Morgunblaðið - 14.03.2005, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Margrét Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 20. janúar
1941. Hún lést föstu-
daginn 4. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Aðalheiður
Tryggvadóttir hús-
freyja, f. 28.2. 1910,
d. 8.12. 1981, og Jón
Pétursson málm-
steypum., f. 22.6.
1914, d. 2.4. 2003,
sem bjuggu á Eyrar-
hrauni í Hafnarfirði.
Margrét var þriðja
af sex börnum þeirra. Þau eru: 1)
Tryggvi Þór, f. 19.10. 1934, 2)
Grétar Ólafur, f. 20.12. 1938, 3)
Margrét, sem hér er kvödd, 4)
Auðbjörg, f. 22.1. 1945, 5) Björn
Hafsteinn, f. 27.7. 1948, og 6) Sig-
ríður, f. 29.3. 1952, d. 13.11. 1968.
Margrét ólst upp á Eyrarhrauni,
gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar
Dóttir hennar er Ísabella Margrét
Benediktsdóttir, f. 14.10. 2003. 3)
Víðir Þór, f. 2.12. 1964, kvæntur
Helenu Richter, f. 23.12. 1967.
Börn þeirra eru: Daníel Þór, f.
2.12. 1985, Gígja, f. 13.4. 1989,
Guðmundur, f. 19.2. 1996, og
Hekla Sól, f. 31.1. 2003. 4) Björk, f.
12.2. 1967, gift S. Úlfari Sigurðs-
syni, f. 22.2. 1962. Synir þeirra
eru: Dagur Sigurður, f. 28.11.
1994, Úlfar Máni, f. 28.8. 1997, og
Magnús Gauti, f. 19.6. 2000.
Margrét og Magnús bjuggu sinn
búskap í Hafnarfirði að undan-
skildum styttri tímabilum er fjöl-
skyldan tók sig upp og flutti aust-
ur í Neskaupstað vegna atvinnu
Magnúsar. Þau skildu 1980.
Margrét giftist 1.7. 1983 seinni
manni sínum, Hreini Jónassyni,
framkvæmdastjóra frá Akureyri,
f. 7.7. 1934, d. 4.5. 2004. Bjuggu
þau í Hafnarfirði. Margrét var
lengst af heimavinnandi húsmóðir
en starfaði einnig við ýmis versl-
unarstörf. Meðan heilsan leyfði
var hún einnig ómetanleg við að
gæta barnabarna sinna.
Útför Margrétar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
og síðan Flensborgar-
skóla, þaðan sem hún
lauk gagnfræðaprófi
árið 1957.
Margrét giftist 23.
desember 1961 fyrri
manni sínum, Magnúsi
Ölverssyni, sjómanni
frá Neskaupstað, f.
29.7. 1937, d. 4.3.
2004. Eignuðust þau
fjögur börn. Þau eru:
Sólveig Margrét, f.
18.3. 1961, gift Stefáni
Karli Harðarsyni, f.
31.8. 1961. Börn
þeirra eru: Hörður, f.
22.2. 1984, Silja Margrét, f. 28.2.
1987, Magnús, f. 23.7. 1990, og
Hreinn Andri, f. 2.1. 1993. Sonur
Sólveigar og Kristjáns Sigurðsson-
ar, f. 9.3. 1961, var Magnús Ölver,
f. 11.9. 1981, d. 8.2. 1982. 2) Jón
Ölver, f. 20.4. 1962. Dóttir hans og
Margrétar S. Pálsdóttur, f. 3.3.
1962, er Eva Björk, f. 5.4. 1981.
Í dag kveðjum við elskulega móður
mína, Margréti Jónsdóttur, hinstu
kveðju.
Það hefur verið skammt stórra
högga á milli í fjölskyldunni. Fyrir
réttu ári, hinn 4. mars 2004, lést fyrri
maður móður minnar og faðir okkar
systkinanna, Magnús Ölversson, af
slysförum og 2 mánuðum síðar, seinni
maður hennar, Hreinn Jónasson, eftir
erfiða sjúkralegu. Þessi áföll bæði,
ásamt löngum og erfiðum veikindum,
slökktu lífsneistann hennar og ljósið.
