Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 24

Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 24
Ísafjörður | Sjómennirnir á togaranum Páli Pálssyni frá Hnífsdal luku þátttöku sinni í togararallinu í vikunni. Lagt var að bryggju í Ísafjarðarhöfn og gamla trollið híft frá borði en það er notað við rannsóknina. Það var þó haft tilbúið ef kallið kæmi aftur. Venjulegu veiðar- færin fóru hins vegar aftur um borð. Þar á meðal voru steina- stiklur botnvörpunnar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Steinastiklur um borð Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Menningar- ogumhverfis-verðlaun Hornafjarðar voru veitt og afhent á dögunum. Menningarverðlaunin í ár hlaut Gísli Sverrir Árnason fyrir öflugt og farsælt starf við upp- byggingu Menningar- miðstöðvar Hornafjarðar og uppbyggingu menn- ingarmála á Austurlandi og á landinu öllu með formennsku sinni í Menningarráði Austur- lands og í stjórn Safna- ráðs. Umhverfisverðlaunin hlaut Elín Sigríður Harðardóttir fyrir langt og farsælt starf að um- hverfismálum í sveitarfé- laginu. Afhendingin fór fram í Nýheimum. Kemur þetta fram á vef Hornafjarðarbæjar, hornafjordur.is. Verðlaun Fimm manna hópur vaskra manna hélt á dögun-um á topp Heklu á KTM-mótorhjólum. Ekið vará toppinn norðaustan megin og gekk ferðin vel. Hjólin voru útbúin sérstökum nagladekkjum með „carbít“-endum, u.þ.b. 400 stykki í hvert dekk. Það var heldur napurt á toppnum, vindur 10 til 12 metrar á sek- úndu og frostið náði -35 til -40 stigum. Á myndinni eru ferðafélagarnir Sölvi Árnason, Karl Gunnlaugsson, Snorri Gíslason og Helgi Valur Georgsson. Á toppnum Landeigendur íReykjahlíð fóru ímál við ríkissjóð og vildu fá yfir hundrað milljónir frá Lands- virkjun fyrir nýtingu vatns í landi Reykjahlíð- ar. Þar með kviknaði sú spurning hjá Friðriki Steingrímssyni í Mývatns- sveit hvað menn ættu langt niður. Í helvíti er allt á iði ofan jarðar geisar stríð; kölski er máski leiguliði landeigenda í Reykjahlíð. Raggi Bjarna var með á vorfagnaði karlakórsins Hreims að Ýdölum. Frið- rik orti limru: Þó textavillt tíðum hann lendi og tónana rólega sendi þá klikkar hann ei né koxar ónei en syngur með hangandi hendi. Á föstudagsmorgun var allt dautt á Rás 2 út af mótmælum. Friðrik orti: Fréttastofan stendur dauð uns stríðsins verður rýmdur hóll, því á meðan auður Auðuns eftirlætis bíður stóll. Af Ragga Bjarna pebl@mbl.is Hólmavík | Fjölmennur íbúafundur á Hólmavík samþykkti ályktun þar sem skorað er á samgönguráðherra og aðra þingmenn Norðvesturkjördæmis að tryggja að vegur um Arnkötludal og Gautsdal verði lagður sem fyrst, vegna stóraukinna þungaflutninga. Stefnt verði að því að lagning vegarins verði boðin út innan árs. Engilbert Ingvarsson flutti tillöguna og var hún samþykkt með lófataki. Einkahlutafélagið Leið hefur undirbúið framkvæmdir við veginn sem liggur af Ströndun og yfir í Reykhólahrepp og nefndur hefur verið Stranddalavegur. Leið hefur fengið Náttúrustofu Vest- fjarða til að annast umhverfismat og Línuhönnun hf. til að undirbúa fram- kvæmdir. Fram kemur í ályktuninni að endanleg skýrsla um umhverfismat muni væntanlega verða lögð fyrir Skipulags- stofnun á næstunni. Fundurinn þakkaði sérstaklega Jónasi Guðmundssyni, sýslumanni í Bolungarvík, fyrir forystu hans um að flýta rannsóknum og und- irbúningi vegagerðarinnar. Á fundinum sagði Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri meðal annars frá rekstri sveitarfélagsins síðustu tvö árin. Kom meðal annars fram að rekstur hinnar nýju íþróttamiðstöðvar er í svipuðu horfi og áætlað hafði verið, en kostnaður við byggingu hennar fór töluvert fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Auk samgöngumála og fjármála sveit- arfélagsins urðu umræður um umhverf- is- og atvinnumál fyrirferðarmiklar. Í þeim umræðum kom meðal annars fram að verið er að athuga möguleika á stofn- un héraðsskjalasafns á Ströndum. Stranddala- vegur verði lagður sem fyrst Veiðar Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Íbúar Vel var mætt á íbúafundinn. Íbúar á Hólmavík álykta um samgöngumál Vatnsdæla saga | Starfshópur um verkefnið Á slóð Vatnsdæla sögu vinnur að því að gera sögusviðið í Vatnsdal og Þingi aðgengilegt og áhugavert fyrir ferðafólk. Unnið er að skráningu sögu- staða og fornleifarannsóknum og merk- ingu þeirra. Hugmyndir hafa verið uppi á svæðinu um að nýta Vatnsdæla sögu við uppbyggingu ferðaþjónustu í hér- aðinu. Verkefnishópurinn hefur sett upp þriggja ára áætlun sem miðar að því að gera söguslóðina og veitti Byggðastofnun 2,5 milljóna króna styrk til þess að hrinda henni í framkvæmd. Áður hafa ýmsir aðilar veitt smærri styrki og ann- an stuðning að því er fram kemur á vefn- um huni.is.    Nýr formaður | Sandra D. Gunnars- dóttir, varabæjarfulltrúi, var kosin formað- ur Samfylkingarfélags Árborgar og ná- grennis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í vikunni. Fráfarandi formaður, Arna Ír Gunnarsdóttir, gaf ekki kost á sér til for- mennsku en situr áfram í stjórn. Með þeim í stjórn eru Björgvin G. Sig- urðsson, Gylfi Þorkelsson, Sigríður Ólafs- dóttir, Már Ingólfur Másson, Heiður Ey- steinsdóttir, Tómas Þóroddsson og Sigurbjörg Grétarsdóttir.    10 þúsund ferðamenn | Í það minnsta 18 skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar á kom- andi sumri. Er þetta áþekkur fjöldi og síð- asta sumar, en þar áður höfðu skipin flest verið um 15 á einu ári. Nokkur þeirra munu ekki leggjast að bryggju heldur liggja úti á firðinum. Einungis eitt skip kemur í júní, ell- efu skipakomur verða í júlí, fimm í ágúst og eitt skip kemur til bæjarins í september. Ljóst er að hátt í 10 þúsund ferðamenn koma til bæjarins með þessum skipum í sumar. Nokkur skipanna eru sannkallaðir Ísafjarð- arvinir, segir á vef Bæjarins besta, en þar má nefna Funchal og Hanseatic sem hafa verið tíðir sumargestir á Ísafirði.    Stundarfriður | Leikfélag Hörgdæla frumsýnir í kvöld, föstudagskvöldið 18. mars, leikritið Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson. Leikritið lýsir lífi sundraðar fjöl- skyldu í Reykjavík, Sýnt er á Melum í Hörgárdal kl. 20.30. Alls eru níu leikarar í sýningunni og leik- stjóri er Saga Jónsdóttir sem áður hefur leikstýrt Hörgdælum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.