Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 21

Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 21 ERLENT M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 0 3 . 0 5 OFFITA er orðin svo alvarlegur heilbrigðisvandi í Bandaríkjunum, sérstaklega meðal barna, að nú telja vísindamenn að hún geti stytt meðalævi fólks um nokkur ár. Síð- ustu 200 ár hafa lífslíkur Banda- ríkjamanna, eins og flestra vest- rænna þjóða, aukist jafnt og þétt vegna framþróunar í læknavísind- um og bættra lífsskilyrða almennt en nú stefnir í að breyting verði þar á. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem sagt er frá í lækna- tímaritinu The New England Journal of Medicine. Talið er að offita þjaki nú tvo af hverjum þremur Bandaríkja- manna en afleiðing þessa heil- brigðisvanda birtist m.a. í hárri tíðni hjartasjúkdóma, fjölgun krabbameinstilfella og mikilli út- breiðslu sykursýki. Offituvandinn eins og hann blasir við nú er aðeins toppurinn á ísjakanum að mati David Ludwig, vísindamanns sem tók þátt í rannsókninni. Hann seg- ir offitufaraldurinn í Bandaríkjun- um langt frá því að hafa náð há- marki og afleiðingarnar fyrir heilsu fólks komi ekki í ljós fyrr en að mörgum árum liðnum. Ef börn þjást af offitu 12–14 ára gömul, eiga þau á hættu að fá hjartaáföll og nýrnabilanir á unga aldri að sögn Ludwigs. Vísindamenn benda sérstaklega á fjölgun sykursýkistilfella vegna offitu meðal barna, en þeir reikna með að lífslíkur þeirra skerðist um allt að níu mánuði. Jay Olshansky, faraldursfræð- ingur við Illinoisháskóla í Chicago, sem stjórnaði rannsókninni, spáir því að faraldurinn eigi eftir að stytta meðalævi Bandaríkjamanna um tvö til fimm ár á nokkrum ára- tugum. Olshansky telur að offita eigi jafnvel eftir að hafa meiri áhrif á dánartíðni en bæði hjartasjúk- dómar og krabbamein, sem eru al- gengustu dánarorsakirnar í dag. Árið 2003 voru meðalævilíkur í Bandaríkjunum 77,6 ár. Offita gæti stytt ævilíkurnar Washington. AFP. PAKISTÖNSK kona, Mukhtiar Mai, krafðist í gær handtöku fjögurra manna sem nauðguðu henni, en þeim var sleppt úr haldi nýverið. Ættbálkaráðið í þorpi þeirra fyrirskipaði nauðg- unina sem refsingu fyrir samband bróður hennar við konu af hærri stigum. Mennirnir voru sýknaðir nýlega eftir áfrýjun dauðadóms sem þeir höfðu hlotið. Þeir dveljast í þorpinu þangað til málið kemur fyrir hæsta- rétt. Mai sést hér, ásamt þingkonunni Kashmala Tariq, á blaðamannafundi í Islamabad í gær. AP Krefst réttlætis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.