Eftir stöndum við fjölskylda móður
minnar og minnumst hennar með ást
og virðingu.
Hún var einstaklega vel af Guði
gerð og fékk marga yndislega eigin-
leika í vöggugjöf. Hún var okkur
systkinunum góð og skemmtileg móð-
ir og ekki síst umburðarlynd. Hún var
greind og vel að sér, sem kom sér oft
vel þegar þurfti hjálp við skólabæk-
urnar. Móðir mín hafði listilega fal-
lega rithönd og átti auðvelt með að
setja saman ljóð og texta. Hún kenndi
mér svo margt, svo margt, og síðar
einnig börnunum mínum. Hún gætti
Harðar og Silju Margrétar, þegar ég
fór að vinna frá þeim fárra mánaða
gömlum. Þau voru í góðu yfirlæti hjá
ömmu, þar til þau komust á leikskóla
á 4. ári.Verður umhyggja hennar
seint þökkuð. Móðir mín hafði ríka
kímnigáfu og var oft hreint óborgan-
lega fyndin og frumleg. En bjartasta
ljósinu fylgja oft dimmir skuggar.
Fyrir fimmtán árum fór að bera á
sjúkdómi þeim er átti eftir að verða
henni óbærilegur. Það voru oft erfiðir
tímar, þó framan af ætti hún góð og
gefandi tímabil. Þeim fór þó fækkandi
og síðustu ár voru henni mjög sár og
úrræðin líknuðu ekki. Svo ég vitni í
hennar eigin orð: „Þá er það að lifa
sjálfan sig, verst af öllu.“
Alltaf hafði hún þó óbilandi trú á
okkur, afkomendum sínum og fylgd-
ist vel með öllu okkar amstri.
Ég sakna móður minnar, en elska
hennar og stolt mun lifa áfram í hjört-
um okkar allra.
Elsku mamma mín, hvíldu í friði og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín dóttir,
Sólveig.
Elsku mamma, það er sárt að sjá á
eftir þér. Þú fékkst þunga byrði að
bera í þessu lífi, byrði sem læknavís-
indum nútímans kunnu því miður
ekki skil á og höfðu kannski í rauninni
ekkert með að gera. Ekkert okkar
getur sett sig í spor þín, elsku
mamma, til að skilja þrautir þínar
hvernig það er að verða ein í tíma og
rúmi sem annan tilgang hefur en við
hin þekkjum. Sumum sem við þekkj-
um hefur gengið illa að skilja þrautir
þínar, en lífið á ekki alltaf að vera okk-
ur létt að umbera. Þeir sem veikir eru
þurfa meiri ást og umhyggju en aðrir.
En frelsið hefur þú nú á endanum
fengið frá þrautum þínum og kjarkur
þinn var mikill. Lífið hefur verið þér
erfitt og þá sérstaklega síðasta árið
þegar elskurnar þínar hurfu á braut.
En það sem þú gafst okkur börnunum
þínum í gegnum tíðina er okkur ómet-
anlegt. Kærleika og sanna ást við
fengum þér frá. Og þrátt fyrir þín erf-
iðu veikindi síðustu árin þá gafstu
alltaf af þér ást og hlýju. Þú stóðst
alltaf með mér í mínum ákvörðunum í
gegnum tíðina, þú reyndir aldrei að
stjórna mér hvert ég færi í lífinu. Þið
þrjú voruð mér öll styrkar stoðir á
sínum tíma þegar ég mest á því þurfti
að halda. Þú virtir okkur börnin þín
sem manneskjur með sjálfstæðar
hugsanir, og þrátt fyrir dýfur í lífinu
þá komum við aftur upp á endanum
sterkari en áður og reynslunni ríkari.
