Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÓHÆTT er að segja að sú ákvörðun
George W. Bush Bandaríkjaforseta
að tilnefna Paul Wolfowitz, næstráð-
anda í bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu, sem næsta yfirmann Al-
þjóðabankans hafi hlotið dræmar
undirtektir en Wolfowitz er einn af
þekktustu haukunum svonefndu í
stjórn Bush og hefur stundum verið
kallaður hugmyndafræðingurinn á
bakvið innrásina í Írak. Þykir mörg-
um sem þessi tilnefning gangi þvert á
þær yfirlýsingar bandarískra ráða-
manna að þeir hyggist taka upp aukið
samráð við bandamenn sína í Evrópu
og annars staðar á næstu misserum.
Haft er eftir ónafngreindum heim-
ildarmönnum í dagblaðinu Christian
Science Monitor að Evrópumenn hafi
gert allt sem í þeirra valdi stóð til að
koma í veg fyrir útnefningu Wolfo-
witz. Ákvörðun Bush sé „löðrungur í
andlit“ Evrópumanna sem töldu að
nýr tónn í samskiptunum yfir Atl-
antshafið hefði verið sleginn í Evr-
ópuför Bush nýverið.
Ráðamenn í Þýskalandi og Frakk-
landi voru þó fremur varkárir í yf-
irlýsingum. „Það er ekki beinlínis
hægt að segja að menn séu ofsakátir í
„gömlu Evrópu“,“ sagði Heidemarie
Wieczorek-Zeul, ráðherra þróunar-
mála í þýsku stjórninni og talsmaður
Frakklandsforseta, Jacques Chirac,
sagði einungis að Chirac hefði „með-
tekið framboð“ Wolfowitz en Chirac
var sem kunnugt er einn harðasti
andstæðingur innrásarinnar í Írak.
Mátti þó ráða af viðbrögðum
franska utanríkisráðherrans, Michels
Barnier, að Frakkar væru ekkert sér-
staklega ánægðir með tilnefningu
Wolfowitz. „Þetta er tillaga. Við mun-
um skoða hana með hliðsjón af per-
sónuleika umrædds manns og hugs-
anlega með aðra frambjóðendur í
huga,“ sagði hann en stjórn Alþjóða-
bankans, þar sem fulltrúar 184 aðild-
arríkja bankans sitja, þarf að leggja
blessun sína yfir ráðningu Wolfowitz.
Hefð er fyrir því að Bandaríkin út-
nefni yfirmann Alþjóðabankans og
Evrópumenn yfirmann Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins. Evrópuríkin, sem ráða
um 30% atkvæða í stjórn bankans,
gætu ákveðið að beita sér gegn ráðn-
ingu Wolfowitz – sem tæki við af Jim
Wolfensohn sem gegnt hefur emb-
ættinu í tíu ár – en ólíklegt er talið, að
sögn fréttaritara BBC í Washington,
að Bush hefði tilnefnt Wolfowitz
nema hann væri búinn að tryggja sér
nægan stuðning við ráðningu hans
fyrirfram.
„Skelfileg ráðning“
Ekki allir brugðust illa við útnefn-
ingu Wolfowitz, breski utanríkisráð-
herrann Jack Straw lýsti til að mynda
ánægju sinni, sagði Wolfowitz „afar
virtan og reyndan á sínu sviði“. Og
Junichiro Koizumi, forsætisráðherra
Japans, hefur lýst stuðningi sínum við
ráðningu Wolfowitz. Raunar hrósaði
Hiroyuki Hosoda, ráðuneytisstjóri
Koizumis, Wolfowitz í hástert. „Hann
er frábær manneskja og þekkir vel til
helstu atriða er varða þróunarmál í
Asíu,“ sagði hann en þróunarmál og
aðstoð við þróunarlönd eru helstu við-
fangsefni Alþjóðabankans.
Var hann þar að öllum líkindum að
vísa til þess að Wolfowitz var á sínum
tíma sendiherra Bandaríkjanna í
Indónesíu og í janúar á þessu ári
skoðaði hann aðstæður í þeim löndum
Asíu sem urðu hvað verst úti í flóð-
bylgjunni í desember á síðasta ári.
Hefur Wolfowitz raunar sagt að sú
för hafi haft þau áhrif að hann fór í
fyrsta sinn að hugsa alvarlega um að
taka að sér starf yfirmanns Alþjóða-
bankans.
Sjálfstæðar hjálparstofnanir og
góðgerðarsamtök brugðust hins veg-
ar hart við útnefningu Wolfowitz.
„Hann skortir alla reynslu á þessu
sviði en er auk þess afar umdeildur
maður og er ólíklegur til að mjaka
bankanum í þá átt að hugsa meira um
hagsmuni fátækra í heiminum,“ sagði
t.a.m. Patrick Watt, fulltrúi bresku
góðgerðarsamtakanna Acton Aid. Og
Dave Timms, talsmaður World
Development Network, sagði um
„skelfilega ráðningu“ að ræða sem
sýndi að allt lýðræði skorti hjá helstu
lánastofnunum heimsins. „Það geng-
ur ekki að rík lönd prediki yfir þróun-
arlöndunum um mikilvægi lýðræðis
en að þau séu síðan ekki tilbúin að
beita lýðræðislegum aðferðum við
ráðningar sem þessa,“ sagði hann.
