Morgunblaðið - 18.03.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 18.03.2005, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hulda Höydahlfæddist í Akra- koti á Álftanesi 12. desember 1912. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Lyder Höydahl, fv. kaup- maður í Vestmanna- eyjum, f. í Noregi 27. janúar 1872, d. 3. nóvember 1964 og Þuríður Eyjólfsdótt- ir Höydahl, f. á Felli í Suðursveit 17. júlí 1877, d. 21. febrúar 1967. Systir Huldu er Gerda, f. 31. október 1916, gift Poul Björlykhaug, þau eru búsett í Noregi. Hulda stundaði verslunarstörf frá unga aldri, um árabil í Burstagerðinni en vann lengst af hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur uns hún lét af störfum. Hulda tók virkan þátt í starfi KFUK og var einn af frum- herjum í uppbygg- ingu Vindáshlíðar og sýndi því starfi og kristniboðsstarfi ávallt mikla ræktar- semi og stuðning. Hulda var mikil úti- vistarkona og ferð- aðist víða, bæði hér heima og erlendis. Einnig lagði hún stund á listmálun í frístund- um. Hulda verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Hún Hulda frænka mín var grann- vaxin, brosmild og hraust kona sem stundaði útivist af kappi og hafði mikla ást á náttúru Íslands. Hún var sjálfstæð og frjáls og skundaði upp um fjöll og firnindi og málaði það landslag sem fyrir augu bar, enda mikil listakona. Hún lét aldrei veður eða vind aftra sér frá því að njóta náttúrunnar og ferðalaga. Mér er mjög minnisstætt ferðalag okkar Huldu með fjölskyldunni að Reynivöllum í Suðursveit þegar ég var fjórtán ára gömul. Á ferðalaginu fræddi hún okkur um fjöllin, vötnin og fossana í kring og mátti ég korn- ung manneskjan hafa mig alla við að halda í við hana í gönguferðum okkar upp með Fellsfossi. Í raun var þetta ekkert nýtt fyrir mér því Hulda var vön að hlaupa á undan mér upp hæðirnar fjórar heima hjá sér án þess að blása úr nös og fór létt með það í mörg ár eftir þetta. Sextíu ára aldursmunur er á mér og Huldu, en við erum báðar fæddar 12. desember, en ég kom í heiminn á sextugsafmælisdaginn hennar. Í minni fjölskyldu var Hulda kölluð stóra Hulda og ég litla Hulda til aðgreiningar. Hún var nokkurs konar amma mín, þar sem báðar ömmur mínar féllu frá snemma í mínu lífi. Þannig kenndi hún mér ýmsa siði sem ömmum er tamt að kenna þeim sem yngri eru. Og ófáar eru minningarnar frá Sunnubrautinni þegar Hulda kom í heimsókn og útbjó sultutau og saft úr rabarbara og rifsberjum sem þá höfðu tekið sér bólfestu á Sunnu- braut. En þannig var að plönturnar hennar Huldu fluttu frá Grensásveg- inum forðum daga til okkar á Sunnu- braut í Kópavogi þar sem hún gat ekki flutt þær með sér í Stóragerði. Flestar plöntur þekkti Hulda og hjálpaði hún mér að bera kennsl á þær plöntur sem fyrir voru þegar ég flutti í litla húsið við Kársnesbraut- ina. Hulda var ákaflega gestrisin kona og eru kaffiboðin hennar Huldu mér ákaflega minnisstæð. Þá var borðið ávallt hlaðið kræsingum og enginn mátti fara án þess að vera búinn að fá góðan skerf af kræsingunum. Eftir að móðir mín féll frá var Hulda dugleg að sinna mér. Þannig hjálpuðumst við iðulega að við jóla- baksturinn fyrir jólin. Eflaust var lít- ið gagn í mér við baksturinn en Hulda var óþreytandi við að kenna mér hvernig best væri að bera sig að og hjálpaði þannig til við að halda gömlu siðunum við sem eru manni svo dýrmætir. Um jólin var svo vita- skuld farið á jólabasarinn hjá KFUK sem mér þótti ákaflega spennandi viðburður. Þessar æskuminningar eru mér afar dýrmætar og tel ég mig vera ákaflega heppna að hafa fengið að kynnast þessari stórkostlegu frænku minni. Mér er mikill