Morgunblaðið - 18.03.2005, Page 11

Morgunblaðið - 18.03.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 11 FRÉTTIR Borgartúni 28 • símar 520 7901 & 520 7900 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! ARTISAN 5 gerðir - 7 litir stærri skál, hveitibraut fylgir Yfir 60 ára frábær reynsla ÓLAFUR F. Magnús- son, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins og Margrét Sverris- dóttir hafa ákveðið að gefa kost á sér í 1. og 2. sætið á lista flokks- ins fyrir borgarstjórn- arkosningar, sem fram fara á næsta ári. Að sögn Ólafs er markmiðið að koma að tveimur borgarfulltrú- um og að F-listi verði í oddastöðu við myndun nýs meirihluta. Um hugsanlegan sam- starfsaðila segja þau að það ráðist af málefnum sem F-listinn standi fyrir. „Ég er sannfærður um að frammistaða borgarstjórnarflokks Frjálslynda flokksins sé þannig að við getum verið full sjálfstrausts um það að við fáum góðan stuðning. Ég hef einlæga trú á að við séum vax- andi afl hjá borgarbúum og ég sé ekki annað fyrir mér en R-listinn missi eitthvert fylgi og missi átt- unda manninn,“ segir Ólafur. F-listinn hefur þeg- ar hafið undirbúning borgarstjórnarkosn- inga vorið 2006. Ný heimasíða borgar- stjórnarflokks F-lista, www.f-listinn.is, hefur formlega verið opnuð og nýjum veggspjöld- um sem borgarstjórn- arflokkurinn lét gera vegna varðveislu götu- myndar Laugavegar verður dreift á næst- unni. Borgarstjórnar- flokk F-listans skipa alls 11 manns. Að sögn þeirra Margrétar og Ólafs hefur borgarstjórnarflokkur F-lista verið áberandi á kjörtíma- bilinu og einbeitt sér að öflugri mál- efnavinnu. Þar megi nefna tillögur í velferðar-, umhverfis-, samgöngu-, og skipulagsmálum, m.a. er varða skattamál, lág þjónustugjöld barna, öryrkja, og aldraðra, ódýrari al- menningssamgöngur og verndun náttúru- og menningarminja. F-listinn stefnir á odda- stöðu í næstu borgar- stjórnarkosningum Ólafur F. Magnússon HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt tvo pilta í skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka við ýmsum mun- um þrátt fyrir að þeim væri ljóst að um þýfi var að ræða. Verðmætið var a.m.k. vel á fimmtu milljón króna. Um er að ræða tvö aðskilin dóms- mál. Í öðrum málinu var 19 ára piltur dæmdur í fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að taka við KTMEXC bifhjóli, Kawasaki barna- bifhjóli, Kawasaki bifhjóli, þremur Yamaha bifhjólum, Husqvarna bif- hjóli, fatnaði og fylgihlutum, samtals að verðmæti um 3,2 milljónir króna. Hluta þýfisins geymdi hann á heimili langömmu sinnar í Kópavogi þar sem lögregla fann það. Pilturinn hafði áð- ur hlotið dóma og sektir fyrir þjófnaði og fíkniefnalagabrot. Hinn pilturinn var tvítugur þegar hann tók við ýmsum stangveiðibún- aði, auk haglabyssu og riffils sem hann vissi að hafði verið stolið. Hann hafði líka verið sektaður fyrir fíkniefnalagabrot. Ingveldur Einarsdóttir kvað upp dómanna, Dagmar Arnardóttir sótti af hálfu lögreglustjórans í Reykjavík. Verjendur piltanna voru Sigmundur Hannesson hrl. og Brynjólfur Ey- vindsson hdl. Tveir dæmdir fyr- ir að taka við þýfi Sjö mótorhjól og tvær byssur „Í SVONA málum er alltaf hægt að fara margar leiðir. Í þessu til- viki var ákveðið að miða aldursbilið við það sem kveðið