Byltingin lifir góðu lífi
Útnefning Wolfowitz kemur í kjöl-
far skipunar annars umdeilds hauks
úr Bush-stjórninni, Johns Boltons,
sem sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum. Þykir mörgum
að þessar útnefningar sýni að ekkert
hafi í reynd verið að marka þær yf-
irlýsingar Bush og Condoleezzu Rice
utanríkisráðherra að Bandaríkja-
menn muni framvegis taka meira tillit
til sjónarmiða bandalagsþjóða sinna í
Evrópu og annars staðar. „Okkur
hefur verið talin trú um að nýju
íhaldsmennirnir [e. neoconservatives]
væru að glata áhrifum [í stjórn
Bush],“ segir Michael Cox, prófessor
í alþjóðasamskiptum við London
School of Economics í samtali við The
Washington Post. „En bylting þeirra
lifir greinilega enn góðu lífi.“
Kemur fram í frétt BBC að sumir
starfsmenn Alþjóðabankans óttist að
Wolfowitz – sem vill að Bandaríkin
beiti sér með öllum ráðum fyrir lýð-
ræði í heiminum, ekki síst í Mið-Aust-
urlöndum – reyni að breyta áherslum
stofnunarinnar, láti pólitísk sjónar-
mið sín ráða ferðinni en leggi ekki
áherslu á þróunarhjálp eins og verið
hefur. BBC hefur hins vegar eftir All-
an Meltzer, sem gagnrýnt hefur störf
Alþjóðabankans, að það vanti ekki yf-
irmann þangað sem sérhæfður sé í
þróunarhjálp, slíkan mannskap skorti
ekki hjá stofnuninni.
Og Christian Science Monitor segir
að í röðum Bush-stjórnarinnar sé
Wolfowitz alls ekki álitinn neinn and-
stæðingur þess starfs sem unnið hef-
ur verið hjá Alþjóðabankanum. Hann
hafi það hins vegar að leiðarljósi –
rétt eins og John Bolton sem nú fari
til starfa hjá Sameinuðu þjóðunum –
að alþjóðastofnanir vinni verk sitt vel
og af skilvirkni. Í þeim efnum hafi
víða pottur verið brotinn, því sé gott
að fá inn menn sem ekki muni hika við
að ráðast beint að rótum vandans.
Hörð viðbrögð við út-
nefningu Wolfowitz
Fréttaskýring | Ólík-
legt er talið að Bush
Bandaríkjaforseti hefði
útnefnt Paul Wolfowitz
sem næsta yfirmann
Alþjóðabankans nema
hann væri þegar búinn
að tryggja nægan stuðn-
ing við ráðningu hans.
Reuters
Paul Wolfowitz er umdeildur maður en hann er talinn hafa haft mikið með
það að segja að Bush Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast inn í Írak.
david@mbl.is
PAUL Wolfowitz komst að vísu
aldrei alla leiðina á tindinn í varn-
armálaráðuneytinu bandaríska –
hann hefur verið næstráðandi
Donalds Rumsfelds í Pentagon und-
anfarin fjögur ár – en allt bendir
hins vegar til þess að hann muni nú
feta í fótspor annars umdeilds emb-
ættismanns úr Pentagon; Roberts
McNamara sem árið 1968 yfirgaf
stól varnarmálaráðherra og varð
yfirmaður Alþjóðabankans.
Wolfowitz er 61 árs, fæddist í
Brooklyn í New York og lauk BA-
gráðu í stærðfræði frá Cornell-
háskóla 1965. Í kjölfarið skipti
hann alveg um fag, kláraði dokt-
orsgráðu í stjórnmálafræði frá
Chicago-háskóla 1972.
Segja má að Wolfowitz sé fræði-
maður að upplagi og hann kenndi
við Yale-háskóla 1970–1973 áður en
hann hóf störf hjá hinu opinbera.
Varnar- og afvopnunarmál hafa
verið hans ær og kýr og hann
gegndi ýmsum embættismanna-
störfum í varnar- og utanrík-
ismálaráðuneytunum frá því um
miðjan áttunda áratuginn. Tengsl
hans við Repúblikanaflokkinn voru
ekki augljós framan af og hann stóð
demókrötum að mörgu leyti nær,
einkum í félagsmálum. En hann
hefur alla tíð verið í flokki svo-
nefndra hauka í varnar- og örygg-
ismálum, þ.e. einn af þeim sem telja
að Bandaríkin eigi ekkert að vera
feimin við að tryggja áhrif sín og
völd í heiminum með þeim aðferð-
um sem þurfa þykir.
Wolfowitz komst á framabraut-
ina í forsetatíð Ronalds Reagans,
varð aðstoðarutanríkisráðherra
1983, ábyrgur fyrir málefnum
Austur-Asíu og Kyrrahafsríkjanna.
Þremur árum síðar var hann skip-
aður sendiherra Bandaríkjanna í
Indónesíu. Á árunum 1989 til 1993
var hann síðan aðstoðarvarn-
armálaráðherra í forsetatíð George
Bush eldri, ábyrgur fyrir allri
stefnumótunarvinnu.
Þegar demókratinn Bill Clinton
varð forseti 1993 hvarf Wolfowitz
úr þjónustu hins opinbera og
kenndi um skeið við National War
College í Washington. Hann réð sig
síðan til Johns Hopkins-háskólans
virta 1994, var prófessor og deild-
arforseti við Paul H. Nitze-skólann
í alþjóðasamskiptum, sem þar er
starfræktur, allt þar til hann kom
aftur til starfa í Pentagon í árs-
byrjun 2001.
Með annan fótinn
í fræðaheiminum
Milljónaútdráttur
Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
3. flokkur, 17. mars 2005
Kr. 1.000.000,-
1566 B
10154 B
15127 F
23271 B
25073 H
36001 F
50797 B
51721 B
51726 G
54225 E