Morgunblaðið - 14.03.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 14.03.2005, Síða 32
32 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. „Tveir bassar og annar með strengi“ Hádegistónleikar þriðjudaginn 15. mars kl.12.15 Davíð Ólafsson, bassi, Dean Ferrell, kontrabassi og Kurt Kopecky, píanó flytja verk eftir, meðal annars, Mozart og Bach. Miðasala á netinu: www. opera.is Hádegistónleikar Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is STÓRKOSTLEG SPENNUATRIÐI, TRÚÐAR, ELDUR OG SPRENGINGAR, GAMAN OG GALDRAR. Tryggðu þér miða í síma 568 8000 sýningar: 23. mars kl. 20 24. mars kl. 15 og 20 26. mars kl. 15 og 20                 !" # $#% & '( )* +,- + " ". & '( )* +-/ + " ". ") ) 0       " 2   ++ #3 2  4     5  6 +7+, 8" '9 :   4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Allra Síðustu sýningar Óliver! Eftir Lionel Bart Lau. 26.3 kl 14 Nokkur sæti Lau. 26.3 kl 20 Örfá sæti Allra síðustu sýningar Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! TVÖ hundruð ára fæðingarafmæli danska ævintýraskáldsins Hans Christian Andersens er fagnað víða um lönd um þessar mundir og er sýning Þjóðleikhússins, Klaufar og kóngsdætur, einmitt til orðin vegna þessa tilefnis. Hér er um að ræða sýningu sem er sett saman úr sex af ævintýrum skáldsins (auk tilvísana í fleiri) og er það þríeykið Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason sem hefur valið æv- intýrin og skrifað handrit sýning- arinnar. Auk þess hafa þeir Sævar, Ármann og Þorgeir samið söng- textana og tveir þeir síðarnefndu einnig samið sönglögin. Þótt þeir Ármann, Sævar og Þorgeir séu hér að vinna í fyrsta skipti fyrir Þjóðleikhúsið eru þeir síður en svo byrjendur í skrifum fyrir leikhús því þeir hafa skrifað saman fjölda verka fyrir ýmis áhugaleikhús á undanförnum fjórtán árum. Ég hygg að þeir séu einna þekktastir fyrir skrif sín fyrir leikfélagið Hugleik og var ekki laust við að maður fyndi fyrir þeim krafti og þeim skemmtilega húmor sem sýn- ingar Hugleiks eru frægar fyrir í Klaufum og kóngsdætrum. Ekki þarf hér að fjölyrða um töfra ævintýra H.C. Andersens en aðeins látið nægja að minna á að þeir felast hvort tveggja í hinni listrænni útfærslu þeirra sem og siðferðilegu gildi. Þá kunni skáldið þá list að skrifa texta sem höfðar jafnt til barna og fullorðinna og ævintýri hans spanna allt litróf mannlífsins og mannlegra tilfinn- inga. Mér virðist sem listamenn- irnir sem standa að þessari sýn- ingu hafi leitast við að endurspegla þessa vídd í verkum skáldsins þó svo að heildaryfirbragðið sé létt og meiri áhersla á hið skoplega en það sorglega. Það er Sigurður Skúlason sem leikur H.C. Andersen sjálfan, en skáldið er n.k. leiðsögumaður sýn- ingarinnar og bindur hin ólíku æv- intýri saman, ef svo mætti að orði komast. Í fyrri hluta sýningarinnar eru leikin þrjú ævintýri: Eldfærin, Næturgalinn og Hans klaufi, og í síðari hlutanum eru leikin önnur þrjú: Svínahirðirinn, Förunaut- urinn og Litla stúlkan með eld- spýturnar. Litla ljóta andarung- anum bregður einnig fyrir í milliþáttum sýningarinnar í gervi brúðu sem stjórnað er af brúðu- gerðarmanninum sjálfum, Bernd Ogrodnik, sem einnig er höfundur brúðunnar sem fer með titilhlut- verkið í Litlu stúlkunni með eld- spýturnar. Eins og þeir sem þessi ævintýra þekkja sjá kannski eru þessi sex ævintýri innbyrðis mjög ólík og hefur hvert þeirra sinn eig- in tón. Í Eldfærunum mætum við norninni, töfragrip hennar og augnstóru hundunum, dátanum káta og kóngsdótturinni; í Næt- urgalanum kveður við allt annan tón, spurt er um gildi sannrar list- ar og skilyrði hennar í heimi sem virðist stundum meta eftirhermuna og gervimennskuna hærra. Í Hans klaufa fær lítilmagninn að njóta sín og slá þeim sem þykist meiri við; í Svínahirðinum er spurt um eðli ástarinnar … og svo mætti lengi halda áfram að lesa úr hinum mismunandi ævintýrum meist- arans. Auk Sigurðar Skúlasonar eru það sjö aðrir leikarar sem fara með öll hlutverk í Klaufum og kóngsdætrum. Hver leikari bregð- ur sér í mörg gervi og allir fá að njóta sín í „aðalhlutverkum“ eins og níu ára athugul fylgdarmær