er á um í lögum um framkvæmdasjóð aldraðra. Hvað upphæðina sjálfa varðar þá tekur hún auðvitað mið af tekjum Ríkisútvarpsins vegna afnota- gjaldsins í dag,“ segir Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, aðspurður hvernig aldursbilið og sjálf upp- hæð hins væntanlega nefskatts var til fundin. Spurður hvort hann telji nefskattinn líklegri til vinsælda en afnotagjaldaleiðina svarar Stein- grímur því til að engin leið til gjaldtöku sé líkleg til vinsælda. „En þegar menn hafa á annað borð tekið ákvörðun um að reka Ríkisútvarp þá verður auðvitað að fjármagna það. Hingað til hefur reksturinn verið fjármagnaður að mestum hluta með afnotagjöldum sem hafa verið mjög óvinsæl, en það liggur í augum uppi að engin leið til gjaldtöku eða skattheimtu er líkleg til vinsælda. En við töld- um að með þessari aðferð væri kostnaðinum við Ríkisútvarpið dreift sem jafnast og væntanlega réttlátast á íbúa landsins,“ segir Steingrímur og tekur fram að fyrir flest heimili í landinu muni þessi leið koma út með hagfelldari hætti en núverandi afnotagjöld. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að tryggilega sé búið um réttindi núverandi starfsmanna Ríkisútvarpsins. Að sögn Stein- gríms erfast flestöll réttindi starfs- manna inn í hið nýja félag. Má þar nefna réttindi eins og biðlaun og rétt starfsmanna til að greiða í líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins. Bendir Steingrímur á að þetta sé nákvæmlega sama fyrirkomulag og haft var á málum þegar Póstur og sími voru hlutafélagavædd. Hvað lífeyrisskuldbindingar stofnunarinnar varðar er í frumvarpinu kveðið á um að þær haldist áfram hjá hinu nýja sameignarfélagi. Spurður hvort til greina komi á síðari stigum að þeim skuld- bindingum verði aflétt af stofnuninni segir Steingrímur enn ekk- ert ákveðið um það. „Það liggur fyrir að það er ósk yfirmanna Ríkisútvarpsins, en ákveðið var að gera það ekki að sinni enda talið skynsamlegast að fara þá leið sem farin er,“ segir Steingrímur og bendir á að upphæð nefskattsins miðast við að hægt verði að standa undir þessum lífeyrisskuldbinding- um. Útiloka ekki samning er skilgreini menningarhlutverk Spurður hvort til greina komi að menntamálaráðuneytið geri samn- ing við Ríkisútvarpið sf. í anda þess sem BBC gerði við bresk stjórnvöld á dögunum, segist Steingrímur ekki útiloka neitt. „Víða í löndunum í kringum okkur, t.d. á flestum Norðurlöndunum, hefur verið farin sú leið upp á síð- kastið að samhliða því sem hlut- verk ríkisfjölmiðlanna sem útvarp í almannaþágu er skilgreint þá er gerður við þessi félög samningur um það hvernig þau uppfylli al- mannaþáguskyldur sínar. Þar geta menn t.d. sett sér einhver ákveðin markmið varðandi innlenda dag- skrárgerð.“ Að sögn Steingríms var ákveðið að fara ekki þá leið í lögunum að skylda ráðuneytið og félagið til að gera slíkan samning, þ.e. ekki var talin ástæða til að lög- festa ákvæðið. „Hins vegar er aft- ur á móti ekkert sem útiloki það heldur, kjósi menn að fara þá leið og telji það skynsamlegt.