heiður að bera nafnið hennar Huldu, enda hefur hún verið mér sterk fyrirmynd sem sjálfstæð kona. Ég sé Huldu núna fyrir mér glað- lega og vel til hafða eins og hún var alltaf. Elsku Hulda, takk fyrir allar dýr- mætu stundirnar. Hulda Jónasdóttir. Elskuleg frænka okkar og vin- kona, Hulda Höydahl, er látin og langar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Hulda frænka og mamma okkar voru systkinabörn. Var mikill samgangur á milli heimila þeirra og alveg frá fyrstu kynnum hafa þær systur Hulda og Gerda ver- ið frænkurnar sem okkur öllum þótti svo vænt um. Þær voru glaðar konur sem höfðu frá svo mörgu fróðlegu og skemmtilegu að segja. Eftir að Gerda giftist og fluttist til Noregs ferðaðist Hulda mikið til fjarlægari landa og hafði þá yndi af að skoða allt það markverðasta sem hver staður hafði upp á að bjóða. Listasöfn og blómagarðar voru í sérstöku uppá- haldi og þessu öllu deildi hún með okkur þegar heim kom með mynda- sýningum og frásögunum. Hún ferð- aðist líka mikið um landið okkar, oft á tveimur jafnfljótum á sínum yngri árum. Hin síðari ár fór hún oft með foreldrum okkar í bíltúr eitthvert upp í sveit og hafði alltaf mjög gam- an af. Hulda var mjög listfeng kona. Myndlistin átti alltaf huga hennar allan og í seinni tíð lærði hún að auki postulínsmálun. Margir dýrgripirnir urðu til í höndum hennar og má þar nefna fjölmörg málverk af náttúru landsins, dýrum og blómum og hand- málaða postulínsgripi af ýmsum toga. Afar falleg svæflaver fengu nokkur barna okkar að gjöf frá henni, útsaumuð af sama myndar- skapnum. Hulda var ræktarsöm við allt sitt samferðafólk. Oft bauð hún okkur öllum til sín í dýrindis kaffiboð og í okkar fjölskylduboðum var hún ávallt heiðursgestur. Hún var stillt kona og fáguð í framkomu en jafn- framt hógvær og alltaf glaðleg. Hún lifði sérlega góðu og innihaldsríku lífi í rúm 92 ár og var ætíð sátt við Guð og menn. Við þökkum henni hjartanlega fyrir alla gæskuna og samfylgdina í gegnum árin og kveðj- um hana með versi úr uppáhalds- sálminum hennar. Þegar æviþrautin dvín, þegar lokast augun mín, þegar ég við sælli sól sé þinn dóms- og veldisstól: Bjargið alda, borgin mín, byrg mig þá í skjóli þín. (Matthías Jochumsson.) Erna, Kristín og Björk Norðdahl. Hulda var mikil KFUK-kona og kristniboðsvinur, þetta tvennt voru hjartabörnin hennar, sem sjálf var ógift og barnlaus, og miklu fórnaði hún í þágu þessara. Bænabörnin hennar voru óteljandi, litlu telpurnar og unglingarnir sem komu í KFUM og KFUK, Hlíðarstúlkan sem gist hafði Vindáshlíð, starfsfólkið allt, og þá ekki síður sendiboðarnir úti á kristniboðsakrinum. Á bænalistan- um hennar voru líka mörg eþíópísk nöfn og hún naut þess að heyra um fjarlæga vini í Konsó. Hug sinn til „hjartabarna“ sinna sýndi hún best, er hún gaf Sumarstarfi KFUK í Vindáshlíð og Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga nánast allar eigur sínar. Það gerði hún þegar hún flutti úr íbúð sinni í Stóragerði inn á dval- arheimili aldraðra í Espigerði. Síð- asta árið dvaldi hún á Elliheimilinu Grund. Ávallt heilsaði hún með geisl- andi brosi, þakklát Guði og mönnum, og þó minnið væri farið að bila var hún fljót að finna réttar nótur þegar farið var að tala um kristniboðana og kristilega starfið, sem hún unni. „Já, nú hef ég svo góðan tíma til að biðja,“ var með því síðasta sem hún sagði við mig. Og þakklát er ég fyrir bæn- irnar hennar mér og mínum til handa. Hulda og yngri systir hennar, Gerda, áttu trúaða foreldra, íslenska móður og norskan föður, og ólust upp í Reykjavík. Ungar gerðu þær Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Gerda