Það hefur gefið mér frelsi að fylgja
þinni hugmyndafræði í lífinu að mað-
ur þurfi ekki alltaf að fylgja straumn-
um í ákvörðunum sínum heldur eigin
samvisku. Þú verður alltaf í huga mín-
um, elsku mamma mín. En nú ertu
komin á betri stað þar sem mjúkar
hendur þig umlykja á alla vegu frá
fólkinu okkar sem beðið hefur þín.
Ég vil nú að lokum þakka umönn-
unarfólki svo og vistfólki í Hátúni fyr-
ir veitta hjálp og alúð í garð mömmu á
liðnum árum og þá sérstaklega Guð-
rúnu Blöndal. Gefi Guð þeim styrk á
svo erfiðri stundu. Björk systir hefur
af mikilli fórnfýsi hlúð að mömmu
mest allra í gegnum árin og þarf því á
okkar styrk að halda um þessar
mundir.
Þinn sonur,
Víðir Þór Magnússon.
Elsku mamma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þú varst einstök, mamma mín.
Þín dóttir,
Björk.
Elsku amma mín, þá er komið að
kveðjustundinni sem að ég bjóst aldr-
ei við að yrði svona snemma.
Ég hef hugsað mikið til þín und-
anfarna daga og hef verið að rifja upp
í huganum allar þær góðu stundir
sem við áttum saman og voru þær
ófáar.
Þú varst nú alltaf einn mesti húm-
oristi sem ég þekkti og er ég ekki frá
því að ég hafi fengið þennan húmor í
arf frá þér. Mér er ofarlega í huga
ferð okkar Silju, þín og afa norður á
Akureyri hér um árið þar sem við
stoppuðum í Vaglaskógi til að sóla
okkur smávegis. Þar áttum við góðar
stundir við það að hrekkja greyið
hann afa með því að kitla hann í nef-
inu með strái þegar hann lá í sólinni
afslappaður með lokuð augun. Það
var svo mörgum árum seinna að hann
hafði á orði þegar þessi ferð var rifjuð
upp að það hefðu nú verið ansi marg-
ar flugur þarna í skóginum þennan
dag. Já, hann afi var nú yfirleitt fórn-
arlamb brandaranna okkar. Önnur
ómetanleg minning er frá því að við
sátum uppi á Kelduhvammi fyrir
MARGRÉT
JÓNSDÓTTIR
✝ Ólafur Guð-mundsson fædd-
ist á Naustum við
Akureyri 15. maí
1918. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 5.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðmundur
Guðmundsson bóndi
og verkamaður á
Naustum, f. 27. maí
1888, d. 15. septem-
ber 1975, og Stein-
unn Sigríður Sigurð-
ardóttir, f. 20.
september 1883, d. 13. ágúst 1924.
Albróðir Ólafs er Sigurður, f. 16.
apríl 1920, og hálfsystkini Stein-
unn, f. 15. júlí 1928, Víglundur, f.
31. ágúst 1930, Magnús, f. 8. októ-
dikt Sigurbjörnsson. 3) Herdís, f.
11. september 1944, maki Torfi
Sverrisson. 4) Lilja Rósa, f. 26. júní
1947, maki Þorvaldur Benedikts-
son. 5) Magnús, f. 3. apríl 1950,
maki Anna Þóra Baldursdóttir. 6)
Aðalheiður, f. 16. júní 1956, maki
Ari Erlingur Arason. Einnig ólst
að mestu upp hjá þeim hjónum
dóttursonur þeirra Ólafur Jens-
son. Barnabörnin eru 14, barna-
barnabörn 35 og barnabarna-
barnabörn eru þrjú.
Ólafur vann lengst af við bygg-
ingariðnað en síðasti vinnustaður
hans var Slippstöðin á Akureyri
þar sem hann starfaði fram á átt-
ræðisaldur. Hann bjó lengi á
Naustum og stundaði þar búskap
samhliða öðrum störfum. Fjöl-
skyldan fluttist til Akureyrar árið
1969 og síðast bjuggu Ólafur og
Sveinbjörg í Rimasíðu 23c. Undan-
farin ár dvaldist Ólafur á Hjúkr-
unarheimilinu Hlíð á Akureyri. Út-
för Ólafs fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
ber 1933, Sigríður, f.