“ Í þriðju grein frumvarpsins til laga um Ríkisútvarpið sf. er kveðið á um hlutverk útvarpsins í al- mannaþágu. Þar kemur fram að útvarpsþjónusta í al- mannaþágu felur m.a. í sér að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð, auk þess að halda uppi nauðsynlegri ör- yggisþjónustu á sviði útvarps, svo eitthvað sé nefnt. Aðspurður segir Steingrímur að í greinina hafi verið fellt inn flest það sem hefur talist til hins hefðbundna hlutverks Ríkisútvarpsins til þessa, en jafnframt það sem menn sjá að kunni að verða hlut- verk Ríkisútvarpsins í framtíðinni. „Meginþema frumvarpsins snýr að því að hefta Ríkisútvarpið ekki of mikið með sjálfum lagarammanum, heldur hafa hann það sveigjanleg- an að hægt sé að bregðast við kröf- um og þörfum samfélagsins hverju sinni. Í þessu sambandi er mik- ilvægt að við pössum okkur á því að skilgreina almannaþjónustu- hlutverkið ekki það þröngt niður að það fari beinlínis að há Rík- isútvarpinu, vegna þess að menn gleymi að tilgreina eitthvað sem menn gátu ekki séð fyrir,“ segir Steingrímur og bendir á að útvarp sem starfar í almannaþágu hefur mun ábyrgðarmeira hlutverk og mun þyngri og ríkari skyldur en almennur fjölmiðill, enda séu gerð- ar miklu meiri kröfur til fjölmiðla sem starfa í almannaþágu. Rás 2 mun áfram gegna mikilvægu hlutverki Meðal þess sem fram kemur í frumvarpinu og vakið hefur nokkra gagnrýni er það ákvæði að Rík- isútvarpinu sf. sé heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum á öllum sviðum fjölmiðlunar, auk þess sem því sé heimilt að gefa t.d. út geisladiska og margmiðlunar- efni, þó með fyrirvara um fjár- hagslegan aðskilnað milli slíkrar starfsemi og aðalstarfseminnar. Spurður hvort svigrúm Ríkisút- varpsins væri hreinlega of mikið og á kostnað samkeppnisaðilana vísar Steingrímur því á bug. „Ríkisútvarpið hefur auðvitað ákveðnu hlutverki að gegna og um það hlutverk verður að ríkja breið og víðtæk sátt. Það dettur engum manni í hug að Ríkisútvarpið eigi að fara að valsa hér út um allt í margvíslegri atvinnustarfsemi. Hins vegar getur það hentað hags- munum þessarar menningarstofn- unar að hafa svigrúm til að taka þátt í t.d. afmörkuðum verkefnum á sviði innlendrar dagskrárgerðar eða kvikmyndaframleiðslu eða eiga möguleika á því að gera þann menningararf sem hefur safnast saman á Ríkisútvarpinu á síðustu áratugum aðgengilegan í öðru formi, t.d. í gegnum Netið, marg- miðlun eða á diskum líkt og gert er hjá BBC,“ segir Steingrímur og bendir á að Ríkisútvarpið býr yfir fjársjóði af upptökum, bæði á tón- leikum, útvarpsleikritum og upp- lestri stórskálda. Í frumvarpinu er kveðið á um að senda eigi út til alls landsins og næstu miða a.m.k. eina hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Hafa sumir lýst áhyggjum sínum yfir því að staða Rásar 2 sé ekki nægilega tryggð í frumvarp- inu. Aðspurður vísar Steingrímur þeim áhyggjuröddum á bug. „Við teljum Rás 2 gegna gífurlega mik- ilvægu hlutverki, ekki síst hvað varðar spilun á nýrri íslenskri tón- list. Það eru engin áform uppi um það að draga saman eða skerða hlutverk Rásar 2. Hins vegar þótti ekki ástæða til þess að njörva það niður að Ríkisútvarpið ætti ein- ungis að útvarpa á tveimur rásum, m.a. vegna þess að við erum að fara inn í allt annað tæknilegt um- hverfi með stafrænni tækni þar sem þessar gömlu skilgreiningar eiga ekki fyllilega við. Það er miklu frekar verið að fjölga mögu- leikum Ríkisútvarpsins en að fækka,“ segir Steingrímur að