giftist til Noregs, en þær syst- urnar heimsóttu oft hvor aðra, enda mjög samrýndar. Á heimili Gerdu í Osló ríkti gestrisni og margir Íslend- ingar, nemar við Biblíuskólann á Staffelsgötu, sem „Indre Misjonen“ rekur, eiga þaðan góðar minningar. Gestrisni var Huldu líka í blóð borin og óhugsandi að líta inn til hennar nema þiggja veitingar. Hulda var alla tíð í hópi „hinna kyrrlátu og hóg- væru í landinu,“ en eftirminnileg hvar sem hún fór, þessi fallega, virðulega kona. Hún tók virkan þátt í starfi KFUK og lét sig sjaldan vanta á AD-fundi (aðaldeild). Um árabil sat hún í stjórn félagsins þar sem hún gegndi ritarastörfum. Rithönd henn- ar var einstaklega falleg, nokkuð sem ekki breyttist þrátt fyrir háan aldur. Huldu var margt til lista lagt, málaði og saumaði listavel. Áratug- um saman stundaði hún vikulega saumafundi fyrir basar KFUK. Í Kristniboðsfélagi kvenna var hún trúfastur meðlimur og ófáa muni gaf hún til ágóða fyrir kristniboðið. Handbragðið var slíkt að aðdáun vakti. Síðasta dúkinn saumaði hún ekki löngu fyrir andlátið, þá komin yfir nírætt. Það var gott að vera í ná- vist Huldu, henni fylgdi hlýja og Guðs blessun. Þegar blásið var til sóknar við byggingu skála fyrir sumarstarf KFUK í Vindáshlíð fyrir rúmlega hálfri öld var Hulda meðal frum- herja. Ég minnist hennar íklæddri olíustakk við vegagerð og alls kyns erfiðisvinnu í úrhellisrigningu þar sem ekkert var eftir gefið. En dýr- mætust er minningin um hana er hún á sinn hljóðláta og milda hátt sagði frá því sem Jesús gerði fyrir hana. Líf hennar allt var sannarlega vitnisburður um það hvernig sá sem lifir nálægt Guði helgast honum. Þökk sé Guði fyrir Huldu, líf hennar og starf. Ég og fjölskylda mín vottum Gerdu og Paul Björlykhaug, eigin- manni hennar, innilega samúð. Katrín Þ. Guðlaugsdóttir. Ég man eftir henni frá frum- bernsku minni og alla tíð síðan. Hún vann á skrifstofunni hjá föður mín- um í Burstagerðinni á Laugavegin- um. Ég fann strax og sá að það var eitthvað sérstakt við hana Huldu. Ekki bara það að hún væri falleg. Það var einhver dásamleg birta og friður yfir persónu hennar. Hún var glöð, glettin og hlátur hennar var mildur og góður. Móðir mín bauð henni alltaf í formiðdagskaffið og vorum við krakkarnir send fram á skrifstofu eftir henni. Mér fannst alltaf heppn- in leika við mig þegar ég var send fram að sækja hana, því þegar ég stóð dyragættinni og sagði: „Hulda, mamma segir að þú sért velkomin í kaffið,“ þá ljómaði andlit hennar og hún neri saman höndunum af ánægju, hló sínum glaðværa hlátri og þakkaði gott boð. Ég get ekki gleymt þessum þægilegu viðbrögð- um hennar. Þau yljuðu minni barns- sál og ylja mér enn þegar ég minnist þeirra. Hulda var falleg og virðuleg kona og yfir henni hvíldi einhver dásam- leg heiðríkja. Áhrif heiðríkjunnar í dagfari hennar á mig, barnið, voru m.a. þau að mér finnst útilokað að hún hafi nokkurn tíma sleppt styggðaryrði um nokkurn mann fram yfir varir sínar. Ég veit að hún vann öll sín störf af mikilli samviskusemi og leikni sem mótaðist af hinni glöðu lund hennar og jákvæðri afstöðu til þeirra sem hún umgekkst. Ég hugsaði oft sem barn hve við værum stálheppin að hafa Huldu á skrifstofunni og ein- hvern veginn fannst mér að hún til- heyrði fjölskyldunni okkar. Foreldr- ar mínir og við systkinin höfum átt því mikla láni að fagna að eiga hana sem náinn fjölskylduvin. Í frítíma sínum naut Hulda þess að mála bæði með vatnslitum og olíu og prýða verk eftir hana veggi víða. Hún var alla sína tíð einlæg trú- kona, áhugasamur og traustur með- limur í KFUK og dyggur stuðnings- maður og fyrirbiðjandi