mín í leikhúsið benti á. Ágústa Skúladóttir leikstjóri velur víða að nota ærslafullan leikstíl með ýkt- um sviðshreyfingum sem vakti oft mikla kátínu hjá áhorfendum. Unnur Ösp Stefánsdóttir leikur kóngsdætur í Eldfærunum og Hans klaufa og sýnir í báðum til- vikum að hún hefur alla burði til afbragðsgamanleiks. Þórunn Lár- usdóttur naut sín vel sem kóngs- dóttir í álögum í Förunautnum og ekki síður sem útsmogna nornin í Eldfærunum. Arnbjörg Hlíf Vals- dóttir hefur áður sannað hæfileika sína í kómík og átti hún mörg skemmtileg augnablik í sýningunni hvort sem hún var í hlutverki hirð- meyjar eða bóndasonar. Um hæfni Arnar Árnasonar í gamanleik þarf ekki að fjölyrða, hann var skemmtilegur dáti og enn skemmtilegri Kínverji, svo fátt eitt sé nefnt. Björgvin Franz Gíslason naut sín í gervi svínahirðisins sem í þessari sýningu er spænskætt- aður sem aftur var uppspretta skemmtilegs sprells í formi söngva og dansa. Kjartan Guðjónsson var sérdeilis fínn Hans klaufi og átti marga fína takta í minni hlut- verkum. Randver Þorláksson brá sér áreynslulaust í hlutverk kóngs, keisara, bónda og draugs. Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en leikhópurinn hafi verið samstilltur og leikgleðin skilað sér vel til áhorfenda. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir og Frosti Friðriksson búa Klaufum og kóngsdætrum umgjörð sem er um- fram allt fjörleg í litagleði og end- urspeglar kátínu sýningarinnar vel. Umgjörðin tekur alltaf mið af efninu og yfirbragðið breytist frá einu ævintýri til annars; tónar urðu dekkri þegar slíkt hæfði efni- viðnum. Mikil og skemmtileg sund- urgerð er í búningum Þórunnar en leikmynd Frosta er einfaldari en margar skemmtilegar lausnir þjón- uðu sýningunni vel. Lýsing Páls Ragnarssonar átti einnig stóran þátt í að skapa hið fjölbreytilega andrúmsloft sem sýningin kallar á. Tónlistin setti síðan punktinn yfir i-ið, hvort sem um var að ræða fjöruga söngva handritshöfund- anna eða millispil þeirra Hjörleifs Valssonar, Tatu Kantomaa og Jó- hanns G. Jóhannssonar. Klaufar og kóngsdætur er sýn- ing sem ætti að höfða til áhorfenda á öllum aldri og hér gefst íslensk- um leikhúsgestum kærkomið tæki- færi til að rifja upp kynnin við þennan mikla meistara ævintýr- anna og miðla arfi hans til nýrra kynslóða. Sýningin er leikhúss- kemmtum af besta tagi; ég mæli með því að stórfjölskyldurnar fjöl- menni saman til að skemmta sér og heiðra minningu H.C. And- ersen. „Klaufar og kóngsdætur er sýning sem ætti að höfða til áhorfenda á öllum aldri.“ „… á hugarflugi háu með H.C. Andersen“ LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Hans Christian Andersen. Handrit og söngtextar: Ármann Guð- mundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri og sviðshreyfingar: Ágústa Skúladóttir. Aðstoðarleikstjóri og sviðshreyfingar: Aino Freyja Järvelä. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Kjartan Guðjónsson, Randver Þorláks- son, Sigurður Skúlason, Unnur Ösp Stef- ánsdóttir, Þórunn Lárusdóttir og Örn Árnason. Leikmynd: Frosti Friðriksson. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Tónlist- arstjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Hljóð- færaleikarar: Hjörleifur Valsson, Jóhann G. Jóhannsson og Tatu Kantomaa. Brúð- ur og brúðuleikstjórn: Bernd Ogrodnik. Lýsing: Páll Ragnarsson. Stóra sviðið, 13. mars 2005. Klaufar og kóngsdætur Soffía Auður Birgisdóttir UM helgina var opn- uð í sýningarsal Listasafns Reykja- nesbæjar í Duus- húsum sýningin Erlingur Jónsson og samtímamenn, en Erlingur varð fyrstur til að hljóta heið- ursnafnbótina Lista- maður Keflavíkur (nú Listamaður Reykjanesbæjar). Á sýningunni er lögð áhersla á að sýna lágmyndir Erlings Jónssonar og höfuðmyndir en þær hafa ekki áður verið sýndar saman og sumar aldrei sést opinberlega fyrr. Einnig er persónuleika Erlings gerð skil með ljósmyndum og myndbandi, því maðurinn sjálfur er lífsins lista- verk. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13.00–17.30 og stendur til 24. apríl. Erlingur og samtíma- menn í Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.