Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 18

Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 18
Orðstír Glasgow snýst um verslun, en í borginni er stærsta verslunarhverfi Bretlands utan London – og allt í göngufæri. Mílu vegar í miðborginni er hver tískuverslunin af annarri ásamt forvitnilegum verslunum við breiðgötur, glæsilegar stórverslanamiðstöðvar og íburðarmikil vöruhús Merchant City hverfisins.z Merchant City er einnig miðpunktur götuveitingahúsa Glasgow. Borgarbúarnir virðast kunna best við latte-kaffið sitt á opnum stöðum. Þið ættuð að prófa Merchant Square, Candleriggs, Royal Exchange Square eða umhverfi Mercury styttunnar í ítalska hverfinu. Þar sem klassíska húsagerðarlist er að finna er venjulega þjónn nærri. Íbúar Glasgow þekkja húsagerðarlist sína og benda mönnum á uppáhaldsbyggingar sínar eins og gamla vini. Flestir munu benda ykkur á Glasgow listaskólann, snilldarverk nýlistafrumkvöðulsins Charles Rennie Mackintosh. Hann var talinn upphafsmaður Glasgowstílsins og áhrif hans má sjá á húsagerðarlist og hönnum um alla borgina, allt frá nýbyggingum til framhliða verslunarhúsa. En húsagerðarlistin á hvorki upphaf né endi hjá Mackintosh. Glasgow er best varðveitta breska borgin frá Viktoríutímabilinu, uppbyggð ekki ósvipað og Manhattan, sem býður upp á sérstakt svipmót rauðs og ljóss sandsteins. Fyrsta ráðlegging Glasgowbúa er að gestir muni eftir að líta upp á við. Allir íbúar Glasgow hafa skoðun á list. Opinber söfn borgarinnar eru víða talin meðal hinna bestu í Evrópu og eru opin alla vikuna. Góður staður til að byrja á er McLellan listasafnið sem er rétt fyrir hornið á listaháskólanum. Á Kelvingrove sýningunni (Art Treasures of Kelvingrove) er fjöldi verka gömlu meistaranna og þar er salur helgaður Glasgowstílnum. Ef menn hafa áhuga á Mackintosh og listasöfnum er hægt að fara gegnum Kelvingrove garðinn að Glasgowháskóla, en nýgotnesk turnspíra hans sést í margra kílómetra fjarlægð. Í Hunterian listasafni háskólans eru geymd bú Mackintosh og James McNeill Whistler auk margra sýningargripa Glasgowdrengjanna og skoskra listmálara (“Scottish Colourists”), en þeir máluðu í sérstökum stíl. Þar er einnig Mackintosh húsið, sem er endurbygging ástarhreiðurs, sem hjónin hönnuðu fyrir sig. Þaðan ætti að fara í göngu niður að Byres Road, sem er aðalgatan í þeim hluta borgarinnar sem kallaður er West End. Svæðið er afslappað og frjálslegt og þar er að finna fjölda kaffihúsa, tehúsa og bókaverslana alla leið að grasagarðinum. Rétt aftan við Byres Road eru steinlagðar götur þar sem hesthúsum hefur verið breytt í skemmtilegar verslanir, veitingastaði og kaffihús. Ef Byres Road er hjarta vesturbæjarins er Ashton Lane sál hans. Þar er aðlaðandi götulíf og fullkomin síðkvöldsstemning í bestu veitingahúsum og ölkrám Skotlands. Þar er einnig huggulegt kvikmyndahús með sófum fyrir tvo aftantil. Rómantískt fólk mun einnig njóta útiveru í 70 skemmtigörðum víða um borgina. Glasgow þýðir “elsku græni staðurinn” og það ekki að ástæðulausu. Einna bestur er stóri Pollok skemmtigarðurinn í sunnanverðri borginni, en þar halda til hjarðir sérkennilegra lubbhærðra rauðra hálandanautgripa. Í miðjum garðinum er Pollok House, stórkostlegt herrasetur frá Georgstímabilinu, sem hýsir frægt spænskt listaverkasafn, garða og húsgögn frá tímabilinu. Kunnugir Glasgowbúar fara beint niður stigann til að fá heimabakstur í eldhúsinu sem er frá Játvarðartímabilinu. Frá þessum stað er aðeins tíu mínútna gangur í Burrellsafnið bak við trén. Þar er mikið safn málverka, höggmynda og allskonar listmuna til sýningar í byggingu, sem nýtir á undraverðan hátt ljósbrigðin og skógi vaxið umhverfi. Burrellsafnið er vissulega á heimsmælikvarða og eitt af bestu listasöfnum, sem menn geta upplifað. Þegar kvölda tekur er nóg að sjá af listviðburðum borgarinnar, en sumir staðirnir eru eins frægir og listamennirnir sem þeir draga að sér. Sumir þeirra þekkjast á gælunöfnum eins og “Armadillo” og “the Citz”, meðan Barrowland, The Arches og King Tut’s eru þekktir um allt Bretland fyrir áræðni. En hvort sem menn sjá og heyra hundrað manna hljómsveit í konunglegu hljómleikahöllinni eða taka þátt í “ceilidh” dansi í Renfrew ferjunni geta allir fallist á að í Glasgow gerirðu það með stæl. ‘Stærsta borg Skotlands, yfirfull af stíl og menningu, er opinberun,’ Þannig lýsti tímaritið Time borginni Glasgow nýverið. Þetta er ekkert nýtt fyrir Skota, sem löngum hafa litið á Glasgow sem raunverulega höfuðborg hvað varðar verslun, næturlíf og listir. Þetta spyrst út, Glasgow er “inni”. SKOÐIÐ WWW.SEEGLASGOW.COM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.