kristni- boðsins. Jesús mælti: ,,Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jóh. 11:25–26.) Ég og fjölskylda mín vottum Gerðu og Paul okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Huldu. Margrét Hróbjartsdóttir. Kveðja frá KFUK í Reykjavík Hulda Höydahl var glæsileg kona sem geislaði af. Hún bar með sér sterka sjálfsmynd og yfir henni var mikil reisn. Það var enginn asi á henni, hún var hljóðlát og valdi að láta verkin tala. Hún var gædd list- rænum hæfileikum og allt hennar handbragð bar af. Hulda var í hópi kvenna sem unnu brautryðjendastarf í þágu íslenskra stúlkna og kvenna á vegum KFUK. Hún tók þátt í öllu starfi KFUK og sat í stjórn félagsins í mörg ár, lengstum sem gjaldkeri. Á yngri ár- um stýrði hún vikulegum fundum fyrir stúlkur og tók virkan þátt í starfi aðaldeildar félagsins. Fjáröfl- un er stór hluti af starfi frjálsra fé- lagasamtaka eins og KFUK og lét Hulda sitt ekki eftir liggja þar. Listaverkin sem Hulda saumaði og gaf í gegnum árin bera vitni um fórn- fýsi hennar og einstaka smekkvísi. Þegar aldurinn færðist yfir hélt hún áfram að vera virkur þátttakandi í basarhópi KFUK. Hulda tók mikinn þátt í uppbygg- ingu sumarstarfsins í Vindáshlíð. Hulda og vinkonur hennar byggðu Vindáshlíð í orðsins fyllstu merk- ingu. Þær grófu grunna, smíðuðu, máluðu, elduðu og sinntu stúlkum sem dvöldu í Hlíðinni. Þær boðuðu trú á Jesú Krist, kenndu bænir og sinntu félagslegum þörfum stúlkn- anna. Þær gengu í öll störf af hug- sjón og trú á Guð. Einkunnarorð KFUK eiga vel við Huldu Höydahl: „Ekki með valdi né krafti heldur fyrir anda minn segir Drottinn. Hulda var kona sem valdi að fara hljóðlátar leiðir en var dugnaðar- forkur. Slíkar konur eru sjaldan á forsíðum blaðanna en koma ótrúleg- um hlutum til leiðar. Andi Guðs er bæði kröftugur og skapandi og í þeim anda starfaði Hulda allt sitt líf. KFUK konur þakka Huldu sam- fylgd, óeigingjarnt starf og allar góð- ar minningar. Veri hún góðum Guði falin. Hildur Þ. Hallbjörnsdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir. Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það. (Fil 4:8) Þetta eru orð sem koma upp í huga minn þegar ég kveð vinkonu mína Huldu Höydahl. Ég var sautján ára þegar ég kynntist Huldu fyrst. Þá hóf ég að starfa í YD KFUK í Langagerði. Hún var þá í forsvari fyrir deildinni þar. Tveimur árum seinna bauð hún mér að vera með í hópi sem hittist reglulega og útbjó hluti fyrir basar KFUK þar sem hún vissi að ég deildi sama áhugamáli, handavinnu. Það var gæfa unglings að fá að kynnast slíkri konu sem Hulda var og fá að starfa með henni eða réttara sagt læra af henni. Hún var vönduð bæði til orðs og æðis. Hún var líka stórglæsileg. Hulda var afar fundvís á verk kær- leikans og henni féll aldrei verk úr hendi. Hún saumaði, bakaði, málaði og sultaði og gaf það til eflingar Guðs ríkis. Hjarta hennar sló fyrir KFUK og kristniboðið. Í yfir 40 ár störfuð- um við saman í vinnuhópnum okkar. Þar verður hennar sárt saknað. Með þökk og virðingu fyrir allt. Helga K. Friðriksdóttir. HULDA HÖYDAHL REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN ÓLAFSSON, Krosseyrarvegi 9, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 22. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en bent er á hjúkrunarþjón- ustuna Karitas og Líknarsjóð krabbameinsdeildar 11E á Landspítala. Elín Jónsdóttir, Gyða Björnsdóttir, Gyða Björnsdóttir, Brynjar Viðarsson, Jón R. Björnsson, Auður Erla Gunnarsdóttir, Andri B. Björnsson, Anna Helga Björnsdóttir Elín Anna, Anna Margrét, Birna, Andrea Helga og Rebekka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.