög. Hnattræn her- ferð til höfuðs hryðjuverkum Eftir Kofi A. Annan Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. ’Það eru aðildarríkiSameinuðu þjóðanna sem þurfa að lyfta grettistakinu. Ég hvet þau til að taka upp þessa fimm liða áætlun og hrinda henni í framkvæmd í sameiningu.‘ Kofi A. Annan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.