28. júní 1937, og Rík-
ey, f. 6. maí 1941.
Steinunn og Víglund-
ur eru látin.
Hinn 30. desember
1940 kvæntist Ólafur
Sveinbjörgu Baldvins-
dóttur, f. á Hálsi í
Öxnadal 6. desember
1916. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Baldvin
Sigurðsson, f. 5. ágúst
1872, d. 29. júlí 1942,
og Helga Guðbjörg
Sveinsdóttir, f. 9. sept-
ember 1884, d. 21.
október 1924. Ólafur og Svein-
björg eignuðust sex börn, þau eru:
1) Helga Steinunn, f. 14. júlí 1937,
maki Jens Ólafsson, látinn. 2) Þór-
ey, f. 15. febrúar 1942, maki Bene-
Í dag er til moldar borinn faðir
okkar, Ólafur Guðmundsson, frá
Naustum við Akureyri. Við systk-
inin viljum þakka honum ást og
hlýju, stuðning og visku, sem var
blönduð kímni og alvöru, og
sprottin upp af lífsspeki sem í senn
var einföld og ígrunduð.
Öll framganga í lífi föður okkar
einkenndist af hæglæti, velvild og
festu. Haf þú, elsku faðir, þökk
fyrir allt sem þú gafst okkur og
fjölskyldum okkar. Við þökkum
þér samfylgdina og biðjum Guð að
blessa minningu þína.
Aðalheiður, Magnús, Lilja
Rósa, Herdís, Þórey og
Helga Steinunn.
Elsku afi minn.
Þá ertu farinn, farinn frá ömmu
og öllum afkomendum þínum. Það
er erfitt að kveðja en hjá þér, afi
minn, var biðin orðin löng. Á þinni
lífsleið þurftir þú oft að taka á
honum stóra þínum en þú varst
höfuð fjölskyldunnar sem við
treystum á, alltaf var hægt að
koma til ykkar ömmu og fá alla þá
aðstoð sem þið mögulega gátuð
veitt, það stóð aldrei á því.
Afi minn, við náðum ákaflega vel
saman og á ég margar góðar minn-
ingar frá því að ég var lítill polli og
kom til ykkar í Naust og fékk að
gista hjá ykkur ömmu og brasa
með ykkur í öllu sem þurfti að
gera í sveitinni. Síðan er þið flutt-
ust í Skarðshlíðina kom ég til ykk-
ar 11 ára gamall og fór ekkert aft-
ur. Foreldrar mínir fluttu í burtu
en hjá ykkur ömmu vildi ég vera
þar sem mér leið alltaf afskaplega
vel. Þú hjálpaðir mér að komast í
mína fyrstu vinnu 11 ára og vorum
við ekkert smástoltir þegar fyrstu
launin komu. Alltaf hvattir þú mig
áfram til þess að takast á við ýmis
verkefni og varst svo glaður þegar
vel hafði tekist til. Þá var gott að
fá faðmlag og koss í kaupbæti.
Þegar hugsað er til baka hrúgast
fram minningar um allt það sem
við höfum gert saman, útilegur –
spilað – sungið – dansað. Já, dans-
að, það var alveg frábært þegar ég
var að kenna þér skottísinn heima
í stofu, við vorum við ekki alltaf í
takt en það kom að lokum og
amma sat í stólnum og grét af
hlátri. Þegar ég kynntist Hönnu,
konunni minni, tókuð þið á móti
henni eins og ykkar dóttur. Bjugg-
um við hjá ykkur í tæp tvö ár
ásamt Jenna okkar hans fyrstu
mánuði. Þegar við fórum sjálf að
búa, fyrst í sömu blokk og seinna
annars staðar var alltaf mikill sam-
gangur á milli okkar og eyddum
við t.d. flestum áramótum saman
ef hægt var. Þú vannst alltof lengi,
afi minn, alveg til 75 ára aldurs og
sást þú oft eftir því að hafa ekki
hætt fyrr. Því miður bilaði heilsan
of snemma og þið amma gátuð
ekki notið þess sem þið ætluðuð að
gera saman í ellinni, eins og þú
sagðir. Síðustu árin dvaldir þú á
Hlíð þar sem heilsu þinni hrakaði
smám saman. Þó að þú segðir ekki
alltaf mikið þessi síðustu ár varstu
alltaf svo glaður þegar kíkt var inn
og man ég eftir gleðitárunum þeg-
ar þú hittir Mána Stein, litla langa-
langafa strákinn, í fyrsta skipti og
fékkst að halda á honum. Á 83. ára
afmælisdeginum þínum fórum við
amma með þig í bíltúr að skoða
bæinn og Naust að sjálfsögðu og
fengum okkur síðan ís í Brynju, þú
varst þreyttur en ákaflega glaður
þegar komið var til baka.
