Morgunblaðið - 18.03.2005, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRAM kom í máli þingmanna
stjórnarandstöðunnar í umræðum á
Alþingi í gær að ekki væri nægilega
langt gengið í tillögum tekjustofna-
nefndar um breytingar á tekjustofn-
um sveitarfélaga. Árni Magnússon
félagsmálaráðherra kynnti tillögur
nefndarinnar í upphafi þingfundar.
Þess má geta að einn nefndar-
manna, Lúðvík Geirsson, bæjar-
stjóri í Hafnarfirði, skilaði séráliti.
Lúðvík segir m.a. í álitinu að sam-
komulag nefndarinnar sé ákveðinn
áfangi, en langt í frá viðunandi lausn.
Félagsmálaráðherra sagði niður-
stöðu nefndarinnar hins vegar vel
viðunandi. Mestu máli skipti, í þessu
sambandi, að ráðstöfunarfé sveitar-
félaganna myndi aukast um 9,5 millj-
arða króna á árunum 2005 til 2008.
„Niðurstaðan, sem nú hefur náðst,
er að mínu mati vel ásættanleg fyrir
sveitarfélögin. Þegar tillögurnar eru
skoðaðar í heild tel ég óhætt að full-
yrða að komið hafi verið til móts við
sjónarmið bæði þéttbýlissveitar-
félaga og dreifbýlissveitarfélaga, en
áherslan í starfi nefndarinnar var þó
ótvírætt á að jafna aðstöðumun
sveitarfélaga til tekjuöflunar. Sér-
stakt framlag í jöfnunarsjóð sveitar-
félaga og aðgerðir til að taka á
rekstrarvanda félagslega húsnæðis-
kerfisins skipta þessi sveitarfélög
mestu máli. Stærri sveitarfélögin
munu aftur á móti fá varanlega
tekjuaukningu vegna fækkunar und-
anþágna frá fasteignaskatti.“
Nánar er greint frá niðurstöðu
nefndarinnar á öðrum stað í blaðinu í
dag.
Fjölmargir þingmenn tjáðu sig um
tillögurnar í umræðum á Alþingi í
gær. Jón Gunnarsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, líkti þeim við
hungurlús, Guðmundur Árni Stef-
ánsson, Samfylkingu, sagði þær
plástra til skemmri tíma og Einar
Már Sigurðarson, Samfylkingu, tal-
að um smáskammtalækningar, í
þessu sambandi. Sá síðarnefndi
kvaðst m.a. óttast að tillögurnar
næðu ekki að tryggja þá sátt sem
nauðsynleg væri til að efla sveitar-
stjórnarstigið. Ögmundur Jónasson,
þingmaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, sagðist hafa miklar
efasemdir um að tillögurnar skiptu
sköpum fyrir sveitarfélögin í land-
inu. Hann sagði m.a. að menn þyrftu
að horfast í augu við að fjárhags-
vandi sveitarfélaganna væri að
aukast.
Þá sagði Sigurjón Þórðarson,
þingmaður Frjálslynda flokksins,
m.a. að byggðavandinn yrði ekki
leystur nema ríkisstjórnin færi frá
völdum og tillögur Frjálslynda
flokksins um fiskveiðistjórn næðu
fram að ganga.
Engin hungurlús
Stjórnarliðar lögðu á hinn bóginn
áherslu á að umræddar tillögur væru
stórt skref. Magnús Stefánsson,
þingmaður Framsóknarflokks, sagði
þær áfanga á langri leið og Siv Frið-
leifsdóttir, Framsóknarflokki, sagði
að ekki væri hægt að halda því fram
að tillögur sem næmu milljörðum
króna væru hungurlús.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, tók í sama
streng og sagði að ríflega níu millj-
arða ávinningur fyrir sveitarfélögin
skipti að sjálfsögðu gríðarlega miklu
máli. Ekki síst fyrir þau sveitarfélög
sem hvað höllustum fæti stæðu.
Þá sagði Einar K. Guðfinnsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, að það
væri rangt að sveitarfélögin í landinu
glímdu almennt við fjárhagsvanda,
þótt vissulega væri rétt að ýmis
sveitarfélög glímdu við mikinn fjár-
hagslegan vanda. Vandinn væri ekki
almennur heldur sértækur.
Stjórnarandstaðan segir tillögur tekjustofnanefndar skammtímalækningar
Morgunblaðið/Þorkell
Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti tillögur um sameiningu sveit-
arfélaga sl. vor. Sveitarstjórnarmenn hafa lagt mikla áherslu á að styrkja
fjárhag sveitarfélaganna áður en gengið verður til kosninga.
Félagsmálaráðherra segir
niðurstöðuna vel viðunandi
„RÍKISSTJÓRN Íslands verður að marka heild-
arstefnu í málefnum aldraðra,“ sagði Gunnar Ör-
lygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í um-
ræðu utan dagskrár á Alþingi í vikunni um
fjárhagsstöðu ellilífeyrisþega. Gunnar var máls-
hefjandi umræðunnar.