lok- um. Lagaramminn má ekki hefta starfsemina um of Steingrímur Sigurgeirs- son, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir að upphæð nef- skatts Ríkisútvarpsins taki mið af núverandi tekjum stofnunarinnar. Steingrímur Sigurgeirsson Frumvarp um Ríkisútvarpið afléttir ekki lífeyrisskuldbindingum af RÚV HÆSTIRÉTTUR lækkaði í gær bætur sem íslenska ríkinu er gert að greiða landeiganda vegna eignar- náms á jarðarspildu í tilefni af færslu á þjóðvegi númer eitt og smíði nýrrar brúar yfir Þjórsá. Héraðsdómur dæmdi jarðeigandanum alls 12,5 milljónir í bætur en með dómi Hæsta- réttar lækka þær í um 4,9 milljónir. Í málinu var deilt um fjárhæð eign- arnámsbóta. Matsnefnd eignarnáms- bóta mat bætur fyrir land undir nýtt vegarstæði um 2,3 milljónir, bætur vegna verðrýrnunar lands í næsta ná- grenni við hinn nýja veg 3,8 milljónir og bætur vegna almennrar verðrýrn- unar jarðarinnar 5,0 milljónir. Ríkið greiddi eiganda jarðarinnar rúmar 3,7 milljónir í bætur vegna lands undir nýtt vegarstæði og máls- kostnað en féllst ekki á niðurstöðu matsnefndar að því er varðaði tvo síð- arnefndu matsliðina. Fékk ríkið dóm- kvadda matsmenn sem mátu verð- rýrnun vegna áhrifa á verð lands í tiltekinni fjarlægð frá þjóðvegi, heim- reið og reiðvegi rúmar 1,2 milljónir og vegna áhrifa, sem flutningur vegar- stæðis og vegarlagningin hefði á jörð- ina almennt rúmar 2,3 milljónir. Hæstiréttur féllst á að eignarnemi – ríkið – gæti borið ágreining um fjár- hæð bótanna undir úrlausn dómstóla þótt hann hafi tekið umráð spildunn- ar. Úrskurðir matsnefndar eignar- námsbóta sættu endurskoðun dóm- stóla og væru ekki rétthærri matsgerðum dómkvaddra manna heldur væru þeir metnir eftir verð- leikum hverju sinni. Fer úr 12,5 í 4,9 milljónir Var fallist á niðurstöðu hinna dóm- kvöddu matsmanna um að bætur vegna verðrýrnunar lands með fram veginum væru hæfilega ákveðnar 1.268 þúsund. Aftur á móti var jarðareigandinn ekki talinn hafa sýnt fram á að lagn- ing hins nýja vegar hefði haft í för með sér almenna verðrýrnun jarðar- innar. Voru honum því ekki dæmdar bætur vegna þessa. Alls fékk hann því greitt vegna eignarnámsins um 4,9 milljónir króna í stað 12,5 milljóna sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi honum í fyrra. Heildarstærð hins eignarnumda lands var sjö hekt- arar þegar tekið var tillit til lands undir eldra vegi sem skilað var til eig- andans er jörð hans er alls 225 hekt- arar að stærð. Ríkið var dæmt til að borga landeigandanum 400.000 vegna málskostnaðar á báðum dómstigum. Eignarnámsbætur lækkaðar í Hæstarétti ÞJÓÐARHREYFINGIN – með lýðræði telur að stjórnarskrár- breytingar eigi að bera undir kjós- endur í sérstakri þjóðaratkvæða- greiðslu, þar sem eingöngu stjórnarskrármálið sé á dagskrá. Þetta kemur í tilkynningu frá hreyfingunni. Þar segir jafnframt að hún hyggist berjast fyrir rétti þjóðarinnar til þess að njóta áfram þess málskotsréttar, sem þjóðkjör- inn forseti fer með samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Hreyfingin bendir á mikilvægi þess að und- irbúin sé löggjöf um þjóðarat- kvæðagreiðslur til þess að efla beint lýðræði hérlendis. Stjórnarskrár- breytingar bornar undir kjósendur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.