Elsku afi minn, að lokum vil ég
þakka þér fyrir allt það sem þú
varst mér.
Jenni, Erna Hrönn og Brynjar
eiga góðar minningar um góðan og
skemmtilegan langafa.
Guð styrki þig, elsku amma mín,
og alla stóru fjölskylduna ykkar
afa.
Þinn nafni,
Ólafur Jensson.
Með nokkrum orðum vil ég
minnast tengdaföður míns, Ólafs
Guðmundssonar, sem lést hinn 5.
mars sl. eftir langa dvöl á hjúkr-
unarheimili og þakka honum sam-
fylgdina. Undirrituð kom í fjöl-
skylduna árið 1972 og var þá strax
vel tekið. Minnist ég sérstaklega
trausts og hlýs viðmóts verðandi
tengdaföður míns. Um árabil
skildu leiðir vegna búsetu og það
var í raun ekki fyrr en frá árinu
1987 þegar við hjón fluttum til Ak-
ureyrar að ég kynntist Ólafi.
Viðmótið trausta og hlýjan var
ætíð fyrir hendi. Ólafur var ró-
lyndur maður og gott að vera í ná-
vist hans, hann var fastur fyrir
væri því að skipta en mildi réð oft-
ast ferð. Hjá tengdaforeldrum
mínum hefur verið gott að leita
ráða um stórt og smátt. Ólafur
sýndi börnum sínum, tengdabörn-
um og ekki síður barnabörnum og
barnabarnabörnum alltaf áhuga,
þótt hópurinn færi sístækkandi og
vildi fylgjast sem best með hvað
hver og einn hafði fyrir stafni og
hvað hann var að sýsla með þá
stundina bæði í leik og starfi.
Ólafur, sem ættaður var frá
Naustum við Akureyri, hélt ætíð
mikla tryggð við æskustöðvar sín-
ar þar sem hann þekkti hverja
hæð og hvern hól. Hugur hans
hvarflaði oftar en hitt suður í
Naust og talaði hann um æsku-
stöðvarnar af mikilli hlýju. Hann
var söngelskur og hafði ágæta
söngrödd, söng enda í karlakórum
á Akureyri í meira en 40 ár, lengst
af í Karlakór Akureyrar og þar
átti hann margar ánægjustundir. Á
góðum stundum, sem ljúft er að
minnast, naut hann sín hvað best
við söng einn eða í félagi við vini
og vandamenn.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um þökkum við, Magnús og Bjarni
Már, fyrir allar góðar stundir og
minnumst sérstaklega heimsókna
til okkar í Svíþjóð og samveru-
ÓLAFUR
GUÐMUNDSSON
Elsku amma.
Þú varst frábær amma, ég
gleymi þér ekki.
Úlfari og Magnúsi fannst
það líka.
Ég á eftir að sakna þess
t.d. að sækja þig á spítalana,
brauðsins eða kökunnar sem
þú baðst alltaf um, að koma í
heimsókn, og auðvitað á ég
eftir að sakna þín líka.
Þakka þér fyrir að koma
alltaf þegar ég var lítill og
var lasinn.
Þinn
Dagur Sigurður.
HINSTA KVEÐJA