Hann sagði m.a. að upphæðir grunnlífeyris al-
mannatrygginga og tekjutryggingar hefðu á und-
anförnum tíu árum lækkað verulega sem hlutfall af
launum. Þá sagði hann að skv. tölum almannatrygg-
inga hefðu aðeins 314 einstaklingar af tæplega 27
þúsund lífeyrisþegum fengið greiddan óskertan
tekjutryggingarauka á árinu 2003.
„Það er bæði óheiðarlegt og rangt gagnvart eldri
borgurum í okkar ríka landi að halda því fram að
kjaraþróun eldri borgara hafi verið eðlileg og rétt-
lát á umliðnum árum.“ Spurði hann heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, Jón Kristjánsson, að því
hvort hann hefði í hyggju að beita sér fyrir umtals-
verðri hækkun á greiðslum almannatrygginga til
eldri borgara.
Áfram unnið með samtökum eldri borgara
Ráðherra sagði það teygjanlegt hvað umtalsverð
hækkun á greiðslum almannatrygginga fæli í sér
„en eins og fram kemur í fjárlögum ársins er ekki
gert ráð fyrir stökkbreytingum í greiðslum al-
mannatrygginga á árinu 2005.“ Hann sagði hins
vegar rétt að halda því til haga að skv. fjárlögum
hækkuðu framlög til ellilífeyrisþega á árinu um
tæpa tvo milljarða kr. Sú breyting væri vegna
hækkunar bóta og fjölgunar ellilífeyrisþega. Hækk-
unina mætti einnig rekja til samkomulags sem gert
var við samtök aldraðra á árinu 2002.
Ráðherra kvaðst áfram ætla að vinna að mál-
efnum eldri borgara og sagði: „Fulltrúar ríkis-
stjórnarinnar hafa nú ákveðið í samráði við Lands-
samband eldri borgara á fundi í síðustu viku að
starfshópur haldi áfram því samstarfi sem tókst svo
vel fyrir skemmstu og það er hugsanlegt – ég undir-
strika hugsanlegt – að þar verði t.d. tekinn til um-
fjöllunar jaðarskattavandinn, sem svo er nefndur,
ásamt öðrum málum, sem háttvirtur málshefjandi
hefur rætt um. Árangurinn verður svo að koma í
ljós þegar starfinu hefur miðað fram.“
Engar stökkbreytingar í
greiðslum almannatrygginga
Í FRUMVARPI félagsmálaráðherra,
þar sem lagt er til að kosningar um
sameiningu sveitarfélaga fari fram
8. október 2005 í stað 23. apríl nk. er
gerð ein undantekning. Gert er ráð
fyrir að heimiluð verði atkvæða-
greiðsla um sameiningu sveitarfé-
laga í Borgarfirði 23. apríl.
„Markvisst hefur verið unnið að
undirbúningi sameiningar þessara
sveitarfélaga allt frá árinu 2003 og
er ekki talin ástæða til að fresta at-
kvæðagreiðslu um tillögu um sam-
einingu þessara sveitarfélaga,“
sagði Árni Magnússon félagsmála-
ráðherra, er hann mælti fyrir frum-
varpinu á Alþingi í gær.
Ráðherra mælti hins vegar fyrir
því að kosningum um sameiningu
annarra sveitarfélaga yrði frestað
fram á haust. „Kjördagur sá sem
lagður er til í frumvarpinu er valinn
með hliðsjón af því að upphaflegar
tillögur sameiningarnefndar voru
kynntar í lok september 2004 og síð-
an þá hefur átt sér stað mikil um-
ræða um tillögurnar.
Verður að ætla að sveitarstjórn-
um sé með þeirri breytingu sem lögð
er til í frumvarpinu veittur nægur
tími til að kynna tillögur nefnd-
arinnar og undirbúa atkvæða-
greiðslu um þær.“
Kosningum frest-
að fram á haust
ÞINGMENN Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs vilja leggja
niður útvarpsráð Ríkisútvarpsins í
núverandi mynd og taka þess í stað
upp dagskrárráð, sem fjalli m.a. um
útsenda dagskrá Ríkisútvarpsins
og fylgist með því að stofnunin sinni
lögbundnum skyldum sínum. Þess-
ar tillögur ásamt fleirum koma fram
í frumvarpi um breytingar á lögum
um Ríkisútvarpið, sem þingflokkur
Vinstri grænna hefur lagt fram á
Alþingi.
Þingmenn flokksins kynntu
frumvarpið á blaðamannafundi í
gær. Kom fram í máli þeirra að þeir
telja nýtt frumvarp menntamála-
ráðherra um Ríkisútvarpið algjör-
lega óviðunandi. Þeir segjast m.a.
ósáttir við það rekstrarfyrirkomu-
lag sem þar er lagt til. Auk þess
segja þeir frumvarp ráðherra vekja
ýmsar spurningar. Þuríður Back-
man þingmaður segir til að mynda
óljóst hvaða áhrif sameignarfélag
hafi á kjör starfsmanna Ríkisút-
varpsins.
Endurspegli
ólík sjónarmið
Í frumvarpinu, sem Vinstri græn-
ir kynntu í gær, eru lagðar til
grundvallarbreytingar á stjórn-
sýslu Ríkisútvarpsins, útskýrði Ög-
mundur Jónasson þingmaður. „Í
frumvarpinu er tekið á ýmsum þeim
vandamálum sem að stofnuninni
steðja,“ sagði hann. „Við leggjum til
að útvarpsráð í núverandi mynd
verði lagt niður og að hoggið verði á
þau valdapólitísku tengsl sem eru
milli ríkisstjórnarmeirihlutans og
Ríkisútvarpsins. Jafnframt leggjum
við til að tengsl Alþingis og stofn-
unarinnar verði tryggð á grundvelli
viðhorfa en ekki valda.“
Samkvæmt frumvarpinu eiga all-
ir þingflokkar að tilnefna fulltrúa í
dagskrárráð, ásamt Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga, Bandalagi
listamanna og Neytendasamtökum.
Þá er gert ráð fyrir því að æðstu
menn stjórnsýslu RÚV eigi sæti í
dagskrárráði, sem og fulltrúi starfs-
manna. „Ráðið á að endurspegla
ólík sjónarmið í þjóðfélaginu en
ekki valdahlutföll, auk þess sem að-
ild starfsmanna stuðlar að tengslum
við innra starf stofnunarinnar,“
segir í greinargerð frumvarpsins.
Eina hlutverk dagskrárráðs við
mannaráðningar, felst í því að gera
tillögu um útvarpsstjóra, sem ráð-
herra síðan skipar, skv. frumvarp-
inu. Í frumvarpinu er lagt til að af-
notagjöldum verði breytt á þann
veg að stofn þeirra taki mið af íbúð-
um og atvinnuhúsnæði eftir því sem
við eigi. „Því er slegið á föstu að
hverri íbúð fylgi réttur til að nýta
þá þjónustu sem Ríkisútvarpið veit-
ir landsmönnum. Fyrir þann rétt sé
síðan greitt afnotagjald eftir nánari
reglum sem settar verða í sér lög-
um,“ segir í greinargerð frumvarps-
ins.
Þingmenn Vinstri grænna leggja
áherslu á að frumvarp þeirra verði
rætt samhliða frumvarpi mennta-
málaráðherra á Alþingi. Þeir vilja
auk þess að umræðurnar um þessi
frumvörp fái góðan tíma. Mikilvægt
sé að skoða allar þær tillögur sem
fram koma í þessum málum.
Vinstrihreyfingin leggur fram nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið
Dagskrárráð í stað útvarpsráðs
TANNLÆKNUM verður gert skylt
að auglýsa gjaldskrá sína árlega, ef
frumvarp þingmanna Samfylk-
ingar, Framsókn-
arflokks, Vinstri
grænna og
Frjálslynda
flokksins, nær
fram að ganga.
Frumvarpið var
lagt fram á Al-
þingi í gær.
Fyrsti flutnings-
maður þess er
Jón Gunnarsson,
þingmaður Samfylkingarinnar.
Í frumvarpinu er gerð tillaga um
að tannlæknum verði skylt að aug-
lýsa gjaldskrá sína árlega, eins og
áður sagði, sem og þegar gerðar
eru breytingar á henni. Einnig er
gerð tillaga um að gjaldskrá tann-
lækna skuli vera sýnileg.
Flutningsmenn segja í grein-
argerð að það sé mikilvægt að þeir
sem hyggist leita sér tann-
læknaþjónustu geti haft greiðan að-
gang að gjaldskrám einstakra tann-
lækna. Lagt er til í frumvarpinu að
ráðherra ákveði, með reglugerð,
hvar birta beri auglýsingar um
gjaldskrár. Skv. núgildandi lögum
er starfandi tannlæknum bannað að
auglýsa starfsemi sína sem og
gjaldskrár.
Tannlæknar
þurfi að auglýsa
gjaldskrá sína
Jón Gunnarsson
EKKI verður séð að hvalveiðarnar
sumarið 2003 hafi haft áhrif á al-
menna ímynd Íslands á helstu mark-
aðssvæðum ferðaþjónustunnar.
Þannig hljóðar niðurstaða skýrslu
samgönguráðherra, Sturlu Böðv-
arssonar, um áhrif hvalveiða á
ímynd Íslands sem ferðamanna-
lands. Skýrslan var lögð fram á Al-
þingi í gær. Hún var unnin skv.
beiðni Marðar Árnasonar og fleiri
þingmanna Samfylkingarinnar.
Í skýrslunni eru tekin saman ýmis
gögn t.d. kannanir meðal erlendra
ferðamanna og söluaðila á markaðs-
svæðum erlendis.
„Ekki verður séð eftir lestur þess-
ara gagna að hvalveiðarnar sumarið
2003 hafi haft áhrif á almenna
ímynd Íslands á helstu markaðs-
svæðum ferðaþjónustunnar. Þar
koma aftur á móti fram varnaðarorð
um að hvalveiðar í meira umfangi og
í atvinnuskyni gætu skaðað ímynd
okkar. Sömu varnaðarorð hafa
heyrst undanfarið hjá forsvars-
mönnum ferðaþjónustunnar á Ís-
landi,“ segir m.a. í skýrslunni.
Ekki haft áhrif
á ímynd Íslands